Þjóðviljinn - 10.06.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.06.1987, Blaðsíða 13
ERLENPAR FRETTIR________________ Feneyjafundurinn Hafnbann og hryðjuverk Á fundi leiðtoga iðnríkjanna sjö voru ígœr samþykktar tvcer ályktanir, um verndun olíuskipa sem sigla um Persaflóa og samræmdar aðgerðirgegn hermdarverkamönnum Kjarnaverið í Tjernóbýl skömmu eftir að tekist hafði að ráða niður- lögum elda. Flokksforkólfar gerðu sig seka um forkastanleg vinnu- brögð. Sovétríkin Hrikalegar yfirsjónir Blaðamaðurflettir ofan afvanrœkslu ogsér- gœsku úkraínskra embœttismanna í kjölfar Tjernóbýlhörmunganna ífyrra. Sendu eigin börn á hvíldarheimili á Krím en greindu ekki almenningi frá því hve alvarlegt ástandið var ÖRFRÉTTIR Grænlendingar eignuðust nýja landsstjórn í gær þegar félagar Siumutflokks og Ataqatigiitflokks luku endurreisn stjórnarinnar sem hrökklaðist frá völdum í mars vegna ágreinings um nýjar radarstöðvar Banda- ríkjamanna. Jonathan Motzfeldt, formaður Siumut, verður áfram forystumaður landsstjórnarinnar. Austurþýska lögreglan slóst í'gær í sex klukkustundir við um 4000 ungmenni nærri so- véska sendiráðinu í Austur- Berlín. Mótmælendur hrópuðu hástöfum: „Burt með múrinn!" og „Gorbatsjof, Gorbatsjof!" Þetta var þriðja daginn í röð að skarst í odda með lögreglu og ungu fólki í austurhelft borgarinnar og voru átökin í gær mun harðari en dag- ana á undan. Að sögn sjónar- votta voru um 50 andófsmenn handteknir. Útfararstjóri nokkur í Bandaríkjunum, kona hans og sonur voru handtekin á dögunum og gefið að sök að hafa um nokkurt skeið ástundað all sérkennilega varahlutaverslun. Jerry og Laurieannae Sconce, ásamt syni sínum Davíð, viður- kenndu í gær að hafa þénað dá- góðan skilding á því að selja rannsóknastofum hina ýmsu lík- amshluta af látnu fólki sem þeim hafði verið falið að búa til greftr- unar eða brenna í líkbrennsluofni í eigu fjölskyldufyrirtækisins. Einkum kváðu hjörtu, heilar og lungu hafa gefið vel í aðra hönd. Á föstudag munu fulltrúar á Stórþinginu í Osló greiða atkvæði um van- traust á minnihlutastjórn Verka- mannaflokksins. Það eru flokk- arnir sem aðild áttu að síðustu ríkisstjórn er leggja til að stjórnin verði felld, Hægriflokkurinn, Mið- flokkurinn og Kristilegi þjóðar- flokkurinn. Stjórn þeirra var einn- ig minnihlutastjórn og hafa nor- skir pólitíkusar átt í mestu brösum með að mynda starf- hæfa stjórn sökum þess að sam- kvæmt stjórnarskrá frænda vorra má aðeins kjósa til þings á fjög- urra ára fresti, sama hvað á dyn- ur. Forseta- frambjóðendur í Frakklandi eiga að fara í eyðni- próf. Eða svo finnst að minnsta kosti nýgaullistaþingmanninum Jacques Godfrain. Hann reit ný- lega innanríkisráðherra landsins bréf og stakk upp á því að þeir hverra hugur stæði til æðsta embættis ríkisins myndu látnir þreyta þesskonar próf. Kjörtíma- bil forseta er sjö ár og því „er mikil hætta á því að forseti með eyðni- veiru í kroppinum við embættis- töku deyi í embætti. Því hlýtur það að vera réttur kjósenda að fá vitneskju um þetta atriði", stóð meðal annars í bréfinu góöa. Fimm rottur á mann búa í brasilísku iðnborg- inni Sao Paulo. Þetta kemur fram í viðtali við heilbrigðisfulltrúa þar í borg. Að vísu er þeim misjafnlega skipt á milli manna eftir aura- ráðum hvers og eins og langflest kvikindanna hafast við í fátækra- hverfum. íbúar Sao Paulo eru nú um átta miljónir og því mun láta nærri að rotturnar séu um 40 milj- ónir talsins. Borgir munu á næstu árum éta upp helming jarðarbúa að sögn skýrsluhöfunda á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Nú búa um tveir miljarðar manna í borgum en að 25 árum liðnum mun rúm- lega helmingur af þeim 6,7 milj- örðum sem þá sníglast um móð- ur jörð búa í borgum. Isíðasta hefti sovéska ungherj- amálgagnsins Yunost (Æska) er ítarleg grein eftir úkraínskan blaðamann, Júrí Shcherbak að nafni, þar sem hann fer ofaní saumana á viðbrögðum og at- höfnum embættismanna á fyrstu klukkustundum og dögum eftir kjarnorkuslysið í Tjernóbýl þann 26. aprfl á síðasta ári. Hann full- yrðir að sú ákvörðun ráðamanna að láta sem ekkert hefði gerst hefði stefnt lífí og heilsu mörg þúsund manna í hættu að nauðsynjalausu. Ennfremur upp- lýsir hann að slökkviliðsmenn, læknar og tæknimenn hafí fengið alls ófullnægjandi upplýsingar um hve mikið geislaútstreymið væri og sáralítið hefði verið til af hlífðarfötum þeim til handa. Shcherbak aflaði sér þorra upplýsinga sinna með því að ræða við fyrrum íbúa smáþorpsins Pripyat þar sem starfsmenn kjarnorkuversins höfðust við ásamt fjölskyldum sínum. Einnig segir hann að sér hafi borist bréf frá fyrrum starfsmönnum Tjern- óbýlversins sem krefðust þess að „glæpsamleg vanræksla" hátt- settra flokksforkólfa og embætt- ismanna í Pripyat og Kiev yrði gerð almenningi heyrinkunn. í bréfinu fullyrða starfsmenn- irnir að þeir hafi strax gert sér grein fyrir því hve geislaút- streymið var mikið og einhverjir þeirra hringdu í skrifstofu al- mannavarna í Pripyat til að grennslast fyrir um það hví í ósk- öpunum börnum væri ekki meinað að leika sér utandyra. Þeir fengu svör á borð við þetta: „Það kemur ykkur ekkert við. Akvörðun verður tekin í Mos- kvu.“ En þar með var sagan ekki full- sögð: „Það var ekki fyrr en seinna, þann 7. maí, að það spurðist út að börn allra flokks- forkólfanna hefðu í snatri verið flutt burt af hættusvæðinu...til Krím þar sem börn „hinna út- völdu“ dvöldu á hressingar- heimilum.“ Brottflutningur fólks frá Pripy- at, sem er í aðeins fimm kíló- metra fjarlægð frá Tjernóbýl, hófst ekki fyrr en 36 klukkust- undum eftir slysið. Shcherbak fullyrðir að flokksforingjar hafi komið saman til fundar í þorpinu að morgni 26. apríl og eftir fund- arhöld hafi það boð verið látið ganga að fólk skyldi sinna störf- um sínum og láta sem ekkert hefði í skorist. Næstæðsti yfirmaður flokks- deildarinnar í Kiev og nágrenni, Malomuzh að nafni, gaf fyrirmæli um að áfram skyldi kennt í skólum, verslunum yrði haldið opnum og að engum hjónavíg- slum skyldi slegið á frest. Og kom fyrir ekíci þótt fólk benti honum á kjarnaverið sem stóð í ljósum logum örskammt í burtu. Valentin Belokon er læknir og var búsettur í Pripyat. Snemma dags þann 26. apríl var hann boð- aður að verinu og gat hann ekki skilið orðsendinguna á annan veg en þann að fáeinir starfsmenn hefðu brennst lítilsháttar. „Það voru engir geigerteljarar á staðnum," upplýsir hann Shcherbak, „og okkur var tjáð að nóg væri af gasgrímum og hlífð- arfötum en svo reyndist ekki vera. Enginn hafði slíkan útbún- að.“ Hann bætti því við að dyrnar að sjúkraherbergi versins hefðu verið harðlæstar. í lok greinarinnar nefnir Shcherbak helstu syndaselina á nafn og hefur eftir núverandi yfir- manni Tjernóbýlversins að rétt- arhöld í máli þeirra muni hefjast í næsta mánuði. -ks. A sama tíma og spenna vex á Persaflóa þinga ráðamenn iðnríkjanna sjö sem ákafast í Fen- eyjum og í gær ályktuðu þeir um hugmyndir Bandaríkjastjórnar um aukin hernaðarumsvif á flóanum til verndar olíuskipum sem sigla með farm sinn til Vest- urlanda. Þótt Reagan fengi ekki þeim vilja sínum framgengt að ríkin sendu sameiginlegan flota inná flóann þá varð hann sér úti um samþykki þeirra fyrir aðgerðum eigin stjórnar. Forsætisráðherra Ítalíu, Am- intore Fanfani, las ályktanir fundarins í heyranda hljóði um nónbil í gær. Þar kemur fram að leiðtogarnir fara fram á að Sam- einuðu þjóðirnar hefjist handa af fullum krafti við að reyna að binda enda á styrjöld írana og íraka sem geisað hefur í sjö ár og síðan segir: „Við teljum að hafa verði í heiðri grundvallarregluna um frjálsar siglingar um Persaflóa og leggjum áherslu á að það verði gert, enda mikið í húfi. Það verður að tryggja olíu- flutningaskipum sem og öðrum flutningaskipum óhefta för um Hormuzsund." Hormuzsund liggur á milli íran og Óman og hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna hótana Persa um að auka árásir á fraktskip sem eiga leið um sundið og gagnhótana Bandaríkjastjórn- ar um að gjalda líku líkt. Þótt ályktun Feneyjafundarins beri það með sér að bandamenn Reagans hyggist ekki taka sér vopn í hönd og fara í neina herför með honum á Persaflóa þá voru bandarískir embættismenn í sjö- unda himni í gær. Einn tók svo djúpt í árinni að segja málalyktir mikinn sigur fyrir sína menn og kvað ályktunina „yfirlýsingu sem bæri vott um samhug og plægði akurinn fyrir harðar aðgerðir, svo sem hafnbann á íran.“ Hryðjuverk eru leiðtogunum sjö ekki síður þyrnir í augum en olíuskortur. Þeir komu sér saman um mikið og gott samstarf í þeim málum í gær. í fyrsta sinni féllust þjóðhöfð- ingjar ríkjanna sjö á að bregðast við hermdarverkastarfsemi í einu og öllu með sama hætti. Þeir ák- váðu að láta ekki undir nokkrum kringumstæðum undan kröfum hryðjuverkamanna og þeirra sem á bak við þá kynnu að standa. Samstarfið á einkum að ná til að- gerða gegn flugræningjum. Ef einhverjar ríkisstjórnir neita að framselja flugræningja eða sækja þá til saka skal um- svifalaust slíta öllum flugsam- göngum við hlutaðeigandi ríki. Um helgina var heimatilbún- um handsprengjum varpað að sendiráðum Breta og Banda- ríkjamanna í Róm en engir slös- uðust. Lögreglan er fullviss um að tilræðin hafi verið gerð vegna fundarins í Feneyjum. Miðvikudagur 10. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 -ks. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Bygg- ingadeildar, óskar eftir tilboðum í frágang leiksvæðis við Klyfjasel. Um er að ræða jarð- vegsskipti, fyri beð og malarsvæði, gróðursetn- ingu, gerð girðinga og sandkassa. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 23. júní n.k., kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sírni 25800 ffSi Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Borgar- spítalans, óskar eftir tilboðum í tvö hreytanleg röntgentæki fyrir röntgendeild spítalans. Tækin verða notuð til myndatöku á gjörgæsludeild og skurðstofum. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudag- inn 15. júlí n.k., kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 Laus kennarastaða við bændaskólann á Hvanneyri Staða kennara í almennum búfræðum við Bændaskólann á Hvanneyri er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 1. júlí n.k. 9. júní 1987 Landbúnaðarráðuneytið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.