Þjóðviljinn - 14.06.1987, Page 21

Þjóðviljinn - 14.06.1987, Page 21
mm. Nafn vikunnar: að hafa bað Magnús Einarsson, yfirlögregluþjónn, hafði yfirumsjón með gœsiunni fyrir utan Hótel Sögu ó meðan ó NATO- fundinum stóð NATO-fundurinn ersú uppákoma vikunnar sem fjöl- miðlarnir hafa snúist einsog skopparakringla í kringum. Viðbúnaðurfyrirfund utanrík- isráðherranna var mjög mikill og allt tiltækt lögreglulið kall- aðtil. Löggursemkomnar voru í sumarfrí urðu að mæta aftur í vinnuna og auk þess aðstoðuðu hjálparsveitar- menn verði laganna. Þó mikið hafi hvílt á herðum íslensku kerfiskallanna var þó hlutur lögreglunnar hvað mestur. Við höfum því ákveðið að út- nefna lögregluna sem nafn vikunnar að þessu sinni og ræddum í því sambandi við Magnús Einarsson, yfirlög- regluþjón, sem stjórnaði varðstöðunni fyrir utan Hótel Sögu. Er það ekki léttir að þessu er lokið? „Því er ekki að leyna. Annars gekk þetta allt mjög vel fyrir sig og áfallalaust eftir því sem ég best veit, að minnsta kosti á því svæði sem ég sá um, fyrir utan Hótel Landssam- skáta og íslands, hlaupið á Sögu. Bæði lögregluþjónar og aðstoðarfólk okkar frá Slysa- varnafélagi fslands, bandi hjálparsveita Björgunarhundasveit stóðu sig mjög vel.“ Engar snurðrur þráðinn? „Ekki það að ég veit.“ Þegar utanríkisráðherrarnir þinguðu hér 1968 kom til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Þið óttuðust ekki átök núna þeg- ar Hernámsandstæðingar mót- mæltu á Hagatorgi? „Nei. Fundur hernámsand- stæðinga fór vel fram einsog gert hafði verið ráð fyrir. Við ræddum saman og vissum af því að þeir ætluðu að halda þarna fund og það kom ekki til neinna leiðinda eða átaka.“ Er lögreglan vopnuð undir svona kringumstæðum? „Nei. íslenska lögreglan ber ekki vopn. Hinsvegar eru á- kveðnir menn sem bera slík verk- færi við ákveðnar kringumstæð- ur.“ Hvernig gekk samstarfið við erlendu öryggisverðina? „Það gekk mjög vel. Hér var mikill fjöldi öryggisvarða og ég veit ekki til þess að nein vanda- mál hafi komið fram í samskipt- unum við þá. Þetta var mikil skip- ulagsvinna, sem var í höndum lögreglustjóra, Böðvars Braga- sonar, og fleiri manna og þetta gekk allt saman upp.“ Ef þú berð saman þessa uppá- komu núna og leiðtogafundinn. Hvor atburðurinn var stærri í sniðum? „Þetta voru fleiri dagar og ekki síður stórt í sniðum, þó erfitt sé að meta það í stærðum. f haust voru hér æðstu menn tveggja stærstu stórvelda heims en á fundinum núna voru mjög margir utanríkisráðherrar samankomnir þannig að það er erfitt að bera þetta nákvæmlega saman.“ Nú gerist þetta með mjög skömmu millibili, annarsvegar leiðtogafundurinn og svo þessi fundur utanríkisráðherranna. Hefur þetta verið lærdómsríkt? „Ég tel það. Það komu fram nokkur atriði á leiðtogafundinum sem við skoðuðum og reyndum að lagfæra núna, einsog t.d. ýmis- legt í samskiptum við lögreglu- menn. Ég held að lögregluþjónar hafi staðið sína plikt.“ Þið vígðuð Þjóðarbókhlöðuna. Magnús Einarsson, yfirlögregluþjónn hafði yfirstjórn með gæslunni fyrir utan Hótel Sögu. „Það má kannski orða það svo en húsið er enn í byggingu og við fengum aðstöðu í því og vinnu- skúrnum við bygginguna. Auk þess vorum við með rútuna okkar á staðnum. Þá vorum við með eldhúsbfl á staðnum og reyndum að hafa þetta huggulegt. Veðrið hjálpaði líka til.“ Er þessu alveg lokið núna? „Já, í dag voru allar girðingar fjarlægðar af svæðinu.“ -Sáf _____________LEIÐARI__________ Sjómenn ó tölvuöld í dag, sunnudaginn 14. júní, er sjómannadag- urinn haldinn hátíðlegur í sérhverju sjárvar- plássi landsins. í fyrsta skipti í sögunni er nú hátíðisdagur sjómanna lögboðinn og er það fagnaðarefni. Þýðing sjávarútvegs fyrir byggð landsins er gífurlega mikil og verður svo um ófyrirsjáanlega framtíð. Það á bæði við um afkomu allra lands- manna sem og að landinu öllu sé haldið í byggð. Þegar vel árar hjá útgerðinni eru uppgangstím- ar í landinu, en þegar illa árar dregst allt saman. Undanfarið hefur ríkt mikið góðæri, aflabrögð verið afar góð, olíukostnaður lækkað mikið frá því sem áður var og verð á erlendum mörkuðum verið mjög gott. Þetta góðæri hefur vissulega skilað sér misvel til landsmanna og ekki bara eftir því hvaða störfum menn gegna, heldur ekki síður eftir því hvar á landinu menn eru búsettir. Fjármagnið frá útveginum hefur sótt suður á höfuðborgarsvæðið og fólkið fylgt á eftir. í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar hafa byggðamálin gleymst. Þensla hefur ríkt í verslunar- og þjónustugreinum á höfuðborgar- svæðinu en samdráttur á landsbyggðinni. Næsta ríkisstjórn verður að gera stórátak í byggöamálum, enda virtust allir flokkar sam- mála um mikilvægi þess í kosningabaráttunni. Þó sjórinn hljóti að verða áfram sú gullkista sem við sækjum okkar björg til þá mun sú tæknibylting sem nú er að eiga sér stað hafa veruleg áhrif á sjómannsstarfið, þannig að í framtíðinni þurfa æ færri að sækja sjóinn. Tölv- ubyltingin hefur þegar hafið innreið sína á sjón- um og mun gegna mun stærra hlutverki í fram- tíðinni. í Sjómannadagsblaði Neskaupsstaðar í ár er gagnmerk grein eftir Albert Einarsson um fram- tíð sjávarbyggða. í greininni bendir Albert á það að tölvuvæðingin og sjálfvirknin hljóti að verða til þess að fólki í sjávarútvegi og vinnslu muni fækka. Hann bendir á að framundan sé endur- nýjun á togaraflotanum og að fá rök efnahags- leg eða tæknileg mæli gegn því að frystitogarar -fljótandi frystihús- verði fyrir valinu. Hinsveg- ar séu ýmis félagsleg rök sem varða mannlífið og byggðina í landinu, sem einnig verði að taka tillit til. Niðurstaða Alberts er sú að gegn þróuninni verði ekki staðið þannig að velja verður um leiðir til að mæta breytingunum. Ef menn ætla sér að halda landinu öllu í byggð verður að mæta hin- um nýja tíma með því að hyggja að fleiru en útgerð og fiski og það verður ekki gert nema að veita sjávarplássunum stærri hlutdeild í afla- verðmætinu. Svo við hverfum burt frá tölvuöld og aftur á árabátaöld. Annað starfsár Sjóminjasafns (s- lands, í Bryde-pakkhúsinu í Hafnarfirði, er nú nýhafið með sýningu sem byggir á hinu merka ritverki Lúðvíks Kristjánssonar, Islenskirsjávar- hættir. Sýningin fjallar um árabátaöldina og er á henni dregin upp lifandi mynd af atvinnuháttum og lífi forfeðra okkar fram til þess tíma að vél- væðing hófst á sjónum. Það er vel við hæfi nú þegar sjómennskan hefur stungið sjóvettlingnum inn fyrir dyrastaf tölvualdar að kynna sér aðstæður fyrir tíma vél- væðingar. Þjóðviljinn óskar öllum landsmönnum til ham- ingju að hafa loksins eignast safn sem varðveitir og kynnir sögu sjómennsku á íslandi, og sjó- mönnum óskum við sérstaklega til hamingju með daginn í dag. -Sáf Sunnudagur 14. júni 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.