Þjóðviljinn - 14.06.1987, Side 9
SJÓMANNADAGURINN
Harald S. Holsvik, fram-
kvæmdastjóri Farmanna- og
fiskimannasambands ísiands,
heiðrar Konráð Gíslason kom-
pásasmið, en Konráð er eini eftir-
lifandi maðurinn úrundirbúnings-
stjórn FFSÍ sem starfaði frá 8.
desember 1936 til 30. maí 1937
og undirbjó stofnþing FFSl og
fyrstu lög þess.
fiskinn sem þeir fá á ferskfisk-
mörkuðum erlendis. Hver er til
dæmis sölukostnaðurinn í Banda-
ríkjunum? Er hann kannski
11% ? Það er svo mörgum spurn-
ingum í þessu dæmi ósvarað. En
öllu dembt á okkur sjómenn.
Hinu er heldur ekki að leyna að
það hafa orðið mistök í útflutn-
ingnum og á ég þar sérstaklega
við Þýskalandsmarkaðinn, sem
getur hrunið og verðið sem þá
fæst fyrir fiskinn er ekki neitt. En
það er hægt að koma í veg fyrir
slík mistök. Ennfremur má
benda á það að viðskiptaráðu-
neytið hefur það alveg í hendi sér
hvort það gefur út útflutnings-
leyfi eða ekki.
En á meðan verðlag á fiski hér
innanlands er ekki meira en það
er í dag í samanburði við erlenda
markaði þá er ekki við öðru að
búast en að fiskur verði fluttur út.
En ég held að fiskvinnslufólkið
verði að snúa sér að sínum vinnu-
veitendum og fá svör frá þeim af-
hverju þeir geti ekki borgað
meira fyrir fiskinn en þeir gera.
En ég legg jafnframt áherslu á
það sem ég sagði hér á undan að
það er slæmur kostur ef þessi út-
flutningur á að skaða atvinnuna í
landi. Það á ekki að þurfa.“
lagt inn til þeirra, né hvaða verð
fæst fyrir fiskinn hjá þeim. Hvort
þeir myndi verðlag fyrir heildina,
eða hvort fiskverðið frá þeim
verði leiðandi í viku eða mánuð.
Þetta er allt enn óráðið, en eitt er
víst að tilkoma þeirra er tímanna
tákn.
Við höfum búið við ákveðið
frjálsræði í verðlagningu á fiski,
eins og sést best á því að yfirborg-
anir á fiski eru komnar fram í
dagsljósið og finnst engum mikið
til koma. Ef menn geta borgað
mun hærra verð fyrir fiskinn
heldur en lágmarksverð Verð-
lagsráðs segir til um, þá er ekki
nema eitt gott um það að segja.
En hinu má heldur ekki gleyma
að þar sem vinnsla og útgerð fara
saman er mikið öryggi fyrir sjó-
menn að hafa kaupanda að öllum
fiski sem komið er með á land.
Við megum ekki heldur gleyma
því að sá sem ætlar að selja allan
sinn fisk á fiskmarkaði, hann veit
það ekki hvort hann losnar við
allan sinn fisk. Það fer eftir eftir-
spurninni. Þó held ég að fisk-
markaðir þrífist ekki nema á
nokkrum stöðum á landinu í
kringum þéttbýlið. Út um land
munu þeir fara fram eins og þegar
er byrjað á Norðurlandi í gegnum
fjarskipti. Þegar markaðsverð
hér innanlands er orðið um 70%
af meðalverðinu erlendis, þá tel
ég að við séum orðnir jafnfætis
þeim í verði.
Verðlagsráð sem
upplýsingabanki
Ef þessi þróun fer eftir þá tel ég
einsýnt að Verðlagsráðið megi
hverfa. Það er ekki heilagt í okk-
ar augum. Síðastliðið vor lögðum
við niður meginpartinn af sjóða-
kerfinu, svo dæmi sé tekið. En í
framtíðinni má vel hugsa sér
Verðlagsráðið, ef það verður
ekki látið hverfa, sem einhvers-
konar upplýsingabanka, þar sem
menn geta snúið sér til um ýmsar
upplýsingar um stöðuna á hinum
ýmsu mörkuðum.“
/ lágu fiskverði hér heima hafa
sjómenn getað aukið tekjur sínar
með útflutningi á fiski með gám-
um. Hvað finnst þér um þá þró-
un?
„Það er ekki óeðliegt að gám-
aútflutningar séu til staðar, eins
og málum er háttað í dag. Ef litið
er á fiskverðið sem fæst hér og
það verð sem fæst fyrir gámafisk-
inn er það næsta skrítið að ekki
skuli vera fastara sótt í gámana en
raun ber vitni. Það getur ekki
verið um annað en útflutning á
ferskum fiski á meðan lágmarks-.
verð Verðlagsráðs er eins og það
er í dag. Það getur hver heilvita
maður sagt sér sjálfur. Því
vinnslan getur aldrei keppt við
ferskfiskmarkaðina þegar gott
verð fæst fyrir fiskinn á þeim.
Skýringa þörf
hjá vinnslunni
Við þurfum ekki annað en að
líta á markaðsverðin hér heima
og erlendis til að sjá þetta. Mis-
munurinn er svo sláandi að engu
tali tekur. Meðalverð á ufsa
hérna var í fyrra 9 krónur og 81
eyrir. Á Þýskalandsmarkaði upp
úr skipum var meðalverðið 45,56
krónur á ufsanum. Munurinn er
meira en fjórfaldur. Karfinn var
seldur ytra á 47,57 krónur, með-
alverðið, en hér heima var það 14
krónur. Ef við bætum síðan
kostnaðinum sem fer í að flytja
fiskinn út ofan á, sem getur verið
20-25% þá er verðið langtum
hærra ytra en hér heima sem fæst
fyrir aflann.
Síðan heyrast þær raddir hér
heima hjá vinnslunni og sölu-
samtökunum að við séum að færa
keppinautum þeirra besta hrá-
efnið á færibandi sem þeir síðan
selja á sömu mörkuðum og
landinn á meðan hann borgar að-
eins % fyrir hráefnið. Hvernig
stendur á því að erlendu keppi-
nautarnir geta borgað þetta
miklu hærra verð fyrir fiskinn en
borgað er hér heima og samt
keppt við okkur á sömu mörkuð-
um? Þessu þarf vinnslan að svara
og sölusamtök hennar."
En nú heyrast þœr raddir frá
fiskvinnslufólki að það uggi um
sinn hag. Það fái ekki nœga at-
vinnu ogfólk erfarið að flýjafrá
verstöðum í kringum landið af
þeim sökum. Er þessi gám-
aútflutningur ekki korninn í óefni
ef afleiðingarnar eru þessar?
Má ekki skaða
vinnu í landi
„ Það er auðvitað slæmur kost-
ur ef það mikið hlutfall af fiski er
flutt óunnið út þannig að hann
gangi Á atvinnu manna í landi.
Það er augljóst. En oftast nær er
það svo, að útgerð og vinnsla í
landi eru samtengd. Það getur
verið að þeim finnist ekki borga
sig að láta vinna meira hér heima
en þeir gera í dag. Þeim finnst
kannski milliliðakostnaðurinn of
mikill í starfsemi sölusamtakanna
og vilji þá frekar fá það verð fyrir
Kominn tími til
Að lokum Guðjón. Sjó-
mannadagurinn er framundan og
í ár er hann lögbundinn í fyrsta
sinn. Var ekki kominn tími til
þess?
„Sjómannadagurinn er okkar
þjóðhátíð. Víða út um land er
hann meira í hugum fólks en
sjálfur þjóðhátíðardagurinn.
Áuðvitað viljum við að sem flest-
ir sjómenn geti verið í landi og
tekið þátt í honum. Og vissulega
var kominn tími til að hann yrði
lögfestur. Það þýðir aftur á móti
að nú verða fyrirtæki að taka tillit
til hans sem frídags í sínum
rekstri, alveg eins og tillit er tekið
til aðfangadags sem frídags. Á
þessu er enginn munur. Eg vil
bara að lokum óska sjómönnum
til hamingju með daginn og megi
þeim öllum farnast vel.
grh.
SCVIKK 205 Hausskurðarvélin
Bylting í nýtingu þorskhausa
Auka má nýtingu á slægðum þorski með haus um
5-13% eftir vinnsluaðferð.
Vinnslumöguleikar:
• Ferskt/frysting o Söltun • Marningur
Söluaðili: KVIKK SF.
Ingólfsstræti 1a - 101 Reykjavík
Sími 91-29177, tlx: 3152 KVIKK IS
91-18420
Framieiðandi: BAADER-þjónustan hf.
Ármúli 5 Reykjavík
S—■ ■ .... I III . III I ■■ I —.. . . ,
Sunnudagur 14. júni ÞJÓÐYILJINN - SÍÐA 9