Þjóðviljinn - 10.06.1987, Blaðsíða 7
Landspjöll af völdum
Hjörleifur Guttormsson skrifar
fjóriijóla
Á meðan unnið er þessa daga
að myndun ríkisstjórnar, sem
blaðamenn hafa fyrirfram valið
heitið „Þríhjólið”, er í fullum
gangi hernaður gegn landinu á
leikföngum sem kallast fjórhjól.
Þessi faraldur breiðist út eins og
eldur í sinu í skjóli lögleysu og
sinnulausra yfirvalda. Hér verð-
ur varpað Ijósi á og rakin formleg
staða þessa máls og sett fram
krafa um róttæk viðbrögð áður
en tii meiri óskunda dregur.
Þegar frumvarp til nýrra um-
ferðarlaga var til meðferðar á Al-
þingis.l. veturvar talið að um 250
fjórhjól hefðu verið flutt til lands-
ins, án þess að nokkrar reglur
væru í gildi um skráningu þeirra
og notkun. Það kom jafnframt
fram að Matthías Bjarnason við-
skiptaráðherra hefði ekki viljað
beita valdi sínu og banna þennan
löglausa innflutning. Nú eru fjór-
hjólin orðin nálægt 1000 talsins!
Ákvœði umferðarlaga
um fjórhjól
Frumvarp til umferðarlaga
varð að lögum á síðasta Alþingi
og inn í þau voru tekin ákvæði um
„torfærutæki”, sem eru m.a. skil-
greind þannig:
„Vélknúið ökutæki sem aðal-
lega er ætlað til fólks- eða vöru-
flutninga utan vega og er á hjól-
um og innan við 400 kg að eigin
þyngd.”
I 43. grein laganna eru ákvæði
um notkun fjórhjóla sem tor-
færutækja og m.a. tekið fram að
þeim megi ekki aka á vegum
nema um einkaveg sé að ræða
eða nauðsynlega þurfi að aka yfir
veg og þá skemmstu leið.
I 55. grein laganna eru ákvæði
um að til að stjórna torfærutæki
þurfi menn að hafa náð 15 ára
aldri og hafa til þess gilt ökuskír-
teini.
í reglugerð um náttúruvernd
nr. 205 frá 1973 sem sett er sam-
kvœmtfyrirmœlum náttúruvernd-
arlaga (nr. 4711971) segir m.a. í
12. grein:
„Bannaður er allur óþarfa ak-
stur utan vega eða merktra veg-
arslóða þar sem hœtt er við að
spjöll hljótist á náttúru landsins.
Nauðsynlegum akstri á slíkum
svæðum skal jafnan hagað svo að
engin óþörf spjöll eða lýti hljótist
af honum. - Náttúruverndarráð
setur svæðisbundnar reglur um
akstur ökutækja eftir merktum
leiðum í óbyggðum.”
Þessi ákvæði eru ótvíræð og
það er í hrópandi mótsögn við
þau að heimilaður skuli innflutn-
ingur og sala á vélbúnaði, f þessu
tilviki fjórhjólum, sem beinlínis
eru til þess fallin að aka um veg-
leysur.
Við 1. umræðu um frumvarp til
umferðarlaga í Neðri deild Al-
þingis þann 23. febrúar sl. vakti
ég sérstaka athygli á þessu og
sagði þá m.a.:
„Ég held í rauninni að það þurfi
að skoða það ífullri alvöru hvort
það sé eðlilegt að heimila innf-
lutning á tœkjum sem þessum sem
eru sérstaklega til þess œtluð að
ganga gegn gildandi lögum um
herra gaf 2. apríl sl. út „reglur um
skráningu torfærutækja” með
vísun til eldri umferðarlaga en
þar eru fjórhjólin skilgreind líkt
og í nýju umferðarlögunum.
Ekki skal það lastað að settar séu
reglur um þessi tæki, skráningu
þeirra og réttindi til að stjórna
þeim. Meginspurningin er eftir
sem áður um það, hvort rétt sé að
h eimila sölu þeirra og notkun í
landinu.
Hver er stefna
Náttúruverndarráðs
Menn hljóta að spyrja í þessu
sambandi, hver sé stefna Nátt-
darráð skuli ekki nú þegar hafa
brugðist með ákveðnari hætti við
akstri fjórhjóla. Ég fullyrði að í
meira en 90% tilvika er þar um
„óþarfa akstur” að ræða, það er
leikaraskap, enda eru fjórhjólin
að miklu leyti í höndum unglinga.
Við umræður um þessi mál hefur
talsvert verið gert úr því að þessi
tæki nýtist bændum heima fyrir.
Það má vera, en réttlætir engan
veginn innflutning þeirra. Út á
þessi „landbúnaðarnot” er það
líklega til komið að fjórhjólin eru
í lágum tollflokki eða 10% og ýtir
það að sjálfsögðu undir söluna. Á
sama tíma eru „þríhjól” tolluð
Ekkert annað en einbeitt bann við
sölu og notkun þessara tœkja get-
ur komið í veg fyrir stórkostleg
landspjöll af völdum fjórhjóla á
nœstunni. Þeirsem ekki eru reiðu-
búnir til að marka slíka stefnu
taka á sig mikla ábyrgð.
Rökin fyrir slíku banni eru fjöl-
mörg og auðsæ. Sérstaða íslands í
samanburði við önnur Evrópu-
lönd er m.a. í því fólgin hversu
strjálbýlt landið er og opið fyrir
umferð torfærutækja. Skóglendi
er hér ekki til hindrunar og mikill
hluti hálendisins óvarinn með
öllu frá náttúrunnar hendi. En
einnig í næsta nágrenni þéttbýlis-
„Þegar frumvarp
nýrra umferðar-
laga var til með-
ferðar á Alþingi sl.
vetur vartaliðað
um 250fjórhjól
hefðu verið flutt til
landsins án þess að
nokkrar reglur
vœru ígildi um
skráningu þeirra
ognotkun.... Nú
erufjórhjólin orð-
in nálœgt 1000 tals-
ins“
akstur í landinu, til þess að fara
um landið utan vega með áhrifum
sem það hefur á viðkvæma nátt-
úru landsins, gróðurfar og ógróið
land.” - Jafnframt hvatti ég ráð-
herra og allsherjarnefnd deildar-
innar til að taka sérstaklega á
þessu máli með hliðsjón af
ákvæðum náttúruverndarlaga,
áður en frumvarp til umferðar-
laga yrði afgreitt. Einnig lét ég
Náttúruverndarráð vita af stöðu
málsins í þinginu, en af einhverj-
um ástæðum hefur ráðið ekki
verið sent umferðarlagafrum-
varpið til umsagnar.
Þrátt fyrir þessar aðvaranir
voru umrædd ákvæði lögfest fyrir
þinglok og eiga að taka gildi frá 1.
mars 1988.
Jón Helgason dómsmálaráð-
úruverndarráðs í málinu. Ég hef
ekki orðið var við að ráðið álykt-
aði sérstaklega um fjórhjólin, en í
viðtölum fjölmiðla við starfs-
menn ráðsins hefur komið fram
að veruleg náttúruspjöll hafi þeg-
ar hlotist af akstri þeirra. Hvað
verður þá í lok sumarsins, svo
ekki sé talað um nokkur ár, eftir
að slíkum tækjum hefði fjölgað til
mikilla muna? í þessu sambandi
skulum við gefa gaum að ákvæði
náttúruverndarlaga (13. grein),
þar sem segir:
„Er ráðinu (þ.e. Náttúru-
verndarráði) skylt að banna allan
óþarfa akstur utan vega og
merktra slóða, þar sem náttúrus-
pjöll geta af hlotist.” Þetta er
ótvírætt og í ljósi þess er nokkurt
undrunarefni að Náttúruvern-
80% og einnig bifhjól, og vélsleð-
ar eru tollaðir 70%
Um það leyti sem þetta er skrif-
að er það haft eftir Andrési Arn-
alds sérfræðingi hjá Landgræðsl-
unni í blaðagrein (DV 5. júní),
„að skemmdir vegna fjórhjól-
anna væru orðnar meiri en af
völdum jeppa allt frá því að þeir
komu fyrst til landsins fyrir ára-
tugum.” - Með skýrari hætti er
ekki hægt að draga fram í hvert
óefni stefnir.
Einnig heyrum við í fjölmiðl-
um að dómsmálaráðuneyti, Veg-
aeftirlit og Náttúruverndarráð
hyggist auka verulega eftirlit með
akstri á hálendinu nú í sumar.
Allt er það góðra gjalda vert, en
getur alls ekki komið í veg fyrir
þá óheillaþróun sem við blasir.
ins er torfæruaksturinn bölvaldur
sem skilur eftir sig tilfinnanleg sár
og raskar ró manna og þeirri frið-
sæld sem menn sækjast eftir á
óbyggðum svæðum. Hér eru því í
húfi mörg af þeim gæðum sem
reynt er að hagnýta í áróðri fyrir
íslandi sem ferðamannaparadís.
Ég vil heita á alla sem láta sig
umhverfisvernd varða, að sam-
einast um þá kröfu að hœtt verði
sölu fjórhjóla og bannaður akstur
þeirra utan vega. Með sterku al-
menningsáliti þarf að ýta við
skilningssljóu stjórnkerfi, þar eð
hægri höndin virðist ekki vita
hvað sú vinstri gerir og Alþingi
hefur sofið á verðinum.
Á hvítasunnu 1987
Hjörleifur Guttormsson
Sólarströnd við Svartahaf
FERÐAVAL
býður nú ferðir til Svarta hafsins sem
er á sömu breiddargráðu og vinsælustu
baðstrendur Miðjarðarhafsins. Sjórinn við
strendur Slunchev Bryag (sólarströndina)
er ómengaður og strendurnar tandurhrein-
ar. Boðið er upp á tveggja eða þriggja vikna
ferðir og er flogið á laugardögum til Lux-
emborgar en þaðan til Varna sem er ein
stærsta og elsta borgin við Svarta hafið.
Síðan er ekið til íbúðarhúsanna í Elenite
hverfinu sem er nýjasti hluti sumarleyfis-
borgarinnar Sólarströnd.
Hálft fæði er innifalið í verðinu, en hægt er
að fá fullt fæði fyrir ca. kr. 1.300,- í tvær vikur
og kr. 2.000,- í þrjár vikur. Fólki er ráðlagt
að kaupa fullt fæði vegna hins hagstæða
verðs. Gestir okkar geta borðað á hvaða
veitingahúsi sem er á svæðinu en þar eru
yfir fjörutíu veitingastaðir með hið fjöl-
breyttasta fæðuval, allt frá alþjóðlegum
mat til sérrétta heimamanna og ljúffengra
fiskrétta.
17 daga aukaferð
4. júlí kr. 30.610.- á mann miðað við tvo í stúdíó-íbúð,
með hálfu fæði. 50% afsláttur fyrir börn 2-12 ára í
aukarúmi. 25% afsláttur fyrir börn 12-14 ára í aukarúmi.
Börn 0-2 ára borga 10% af fullorðinsgjaldi.
21 dags tilboðsferð 23. júní kr. 31.610.- með Vá fæði
2 vikur kr. 29.360.- 3. vikur kr. 34.610,-
Brottfarir: 14. júlí, 21. júlí, 4. ágúst, 11. ágúst, 25. ágúst, 1.
september.
Leitið upplýsinga og fáið bækling
LINDARGATA 14,
FERÐA&WALhf
SÍMAR 12534 OG 14480