Þjóðviljinn - 10.06.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.06.1987, Blaðsíða 6
Kristín Ómarsdóttir er nýbúin að gefa út Ijóðabókina „í húsinu okkar er þoka....“ Bœkur Ný Ijóðabók Ut er komin ný ljóðabók sem ber nafnið J HUSINU OKKAR ER ÞOKA....“ eftir Kristínu Óm- arsdóttur. Bókin inniheldur stór og lítil ljóð, ljóðabálk og ljóðaleik, er 100 síður og myndskreytt af Lars Emil Árnasyni sem einnig hann- aði kápu. Þetta er fyrsta bók höfundar en áður hafa birst ljóð eftir Kristínu í blöðum og tímaritum, auk þess sem Þjóðleikhúsið frumsýndi einþáttung hennar „Draumar á hvolfi“ á litla sviðinu s.l. vetur. Höfundur gefur bókina sjálfur út. maður það á tilfinninguna, að í Frakklandi hafl það einkum verið annars eða jafnvei þriðja flokks rithöfundar sem hafi haft áhuga á víkingum, og „goðsögnin“ sé að verulegu leyti hrein fáfræði. „Þetta er alveg rétt. Við dokt- orsvörnina sagði einn andmæl- andinn - bókmenntafræðingur- inn Etiemble - að þetta rit mitt væri eins konar „sýnisbók heimskunnar". Greinilegt væri að menn hefðu hvergi reynt að afla sér raunverulegra upplýsinga um víkinga, heldur hefðu þeir tekið upp gagnrýnislaust það sem aðrir hefðu sagt á undan þeim. Ástæðan fyrir því að miklir rithö- fundar hafa ekki sinnt „goðsögn- inni um víkinginn" er kannski einmitt sú, að þeir hafa fundið af eðlisávísun hvað hún var fölsk og innantóm. Menn eins og Victor Hugo og Alexander Dumas eldri höfðu þó allar forsendur til að hafa áhuga á víkingatímabilinu og taka það til meðferðar.“ í riti þínu kemur þó við sögu rithöfundur, sem er talsvert á dagskrá þessa dagana: René Har- dy, sem flæktur var í mál nasista- böðuisins Klaus Barbie, þar sem hann var jafnan grunaður um að hafa svikið Jean Moulin, leiðtoga andspyrnuhreyfingarinnar, í hendur Barbie, þó svo að hann hefði tvívegis verið sýknaður af þeim grun fyrir rétti... „Ég var einu sinni með René Hardy í sjónvarpsþætti þar sem fjallað var um víkinga: Hann hélt því m.a. fram að konur hefðu stjórnað víkingaþjóðfélaginu... En René Hardy var allur í goð- sögunni, og er reyndar gott dæmi um það hvernig hún hefur stund- um fengið pólitískan lit. Hann skrifaði skáldsögu um Vínlands- ferðirnar, „Svanaveginn", sem er mjög læsileg en alveg troðfull af villum. En hann er yst til hægri og dáðist að víkingum vegna þess of- beldis og hörku sem hann eignaði þeim: Þeir voru „ofurmennin“ í augum hans. Kemur þetta fram í skáldsögunni, sem er full af hörku og erótík, í anda goðsög- unnar.“ Að lokum: Er von á einhverju framhaldi af þessari Pléiade- útgáfu fornsagnaþýðinga? „Mig myndi gjarna langa til að gefa út bindi með ýmsum kon- ungasögum og samtíðarsögum, Heimskringlu, Sturlungu o.þ.h., og svo annað bindi með úrvali úr fornaldarsögum. En þetta er allt óvíst og fer eftir þeim viðtökum sem þetta bindi fær.“ e.m.j. ____________MENNING_________ Lifandi aoð saanatúlkun Þjóðleikhúsið sýnir HVAR ER HAMARÍNN? eftir Njörð P. Njarðvík Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir Leikmynd: Sigurjón Jóhannnsson Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson Reiður var þá Vingþór er hann vaknaði og síns hamars um sakn- aði - á þeim kunnuglegum orðum hefst hin bráðskemmtilega Þrymskviða, sem löngum hefur verið mönnum gleðigjafi og um- hugsunarefni. Hinn öflugi Þór, sem er varnarmáttur Ása gegn Jötnum, hefur misst hamar sinn, vopnið góða, og án hans er þessi kraftajötunn getulaus. Hamarinn er augljóst reðurtákn og þjófur hans, Þrymur Jötunn, krefst nú í krafti hans að fá fegurstu konu heims að launum ef hann skilar honum aftur. Þetta eru óaðgengi- legir skilmálar fyrir Æsi og til þess að endurheimta manndóm sinn neyðist Þór til að lítillækka sig með því að gera sig að konu og ganga að eiga Þrym. Þar með fær hann hamarinn á ný og getur nú gert usla í jötunheimum í krafti þessa mikla vopns. Það er auðvitað hægt að leggja út af þessari sögu á marga vegu og það er auðvelt að tengja hana við ýmis fyrirbæri í nútímanum, svo sem kjarnorkuvígbúnað stór- veldanna og vangaveltur um hlut- verk kynjanna. Njörður Njarð- vík bryddar upp á ýmsum slíkum vísunum til nútímans í sviðsút- gáfu sinni af kviðunni án þess þó að slíkar útleggingar verði of fyrirferðarmiklar, heldur er áhersla lögð á að sagan sjálf fái að njóta sín í öllum sínum afkára- leik. En Njörður notar sér skemmtilega möguleika leikhúss- ins til að hefja sig yfir tíma og rúm, þannig að nútímalegar skír- skotanir falla áreynslulaust sam- an við forn minni. Textinn er lip- ur og víða hnyttilegur, hann er einfaldur án þess að vera ein- feldningslegur. Þetta er texti og sýning sem er ágætlega við hæfi eldri barna og unglinga en hentar ekkert síður fullorðnum. Sviðsetning Brynju Benedikts- dóttur er í grundvallaratriðum einföld og miðar að því að skila sögunni sem hreinast og beinast og einnig að því að hér er um farandsýningu að ræða. En hún einkennist einnig af fjölmörgum snjöllum smáatriðum sem vekja skemmtun, undrun eða umhugs- un. Ágætast dæmi um þetta er þegar Freyja reiðist og henni vex ásmegin í þeim bókstaflega skiln- ingi að hún stækkar um helming og sýnir um Ieið kvenlega fyrir- litningu sína á karlhyskinu með því að sprauta yfir það úr brjóst- um sínum. Sem oft áður hefur Brynja notið góðrar samvinnu við Sigurjón Jóhannsson, sem að þessu sinni hefur af eðlilegum ástæðum einbeitt sér að búning- unum. Gervi persónanna undir- strika skýrt og skemmtilega eðli þeirra og hlutverk. Gervi Þórs er samansett af tveim þáttum, ann- arsvegar Þórslíkneskinu fræga þar sem hann situr með hamarinn (sem er í senn skegg, vopn og reður) og búningi glímumanna nútímans hins vegar. Þokkadísin Freyja er útbúin með feiknalegar mjaðmir og lær og hún ber brjóst- aþrungið Brísingamen um háls. Loki er í kafarabúningi sem minnir bæði á kafbátseðli hans svo og ævintýri hans í fiskslíki. Þrymur þurs er tvíhöfða og ræðir spaklega við aukahöfuð sitt. Gervin og prersónurnar voru prýðilega fram borin af leikurum, sem reyndar verða nokkur mannaskipti á þegar fram í sækir. Örn Árnason var aldeilis prýði- Iegur í hlutverki Þórs, þungur á velli, í hugsun og á brún og beitti mikilli rödd sinni af afli og list í söngvum sínum. Örn skapaði þarna heila og trausta persónu. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sama má segja um Randver Þor- láksson sem var ímynd slægðar og kænsku í hlutverki Loka og myndaði skemmtilega andstæðu við Þór. Þetta er hlutverk sem hæfir afar vel ísmeygilegu skop- skyni Randvers. Lilja Þórisdóttir var fönguleg Freyja með afbrigð- um en söngrödd hefur hún ekki. Erlingur Gíslason naut mikillar raddar sinnar í ríkum mæli í hlut- verki Þryms og þrumaði spak- mælin af krafti. Hjálmar H. Ragnarsson hefur gert tónlist við verkið, bæði við nokkra söngva sem í því eru og svo almennt undirspil. Þetta er kraftmikil og glaðvær tónlist eins og Hjálmari virðist lagið að semja og gerði mikið til að keyra sýninguna áfram. Hún var ljóm- andi vel flutt af hópi ungra leikara og hljómlistarmanna sem skipti sér milli leiks og tóna og hafði prýðilega góða sviðsfram- komu. Þarna voru þau Olafur Örn Thoroddsen, Valgeir Skag- fjörð, Herdís Jónsdóttir, Krist- rún Helga Björnsdóttir og Eyþór Arnalds. Það voru vissulega til daufir kaflar í þessari sýningu en að langmestu leyti einkennist hún af lífi og fjöri og hún er á margan hátt sérlega ánægjuleg, því að ætlunin er að gera víðreist um landið með þessa ágætu leiklist sem ætti að geta höfðað til mjög breiðs aldurshóps. Og viðtökur áhorfenda á frumsýningunni í Hnífsdal voru fagnandi og inni- legar. Sverrir Hólmarsson Hallgrímskirkja Jesúpassía eftir Oskar Gottlieb Blarr er stórfenglegt tónverk fyrir einsöngvara kór og hljóm- sveit. Hún fjallar einsog efnið segir um píslir og dauða lausnar- ans, en sækir texta í gamlatesta- mentið frekar en það nýja og skartar að auki skáldskap seinni tíma. Hún er að mestu sungin á hebresku, eitthvað þó á þýsku. Hljómur hennar er sterkur og margbreytilegur, höfundurinn hefur vald yfir fjölbreyttum stíl- um og tækni, allt frá sætum sam- hljómum mendelsona til harðvít- ugra árekstra sem minna á sin- fóníur blásaranna hjá Stravinsky. Og allt þar á milli og framyfir það. Þetta er þó enginn hræri- grautur, heldur samstillt og stefn- uföst heild, sem heldur manni fast við efnið frá upphafi til enda. Jesúpassían var frumflutt á ís- landi s.l. laugardag í Hallgríms- kirkju, á fyrstu tónleikum lista- hátíðar sem Listvinafélag kirkj- unnar gengst fyrir þar á staðnum. Stjórnandi var höfundurinn sjálf- ur, O. G. Brarr og hafði hann með sér stóran kór og nokkra ein- söngvara frá heimabæ sínum Dusseldorf, en að auki voru mætt til leiks sinfóníuhljómsveitin okkar og tveir íslenskir bassar, Viðar Gunnarsson og Magnús Þ. Baldvinsson, og skólakór Kársness, sem er barnakór í háum gæðaflokki. Þessi frumflutningur telst hik- laust til mestu tónlistarviðburða hér í seinni tíð, sem og reyndar hátíðin öll, sem enn er í fullum gangi. Þar voru orgeltónleikar Björns Steinars Sólbergssonar í gærkvöldi, en hann er einn okkar yngstu orgelvirtuósa sem alltaf er LEIFUR ÞÓRARINSSON gott að heyra, og Mótettukórinn söng í kirkjunni í fyrrakvöld, ís- lensk og erlend a capella verk, m.a. spányja mótettu eftir Gunn- ar Reyni Sveinsson. Stjórnandi kórsins er organisti Hallgríms- kirkju, Hörður Áskelsson, bráðmúsíkalskur eldhugi, sem hefur á skömmum tíma unnið stórvirki á sviði íslenskrar kir- kjutónlistar. Það er hann sem fyrst og fremst ber ábyrgð á þess- ari merkilegu listahátíð eftir því sem mér skilst, og þó sú ábyrgð kunni að reynast þung í jarð- nesku tilliti, verða launin þess meiri á himnum. Blessi hann Guð og þá sem með honum standa. LÞ Musica Nova Skerpludagar Musica Nova, fimmtónleikaröð sem lauk á Borginni s.l. miðvikudag, fóru víst framhjá mörgum. Ekki þó undirrituðum að öllu leyti, í það minnsta skammaðist hann á þrenna tónleika og hafði af mikið gagn og gleði. Lokatónleikarnir á Borginni voru framkvæmdir af spunasveitinni Súld, sem er skipuð fiðluleikaranum og tón- skáldinu Símoni Kuran, trommu- leikaranum Steingrími Guð- mundssyni, Þorsteini Magnúss- yni gítarleikara og Stefáni Ing- ólfssyni, bassa. Efnisskráin var samsett úr skipulögðum spuna- verkum eftir þá félaga alla, og var þar margt fróðlegt að heyra. Sér- staklega vakti verk Kurans, Aug- liti til auglitis sterkar tilfinningar, þó það virkaði að vísu heldur langt á þessari stundu og stað. Eg verð hinsvegar að játa, að ég er ekki mikill aðdáandi raf- magnaðra hljóðfæra og veldur hljómmagn þeirra og karakter allur mér oft þungbærum leiða og höfuðverk. En manneskjurnar að baki þessum hávaða eru mikl- ar og góðar, það leyndi sér ekki þarna á Borginni. Musica Nova hefur unnið gott verk með þess- um dögum, og þó undirtektir al- mennings hafi ekki verið sem skyldi, þá skulu þau ekki láta deigan síga, því enn er Dagur Vonar. lþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.