Þjóðviljinn - 17.06.1987, Blaðsíða 5
MALOG MENNING 50 ARA
Halldór Guðmundsson: Ég tel Atlasinn sem er tiltölulega nýkominn út þyngstu bók með íslenskum texta sem út hefur komið hérlendis, en hún vegur 4.7 kíló. Án gríns, þá stefnum við að því að gefa út
70 titla á afmælisárinu. (Mynd Ari)
Möriandinn les góðar bókmenntir
Spjallað við Halldór Guðmundsson útgáfustjóra Máls og menningar
í tilefni hálfrar aldar afmælis bókmenntafélagsins í dag
Bókaútgáfa Máls og menn-
ingar er fimmtíu ára á þessu
ári og sérlegurafmælisdagur
fyrirtækisins er í dag því fyrir
fimm áratugum var fyrsti
stofnfundurbók-
menntafélagsins haldinn
þann 17. júní. Af þessu tilefni
þótti hæfa að taka hús á út-
gáfustjóranum, Halldóri
Guðmundssyni og biðja hann
að segja lítillega frá félaginu í
fortíð, nútíð og framtíð.
Halldór segist hafa það eftir
ekki ómerkari manni en Birni
Th. Björnssyni að stofnfundur
félagsins hafi verið haldinn í
Þrastaskógi á núverandi þjóðhá-
tíðardegi að frumkvæði Kristins
E. Andréssonar. „Boðsbréf var
síðan sent um land allt til að safna
áskrifendum og kynna það mark-
mið félagsins að gefa út ódýrar
bækur handa almenningi. Um-
boðsmannakerfi var komið á út
um landið og þetta framtak fékk
mjög góðar viðtökur. Markmiðið
var sett á þrjú þúsund áskrifend-
ur en eftir fyrsta árið voru þeir
orðnir um fimm þúsund. Þetta
var bókaklúbbur, menn fengu
sendar félagsbækur Máls og
menningar og fyrir útgáfuna var
mikil hagræðing að klúbbfyrir-
komulaginu þar eð þannig var
hægt að gera sér grein fyrir upp-
lagi og kostnaði fyrirfram.
Fyrstu útgáfuárin
Fyrstu tvær bækurnar komu út
fyrir jólin 1937, og það voru
fjórða hefti Rauðra Penna og
bókin um Vatnajökul eftir Niels
Nielsen. Það má segja að sú bók
hafi verið fyrsta samprentsbókin
sem kom út hérlendis því að
myndirnar í hana voru prentaðar
í Belgíu. Fyrsta metsölubók for-
lagsins kom svo út vorið 1938 en
það var Móðirin eftir Maxim
Gorki. Hún kom út í tveim litlum
bindum og var gífurlega mikið
lesin.
Stríðsárin voru erfið, sérstak-
lega út af pappírsskorti. Það er
sagt að Kristinn E. Andrésson
hafi farið um hálfan heiminn til
að finna pappír í íslenska menn-
ingu eftir Sigurð Nordal sem kom
út 1942. Pappírinn sem hann kom
með var slíkur gæðapappír að
þegar við fundum inni á lager
fyrir tveim árum þessa bók í örk-
um var pappírinn svo fínn að við
gátum látið binda þetta inn og
bókin var sem ný.
Nú, síðan hefur róðurinn verið
nokkuð stöðugur, fyrirtækið hef-
ur vaxið og dafnað undir stjórn
góðra manna og ég held ég megi
segja að við höfum í fyrra náð því
markmiði að selja nánast bók á
hvern íslending ef kiljur og allt er
meðtalið. íslendingar eru mjög
áhugasamir um bækur.
Tímaritið í
litlu broti
Stór þáttur í starfseminni hefur
verið útgáfa Tímarits Máls og
menningar en það kom fyrst út
1938 í tímaritsformi. Áður hafði
það verið félagstíðindi. Tímaritið
er í aðalatriðum bókmenntatíma-
rit þó af og til hafi birst í því grein-
ar um þjóðfélagsmál.
Mér finnst mjög gaman að því
að hægt sé að halda úti svona litlu
og púkalegu tímariti, með fáum
myndum, í litlu broti og löngum
greinum um bókmenntir, ára-
tugum saman og með um 3000
áskrifendur núna á þessari
glansmyndapornóöld. En þegar
sagt hefur verið við Silju Aðal-
steinsdóttur, ritstjóra tímaritsins,
að hún verði að fara að stækka
brotið þá hefur hún svarað því til
að það hafi orðið endalok er-
lendra bókmenntatímarita að
stækka brotið. Svo að við höldum
áfram með litla brotið og alla á-
skrifendurna."
Ekki bara
fyrir jólin
Pið hafið í auknum mœli farið
að gefa út bœkur á öðrum tímum
árs en rétt fyrir jólin.
„Já, bæði er kiljuútgáfan
dreifð yfir allt árið og eins hefur
kennslubókaútgáfa aukist á
síðari árum. Allur almenningur
kaupir sér líka bækur á öllum tím-
um árs nú orðið ef hann á fyrir
þeim, það er sama hvað er, ef
kaupmáttur er enginn fyrir utan
brýnustu nauðsynjar og varla
það, þá getur fólk hvorki veitt sér
bækur né annað. En ef verkalýðs-
hreyfingunni tekst að tryggja
launafólki þokkaleg laun þá
kaupir fólk sér bækur.
Það er forlaginu líka nauðsyn
að dreifa útgáfunni yfir árið, og
því höfum við reynt að renna
fleiri stoðum undir útgáfuna, til
dæmis með kennslubókunum.
Það sást best hér um árið þegar
fótanuddtækið var aðaljólagjöfin
- þá sáu bókaforlög sína sæng út-
breidda það árið. Arsdreifing út-
gáfunnar er líka eina leiðin til að
gera bókaforlag sæmilega starf-
hæft. Það verður að geta haft
starfsfólk árið um kring því að-
eins þannig er hægt að sinna inn-
lendum höfundum og eins að
fylgjast með erlendri bókaútgáfu
svo vel sé. Það hafa margir góðir
höfundar lagt þessu forlagi lið
gegnum árin en forlagið hefur
ekki alltaf getað sinnt þeim sem
skyldi, og það hefur að mestu
leyti verið vegna þess að öll starf-
semi þess hefur eingöngu verið
bundin jólamarkaðnum. Hann er
reyndar enn yfirgnæfandi og
verður áfram en það þarf að vera
samfella í forlagsstarfinu til lengri
tíma.“
Afmælisárið
Nýjungar í útgáfunni og þá líka
það sem þið eruð að gera á afmæl-
isárinu.
„Við vorum með skemmtilega
nýjung í fyrra þar sem við byrjuð-
um á Stórbókum Máls og menn-
ingar með Þórbergi Þórðarsyni.
Það eru 700 síður af lesmáli á
sama verði og venjuleg bók.
Þetta eru endurbirtingar, en það
form tel ég eiga mikla möguleika
vegna þess að þarna er nýr mark-
aður. Heimsbókmenntaröðina
okkar seljum við líka sem ritsafn
og það kemur í ljós að hún selst
jafn vel og ritsafn Þórbergs. Það
er ákaflega skemmtilegt að sjá
hvað þýdd öndvegisrit hafa verið
vinsæl, bæði Dostojevski og
Marques hafa selst í yfir tvö þús-
und eintökum. Einu vonbrigðin
eru í rauninni þau hvað það virð-
ist lítill almennur áhugi á ljóða-
bókum, en þó er ómögulega hægt
að sjá annað en að Islendingar
hafi mikinn áhuga á ljóðum og
ljóðagerð.
Hvað afmælisárið varðar þá er
ýmislegt uppi á teningnum. Við
stefnum að því að gefa út um sjö-
tíu titla á árinu. Við gefum út eina
bók í mánuði sem er sérstaklega
tileinkuð afmælinu og er boðin á
vildarkjörum í útgáfumánuðin-
um. Einnig verðum við með ýms-
ar uppákomur í haust í tengslum
við jólaútgáfuna. Eitt af því er að
í tengslum við þýðingu Thors Vil-
hjálmssonar á bók Isabellu Al-
lende, Hús andanna, sem kemur
út hjá okkur í haust, er frú Al-
lende boðin hingað í tilefni af-
mælisins í samvinnu við bók-
menntahátíð sem verður haldin í
september.
Svo koma út nýjar íslenskar
skáldsögur, - ung íslensk ljóð-
skáld eru farin að prófa sig áfram
með prósa og það er mikil gerjun
í íslenskum bókmenntum og hef-
ur verið síðustu ár. Allur áhugi
mörlandans á bókmenntum er
stór hvatning til skálda og það er
greinilegur almennur áhugi á
sagnalist, svo mikill að framboð á
skáldsögum er langt frá því að
mæta eftirspurninni, ef maður
má tala markaðslega,
Áfram veginn
Og þið haldið sem sagt áfram á
sömu braut, fram á við sem hing-
að til.
„Við gerum það tvímælalaust,
vegna þess að það er engin leið að
reikna bókamarkaðinn út, maður
veit af hógværu hjarta að þó að
hafi gengið vel undanfarið þá get-
ur allt snúist við á augnabliki.
Allar skýringar um bóksölu eru
eftiráskýringar. Það er hægt að
gefa út nýjar þýðingar á tískuhöf-
undum með miklum auglýsingum
og hávaða og selja í par hundrað
eintökum en svo kemur fyrra
bindið af Fávitanum eftir Dosto-
jevski og selst fimm sinnum
meira. Þannig að á meðan ekki
finnst önnur betri skýring held ég
mig við það að gæðin selji. -ing
Mlðvlkudagur 17. júní 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5