Þjóðviljinn - 14.06.1987, Side 23
SKÁK
Jóhann Hjartarson
Margeir Pétursson
Johann og Margeir lil Dubna
Vaganian efstur á Byltingarmótinu í Moskvu
í vikunni héldu þeir Margeir
Pétursson og Jóhann Hjartar-
son til Sovétríkjanna en í
borginni Dubna hefststerkt
alþjóðlegt skákmót með
þeirra þátttöku og að auki
nokkurraaffremstu skák-
meistara Sovétmanna. Sov-
étmenn halda um þessar
mundir allmörg alþjóðleg mót
í tilefni byltingarinnar 1917.
Sjötugasta ártíð hennar er
runnin upp. Þrátt fyrir að Sov-
étríkin hafi um áratugaskeið
verið hið eina sanna stórveldi
í skákheiminum hafa af ein-
hverjum ástæðum ekki verið
haldin eftirtektarverð alþjóð-
leg skákmót í svipuðum mæli
og t.d. í Hollandi. Verðlaun
þykja lág og eru yfirleitt greidd
út í óskiptanlegum rúblum og
er því dýrt sport fyrir jafnan
staurblanka skákmenn að
teflaþarílandi. Hins vegarer
það ómetanleg reynsla að
tefla í Sovétríkjunum og soga
að sér það skákvinsamlega
andrúmsloft sem þar ríkir
enda er það einmitt markmið-
ið með þátttöku þeirrafélaga
að afla sér reynslu. Samskipti
íslendinga og Sovétmanna á
skáksviðinu eru einnig dálítið
sér á parti og hafa ævinlega
verið góð og er vonandi að
svo verði áfram.
Mótið í Dubna er sérstaklega
mikilvægt fyrir Jóhann en hann á
erfitt verkefni fyrir höndum þar
sem er millisvæðamótið í skák
sem fram fer í Zirac í Ungverja-
landi í næsta mánuði og mótið í
Dubna skoðast því sem undir-
búningur undir það. Þátttakend-
ur á mótinu verða auk Jóhanns og
Margeirs þeir Romanishin, Lern-
er, Pigusov, Geller, Razuvajev,
Dolmatov, Gurevic, Malanjuk
og Lputjan allir frá Sovétríkjun-
um, enski alþjóðlegi meistarinn
Hodgson og júgóslavneski stór-
meistarinn Ivanovic. Með ör-
fáum undantekningum eru þessir
skákmenn lítt þekktir utan
heimalands síns en eru flestir
hverjir geysiöflugir. Sovétmenn
eru ekki auðveldir heim að sækja
en það verður fróðlegt að fylgjast
með úrstlitum mótsins. Þá liggja
fyrir boð sovéska skáksambands-
ins til tveggja íslenskra stór-
meistara um þátttöku í skákmóti
af svipuðum styrkleika í Jurmala,
en það mót fer fram síðar í sumar.
Byltingarmótið
Aðalbyltingarmótið stendur
yfir þessa dagana í Moskvu og þar
tefla nær eingöngu skákmenn frá
kommúnistaríkjunum og þar af
flestir snjöllustu skákmenn So-
vétríkjanna, að þeim Kasparov
og Karpov undanskildum. Einu
V-Evrópumennirnir eru Ulf
Andersson, en hann bjó um
nokkurt skeið á Kúbu og er
kvæntur kúbanskri konu og Eng-
lendingurinn Murray Chandler.
Karpov var á þátttakendalistan-
um en skömmu fyrir mótið var
ljóst að ekki yrði af þátttöku hans
„vegna veikinda”, eins og sagt
var og því hófu 13 skákmenn tafl-
ið.
Þessi „byltingarmót” hafa ver-
ið haldin á 10 ára fresti og eru
jafnan athyglisverð. Minnisstætt
er t.d. mótið 1967 en þar sigraði
Stein með nokkrum yfirburðum
og skaut aftur fyrir sig Spasskí,
Petrosjan og Tal. Fischer mun
hafa haft áhuga á þátttöku en
ekkert varð úr. 10 árum síðar fór
mótið fram í Leníngrad og þá
sigruðu þeir Tal og Romanishin
en Karpov varð að gera sér að
góðu 4.-5. sætið.
HELGI
ÓLAFSSON
SKRIFAR
Eftir átta umferðir af þréttán
var staðan þessi: 1. Vaganian
(Sovétríkjunum) 4lA v. af sjö + 1
biðskák. 2. - 3. Nikolic (Júgó-
slavía) og Sokolov (Sovétríkjun-
um) 4Ví> v. af sjö mögulegum. 4.
Salow 3'/2 v. + 2 biðskákir eftir
átta skákir. 5. Jusupov 3Vi + bið-
skák eftir átta umferðir. Það
veldur alltaf erfiðleikum þegar
einn keppandi skerst úr leik því
staðan í slíkum mótum verður oft
býsna óljós og er þetta mót dæmi
um það.
Ég læt hér fylgja með tvær
skákir frá þessu móti. í þeirri
fyrri sjáum við eina af skærustu
stjörnum Sovétmanna, Andrei
Sokolov, að verki í skák sem tefl-
ir sig næstum því sjálf. Eftir 11
leiki er hann kominn með yfir-
burðatafl og þegar svartur sleppir
að leika 14. - dxe4 sennilega
vegna möguleikans 15. Rxe6
Dxd2+ 16. Hxd2 Bxe6 17. Bxb6
með betri stöðu á hvítt er hann
kæfður lifandi. Hvítur ryðst upp
eftir h-línunni. 21. - fxg6 er dap-
urleg nauðsyn því ekki gekk 21. -
hxg6 vegna 22. Dh2 Kf8 23. hh7
með hótuninni 24. hxg7 o.s.frv.
Hvítur leiðir síðan taflið til lykta
með einfaldri skiptamunsfórn,
23. Hxg7+! og velur síðan ein-
földustu leiðina til að gera út um
taflið með því að leika 26. Dh7+.
Svartur þráast við í nokkra leiki í
viðbót en sú barátta er löngu von-
!aus:
Hvítt: Andrei Sokolov (Sovétrík-
in)
Svart: Murray Chandler (Eng-
land)
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f4 Dc7 7.
Be2 g6 8. g4 Bg7 9. g5 Rfd7 10.
Rd5 Dd8 11. Be3 e6 12. Rc3 Rb6
13. Dd2 d5 14. 0-0-0 0-0 15. e5
R8d7 16. h4 Dc7 17. h5 He8 18.
Hh3 Rc4 19. Bxc4 Dxc4 20. Hdhl
b5 21. hxg6 fxg6 22. Hxh7 Rf8
23. Hxg7+! Kxg7 24. b3 Dc7 25.
Dh2 Kf7 26. Dh7+ Rxh7 27.
Hxh7+ Kf8 28. Hxc7 He7 29. Hc6
Bd7 30. Hb6 Ke8 31. Rdl Kd8 32.
Rf2 Kc7 33. Hd6 a5 34. Rd3 a4 35.
Rc5.
Svartur gafst upp.
í seinni skákinni tekur Ulf
Andersson Artur Jusupov í karp-
húsið á dæmigerðan hátt. Ander-
sson hefur ekki verið mikið í
sviðsljósinu að undanförnu en
stíllinn hefur lítið breyst. Hann er
afar varkár og reynir umfram allt
að notfæra sér örlitla stöðulega
veikleika í herbúðum andstæð-
ingsins. Jusupov er ekki auðveld-
ur viðureignar og því kemur á
óvart hversu auðveldlega Ulf
ræður niðurlögum hans. Hol-
lenska vörnin hefur verið all-
mikið í sviðsljósinu upp á síðkast-
ið og Jusupov beitir henni að
jafnaði með góðum árangri.
Sennilega er hollensk vörn ekki
rétta vopnið gegn skákmanni á
borð við Andersson sem unir sér
best í skjóli að baki víglínunnar,
skotgrafahernaðurinn sem ein-
kennir þessa byrjun á allajafna
vel við hann. 7. - Df6 er fremur
hæpinn leikur og Jusupov leggur
allt of mikið á stöðuna með 10. -
g5. 13. g6! og 16. Rcl! eru dæmi-
gerðir leikir fyrir Andersson.
Menn hans ná ákjósanlegum
stöðum og brátt verður c6-peðið
að átakspunkti. í geypilegu tíma-
hraki reynir Jusupov að þyrla
ryki í augu Andersson, en það
dugar lítt. Staða hans hrynur til
grunna og eftir aðeins 27 leiki
fellur Jusupov á tíma í gertapaðri
stöðu:
Hvítt: Ulf Andersson (Svíþjóð)
Svart: Artur Jusupov (Sovétrík-
in)
Hollensk vörn.
I. Rf3 d5 2. d4 c6 3. c4 e6 4. Rbd2
f5 5. g3 Bd6 6. Bg2 Rd7 7. 0-0 Df6
8. Rb3 h6 9. Bf4 Bxf4 10. gxf4 g5
II. Dd2 Re7 12. fxg5 Dg7 13. cxd5
Rxd5 14. g6 b6 15. Khl Bb7 16.
Rcl Dxg6 17. Rd3 0-0-0 18. Hacl
Hhg8 19. Hgl Df6 20. b4 Kb8 21.
a3 f4 22. Rfe5 c5 23. bxc5 Rxe5 24.
dxe5 Df5 25. c6 Hxg2 26. Hxg2 f3
27. Hg3.
Svartur gafst upp.
Anna Gulko sigrar
á Austfjarðamótinu
Austfjarðamótinu í skák lauk
síðastliðinn miðvikudag með
eftirtektarverðum sigri eina
kvenkeppandans, Önnu Gulko,
eiginkonu Borisar Gulko en þau
hjón fengu fararleyfi til Vestur-
landa á síðasta ári eftir margra
ára harðvítuga baráttu við sov-
éska kerfið. Anna Gulko er tæp-
lega þrítug og var ein sterkasta
skákkonan í heimalandi sínu,
sigraði m.a. á kvennameistara-
móti landsins. Sigur hennar á
Austfjarðamótinu þarf því ekki
að koma á óvart. Hún hlaut 7
vinninga af 9 mögulegum og fékk
í sigurlaun 6 þúsund bandaríkja-
dali sem koma þeim hjónum
áreiðanlega vel í lífsbaráttunni í
Bandaríkjunum þar sem þau
búa. í 2. sæti varð finnski skák-
meistarinn Pyhala með 6 !/> vinn-
ing. Hann er mikið bæklaður og
skákin á hug hans allan. Hefur
hann fyrir löngu skipað sér á
bekk með fremstu skákmeistar-
um Finna þótt hann tilheyri ekki
beinlínis blátoppnum. Sævar
Bjarnason stóð sig best íslend-
inganna, hlaut 6 vinninga og lenti
í 3. sæti.
Framtak Austfirðinga er eftir-
tektarvert en þeir létu allar hrak-
spár sem vind um eyru þjóta og
hrundu mótinu í framkvæmd
þannig að sómi var að. Meiningin
er að halda mótið aftur að ári og
verður einskis látið ófreistað við
að ná saman keppni í efsta flokki
sem fella varð úr að þessu sinni.
Sunnudagur 14. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23
Hjúkrunarfræðingar-
Ijósmæður
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs óskar eftir að
ráða hjúkrunarfræðinga og Ijósmæður til sumar-
afleysinga og í framtíðarstörf. í boði er góð vinnu-
aðstaða, aðstoð við útvegun húsnæðis, góð
launakjör. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast
beðnir um að hafa samband við hjúkrunarfor-
stjóra eða undirritaðan í síma 92-4000 sem gefa
allar nánari upplýsingar.
Framkvæmdastjóri
Vist á stúdentagörðum
næsta vetur
Félagsstofnun stúdenta auglýsir hér með eftir
umsóknum um vist á stúdentagörðunum fyrir
næsta skólaár. Á Gamla- og Nýja-Garði eru sam-
tals 92 einstaklingsherbergi og 4 parherbergi
leigð út tímabilið 1. sept.-31 .maí. Á Hjónagörðum
eru 4 þriggja herb. íbúðir og 51 tveggja herb.
íbúð, þaraf 1 sérstaklegaætluðfötluðum, leigðar
út tímabilið 1. sept.-1. sept. Þeir einir koma til
greina við úthlutun sem fyrirhuga reglulegt nám
við Háskóla (slands næsta skólaár. Umsóknir
berist skrifstofu Félagsstofnunar stúdenta fyrir
25. júní n.k. á umsóknareyðublöðum sem þar
fást.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
NESKAUPSTAÐ
Sjúkraþjálfarar
Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað óskar eftir
að ráða sjúkraþjálfara í fast starf. Góð vinnuskil-
yrði.
Upplýsingar í síma 97-7402.
Framkvæmdastjóri