Þjóðviljinn - 14.06.1987, Page 19

Þjóðviljinn - 14.06.1987, Page 19
Eru haf- meyjar við Ægi- síðuna? Hafið er heillandi og hættu- legt. Litbrigði yfirborðsinseru okkur vel kunnug, en dýpstu álarnir eru jafn óþekktir og himingeimurinn. Við höfum hvorki komist niður á mesta dýpi hafsins né til ystu marka geimsins. Hvað við tekur þeg- arlengraerhaldið, niðureða út, hefuralltaf verið ráðgáta og uppspretta ótal sagna og ævintýra. Sögur af hafmeyjum og öðr- um íbúum hafsins eru þó eldri en frásagnir af fljúgandi furðu- hlutum, því þær elstu eru um sjö þúsund ára gamlar. Það er hafguðinn Oannus sem fyrst fara sögur af. Hann var guð Babýlóníumanna um fimm þús- und fyrir Krist. Oannus fylgdi sólinni. Tvíhöfða, með sporð og fætur reis hann úr hafi við sólar- upprás og seig í sæ við sólsetur. Oannus var guð sköpunar í listum og vísindum. Fylginautur hans var tunglgyðjan Atargatis, fyrsta hafmeyjan. Hún ríkti á nóttunni og var gyðja frjósemi og dauða. í henni spegluðust hinar dökku hliðar næturinnar og ástarinnar, eiginleikar sem alltaf síðan hafa verið tengdir hafmeyjum. Afkomandi Atargatis er Afró- díta, einnig þekkt sem Venus. Hún var gyðja sjómanna og gyðja frjósemi og hjónabands. Líkami hennar var mennskur en fylgi- fiskar hennar voru trítónar og trítónítur, marbendlar og haf- meyjar, fjörugur hópur sem gef- inn var fyrir að taka unga menn og konur föstum tökum. Fastir fylgihlutir Venusar eru spegill og greiða. Spegillinn er yf- irleitt tákn hégómagirni, en í hendi gyðjunnar er hann tákn plánetunnar. Greiðan er ómiss- andi, en fyrir Grikkjum og Róm- verjum hafði hún tvöfalda merk- ingu því þeir notuðu sama orð yfir greiðu og kynfæri kvenna. Verndarar sjómanna Hafmeyjarnar hafa ekki allar verið hættulegar. í klassískri goðafræði er sagt frá nereidun- um. Þær voru hluti af geysistórri fjölskyldu sjávarguðsins Ocean- usar, sem að mestu leyti var orðin til við sifjaspell. Nereidurnar voru í mannslíki, höfðu ekki sporð, og voru allar hinar ljúf- ustu. Á meðan stallsystur þeirra, hinar hafmeyjarnar, notuðu fagr- ar söngraddir sínar til að lokka unga menn niður í djúpið, sungu þær fyrir föður sinn. Nereidur voru verndarar sjómanna. Seinni tíma hafmeyjar eru sambland af upprunalegu gyðj- unni Atargatis, nereidum Ocean- usar, trítónítum Afródítu og grískum fuglakonum, sem kall- aðar voru sírenur. Sírenurnar voru afkomendur egypskra sálar- fugla, svokallaðir vegna þess að þeir voru sendir út af djöflinum til að veiða sálir. Sírenur voru hálfar konur. hálfir fuglar, og lokkuðu menn í dauðann á sama hátt og hafmeyjar, með undur- fögrum söng. Um tíma var síren- um og hafmeyjum blandað sam- an, og öðluðust hafmeyjarnar þá vængi eða fuglsfætur, en þegar fram leið tóku þær á sig þá mynd sem við þekkjum, efri hlutinn kona, neðri hlutinn fisksporður. 70 metra langar með hákarlsskráp? Margar og fjölbreyttar lýsingar eru til á hafmeyjum, þær eru ým- ist með hákarlsskráp frá hvirfli til ilja eða mjólkurhvíta húð. Stærð þeirra er misjöfn. Til dæmis er getið einnar í breskum annálum sem var um 70 metra löng. Þær eiga það til að hafa dýrskjaft, en yfirleitt eru þær fegurðin sjálf og alltaf mjög hárprúðar. Þær eru jafngreindar manninum en hafa enga sál. I fyrstu höfðaði söngur þeirra til hinna andlegu hvata mannsins og þær lofuðu mönnum visku og gáfum. Með tímanum færðist áherslan yfir á holdlegri nautnir. í samkeppni við sálmabókina Það var ekki síst kirkjan á mið- öldum sem gaf hafmeyjunni holdlega merkingu, notaði hana sem tákn líkamlegrar spillingar og áminningu um hvað við tæki ef menn villtust af vegi dyggðarinn- ar. Þetta varð til þess að haf- meyjan varð vinsælt myndefni listamanna, og ekki leið á löngu þar til bústnar hafmeyjar brostu kankvísar til kirkjugesta úr hverju horni. Það var ekki laust við að kirkjuyfirvöldum yrði um og ó við að sjá hinar holdlegu freistingar upp um alla veggi og óttuðust jafnvel að trúarboð- skapurinn færi fyrir ofan garð og neðan fyrir tilkostnað þessa augnayndis. Hafbrúðir? Þeir voru niargir sem höfðu hug á að komast yfir þessar yndis- meyjar. Hafmeyjarnar eru sálar- lausar og eina leiðin fyrir þær til að eignast sál er að vera elskaðar af mennskum manni og giftast honum. Margar sögur eru til af hjónaböndum milli hafmeyja og manna eða marbendla og kvenna. Þessar sögur eru einnig til hér á landi en selurinn hefur komið í stað hafmeyjarinnar í ís- lenskum sögum. Ef til vill hrífst hin síðhærða fagra mey ekki af svörtum ströndum, gráum skýja- bökkum og ofsafengnu brimi. Kannski kýs hún frekar gylltar strendur, blóðrautt sólarlag og Ijúfan öldunið. íslenski selurinn Selurinn hefur verið iðinn við að kasta af sér hamnum og ganga á land í líki fagurrar konu. Sögur segja frá hjónaböndum þeirra í landi og eru flestar svipaðar í byggingu og líkar sögum af haf- meyjum og marbendlum. Til að ná í sel eða aðra sjávarveru þarf fyrst og fremst að ná af henni ein- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 eftirRögnu Sigurðardóttur, skóld og nema í Myndlista- og handíðaskóla íslands siglingum. Til dæmis eru mar- bendlarnir í Brasilíu ekki mjög fallegir. Þeir eru svo ógurlegir að fólk deyr unnvörpum við tilhugs- unina eina saman. Og hafmeyj- arnar eru lítið betri. Þær faðma menn svo fast að það brotnar í þeim hvert bein. Síðan hirða þær bestu bitana til átu, fingurgóma, nef, augu, að ógleymdum við- kæmasta limnum. Hafmey eða órangútan? Hafmeyjasögur fengu byr undir báða vængi í Englandi í byrjun 19. aldar. Þá komu til landsins nokkrar uppstoppaðar hafmeyjar og hafmeyjaskinn og urðu sýningar á þessum gripurn mjög vinsælar. Frægust þessara hafmeyja er Fejee-hafmeyjan en hún er samsett úr uppþornuðum órangútan og laxi. Hún ferðaðist vítt og breitt, meðal annars til Bandaríkjanna, þar sem hún sló í gegn. Þessir gripir voru yfirleitt ekki fallegir, enda á uppþornað- ur api lítið skylt við draumadísir sögunnar. Eru hafmeyjar við Ægisíðuna? Eins lengi og hið óþekkta er heillandi og hættulegt lifa haf- rneyjar og marbendlar í djúpinu, álfar og huldufólk í hverjum kletti og hamraborg, og fljúgandi furðuhlutir halda áfram að svífa um himingeiminn. Fyrirsœtur listamanna Á 19. öld voru hafmeyjar enn vinsælt viðfangsefni listamanna. Þær blómstruðu í rómantíkinni, tákn eilífrar ófullnægðrar ástríðu og ofurmannlegrar ástar. Symbólistarnir tóku henni tveim höndum, hún var t'mynd fegurðar og harmleiks, losta og dauða, og auk þess var ómögu- legt að nálgast hana. Upp úr alda- mótum varð hafmeyjan mjög vin- sælt myndefni til hvers konar skreytinga og hæfði hún Art Nou- veau mjög vel, með sitt síða hár og langa sporð. Súrrealistarnir voru einnig hrifnir af henni. Hún var fegurðin sjálf, en auk þess mætast í henni tveir heimar, jörð og haf, maður og dýr. Myndlistarmenn nota enn í dag hafmeyjuna og fjölskyldu hennar í verkum sínum, til dæmis má sjá slíkar verur í verkum Sigurðar Guðmundssonar og Helga Þor- gils Friðjónssonar. Leikhúsið og hvíta tjaldið Hafmeyjan lagði undir sig leikhúsið þegar á 16. öld. A endurreisnartímanum voru hvers kyns efni úr klassískri goðafræði mjög vinsæl og hafmeyjan hent- aði vel, hún bauð upp á fallega búninga og skrautlega sviðs- mynd. Það var fyrst um 1950 sem hún hóf innreið sína í kvikmyndirnar en 1948 voru gerðar tvær myndir sem skörtuðu hafmeyjum, „Mir- anda“ og Mr. Peabody and the Mermaid.“ Það er ekki lengra síðan en þrjú til fjögur ár að haf- meyjan sló aftur í gegn í bíó- mynd, „Splash“. Þar er fjallað um viðbrögð hafmeyjarinnar við þjóðfélaginu á landi og öfugt, á húmorískan hátt. Vatn, eftir Franz von Stuck. Ein af höfuðskepnunum fjórum. hverjum hlut svo sem selsham, spegli eða belti. Fela þarf hlutinn vel og gengur þá hjónabandið bærilega en þetta fólk er þekkt fyrir myndarskap. Fari hins vegar svo illa að hluturinn finnist er voðinn vís. Þá er eins víst að við- komandi stökkvi beint aftur í sjó- inn án nokkurra bakþanka um börn og bú. Enda eiga sumir sjö börn á landi og sjö í sjó. Marbendlar hafa látið sjá sig hér öðru hverju, en þeir eru ekki mjög fríðir. Þeir eru stórgerðir, í mannslíki að ofan en sels að neð- an. Þeir geta verið viðskotaillir ef rangt er að þeim farið, eins og flestar íslenskar hulduverur. íslenski nykurinn er óþekkjan- legur frá öðrum hestum nema þegar hann heyrir nafn sitt nefnt. Nöfn hans eru þrjú: nykur, nenn- ir og andskotinn, og við að heyra eitt þeirra nefnt stekkur hann beint út í næstu tjörn og hirðir þá ekki um hvort einhver er á baki hans eða ekki. Það er því vara- samt að vera latur eða blóta í ná- vist hans. Sækýr hafa oft verið bændum búbót. Þæreru auðþekkjanlegar, gráar að lit með blöðru milli nas- anna. Ef blaðran er sprengd eru þær bestu nytjagripir. Við eigum líka nóg af sæ- skrímslum og öðrum kynjaverum bæði í ám og vötnum en sögur af slíkum fyrirbærum urðu mjög vinsælar þegar siglingar lengdust og menn fóru til framandi landa. Sjómennirnir sáu ekki bara lostafullar hafmeyjar á löngum 300 ára gömul uppstoppuð haf- meyja af British Museum!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.