Þjóðviljinn - 14.06.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.06.1987, Blaðsíða 10
Sjómannadagurinn 50 ára LÖGSKIPAÐUR . FRÍDAGUR I FYRSTA SINN Það er ekki alltaf tekið út með sitjandi sældinni að vera á sjó. Stundum kemur það fyrir að menn þurfa að leggja sig fram, í orðsins fyllstu merkingu, til að ná þeim gula inn fyrir borðstokkinn. Góðar gætur eru hafðar á sjómanninum sem teygir sig út fyrir borðstokkinn, því sjómenn vita það manna best hvað það getur kostað ef ekki er sýnd full aðgát við vinnuna. Það getur verið slítandi að standa á slorugu og flughálu dekkinu við að blóðga fisk sem er nýkominn upp úr sjónum. Þá er eins gott að hafa sterkt grip í höndunum og sterka handleggi, ásamt góðu jafnvægi. Á myndinni má sjá að i þetta sinn er gott í sjóinn en allir vita, sem unnið hafa um borð í fiskiskipum, að allra veðra getur verið von, þótt hann láti blítt sem stendur. Alltfrá 1938 hefur Sjómannadagurinn verið haldinn hátíð- legurán undan- tekningar. Sjómann- ablaðið komið útár hvert. Aðalhvata- maðuraðstofnun sjómannadagsins varHenryHálfdán- arson loftskeyta- maður Sjómannadagurinn er hald- inn í fimmtugasta sinn um helgina, sunnudaginn 14. júní. Hann varfyrsthaldinn hátíðlegur 6. júní 1938. Sjó- mannablaðið er einnig fimmtíu ára, en það kom út í fyrsta skipti um leið og fyrsti sjómannadagurinn var hald- inn. Dagurinn í ár er jafnframt sá fyrsti sem er lögskipaður frídagur. Það var gert á Al- þingi 16. mars síðastliðinn. Sjómannadagurinn varð strax einn af aðalhátíðisdögum ársins og þeim sess hefur hann haldið í gegnum árin. A mörgum stöðum úti um allt land er hann jafnvel haldinn hátíðlegri en sjálfur þjóðhátíðardagurinn, enda oft nefndur þjóðhátíðardagur sjó- manna af þeim sjálfum. í fyrsta sinn Það var bjart en kalt veður 6. júní 1938 þegar sjómenn í Reykjavík og Hafnarfirði héldu daginn hátíðlegan í fyrsta sinn. í meginatriðum hefur dagskrá sjómannadagsins haldist óbreytt í áranna rás með ýmsum tilbrigð- um, þó eftir því hvar hann hefur verið haldinn og undir hvaða kringumstæðum í sjávarplássum víðs vegar um landið. Dagurinn hófst með því að fán- ar voru dregnir að húni á hverju skipi sem lá í höfn. Eftir hádegið söfnuðust sjómenn saman við gamla Stýrimannaskólann við Óldugötu og gengu þaðan sem leið lá upp á Skólavörðuholtið þar sem aðalhátíðahöldin fóru fram við Leifsstyttuna. A sama tíma og athöfnin hófst við Leifsstyttuna var lagður blóm- sveigur að leiði óþekkta sjó- mannsins í Fossvogskirkjugarði og minning hans heiðruð með einnar mínútu þögn. Óþekkti sjómaðurinn var grafinn í maí- mánuði 1938 og var talinn hafa farist með Skúla fógeta 1933. Ræður dagsins fluttu Ólafur Thors fyrir hönd útvegsmanna og Skúli Guðmundsson atvinnu- málaráðherra fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar. Þegar dagskránni lauk við Leifsstyttuna hófst dag- skrá við höfnina. f>á var komið glaða sólskin og dálítill andvari. Þar fór fram róðrarkeppni þar sem 11 skipshafnir kepptu sín á milli og 9 manns tóku þátt í stakkasundskeppni. Einnig var keppt í knattspyrnu og reiptogi milli Reykjavíkur og Hafnarf- jarðar. Um kvöldið var síðan dagskrá á Hótel Borg þar sem flutt voru ávörp frá forvígis- mönnum hinna ýmsu stéttarfé- laga sjómann og milli ávarpa var einsöngur og fleira til skemmtunar. Seinna um kvöldið var síðan haldinn dansleikur sem stóð fram til klukkan þrjú um nóttina. Þótti þessi fyrsti sjó- mannadagur lofa góðu og voru menn ánægðir með hvernig til tókst. Var talið að um 2 þúsund manns hefði verið í skrúðgöng- unni fyrr um daginn. Frá því þetta var hefur dagskrá sjómannadagsins verið nánast hefðbundin úti um allt land í að- alatriðum eins og var fyrir fimmtíu árum hér í Reykjavík. Fyrir utan Reykjavík var hann fyrst haldinn á sama tíma á ísa- firði 1938. Sem dæmi um það hvenær fyrst var farið að halda sjómannadag á hinum ýmsu stöð- um á landinu má nefna að á Ól- afsfirði og í Bolungarvík var hann haldinn strax árið eftir, á Skaga- strönd og Siglufirði 1940, á Húsa- vík 1941, á Suðureyri við Súgand- afjörð 1942 og í Grundarfirði 1945. Upphafið Hugmyndina að sjómannadeg- inum átti Henry Hálfdánarson loftskeytamaður, sem síðan varð formaður sjómannadagsráðs Reykjavíkur í 23 ár samfleytt. Ræddi hann þá hugmynd sína að helga sjómönnum einn dag á ári hverju fyrst á stjórnarfundi í Fé- lagi íslenskra loftskeytamanna í desember 1935. En það var ekki fyrr en í byrjun marsmánaðar 1937 sem fundur var haldinn í Oddfellow-húsinu í Reykjavík þar sem fulltrúar frá níu félögum sjómanna í Hafnarfirði og Reykjavík komu saman til að ræða stofnun sjómannadags. Það voru fulltrúar frá Sjómannafélagi Reykjavíkur, Skipstjórafélaginu Kára í Hafnarfirði, Skipstjórafé- lagi fslands, Skipstjórafélaginu Ægi, Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Öldunni, Skip- stjóra- og stýrimannafélagi Reykjavíkur, Vélstjórafélagi ís- lands, Matsveina- og veitinga- þjónafélagi íslands og Félagi ís- lenskra loftskeytamanna. Tilgangur Á þessum fundi lagði Henry Hálfdánarson fram hugmyndir sínar um sjómannadaginn. Þær voru í fyrsta lagi að á ári hverju skyldi ákveðinn dagur helgaður íslenskum sjómönnum, í öðru lagi að sjómannafélögin mynd- uðu með sér samtök til að halda daginn hátíðlegan og til að fá dag- inn í framtíðinni opinberlega viðurkenndan sem frídag sjó- manna af öllum stéttum og að da- gurinn yrði jafnframt í minningu sjómanna er farist hefðu við störf sín á sjónum. Tilgangur dagsins yrði aðallega tvenns konar: í fyrsta lagi að efla samhug allra sjómanna og nota daginn til að kynna fyrir þjóðinni starf sjó- mannsins í blíðu og stríðu á sjón- um með ræðuhöldum valinna manna og á annan hátt, bæði í útvarpi og á öðrum vettvangi. í öðru lagi til að sjá til þess að þeim yrði reistur veglegur minnisvarði sem alþjóðlegt tákn þeirra fórna sem sjórinn hefur krafist. Enn fremur kom Henry fram með tillögur um að sjómannada- gurinn yrði í höndum sérstaks fulltrúaráðs, sem sjómenn til- nefndu sjálfir í, sem ynni að fram- kvæmd dagsins án sérstakrar þóknunar fyrir störf sín. Einnig lagði Henry til að öll félög sjó- manna, hvar sem væri á iandinu, gætu orðið þátttakendur í sjóm- annadeginum. Þessar tillögur Henrys voru síðan teknar sem ákvæði með litlum eða engum breytingum f reglugerð fyrir sjómannadaginn. Fyrsti sunnudagur í júní Á þessum fundi í Oddfellow- húsinu komu fram ýmsar hug- myndir um það hvenær á árinu skyldi halda sérstakan hátíðisdag sjómanna. Var meðal annars tal- að um að halda hann í október eða nóvember. Ennfremur kom fram tillaga um að halda hann á lokadaginn 11. maf. En það var ekki fyrr en í nóvember sama ár, á fundi í laganefnd, sem tillaga koma fram að halda daginn fyrsta sunnudag í júnímánuði ár hvert sem síðar varð raunin á. Stjórn fyrsta fulltrúaráðs sjó- mannadagsins var kosin í febrúar á fundi á skrifstofu Vélstjórafé- lags íslands: Formaður var ko- sinn Henry Hálfdánarson, vara- formaður Björn Ólafsson, ritari Sveinn Sveinsson, vararitari Geir Sigurðsson, gjaldkeri Guðmund- ur H. Oddsson, varagjaldkeri Þorgrímur Sveinsson, endur- skoðendur Þórarinn Guðmunds- son og Lúther Grímssson og til Fyrir rúmum fimmtíu árum, þegar sjómenn ræddu oaö sín I milli hvenær halda ætti siómannadag- inn hátiolegan, kom fram hugmynd um að halda h \nn í vertíðarlok 11. mai. En það varð ofan á að halda hann fyrsta sunnudag í júnímánuði ár hvertííA þessari mynd er verið að taka netin upp eftir vertiðina og siðan var báturinn þrifinn hátt og lágj og gert klárt fyrir næstu vertíð. Allt frá því að landið byggðist hafa konur sótt sjóinn, í mismiklum mæli þó. Nú í seinni tíð hefur það orðið æ algengara eftir að þær fóru að sækja í hefðbundin karlastörf. Ásjómanna- daginn hafa þær aldrei legið á liði sínu við að gera daginn sem ánægjul- egastan. Ýmist tekið beinan þátt í keppni dagsins, eins og myndin ber með sér, eða þá staðið fyrir kaffi og meðlæti fyrir þyrsta og svanga hátíð- argesti. Ljósm. Tíminn - Mynd Ari. vara Einar Þorsteinsson. Margir þessara manna áttu síðan eftir að starfa mikið að málefnum sjó- manna og sjómannadagsins Sumir hverjir í áratugi. Haldinn ár hvert Allar götur síðan fyrsti sjó- mannadagurinn var haldinn hát- íðlegur hefur hann verið haldinn ár hvert án undantekningar. Á þessu íimmtíu ára tímabili hefur verið bryddað upp á ýmsu á sjó- mannadaginn fólki til skemmtunar og fróðleiks um sjómannastéttina, ásamt því að beiðra gamlar kempur fyrir vel unnin störf á sjónum. Jafnframt hefur verið safnað fé til hinna úmsu mála sem talin hafa verið til heilla fyrir sjómannastéttina með skemmtunum, skemmtisigling- um og hin síðari ár með kvik- myndasýningum og happdrætti. AÍIt fram á þennan dag hefur bróðurparturinn að því fé sem safnast hefur saman farið til byggingar dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn. Fyrst í Reykja- vík og síðar í Hafnarfirði. grh Heimildir: Sjómannadagsblaðið 25. árgangur 1962 Pjóðviljinn í júní 1938 KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF. eru ekki bara net! Á sjónum snýst lífið um eitt: FISK. Þessvegna gera farsælir skipstjómar- menn miklar kröfurtil veiðafæra sinna. NICHIMO og KING eru þorskanetsem má treysta. NICHIMO japönsku þorskanetin eru óvenju fiskin, vönduð og meðfærileg. KING þorskanetin eru einnig afarfiskin og í góðum litum. Taktu upp símann, kannaðu málið. Nú er rétti tíminn fyrir næstu vertíð. Mundu að skynsamleg ráðstöfun í landi, getur komið sér vel úti á rúmsjó. Hólmaslóð 4, sími 24120, Rvk. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. júní 1987 Sunnudagur 14. júnl 1987 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.