Þjóðviljinn - 17.06.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.06.1987, Blaðsíða 1
júní Þjóðhátíðar- veðrið óvenjulega gott Gott veður verður um allt land í dag. Hæg breytileg átt á landinu öllu, skýjað við sjávarsíðuna en bjart inn til landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður úrkomulaust og hitastigið á bilinu 10-17 gráður á selsíus. Pað er því útlit fyrir að hátíðar- höldin geti farið vel fram og þátt- taka verði mikil. -gsv Miðvikudagur 17. júní 1987 128. tölublað 52. árgangur Krakkarnir fagna þjóðhátíðardeginum með blöðrum og flöggum. Mynd Ari Stjórnarmyndun Ítalía Þríhjól fyrir helgi Jón Baldvin óléttur afforsœtisráðherratitlinum. Drögað málefnasamkomulagi liggurfyrir. Samkomulag umfyrstu aðgerðir í ríkisfjármálum. Tekjuöflun upp á 8-900 milljónir á árinu. Flokkarnirþrír hundóánœgðir með niðurstöðuna Mú virðist stefna í það að þrí- hjóljð verði til um næstu helgi enn er samt óvíst hver stýrimað- urinn verður. Samkvæmt heim- ildum Þjóðviljans mun Jón Bald- vin vera orðinn óléttur af forsæt- isráðherratitlinum, einkum vegna andstöðu framsóknar gegn því að Þorsteinn verði gerður að forsætisráðherra. Nú liggja fyrir drög að mál- efnasamkomulagi flokkanna þriggja og hafa flokkarnir náð samkomulagi um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum. Hefur sér- stakri nefnd verið falið að útfæra þessar hugmyndir. Þá er eftir að útfæra efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar, en Jón Baldvin boðaði í gær að heildarendur- skoðun ætti að fara fram á ríkis- fjármálunum. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hefur náðst samkomulag um tekjuöflun upp á 800-900 milljónir króna á árinu, en ekki 1,2 milljarð einsog álitið hefur verið. Bæði kratar og framsókn eru hundóánægðir með þessa niður- stöðu og heimildir innan Sjálf- stæðisflokksins herma að menn þar á bæ séu einnig óánægðir. „Það eru allir í fýlu,“ sagði einn viðmælandi Þjóðviljans í gær. Kratar munu mjög óhressir með hversu litlu þeir virðast ætla að ná í gegn og leggja því mikla áherslu á að Jón Baldvin geri þá kröfu að hann verði forsætisráð- herra. Jón Baldvin fór upphaf- lega af stað í viðræðurnar með því hugarfari að vera verkstjóri fyrir ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar en virðist nú vera orðinn þungaður af forsætisráðherranum. Þó framsókn hafi gengið til við- ræðnanna með því fororði að Jón Baldvin yrði ekki forsætisráð- herra hafa þeir þó átt mun meiri samstöðu með krötum í þessum viðræðum en með íhaldinu. Segja heimildir blaðsins að þeir geti frekar sætt sig við Jón Baldvin en við Þorstein, þó helst hefðu þeir kosið Steingrím Hermannsson. Kratar geta ekki hugsað sér að Steingrímur verði forsætisráð- herra því þá væri einsog þeir væru varadekkið undir fráfarandi rík- isstjórn. íhaldið getur heldur ekki sætt sig við að Steingrímur verði áfram forsætisráðherra og er enn þess sinnis að stærsti flokk- urinn skuli hafa forsætisráðu- neytið. Mjög erfitt verður fyrir Þor- stein að skipa ráðherra og eygir hann vissa lausn í því að láta Jóni Baldvini eftir forsætisráðherra- embættið og sitja áfram í fjár- málaráðuneytinu. Færi svo fengju Sjálfstæðismenn örugg- lega fjóra ráðherra gegn þrem hjá krötum og framsókn. Helstu ráð- gjafar Þorsteins ráða honum þó frá því; ætli hann að treysta stöðu sína innan flokksins verður hann að leiða ríkisstjórnina. -Sáf Þróunarfélagið Síminn stoppar varla Mikill áhugi á hugmyndum Þróunarfélagsins um sjálfstœð landshlutafélög Síminn hefur varla stoppafi sífi- an við kynntum þetta, sagfii Gunnlaugur Sigmundsson fram- kvæmdastjóri Þróunarfélagsins í gær um viðbrögð við nýkynntum hugmyndum félagsins um sjálf- stæfi þróunar- og Qárfestingarfé- lög í landshlutum, sem gætu kom- ist á legg með haustinu. Þróunarfélagið býðst til að leggja fram fimmtung hlutafjár í þessum félögum, sem hefðu hvert um sig yfir að ráða að minnsta kosti 15 milljónum í hlutafé, og styddust við styrk og reynslu „móðurfélagsins" í lána- viðskiptum erlendis. Gunnlaugur sagði að þessar áætlanir Þróunarfélagsins væru liður í því byggðaátaki sem flestir virtust vera sammála um að hefja, og þáttur í meiri heima- stjórn landshlutanna í fjárhags- eftium. Ef vel tækist til ynnist hvorttveggja, að auknu fjár- magni yrði til að dreifa í byggð- um, og að við fjárfestingar yrði beitt vönduðum vinnubrögðum. Peningarnir yrðu þegar fyrir hendi í landshlutanum, og því lögð megináhersla á að verja þeim skynsamlega, í stað þess sem nú væri alltof algengt, að meginkrafturinn væri lagður í að toga þá útí byggðirnar frá mið- stýringunni, stundum án mikils tillits til þess hvernig fénu er var- ið. Gunnlaugur sagði að best væru viðbrögðin frá sveitarfélögum, þótt ætlunin sé að fyrirtæki og einstaklingar verði líka með, og nefndi sérstaklega Norðurland eystra, Suðurland og Suðurnes, en í þessum landshlutum öllum er orðinn til vísir að fjárfestingar- sjóðum innan héraðs. Þróunarfélagið bindur vonir við að samvinna komist á milli þessara félaga og iðnráðgjafa í landshlutunum, og er að því stefnt að „yfirbygging" lands- hlutafélaganna verði sem allra minnst. Á næstunni verður ráð- inn starfsmaður til að kynna þess- ar hugmyndir útum íandið og kanna viðbrögð, en vonir standa til að fyrstu landshlutafélögin spretti upp í september eða októ- ber. -m Kven- skömngur áþing Þótt vinstrimenn séu fremur daufir í dálkinn eflir að úrslit ítöl- sku þingkosninganna voru gerð heyrinkunn þá geta þeir þó hugg- að sér við eitt. Ilona „Cicciolina“ Staller náði kjöri fyrir Róttæka flokkinn. Staller er þekkt dirfðarkona á Ítalíu og hefur haft í sig og á með því að ástunda sjafnarmál og ást- arlíf af hinum ýmsu tegundum og gerðum. En jafnframt hefur hún aldrei farið dult með pólitísk við- horf sín né afstöðu til jafnréttis- mála. Staller vakti óskipta athygli í kosningabaráttunni fyrir skemmtilegar og óhefðbundnar uppákomur. Hún var ófeimin við að fletta sig klæðum til að leggja áherslu á orð sín og stefnumál sem mörg hver eru hin ágætustu. Hver er til dæmis ekki hjartan- lega sammála henni, þótt máski fari leynt, þegar hún viðrar jafn heilbrigt sjónarmið og þetta: „Niður með kjamorku, upp með kynorku!" í öllu falli féllu skoðanir henn- ar íbúum Latina hverfisins í Róm það vel í geð að þerr tryggðu henni mjög góða kosningu til setu í neðri deild ítalska þingsins. -ks. - •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.