Þjóðviljinn - 10.06.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.06.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjómnuiNN Miðvikudagur 10. júní 1987 122. tölublað 52. örgangur Frœðslustjóramálið Hætti sem fyrst Ólafur Guðmundsson tekur til starfa áfrœðslu- skrifstofunni áAkur- eyri. Tjaldar aðeins til einnar nætur. Fer úr stárfi við fyrsta tœkifœri Ég fer norður eins og til var stofnað í upphafi, en síðan geri ég ráð fyrir að hluti af lausn málsins verði sá að ég fari úr starfi, sagði Olafur Guðmundsson skipaður fræðslustjóri Norðurlandsumd- æmis eystra í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, en hann fer væntanlega til Akureyrar í dag eða á morgun og tekur til starfa á fræðslusk- rifstofunni þar. Ólafur hefur áður lýst yfir því að hann hafi ekki áhuga á starfinu vegna andstöðu norðanmanna, sem vildu fá Sturlu Kristjánsson aftur til starfa. Ólafur sagðist í gær aðeins tjalda til einnar nætur á Akureyri og sagðist yfirgefa fræðsluskrif- stofuna við fyrsta tækifæri. Þráinn Þórisson formaður fræðsluráðs átti fund með ráðu- neytismönnum sl. föstudag, en ekkert nýtt mun hafa komið í ljós á fundinum. -£g Vaglaskógur Piltur lést Fimmtán ára gamall piltur frá Akureyri lést í tjaldi í Vaglaskógi á sunnudagsmorguninn . Talið er að hann hafi látist af völdum reykeitrunar frá útigrilli sem var í tjaldinu. Pilturinn hafði grillað kvöldið áður ásamt félaga sínum, en tekið grillið síðan inn í tjald með ofan- greindum afleiðingum. Ekki er hægt að greina frá nafni piltsins að svo stöddu. Póstur og sími 9,5% hækkun Gjöld fyrir póst- og símaþjón- ustu hækka að meðaltali um 9,5% 1. júlí n.k. Samtímis verða gerðar breytingar á uppbyggingu gjald- skrárinnar og munu langlínutaxt- ar breytast verulega. Þá verður boðið upp á ódýrari taxta, nætur- og helgartaxta, frá kl. 23 - 08 virka daga og frá kl. 23 föstudaga til 8 á mánudagsmorgni. Ársfjórðungsgjald fyrir síma hækkar úr 585 kr. í 641 kr. Þá munu póstburðargjöld hækka að meðaltali um 9,5%, -Sáf Selfoss Hrikalegur glæfraakstur Lögreglan á Selfossi stöðvaði sínu, því radarinn mældi hann á venjulegir menn ekki nema í er ekki langt síðan við stöðvuðum fífldjarfan ökumann austan 162 kílómetra hraða á klukku- neyð,“ sagði Eiríkur Hallgríms- ökumann sem mældist vera á 166 við Selfoss um helgina. Sá hefur stund. son lögregluvarðstjóri á Selfossi-í kílómetra hraða á klukkustund." greinilega verið haldinn oftrú á „Þetta er auðvitað hrikalegur samtali við Þjóðviljann í gær, „en bæði sjálfum sér og farartæki glæfraakstur og svona keyra þetta er þó ekkert einsdæmi. Það -88 W/////////////////////W farfmaður Margir segja þetta, þar til þeir ipka sig á, en þá er það um seinan því að eigin reynsla er alltof dýrkeypt þegar umferðarslys eiga í hlut! Fjöldi umferðaróhappa í maí Nú tökum við slysin úr umferð meðþvíað 1986 og í maí 1987. _ hafa hugann við aksturinn, Mán. ár Fjöldl óhappa Slasaðir _ virða umferðarreglur og Eins og sjá má af töflunni hefur fjöldi óhappa I maf auklst töluvert á milli ára (15%) en fjöldi slasaðra hefur vaxið mun melra (50%). /Etlar þú að leggja þitt af mörkum til að gera hlutföllin hagstœðari f júní? Fararheilli Átak bifreiðatryggingafélaganna Helmild: Maí 1986 875 50 Maí 1987 1004 75 Júní 1986 1123 92 Júní 1987 ? ?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.