Þjóðviljinn - 14.06.1987, Qupperneq 13
Árabáturinn á myndinni heitir Hallsteinsnesbáturinn og ertveggja manna far með breiðfirsku lagi. Þau samanstóðu af stakk, brók, sjóskóm, höfuðfati og vettlingum. Þau voru saumuð úr
Höfuðeinkenni þess voru bogin stefni með miklum undirlotum og töluverður ávali í öllum formum sauðskinni, kálfskinni eða hrosshúð. Notkun skinnklæða lagðist fyrst af á Austfjörðum 1870 en i
til þess að mæta kröppum sjó. Þessi bátur var samgöngubót fjarðanna við Breiðafjörð. Bátinn Grindavík og Þorlákshöfn voru þau notuð fram til 1920. Mynd: Sig. Mar.
smíðaði Þorbergur Ólafsson. Til vinstri eru skinnklæði eins og sjómenn klæddust hér á árum áður.
Sjóminjasafnið
Arabáta-
öldin
Sýningin byggirá ritverki Lúðvíks
Kristjánssonar, Islenskum sjávarháttum.
Fjaiiar um áraskip, gerð þeirra og búnað.
Sýningarmunir eru úrsjóminjadeild
Þjóðminjasafnsins og frá velunnurum.
Laugardaginn 6. júní
síðastliðinn var í Sjóminjasafni
íslands að Vesturgötu 8 í Hafnar-
firði, opnuð sýning sem kallast
Árabátaöldin. Byggir hún á
ritverki Lúðvíks Kristjánssonar,
íslenskum sjávarháttum, og
fjallar um áraskip, gerð þeirra og
búnað. Teikningar, ljósmyndir
og textar eru úr verki Lúðvíks, en
munir úr sjóminjadeild
Þjóðminjasafnsins og frá ýmsum
velunnurum safnsins.
Að sögn Páls V. Bjarnasonar
arkitekts, sem vann að
uppsetningu sýningarinnar og
útliti ásamt Gyðu
Páll V. Bjarnason
arkitektvið
kúfiskplóginn sem var
eldsmíðaðurí
Bolungarvík fyrir 100
árum, en plógurinn
kemur frá Aðalvík við
norðanvert
(safjarðardjúp.
Sumarliði
Sumarliðason í Æðey
við Isafjarðardjúp
reyndi kúfiskveiðar
með plóg árið 1886
með góðum árangri.
Upphaflega kom
hugmyndinfrá Noregi.
Áfiskveiðisýninguí
Bergen 1865. Eftir
betrumbæturá
plógnumhérálandi
urðu kassaplógar
algengastir. Kúfiskur
varnotaðuríbeitu.
Gunnarsdóttur, forstöðumanni
safnsins, sem sá um textagerð, er
stefnt að því að sýningin standi í
ár. Einnig eru sýndar í safninu
kvikmyndirnar „Silfur hafsins“
og „Lífið er saltfiskur".
A sýningunni kennir ýmissa
grasa og mikinn fróðleik er að
finna í textanum sem er við hvern
hlut, ásamt teikningum,
ljósmyndum og kortum. Það er
því óhætt að mæla með þessari
sýningu og hvetja alla, sem þess
eiga kost, að fara suður í
Hafnarfjörð og skoða sig um í
Sjóminjasafninu við Vesturgötu
8 þar í bæ. grh
Gyða Gunnarsdóttir, forstöðumaður Sjóminjasafnsins, til vinstri á myndinni og Gils Guðmundsson, formaður
sjóminjanefndar, til hægri við færarokk, sem notaður var til þess að snúa saman færisþætti við færagerð. Mynd: Sig.
Mar.
Meðal sýningargripa í Sjóminjasafni (slands er litli árabáturinn til hægri á
myndinni. Hann smíðaði Jón Albert Þorvarðarson á unglingsárum sínum, en
talið er að hann hafi smíðað bátinn 14 eða 16 ára. Jón varð síðar vitavörður í
Gróttu. Báturinn er með Engeyjarlagi. Til vinstri á myndinni má sjá ýmisskonar
verkfæri sem notuð voru við bátasmíðarnar: Hefla, hallamál, bor og fleira.
Ennfremur stórviðarsög, grindarsög, þvingu og hampþéttingarkjullu.
Mynd:Sig.Mar.
Sunnudagur 14. júni 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13