Þjóðviljinn - 14.06.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.06.1987, Blaðsíða 5
Sunnudagur 14. Júní 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Ólympíuhlaup 10 km Sigi Held skríður upp úr skurðin- um eftir að hafa náð í boltann. Nær hann að rífa liðið upp fyrir næsta landsleik eða verða okkar menn aftur skotnir í kaf? Fyrir almenning Laugardaginn 20. júní kl. 1630 Fyrstu 1000 í mark fá áritað skjal frá forseta alþ|óða Olympiunefndarinnar J.A.Samaranch, og stuttermabol. Dregið verður um20 pöraf adidas hlaupaskóm. Hlaupiðhefst og því lýkur, á frjálsiþróttavellinum Laugardal, í tengslum við Flugleiðamót FRÍ. Skráning hefst 17. júni í Hljómskálagarðinum, og síðan í Iþróttamiðstöðinni Laugardal fram að hlaupi. W Frjálsiþróttasamband íslands Olympiunefnd Islands Trimmnefnd ÍSi einhvern sinn slakasta landsleik frá upphafi og komst aldrei í takt við leikinn. Það má segja að bar- áttugleði hans og kraftur nýtist ekki sem skyldi í stöðu aftasta manns, Gunnar er fyrst og fremst vinnuþjarkur sem á meira heima á miðjunni. Guðni Bergsson hef- ur lengi lofað góðu og stóð sig vel með ólympíulandsliðinu í vor. Kærulaus á köflum, en hann hef- ur hraðann, tæknina og útsjónar- semina sem þarf til að skila stöðu aftasta varnarmanns á fullkom- inn hátt. Sævar Jónsson og Ágúst Már Jónsson hljóta að teljast áfram fyrstu kandídatar í hinar tvær varnarstöðurnar. Báðir dekkuðu illa í leiknum og voru daufari en oftast áður. Þeir geta mikið bet- ur, Sævar er orðinn einn okkar reyndasti leikmaður og Ágúst Már hefur vaxið með vandanum. í stöðu varnartengiliðs fyrir miðju koma sterkast til greina Ómar Torfason og Gunnar Gísla- son. Ómar hefur átt jafna og góða landsleiki í þessari stöðu en á alltaf í erfiðleikum með að skila boltanum nógu vel frá sér. Hann er gæddur þeim eiginleika að geta birst fyrirvaralaust í fremstu víg- línu, eins og í dauðafærinu gegn Austur-Þjóðverjum. Gunnar gæti hinsvegar gert tilkall til stöðunnar með góðri frammi- stöðu í Noregi í sumar. Kanttengiliðir hafa verið Atli Eðvaldsson og Sigurður Jónsson. Atli ætti að vera áfram á sínum stað, en samt gætu breytingar á miðjunni jafnvel kostað sjálfan fyrirliðann sæti sitt. Þó Sigurður hafi leikið mjög vel hægra megin nýtist hann örugglega betur innar á miðjunni. Kandídat hægra megin gæti verið Pétur Arnþórs- son. Byggt upp kringum Arnór og Sigurð? í hinar tvær tengiliðastöðurnar er um margt að velja. í þær koma helst til greina Ásgeir Sigurvins- son, Arnór Guðjohnsen, Sigurð- ur Jónsson og Ragnar Margeirs- son. Margir eru á þeirri skoðun að þegar litið sé til framtíðar ætti að byggja upp í kringum Arnór og Sigurð. Ásgeir er hinsvegar alltaf góður bónus fyrir liðið, og það kæmi jafnvel til greina að setja hann í stöðu Atla, og færa þá Atla yfir á hægri vænginn. Ás- geir er að sjálfsögðu meiri sókn- armaður en varnarmaður og það gæti reynst tvíeggjað að stilla honum þarna upp, en ég hef trú á að hann gæti skilað góðu hlut- verki í þessari stöðu. Arnór ætti að leika á miðjunni, það er hans staða hjá Anderlecht og þar kem- ur snilli hans án efa að bestum notum. Ragnar hefur átt góða leiki á miðjunni fyrr í keppninni en hann hefur samt verið betur þekktur fyrir hæfileika sína sem framherji. Fjölmargir um framherjastöðurnar Um framherjastöðurnar geta margir bitist - Árnór og Ragnar, Pétur Pétursson, Lárus Guð- mundsson og Sigurður Grétars- son, auk Guðmundanna, Torfa- sonar og Steinssonar. Þrátt fyrir að þetta séu allt góðir einstak- lingar og marksæknir með sínum félagsliðum hafa allir átt erfitt uppdráttar í landsieikjum. Þá hefur vantað herslumun til að gera hluti uppá eigin spýtur og ekki fengið nægilega aðstoð frá tengiliðum til að vera eins ógn- andi og til er ætlast. Það er sem sagt hægt að stilla landsliðinu upp á marga vegu en Sigfried Held hefur nægan tíma til vangaveltna fyrir leikina við Norðmenn í september. En þar kemur líka til önnur hlið á mál- inu. Það getur verið erfitt að rétta sig af eftir slæman skell þegar langt líður á milli leikja. Félagslið sem steinliggur 6-0 í deildaleik getur rekið af sér slyðruorðið viku seinna, unnið góðan sigur og þá eru fyrri ófarir grafnar og gleymdar. En þetta er erfiðara fyrir landslið, sérstaklega eins og nú þegar þrír mánuðir eru á milli leikja. Skellurinn gegn Austur- Þjóðverjum verður á milli tann- anna á fólki í allt sumar, og loks- ins þegar tækifærið gefst til að sýna sig og sanna í september get- ur spennan verið orðin alltof mikil, vangavelturnar og nafla- skoðunin hafi staðið yfir einum of lengi. Líklega borgar sig ekki að breyta alltof miklu, nema þá helst að færa menn til í stöðum. Þeir sem kollsteyptust 3. júní ættu að fá tækifæri til að sýna sig og sanna í september. Þá kemur í ljós hvort 0-6 var hreint slys sem ekki endurtekur sig, eða hvort virki- lega er kominn tími til róttækra breytinga á landsliði íslands. Heilbrigðasta endurnýjunin, hvort sem það er á landsliði eða félagsliði, er sú sem gerist smám saman, 1-2 menn í einu. Við eigum það öflugan landsliðshóp, þrátt fyrir þennan skell, að slík þróun á að geta gengið eðlilega fyrirsig. Landsliðsmenn, forystu- menn knattspyrnuhreyfingarinn- ar og hinir almennu áhugamenn ættu ekki að láta þennan stóra ósigur skelfa sig um of eða blinda sér sýn. fsland hefur sem fyrr burði til að skelfa knattspyrnu- risa heimsins, hvar sem er og hve- nær sem er. En þeir sem leika fyrir fslands hönd verða alltaf að ganga til leiks með réttu hugar- fari - annars... _vs slit. Þetta fellur betur að því sem flestir okkar atvinnumanna eru að gera með sínum félagsliðum, en þessi leikaðferð stendur líka og fellur með því að hver maður skili nákvæmlega sínu hlutverki og gæti síns manns. Maður valdar mann, ekki svæði. Um leið og einhvers staðar er gefið eftir og mótherji losnar er fjandinn laus. Góð byrjun en síðan stöðnun Með breyttri leikaðferð kom ísland stórþjóðunum tveimur í opna skjöldu í fyrrahaust. En síð- an hefur gætt vissrar stöðnunar í liðinu, sem hefur verið nánast óbreytt í leikjunum fimm í keppninni. Og það var óþarfi, sérstaklega vegna þess að lands- liðið er skipað mörgum fjölhæf- um leikmönnum. Sigurður Jóns- son hefur staðið sig vel sem kanttengiliður, Ragnar Mar- geirsson sem miðjutengiliður, Arnór Guðjohnsen sem framherji og Gunnar Gíslason sem aftasti maður í vörn. En enginn þessara hefur verið settur í þá stöðu sem hann leikur alla jafna með sínu félagsliði. Þar eru Sigurður og Arnór miðjutengiliðir, Ragnar framherji og Gunnar varnarteng- iliður. Bernd Stange, landsliðsþjálf- ari Austur-Þýskalands, hefur fylgst mjög náið með íslenska lið- inu í keppninni og hann gjör- þekkti það þegar lið hans gekk til leiks á Laugardalsvellinum þann 3. júní. Hann vissi nákvæmlega við hverju var að búast og ekkert kom honum á óvart, nema helst furðanlega slakur leikur íslenska liðsins. Stöðubreytingar innan liðsins hefðu án efa getað sett þá austur-þýsku úr jafnvægi en Held sá ekki ástæðu til að breyta upp- stillingunni. Margir möguleikar ö liðsuppstillingu Eftir svona skell er kjörið tæki- færi til breytinga. Þær þurfa ekki að vera róttækar, en það er óhætt fyrir Held að hrista dálítið upp, og hann hefur yfir nægum mann- skap að ráða til þess. Bjarni Sigurðsson verður ekki sakaður um mörkin, en í haust þarf að vega og meta frammi- stöðu hans í Noregi og Friðriks Friðrikssonar hér heima. Bjarni hefur þó vinninginn að öllu óbreyttu. Gunnar Gíslason lék Atll Eðvaldsson - breytingar á hlutverkum einstakra leikmanna gætu kostað sjálfan fyrirliðann landsliðssætið...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.