Þjóðviljinn - 14.06.1987, Page 22

Þjóðviljinn - 14.06.1987, Page 22
KROSSGÁTA NR. 572 1 2— 3 v— 5' Z ? s 7 T~ >0 U TT~ u >T JiT V <7 )(> )2 )(> >> .... i? 9 w~ líV T T X, 0O IZ >0 )? (o )Ý u 9 21 02 T~ w >Z ? )3 í> 1/ 1} y )ic H !(p V W~ V 73 (V ú J3 V /3 Co )? )3 ~ w )6> T~ 7 V T 05' s V II T~ M II IZ /3 T T V v~ Vib 'K 5' )É V TT ii 5 H, I? v ir 7 /4 (p Ý +L 7 w s> w )S >7 V 26 iz )(o T V 2$ 3o II )/ IS TSr V !T 0f) II V TT T~ ) /6 J /s >2 d 11 V 5“ 3 V >o 3o ¥ 7/ )S ¥ V )(, í 1 T~ )S T rW U )Z T~ )(? 7 13 9 ll )2 Y /3 9 S 9 3Z V )(, W bi 19 iS >2 ; ÍÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ m Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá kven- mannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 572“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinn- ingshafa. )( )? K 23 2 2°) 7- I? Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort se. n lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d; getur a aldrei komið í stað á gða öfugt. Jóhannes Jósepsson, Rauöamýri 4, Akureyri, fékk verðlaun fyrir krossgátu nr. 569. Hann fær senda bókina „Pott- réttir“ eftir Guörúnu Hrönn Hilmarsdóttur. Lykilorðið var „Jörfa- bakki“. Verðlaunin fyrir krossgátuna þessa vik- una er bókin „Ólíkar per- sónur“ eftir Þórberg Þórðarson. Ljóðhús gaf út. SKYRT OG SKORINORT: BRIDGE Bömin éta byltinguna Byltingin étur börnin sín, sagöi einhver sniöugur maöur hér um árið. Þessi misskilningurhefur veriö étinn upp eftir þessum manni æ síðan, einkum og sérí- lagi af þeim sem eru andsnúnir byltingum eða breytingum al- mennt. Þannig mun rússneska byltingin hafa kokgleypt gerska draumhuga; blómabyltingin étið hippana meö húð og hári o.s.frv. En þetta er semsagt misskilning- ur. Börnin éta byltinguna. Þaö er lóð- ið. II íslendingareru byltingargjarn- asta þjóð veraldar miðað við fólksfjölda. Að vísu eru íslending- ar ákaflega íhaldssamir að f lestu leyti og því verða byltingarnar með öðru sniði en í útlöndum. ís- lendingum dytti aldrei í hug að fara með lurkum og svívirðingum að Steingrími; hertaka sjónvarpið og hengja menn opinberlega á Austurvellinum. Þetta ervita- skuld vegna þess að íslenska þjóðin er siðmenntuð og prúð. Og það er hið besta mál. En byltingar gerum við engu að síður. Þegart.a.m. eru sam- þykkt ný útvarpslög heitir það fjölmiðlabylting. Svo einfalter það nú. Fjölmiðlabyltingin er auðvitaö besta mál líka þótt vin- striflokkarnir hafi verið svo ógæfusamir að halda að ríkis- sjónvarpið og gufuradíóið væru þjóðinni fyrir bestu. En það er náttúrlega bara þessi tilhneiging til að hafa vit fyrir fólki. En fjölmiðlabyltingin hefur fært okkur nýja sjónvarpsstöð og kássu af útvörpum; Útvarptrú- aðra, Útvarp menntaskóla- krakka, Útvarp Ólafs Laufdal og fleiri og fleiri. III Og byltingin hefur komið með nýja siði og ný viðhorf. Það er auðvitað hið besta mál líka. Ein fremsta byltingarhetja Stöðvar 2 er Bryndís Schram. Hún fær alveg áreiðanlega orðu þegar þessi bylting verður gerð upp og kannski styttu af sér við hlið Messíasar okkar tíma - eiginmannsins... Bryndís snýr lukkuhjólinu í þáttum sínum og þar getur fólk unnið sér inn bæði trimmgalla og brauðristar. Þrírálappalegir starfsmenn frá einhverju fyrirtæki útí bæ standa á sviðinu hjá Bryndísi, en útí sal öskrar af- gangurinn af staffinu hvatningar- orð. Fólkið er látið snúa skífu og þegar hún stöðvast bendir ör á tiltekna upphæð, til dæmis 5000 kall. Þáávinurinnaðgetasértil um stafi í orði uppá Ijósatöflu. Ef hann getur réttfær hann aðsnúa aftur. Og aftur. Okkarmaðurget- ur að vísu orðið gjaldþrota og þá klappar Bryndís saman höndun- um af gleði. Ef hinsvegar okkar maður getur ráðið í orðið og á til að mynda 20 þúsund kall í potti má hann semsagt velja sér eitthvað úr dótabúð Stöðvar 2. Þá kemur þulur inn og tilkynnir: Ebenezer valdi sér vasadiskó frá Neskco, síðan fékk Ebenezer sér húfu frá Álafossi og að lokum fékk Ebenezer sér vöff lujárn frá Sambandinu. Til hamingju Eben- ezer! Og húsfrúin af Vesturgötunni stjórnar af miklum myndarskap, hlær, gantast og virðist stundum segja brandara. En Bryndís er bara svo ógur- lega yfirdrifin að stundum finnst undirrituðum Snata mesta mildi að Bjarni P. skyldi ná kjöri íborg- arstjórn í fyrrameð hana í öðru sæti. IV En fjölmiðlabyltingin á það sam- eiginlegt með öðrum byltingum að þegar hetjurnar eru orðnar að- alatriði gleymist afskaplegafljótt hvað verið var að fara með þess- ari tilteknu byltingu. Og börnin sitja prúð og sæt og éta bylting- una sína og prísa sig sæl yf ir því að byltingin sé svona makalaust góð á bragðið. Þessvegna éta áhorfendur Bryndísi Schram til dæmis án þess að hiksta. Norðurlandamót ó nœstunni Norðurlandamót í flokki yngri spil- ara, f. 1962 og síðar, verður haldið í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði í annarri viku. Mótið hefst á mánudeginum 22. júní og lýkur laugardaginn 27. júní. Alls taka 9 lið þátt í mótinu, tvö frá hverju Norðurlandanna utan Sví- þjóðar, sem aðeins sendir eitt lið til keppni. Okkar lið í mótinu verða þannig skipuð: (eldra liðið) Jakob Kristinsson, Júlíus Sigurjónsson, Garðar Bjarnason, Matthías Þor- valdsson, Olafur Týr Guðjónsson og Hrannar Erlingsson. (yngra liðið) Steinar Jónsson, Ólafur Jónsson, Ari Konráðsson, Kjartan Ingvarsson, Gunnlaugur Karlsson og Ingólfur Haraldsson. Búast má við að róðurinn verði þungur fyrir okkar menn, enda á ferðinni nýliðar í landsliðskeppnum, utan þeir Jakob og Júlíus sem kepptu í Búdapest ’86 é Em-ul. ins, sem spilaður er á þriðjudögum og fimmtudögum í allt sumar. Þær fréttir bárust í vikunni að fund- ist hefðu ýmsir verðlaunagripir, sem Bridgesambandið á. Þeir hurfu af skrifstofunni á Laugaveginum fyrir tæplega 5 árum. Meðal gripanna var forláta silfurskip sem er gjöf frá Norðmönnum (víkingaskip). Þarf ekki að fara mörgum orðum um þann létti sem þessi fundur er fyrir BSÍ. Bridgeíþróttin er loksins orðin hluti af landsmótskeppnum Ung- mennasambandsins. Ákveðið hefur verið að keppa í fyrsta skipti í bridge á landsmóti, á mótinu sem haldið verð- ur á Húsavík í næsta mánuði. Sú keppni verður eins konar undanfari (kynning) áður en ákveðið verður formlega að taka spilamennskuna inn, sem fullgilda keppnisgrein á landsmótum framtíðarinnar. Má þá segja, að síðasta vígið sé fallið, en fyrir þessu hefur verið barist í langan tíma. Sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar á Siglufirði sigraði sveit Alfreðs Krist- jánssonar Akranesi í Bikarkeppn- inni. í dag verður spilað í Sigtúni, m.a. unglingalandsliðið gegn sveit Sigurðar Sigurjónssonar. Jacqui McGreal og Þorlákur Jóns- son, nýbökuð íslandsmeistarar í parakeppni, eru orðin efst að stigum í Sumarbridge 1987 (er þetta er skrif- að). Má búast við mikilli keppni spil- ara á þessum vettvangi, en spilað er um góð heildarverðlaun. Ný meistarastigaskrá (stöðulisti) er komin út. Skráin hefur verið send öllum félögum innan BSÍ, til for- manna félaganna. Á skrá eru tæplega 3 þús. manns, þaraf nýskráningar rúmlega 100 frá því í janúar á þessu ári. 19 spilarar hafa hlotið nafnbótina stórmeistarar með 500 meistarastig eða meir. Þórarinn Sigþórsson er enn efstur á blaði, en Jón Baldursson sæk- ir að honum. Sigurður Sverrisson er svo í þriðja sæti og Ásmundur Pálsson í fjórða sæti. Fjölmennasta félagið innan BSÍ eru Akureyringar með tæplega 180 spilara á skrá, en Bridgefélag Reykja- víkur er með tæplega 150 spilara á skrá. Breiðfirðingar í Reykjavík eru svo þriðju í röðinni. Annars liggur skráin frammi í Sig- túni, í Sumarbridge Bridgesambands- Júlíus Sigurjónsson er stiga„kóng- ur“ síðasta keppnistímabils. Hann hlaut tæplega 100 meistarastig frá síð- ustu áramótum, og hefur hlotið alls um 190 meistarastig, eða tvöfaldað stigin á 5 mánuðum. Samkvæmt þessu, hefði Júlíus haf- ið keppni 1976 (á sama tíma og meistari Þórarinn) þá á pilturinn að vera með ca. 1500 meistarastig? Bridgesambandið minnir á að fyrir- liðum er skylt að greiða þátttökugjald sveita sinna í Bikarkeppni BSÍ, ÁÐUR en viðkomandi sveitir hefja keppni. Einnig minnir BSÍ á uppgjör félaganna, en næsti gjalddagi ár- gjalda er 15. júlí n.k. Þau félög sem ekkert hafa greitt á öllu þessu kepp- nistímabili, eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við skrifstofu BSÍ hið fyrsta. 22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.