Þjóðviljinn - 10.06.1987, Blaðsíða 15
FRÉTTIR
Elsa Stefánsdóttir og Anna Einarsdóttir í galleríinu nýja.
Nýr sýningarsalur
Gallerí í bókabúð
An þess mikið beri á er nýr sýn-
ingarsalur, Hafnargallerí, að
opna með sölusýningu á verkum
sjö ungra myndlistarmanna. Sal-
urinn, vistlegur og bjartur, er á
annarri hæð Bókaverslunar Snæ-
bjarnar, sem Mál og menning
yfirtók fyrir ári.
Fyrst í stað verður sá háttur
hafður á, að í salnum verður skipt
um listaverk, hvort heldur væru
málverk, grafík, keramík eða
skúlptúr, í hverri viku. Semsagt:
engar sýningaropnanir með
boðskortum og hátíðleik. Og hef-
ur þó enginn útilokað þann
möguleika að halda megi einka-
sýningu í slíkum sal.
En fyrst í stað er þetta gallerí
ekki síst til orðið vegna þeirra
sem eru að byrja í myndlist og
hafa enn ekki unnið sér nafn. Og
fólk getur skoðað fleiri verk en
þau sem hanga uppi hverju sinni.
Og kannski verður kaffi á könn-
unni.
Anna Einarsdóttir er fram-
kvæmdastjóri Bókaverslunar
Snæbjarnar og Elsa Stefánsdóttir
sér um rekstur Hafnargallerís -
þær hugðu gott til þess að vinna
saman að því að sem bestir
straumar færu á milli myndverka
á annarri hæð og bóka á fyrstu
hæð Bókaverslunar Snæbjarnar
við Hafnarstræti. -áb
Salmonella
Aðvönin
til
neytenda
Neytendasamtökin vara
við hœttunni á salmon-
ellusýkingu í kjúklinga-
og svínakjöti
Neytendasamtökin hafa gefið
út sérstaka aðvörun til fólks
vegna hættunnar á salmonellus-
ýkingu í kjúklinga- og svínakjöti.
Tilefnið er hin alvarlega sýking
sem kom upp í Búðardal fyrir
nokkru og segja samtökin hana
hafa varpað nýju Ijósi á vandamál
í kjötframleiðslu og heilbrigðis-
eftirliti.
Samtökin minna á upplýsingar
frá Hollustuvernd þess efnis að
reikna megi með salmonellugerl-
um í áðurnefndum kjöttegundum
og ef neytendur gæti sín ekki
muni salmonellusýkingar verða
algengari hér á landi.
Bent er á að salmonellugerlar
fjölga sér ekki og eru ekki veru-
lega hættulegir ef hitastigið er
undir 10 gráðum og drepast ef
hitastig fer yfir sjötíu gráður Pað
er því mikilvægt að sjóða þessar
kjöttegundir vel og gæta fyllstu
varúðar við meðhöndlun þeirra.
-«g
Verðlagsstofnun
Dyrtíö á Suðuiiandi
Vöruverð almennthœrra en á höfuðborgarsvœðinu. Hœsta
verð hjá KR á Hvolsvelli og hjá KS í Vík
Vöruverð er að jafnaði hærra í
verslunum á Suðurlandi en á
höfuðborgarsvæðinu og mestur
er munurinn ef meðalverð á Suð-
urlandi er borið saman við með-
alverð í stórmörkuðum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Petta er meginniðurstaða verð-
könnunar Verðlagsstofnunar
sem gerð var í maí. Könnunin
náði til fjölda vörutegunda í 17
matvöruverslunum á Suðurlandi;
í Þorlákshöfn, Hveragerði, á
Eyrarbakka, á Stokkseyri, Sel-
fossi, Flúðum, í Þykkvabæ, á
Hellu, Hvolsvelli, í Vík og á
Kirkjubæjarklaustri. Á sama
tíma var gerð könnun í matvöru-
verslunum á höfuðborgarsvæð-
inu.
Samkvæmt niðurstöðum
könnunarinnar var vöruverð í
Höfn hf. Selfossi, Vöruhúsi KÁ
Selfossi og útibúum KÁ á Stokks-
eyri og Eyrarbakka að jafnaði
lægra en í öðrum verslunum.
Hæst var verðið hins vegar í
Kaupfélagi Rangæinga á Hvols-
velli og Kaupfélagi Skaftfellinga í
Vfk. -gg
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Hita-
veitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í eftirfar-
andi húsgögn fyrir vinnubúðir Nesjavallavirkjun-
ar.
Um er að ræða:
Stóla: stálgrindar- skrifstofustólar og kollar.
Borð: Skrifborð, sófaborð, mötuneytisborð og
borð.
Hornsófar: Hornsófar m/ 2 stk. stólum og
hornsófi.
Minnistöflur, ruslaföturog hreingerningarvagnar.
Ofangreind húsgögn skulu afhendast á tímabil-
inu 26. júní til 1. febrúar n.k. Um skiptingu milli
bjóðenda verður ekki að ræða.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn
16. júní n.k., kl. 15.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
f|f Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Byggingadeildar óskar eftir tilboðum í frágang
leiksvæðis við Jakasel. Um er að ræða jarðvegs-
skipti fyrir beð og malarsvæði, gróðursetningu,
gerð girðinga og sandkassa.
Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5.000,- skila-
tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað
fimmtudaginn 18. júní n.k. kl. 14.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Ql Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborar f.h. Vatns-
veitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í bruna-
hana.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudag-
inn 15. júlí n.k., kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Gatn-
amálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í
málun á stöðumælareitum í Reykjavík.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Frí-
kirkjuvegi 3, Reykajvík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn
18. júní n.k., kl. 15.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800
Vinningstölurnar 6. júní 1987.
Heildarvinningsupphæð: 4.510.126,-
1. vinningur var kr. 2.262.648,-, og skiptist á milli 3ja
vinningshafa, kr. 754.216,- á mann.
2. vinningur var kr. 676.090,- og skiptist hann á 410 vinn-
ingshafa, kr. 1.649,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.571.338,- og skiptist á 10.073 vinn-
ingshafa, sem fá 156 krónur hver.
Upplýsingasími:
685111.
Mi&vikudagur 10. júni 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19