Þjóðviljinn - 17.06.1987, Síða 6

Þjóðviljinn - 17.06.1987, Síða 6
MÁL OG MENNING Uglubœkurnar Bókmenntamylla ekki peningamylla Ámi Sigurjónsson: Uglubækurnar eru svo hræbillegar aö fólk hváir og trúir ekki þegar það heyrir veröiö. Þaö er enn svo ótrúlegt hér á landi að hægt sé að fá góðar bækur ódýrt. Mynd Sig. Uglurnar, þessir pakkar sem detta inn um dyrnar á tveggja mánaða fresti eru liðlega ársgömul nýjung hjá Máli og Menningu. Pakkar með þrem upp í fímm bækur sem hver um sig innbundin kostar of mikið fyrir hvern meðaljón, koma inn um dyrnar og kosta næstum ekki neitt ef tekið er mið af svokölluðu venjulegu íslensku bókaverði. Með pökkunum fylgir gjarnan lítið upplýsingarit um innihald næsta pakka, undirskrifað af Árna Sigurjónssyni ritstjóra Ugluklúbbsins. Við báðum Árna um að segja lítillega frá tilurð og framgangi klúbbsins. „Þessi Ugluklúbbur fór af stað í apríl í fyrra,“ segir Árni, „en var þá búinn að vera í undirbúningi frá því ínóvember 1985. Reyndar var búið að gefa út nokkrar Uglu- bækur áður, barnauglu, náttuglu, leikuglu og svo framvegis en sú útgáfa var ekki í neins konar klúbb- eða áskriftarformi. Út- gáfustjórinn Halldór Guðmunds- son og framkvæmdastjórinn Árni Einarsson áttu frumkvæðið að stofnun klúbbsins, og þeir mið- uðu þetta við erlendar fyrirmynd- ir enda hafa svona klúbbar gengið mjög vel. Það má segja að heista fyrirmynd Ugluklúbbsins sé Asschenfeldts bogklub í Dan- mörku, en sá klúbbur hefur gengið vel og telur nú um 130 þúsund félaga. Þeir eru með kilj- ur í áskrift, og það var tekið upp hér, en þá er ekki afpöntunar- kerfi, heldur gerist fólk áskri- fendur að bókaklúbbnum rétt eins og tímariti. Kiljuútgáfa er mjög hagkvæmt framleiðsluf- orm, en er mjög þungt í vöfum hérlendis nema skipulagt sölu- og dreifingarkerfi sé fyrir hendi. Þann vanda þykjumst við hafa leyst með áskriftar- og klú- bbforminu.“ Tolstoj Og Lyfjabókin Árni segir þessa hugmynd þeirra Halldórs og Árna hafa fall- ið í góðan jarðveg í fyrirtækinu, enda sé Mál og menning bók- menntafélag sem hafi það að megintilgangi að dreifa góðum bókmenntum og bókaklúbbur með þessu sniði samræmist vel upphaflegum hugmyndum bók- menntafélagsins. „Danski bóka- klúbburinn er reyn >r aðallega með léttari bókmei.ntir svo að á því sviði var vikið frá fyrirmynd- inni, en við teljum að fólk hér vilji góðar bækur og erum þar af leiðandi bæði með góða afþrey- ingu og svo sígild skáldverk með, ásamt handbókum og íslenskum skáldsögum." Máli sínu til stuðnings dreifir Árni úr bókabunka á borðinu og þar eru hlið við hlið Tolstoj, P.D.James, Goethe, Lyfjabókin, Einar Kárason og þjóðsögur, ásamt ýmsum fleirum. Átján titl- ar eru komnir út hjá Ugluklúbbn- um og klúbburinn telur á sjötta þúsund félaga. „Svona bókaklúbbar eiga sér langa forsögu“ segir Árni. „Á fyrri hluta aldarinnar urðu til al- þýðuhreyfingar úti í Evrópu, gjarnan í tengslum við verka- lýðsfélög, og innan þeirra verða til lestrarfélög og bókasöfn eru sett á laggirnar. Upp úr því verða til bókaklúbbar, í Þýskalandi strax á þriðja áratugnum og verð- ur óhemju vinsælt, í Englandi og Ameríku einnig. Það sést á þessu að bókaklúbbar hafa gegnum tíð- ina átt umtalsverðan hlut í bóka- útgáfu og hafa vissa sérstöðu. Mottó þessara klúbba var að hafa ópólitískt bókaval, að vísu að Englandi undanskildu, jafnvel þó að klúbbarnir væru í tengslum við verkalýðshreyfingar. “ Aðspurður um val á titlum Ugluklúbbsins segist Árni reyna að hafa úrvalið sem mest og fjöl- breyttast án þess að það komi niður á gæðum. „Ég reyni að miða við að allir geti fengið eitthvað að lesa við sitt hæfi, það ér jú markmiðið að bjóða upp á gott lestrarefni sem kostar lítið. Ein sígild skáldsaga og ein spennusaga er uppistaðan í hverj- um pakka og síðan ýmislegt ann- að með, skemmtisaga, þjóð- sögur, handbækur, - hitt og þetta. Einnig viljum við líka kynna ís- lenskar bókmenntir en það er erf- iðara við að eiga vegna höfundar- launa. Sumar bækurnar sem eru komnar eru endurbirtingar, t.d. Stríð og friður og Þar sem djöfla- eyjan rís, annað höfum við látið þýða sérstaklega fyrir Uglu- klúbbinn. En það segir sig sjálft að þar sem meðalverð á bók í Ugluklúbbnum er um hundrað- kall, 133 krónur með söluskatti, þá eru ekki möguleikar á að frumútgefa íslenskar skáldsögur í þessu formi. Á meðan útgáfa sem þessi er skattpínd eins og nú er gert er ekki von á góðu. Til samanburð- ar má geta þess að tímarit, sem eru full af auglýsingum og mun dýrari í útsölu eru undanþegin söluskatti.“ Frekar til lestrar en gjafa Þegar Árni er spurður um markhóp Ugluklúbbsins segist hann fátt eitt geta sagt um hann sérstaklega annað en að áskrif- endur Ugluklúbbsins eru lesandi fólk, fólk sem Ies góðar bækur. „Það er í meginatriðum eðli kilj- unnar að hún er keypt til lestrar, frekar en til dæmis til gjafa. Við höfum ekki gert neinar stórar kannanir á því hvaða fólk kaupir kiljur, en við höfum á tilfinning- unni að það sé að miklum hluta ungt fólk sem er áskrifendur að Ugluklúbbnum, við verðum ekki vör við kynjaskiptingu, stétta- skiptingu eða skiptingu milli dreifbýlis og þéttbýlis. Það er sennilegt að um sé að ræða fólk sem ekki hefur haft möguleika á að kaupa sér skrautbundnar út- gáfur ýmissa merkra bóka en sem vill eiga þær og lesa. Það er einmitt þetta sem við erum að gera með Ugluklúbbn- um, að framleiða góðar ódýrar bækur sem allir geta veitt sér. Þetta getum við með því að halda öllum kostnaði í lágmarki, nota ódýrari pappír, leisersetningu og notfæra okkur nýjungar í prent- tækni sem gera bókaframleiðslu kostnaðarminni. Svo má spyrja um arðinn af hverri bók þegar hún kostar um hundrað krónur héðan, en þessi Ugluklúbbur er ekki og á ekki að vera peninga- mylla heldur bókmenntamylla. -ing Bókabúðin Hreykniraf bamabókabúðinni Árni Einarsson: Markmiðið hefur verið að opna nýja búð á afmælisárinu en dagsetningin er leyndarmál. En ég þori að lofa að þetta verður nýstárleg búð í Síðumúlanum. Mynd Ari. Árni Einarsson er fram- kvæmdastjóri Máls og menning- ar, bæði forlagsins og verslunar- innar. Aðspurður um hag bóka- verslunar í dag og þá sérstaklega bókaverslunar Máls og menning- ar segir Árni bókaverslun sjaldan hafa staðið betur. „Bókabúð Máls og menningar er stærsta bókabúð í Reykjavík. Bóksala á Islandi er í uppgangi og fólk vill lesa góðar bækur. Bóka- búðin hjá okkur hefur verið að þróast á síðari árum, eins og sést reyndar á því að frá því að vera bara hér í kjallaranum fyrir rúm- um tuttugu árum er hér nú komin verslun upp á fjórar hæðir. Á síð- asta ári velti verslunin 140 milljónum án söluskatts, þar af einum þriðja í desember. Mér finnst svolítið skemmtilegt til þess að vita að sjö prósent af árs- veltu sfðasta árs kom inn á Þor- láksmessu.“ Á hverju byggist góður hagur búðarinnar? „Hjartað í búðinni eru íslensku bækurnar, en stór þáttur í vel- gengni hennar er að mínu áliti tryggð félagsmanna Máls og menningar við búðina, þeir sækja hingað sínar bækur, en beina líka öðrum viðskiptum sínum hingað. í því sambandi tel ég hafa geysi- lega mikið að segja hve mikið af starfsfólki okkar er búið að starfa í versluninni hjá okkur svo árum skiptir, það þekkir vöruna og er viðræðugott og laðar þannig mjög marga að búðinni. Einnig má geta þess að þar sem búðin er dótturfyrirtæki forlagsins þá reynum við að halda góðri sam- eiginlegri ímynd beggja fyrir- tækjanna. Þannig vinnur starfs- fólkið ekki annað hvort í búðinni eða á forlaginu heldur hjá Máli og menningu. Eins er um við- skiptavinina, þeir tala ekki um bókabúð Máls og menningar, það er bara í auglýsingum, heldur fara þeir í Mál og menningu að kaupa sér bók eða tímarit. Á næstunni ætlum við að leggja höfuðáherslu á að bæta og auka þjónustuna í versluninni, koma upp aukinni upplýsingaþjónustu og þess háttar. Stór hluti fólks leitar ráðlegginga hjá starfsfólki ef það ætlar að kaupa bók til gjafa og það er mikilvægt að hægt sé að veita allar upplýsingar og ráð- leggingar sem leitað er eftir. Það er nefnilega oft þannig að endan- legt val bókar í slíku tilfelli verður sameiginleg niðurstaða við- skiptavinar og afgreiðslumanns, þarna myndast oft mannlegt sam- spil sem er báðum aðilum mikil- vægt. Og það er verslun sem þess- ari að sjálfsögðu lífsnauðsyn að geta veitt eins fullkomna þjón- ustu á öllum mögulegum sviðum og hægt er Barnabókabúðin Ein er sú deild í búðinni sem við erum mjög hreyknir af og það er barnabókadeildin. Barnabæk- ur vilja oft verða hornreka, en hér erum við með sérdeild sem hefur stöðugt verið að stækka og þróast á síðustu árum. Þessa góðu hugmynd að sérstakri barnabókabúð átti Jónsteinn Haraldsson sem var verslunar- stjóri hér í um tvo áratugi. Nú eruð þið að fara að stcekka við ykkur og opna nýja búð uppi í Síðumúla. Hvenœr á að opna hana og verður hún í svipuðum stíl og búðin hér á Laugavegin- um? „Þetta eru allt leyndarmál sem þú spyrð um. En það má segja að við höfum ekki lengur það oln- bogarými sem við kysum að hafa hér á Laugaveginum og það var markmið í sjálfu sér að opna nýja verslun á afmælisárinu. Verslun- in í Síðumúlanum verður með nokkru öðru sniði en búðin hér niðri því að þó ein formúla gefist vel á einum stað er ekki þar með sagt að sama formúla gefist á öðr- um stað. Nýja búðin verður stærri og opnari, öðruvísi samsett og ég tel að innréttingarnar þar muni vekja mikla athygli. Þegar verslunin niðri var opn- uð á sínum tíma með innréttingum teiknuðum af Sig- valda Thordarsen vakti hún at- hygli og við ætlum okkur ekkert minna nú.“ Árni dregur fram teikningar af nýju búðinni eftir arkitektana Dagnýju Helgadóttur og Guðna Pálsson og það er augsýnilegt að hér er um að ræða innréttingar sem eru vægast sagt nýjar af nál- inni hérlendis. Að lokum Árni, hver ergaldur- inn á bak við öll bókakaup íslend- inga? „Ég held það sé enginn galdur. Mín megintilfinning um þessi mál er að Islendingar kaupa með hverju árinu betri bækur hvort sem er erlendar eða innlendar, þeir gera alltaf meiri og meiri kröfur og það er vegna þess að þjóðin er betur menntuð nú en áður. Ekki endilega menntuð út úr skólakerfinu þó að skólakerfið hér sé mjög gott, heldur er þjóðin hreinlega vel að sér. Menntun er að skila sér á öllum sviðum þjóð- lífsins. _inp 6 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 17. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.