Þjóðviljinn - 14.06.1987, Page 15

Þjóðviljinn - 14.06.1987, Page 15
Frami Jóns kemur að utan Viö á Þjóðviljanum vorum aö kaupa okkur bresku handbók- ina „The Europa Year Book 1986“, þarsem finna má helstu upplýsingar um stjórnmál, efnahag, fjölmiðla, samgöngur og svo framvegis í öllum ríkjum veraldar. Fljótt veröur mönnum fyrir aö fletta uppá eigin landi í svona ritum, og rekurósjaldan í rogastans. Evrópuárbókin er engin und- antekning, og má þar finna furðulegt sambland af réttum, gömlum, úreltum og röngum upplýsingum. Til dæmis hefur Þjóðviljinn enn aðsetur á Skólavörðustíg undir ritstjórn þeirra Árna Bergmanns, Einars Karls og Kjartans Ól. Helstu vikublöð á íslandi eru Alþýðumaðurinn, Einherji, íslendingur-ísafold, Siglfirð- ingur, Skutull, Vikan og Mán- udagsblaðið. Ríkisstjórnin er nokkurnveginn á sínum stað, og forystumenn stjórnarflokk- anna lika. Guðrún Agnars- dóttir er ennþá þingflokksfor- maður Kvennalista, og for- maður Alþýðuflokksins heitir Kjartan Jóhannsson. For- maður þingflokks Alþýðu- bandalagsins er réttilega Ragnar Arnalds, en sá flokk- ur hefur hinsvegar í „The Eur- opa Year Book" orðið sér útum nýjan formann, - Jón Baldvin Hannibalsson. Kannski við höfum ekki fylgst nógu vel með pólitískum hræringum hér á heimaslóð- um?l Vér vitum ei hvers biðja ber Undarlegar stöðuveitingar eru ekkert nýnæmi hérlendis, og heldur ekki sérkennilegar stjórnarathafnir Sverris Her- mannssonar hin síðari árin. Hitt vissu færri að sumar af stöðuveitingum Sverris eiga rætur að rekja til vilja Þor- steins Pálssonar í yfirráðu- neytinu. Þannig var til dæmis um stöðu séra Kolbeins Þor- leifssonar á Þjóðskjalasafn- inu nú fyrir kosningarnar. Frá þjóðskjalaverði höfðu borist ýmsar óskir um aukinn mann- afla, en engar um starfssvið séra Kolbeins. Guðsmaður- inn er hinsvegar af fjölmennri ætt á Eyrarbakka og Stokks- eyri og þótti Þorsteini tryggara að styggja ekki þann frænd- garð rétt fyrir alþingis- kosningar. Enn nýlegra dæmi er frá Þjóðminjasafninu. Þangað er nú komin Þóra Kristjánsdóttir í hálfa stöðu til eins árs til að rannsaka kirkjulist. Áhugi menntamála- ráðherra á guðrækilegum þjóðminjum mun einnig vera sprottinn af samræðum við flokksformann sinn, sem af góðmennsku vildi tryggja lífs- afkomu þeirra Þóru og eigin- manns hennar, Sveins Ein- arssonar. Á Þjóðminjasafn- inu mun starfsmönnum nokk- uð órótt vegna þess arna. Enginn amast í sjálfu sér við Þóru listfræðingi, sem ómak- lega var hrakin úr starfi á Kjarvalsstöðum, en rannsókn kirkjumuna mun ekki hafa verið það sem mannfár þjóð- minjavörður taldi brýnast verka. Starfsmenn á Þjóð- minjasatnmu munu t að ráðherrunum tveí útaf þessu öllu og upp undan því að þe hafa meira vit á þörfum en fræðiri sjálfir. Við samningt var víst fellt að vitn Hallgrím um hvað rá<S ir telji að undirmenr' hafaíslíkumefnum:' ei hvers biðja ber/ bliri holds því veldur.B i skrif- jr bréf rið sig i sig |legum inirnir §fsins séra srrarn- pgi að pvitum sikinn Síldarvinnslan hf, Neskaupstað - Sími 97-7500 Starfrækjum: Frystihús Saltfiskverkun Síidarsöitun Bræðslu Reykiðju Vélsmiðju Bílaverkstæði Dráttarbraut Gerum út eftirtalin skip: Birtingur Barði Bjartur Börkur Beitir NK119 NK120 NK121 NK122 NK123 i t<; i: k ha ir.'i i:.\x - skipasmíðastöðvar PLASTSKROKKAR AF STÆRÐINNI 8—30 TONN ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA ÍSLENSK HÖNNUN ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR ÍSÍMA 95—4254 Trefjaplast hf. BLÖNDUÓSI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.