Þjóðviljinn - 17.06.1987, Blaðsíða 3
'ÖRFRÉTTIR'
Dr. Björn
Dagbjartsson
sem féll af þingi í nýliðnum kosn-
ingum, hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Þróunarsamvinnu-
stofnunar íslands í stað Þórs
Guðmundssonar sem hættir að
eigin ósk eftir 5 ára starf hjá
stofnuninni. Björn var áður for-
stjóri Rannsóknarstofnunar fisk-
iðnaðarins og hefur einnig starf-
að sem ráðgjafi við þróunarhjálp í
Asíu.
Okuleikni
bindindisfélags ókumanna verð-
ur haldin á 33 keppnisstöðum um
allt land í sumar. Þetta er 10 árið í
röð sem keppnin fer fram og er
keppt bæði í reiðhjóla- og bíla-
flokki í karla- og kvennaflokkum
og eins í ungiinga- og fullorðnis-
flokkum. Næsta keppni er á Hellu
á fimmtudag og þaðan verður
haldið áfram austur með landinu.
Vorhefti Skírnis
tímarits Hins íslenska bók-
menntafélags, 161. árgangur er
komið út. Sú breyting verður nú
að Skírnir mun koma út bæöi vor
og haust. Meðal efnis í vorheftinu
eru trúarlegar hugleiðingar Vést-
eins Lúðvíkssonar um þjáning-
una og lífið og grein eftir séra
Gunnar Kristjánsson um lífsvið-
horf Matthíasar Jochumssonar.
Nýráðinn ritstjóri Skírnis er Vil-
hjálmur Árnason.
Barðstrendingafélagið
býður öllum Barðstrendingum 67
ára og eldri í Jónsmessuferð í
Þórsmörk n.k. laugardag. Lagt
verður upp frá BSÍ kl. 9 árdegis.
Þátttaka tilkynnist til Maríu í síma
656417 eða til Arndísar í síma
53826.
íbúasamtök
nýja miðbæjarins
samþykktu á stofnfundi sínum á
dögunum að óska eftir samráði
við borgaryfirvöld um umferð ak-
andi og gangandi í hverfinu.
Einnig að skýr skil verði á milli
íbúða og verslunar í hverfinu og
drifið verði í því að ganga frá lóð-
um og gangstéttum.
Garðyrkjubændur
eru ósáttir við gagnrýni Neytend-
asamtakanna á nýjar innflutn-
ingsreglur garðyrkjuafurða.
Bændurnir segja þeim hafi tekist
að auka neyslu og framboð á
grænmeti hérlendis á síðustu
árum. Gæðin hafi aukist, vöru-
verð lækkað og óheftur og
óskipulegur innflutningur myndi
eyðileggja þetta starf.
FRE1TIR
Bandaríkin
Vilja íslenskan lax
Sjúkdómar í Noregi margfalda eftirspurn eftir
íslenskum laxi á Bandaríkjamarkaði. Gott verð
Við viljum gjarnan kaupa sem
mest af íslenskum iaxi, vegna
þess að hér eru engir sjúkdómar á
borð við þá sem hrjá Norðmenn.
ísland er líka ómengað land, og
eftir fregnir af norsku sjúkdóm-
unum er fólk farið að spyrja eftir
íslandslaxinum“, sagði Banda-
ríkjamaður, sem hér er staddur
til að kaupa lax og tíðindamaður
blaðsins hitti í gær.
Mikil eftirspurn er nú eftir ís-
lenskum laxi frá Bandaríkjunum
og boðið upp í 11 dollara fyrir
kílóið. Hjásumum laxeldisstöðv-
um linnir ekki símhringingum
vestan um haf. Fjölmargir kaup-
endur hafa jafnframt komið frá
Bandaríkjunum síðustu vikur og
viljað festa samninga."
„Það færist í vöxt að matvæla-
keðjur í Bandaríkjunum leiti eftir
samningum til lengri tíma. Þær
vilja kaupa beint, og sneiða
þarmeð hjá milliliðunum. Einn
verslunarhringur í Boston talaði
til dæmis við mig í morgun og
vildi fá samning upp á 2 til 3 tonn
á viku fram eftir ári“, sagði for-
stjóri einnar eldisstöðvar við
blaðið í gær. „Með þessum beinu
kaupum geta þeir greitt hærra
verð en ella. Þeir virðast telja að
hægt sé að nota mengunarleysi
íslands til að selja lax héðan sem
Gegn áformum þríhjólsins
Vilja að sjávarútvegurinn sitji við sama borð og aðrir
Ein af þeim hugmyndum sem
hagfræðingatríó krata, íhalds
og framsóknar, hefur komið með
varðandi fyrstu aðgerðir í efna-
hagsmálunum, er niðurfelling á
endurgreiðslum uppsafnaðs sölu-
skatts á aðföng fiskiðnaðarins.
Þannig átti að ná um 400
milljónum króna á árinu. Nú hef-
ur fiskvinnslan mótmælt þessum
áformum.
í sameiginlegri fréttatilkynn-
ingu frá Sambandi fiskvinnslu-
stöðvanna og Félagi Sambands-
fiskframleiðenda í gær segir að
samtökin sjái sér ekki annað fært
en að mótmæla þessum áformum
og minnir á að útflutnings- og
samkeppnisiðnaður hafi árum
saman fengið endurgreiddan
söluskatt á aðföngum og fráleitt
Parísarsamningurinn
Geislavirkni í brennidepli
9. ársfundur Parísarsamningsins samþykkti tillögu íslands
um sérstakar ráðstafanir vegna endurvinnslustöðva fyrir
brennsluefni kjarnofna
enn meiri lúxusvöru en þann
norska.“
í sama streng tók fyrrnefndur
Bandaríkjamaður, sem taldi að
ómengaður sjór íslands og sjúk-
dómafæð í laxinum miðað við
Noreg myndi gera að verkum að
auðvelt yrði í famtíðinni að
tryggja markaði fyrir íslenska
laxinn þar í landi, þrátt fyrir
framboð úr Noregi.
-ÖS
Jón Baldvin var kampakátur á blaðamannafundi í gær en Halldór Asgrímsson þungur, enda var eina spumingin sem
hann þurfti að svara um mótmæli fiskvinnslunnar. Talaði hann einsog véfrétt og var á svari hans að skilja að
fiskiðnaðurinn væri ekkert of góður til að greiða þennan toll til þríhjólsins. Mynd Ari.
Fiskvinnslan
sé að meðhöndla meginútflutn-
ingsgrein þjóðarinnar með öðr-
um hætti.
Áður höfðu iðnrekendur mót-
mælt áformum um aukna skatt-
heimtu á fyrirtæki og virðast
þeirra mótmæli hafa hrifið því í
fyrstu aðgerðum er hvergi minnst
á skatta á fyrirtæki né á stóreigna-
menn.
-Sáf
Losun geislavirkra efna í sjó var
í brennidepli á 9. ársfundi Par-
ísarsamningsins sem haldinn var í
Cardiff í Wales í byrjun júní.
Magnús Jóhannesson siglinga-
málastjóri flutti fyrir hönd Is-
Iands tillögu um sérstakar ráð-
stafanir vegna nýrra endurvinns-
lustöðva fyrir brennsluefni kjarn-
aofna og var hún samþykkt með
nokkrum breytingum.
Fulltrúar 12 aðildarríkja að
samningum sóttu fundinn auk
fulltrúa ríkja Efnahagsbanda-
lagsins og lýstu margar þjóðir
stuðningi við þau sjónarmið fs-
lands að staðall Alþjóða geisla-
varnarráðsins um hámarks
geislun væri ófullnægjandi þegar
meta ætti áhrif mengunar frá los-
un geislavirkra efna í sjó t.d. á
fiskveiðar.
Tillagan sem var samþykkt fel-
ur það í sér að samningsaðilar
samþykki að reisa ekki nýjar
endurvinnslustöðvar fyrir
brennsluefni kjarnaofna né auka
að marki endurvinnslugetu nú-
verandi stöðva, nema unnt verði
að sýna fram á á fullnægjandi hátt
að undangenginni athugun á um-
hverfisáhrifum, að slík stöð hafi
ekki í för með sér hættu á geisla-
virkri mengun.
Tillagan var borin fram m.a.
vegna áforma um að reisa stóra
endurvinnslustöð fyrir brennslu-
efni kjarnaofna í Dounreay á
Skotlandi.
-gg
Vegagerðarmenn
Verkfall
á fimmtudag
Tíu verkalýðsfélög á Suður- og
Vesturlandi höfðu í gær boðað til
verkfalla vegagerðarmanna
vegna þess að upp úr samningum
félaganna slitnaði í síðustu viku.
Ef til verkfalla kemur mun það
fljótlega að koma fram á ástandi
vega og framkvæmdir við brúar-
gerð og holræsagerð stöðvast. Að
sögn Sigurðar Óskarssonar hjá
Verkalýðsfélaginu Rangæingi á
Hellu er stífur ágreiningur um
hvernig mánaðarlegum
greiðslum skuli háttað. Vega-
gerðarmenn vilja fá fyrirfram-
greiðslu á mánaðarlaun en fá þau
nú eftir á.
„Við viljum hverfa aftur til
fyrri reglna um að fá þá greitt út
hálfsmánaðarlega ef þetta gengur
ekki upp. Jafnframt viljum við að
samningurinn gildi frá l.janúar
enekkifrá l.júníeinsogtil stend-
ur“, sagði Sigurður.
-gsv
Hafrannsókn
Gott ár
í sjónum
Gott ástand sjávar og lífríkis á
íslandsmiðum, framhald á góðu
árferði í sjónum við landið síðan
1983, eru heildarniðurstöður
Hafrannasóknarmanna eftir vor-
leiðangur með Bjarna Sæmunds-
syni.
Fyrir Vesturlandi og Vest-
fjörðum var hlýsjór í meðallagi
heitur, tiltölulega mikill gróður í
sjónum nema næst landi, nokkur
áta á afmörkuðu svæði meðfram
landi.
Fyrir Norðurlandi gætti hlýsjá-
var austur að Langanesi og eru
hlýindi þar sambærileg við þrjú
síðustu ár, gróður nokkur og átu-
magn í meðallagi. í kalda
straumnum djúpt undan Norður-
landi var hiti tiltölulega mikill,
seltumagn og átu einnig.
Fyrir Austfjörðum var sjávar-
hiti 3-4 stig, gróður og átumagn í
lágmarki en djúpt undan gætti
hlýsjávar að sunnan á áturíku
svæði.
Við suðurströndina var sjávar-
hiti 8-9 stig, sjórinn gróðursnauð-
ur en áturíkur.
Miövíkudagur 17. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3