Þjóðviljinn - 10.06.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.06.1987, Blaðsíða 2
Ester Pálmadóttir, snigill: Þaö þarf aö gera varúðarráð- stafanir hér eins og annarsstað- ar. Við getum aldrei verið fyrir- fram viss hvort og hvenær þess- ar varúðarráðstafanir koma í góðar þarfir. —SPURNINGIN- Hvernig líst þér á þann viðbúnað sem lögreglan viðhefur fyrir ráðherra- fund NATO? Arnar Österby, snigill: Ég hef svo lítið fylgst með þessu tilstandi. Ég held þó að það sé ekki þörf á mjög miklum varúðarráðstöfunum. Einar Helgason: Mér sýnist ekki vanþörf á öllu þessu tilstandi. Það sýnir reynslan erlendis frá þegar slíkir höfðingjar sem þessir hittast. Hildur Harðardóttir, fiskvinnslumaður: Nei, ég tel að það þurfi ekki mikilla varúðarráðstafana við. Jónína Lárusdóttir, verslunarstjóri: Það er sjálfsagt að gera miklar varúðarráðstafanir fyrir fundi eins og þennan. ísland er komið í sviðsljósið eftir fund leiðtoganna síðasta haust og það er aldrei að vita nema hryðjuverkamenn hugsi sér gott til glóðarinnar hér á landi. FRÉTTIR Hvítasunnuhelgin Tugir ölvaöra ökumanna Allir sluppu lifandi úr umferðinni, en nokkuð varð um um- ferðarslys. Tugir missaprófið vegna ölvunar og hraðaaksturs Fjölmörg umferðarslys urðu um helgina eins og venja er um slíkar umferðarhelgar, en bana- slys urðu engin í umferðinni. Þá voru tugir ökumanna teknir fyrir ölvun við akstur og nokkrir fyrir of hraðan akstur. Þúsundir landsmanna lögðust út um helgina og umferð var mikil á vegum. Lögreglan í Reykjavík átti náðuga helgi, en kollegar hennar víða annars stað- ar á landinu stóðu í ströngu. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman í Borgarfirði, á Geirsár- bökkum og í Húsafelli. Ölvun var mikil og umgengnin ekki til fyrir- myndar að sögn lögreglu, en fátt var um alvarleg slys. Þó urðu tvö ungmenni fyrir því í Húsafells- skógi að drukkinn ökumaður jeppabifreiðar brá sér utanvegar og ók yfir þau, þannig að piltur- inn hlaut opið fótbrot af og var fluttur til Reykjavíkur. Stúlkan meiddist minna. Lögreglan í Borgarnesi stóð 24 ökumenn að ölvunarakstri, en fátt var um alvarleg umferðar- slys. Matthías Einarsson lögreglu- varðstjóri á Akureyri sagði í gær að talsvert hefði verið um um- ferðarslys. Á föstudagskvöldið var ekið á tvo vegfarendur á Ak- ureyri og slasaðist annar þeirra alvarlega, hlaut höfuðkúpubrot og hryggbrot. Bíll ók út af veginum við Gljúfragil á Grenivíkurvegi í fyrradag og var ökumaðurinn fluttur á sjúkrahús. Þá varð um- ferðarslys við Hlíðarbæ á mánu- daginn. Fólksbíll og létt bifhjól óku þá saman og slasaðist öku- maður bifhjólsins mikið. Lögreglan á Akureyri tók 5 ökumenn fyrir ölvun við akstur um helgina. Eiríkur Hallgrímsson lögreglu- varðstjóri á Selfossi sagði lögreg- en þó var bíl velt á Þingvöllum í þann. Alls tók lögreglan á Sel- luna þar hafa átt fremur rólega fyrradag. Ökumaðurinn var fossi 11 ölvaða ökumenn um helgi, þrátt fyrir mikla umferð, grunaður um ölvun við aksturínn helgina. _gg Menningarverðmœti íslenska ríkið fær Nonnasafn Igær færði Haraldur Hannesson hagfræðingur og fjölskylda hans íslenska ríkinu bóka- og skjalasafn Nonna, séra Jóns Sveinssonar, að gjöf frá Jesúíta- reglunni í Köln við afhendingar- athöfn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Allt frá stríðslokum hefur Har- aldur Hannesson hagfræðingur ferðast um og safnað gögnum úr eigu Nonna. Gerði hann þetta að undirlagi Jóhannesar Gunnars- sonar biskups og yfirmanns ka- þólsku kirkjunnar á íslandi. Var ákveðið að leita eftif samþykki Jesúítareglunnar í Köln en séra Jón var Jesúíti og dvaldist lengst af í klaustri meðal þeirra. Yfir- maður reglunnar, Provincial Alf- ons Höfer SJ tók þessari mála- leitan vel og samþykkti að Nonnasafn skyldi ævinlega varð- veitt á íslandi. í bóka- og skjalasafni séra Jóns eru milli tvö og þrjú þúsund titlar, bækur, handrit og persónuleg skjöl. Haraldur Hannesson sýnir tveim nunnum kínversku útgáfuna af Nonna oa Manna. (Mynd E.ÓI.) Anna Margrét Jónsdóttir var bæði kjörin ungfrú Reykjavík og ungfrú ísland á mánudagskvöldið í veitingahúsinu Broadway. Á myndinni fær hún sigurkoss á kinn frá Arna Harðarsyni, unnusta sínum. Mynd E.ÓI. A ustfjarðarmótið Spennandi lokaumferðir Sjö umferðum af níu er nú lokið á Austfjarðamótinu í skák og er keppnin jöfn og spennandi. Finninn Antti Pyhálá er í efsta sæti með fimm og hálfan vinning í A-riðli, en næst koma Anna Aks- harumova og Þröstur Árnason með fimm vinninga. Sævar Bjarnason og Róbert Harðarson eru næstir með fjóra vinninga. Teflt er í tveim riðlum og mið- ast skiptingin milli þeirra við 2000 Elóstig. Anna var með fullt hús vinninga eftir fimm umferðir, en töp í næstu tveimur settu strik í reikninginn hjá henni og spennu í mótið. Áttunda umferðin var tefld í gærkvöldi og lágu úrslit ekki fyrir þegar blaðið fór í prent- un. Lokaumferðin verður svo háð í dag. Nýbakaður heimsmeistari ung- linga í skák, Hannes Hlífar Stef- ánsson, er meðal keppenda á mótinu en hefur ekki átt láni að fagna. Hann hefur aðeins hlotið þrjá vinninga í sjö fyrstu umferð- unum. Teflt er í Valaskjálf á Egils- stöðum og að sögn mótsstjóra, Ottós Jónssonar, er aðstaðan góð til tafliðkana. Aðsókn áhorfenda hefur enda verið allgóð. HS 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 10. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.