Þjóðviljinn - 17.06.1987, Page 7

Þjóðviljinn - 17.06.1987, Page 7
17. júní fjörið REYKJAVÍK Þjóðhátíðin hefst að venju í gamla kirkjugarðinum við Suður- götu kl. 10 þar sem forseti borg- arstjórnar leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar. Kl. 10.40 hefst dagskrá við Austurvöll. Skrúðgöngur leggja upp frá Hallgrímskirkju og Hagatorgi kl. 13.45 að Lækjartorgi og Hljóm- skálagarði þar sem útihátíðar- höldin fara fram og ýmislegt verður til skemmtunar. Um kvöldið kl. 20.30 verður skemmtun framhaldið á Lækjar- torgi og í Laugardalshöll hefjast á sama tíma tónleikar fyrir unga fólkið. KÓPAVOGUR Skólahljómsveitin byrjar að spila kl. 10 við Kópavogshælið og kl. 10.30 verður Víðavangshlaup við Vallagerðisvöll. Skrúðgangan leggur upp frá Kópavogsskóla kl. 13.30 en há- tíðardagskráin verður á Kópa- vogsvelli. Ríó tríó spilar á heima- velli og ýmislegt fleira verður til skemmtunar. HAFNARFJÖRÐUR Þjóðhátíðin hefst með íþrótta- móti í Kaplakrika kl. 10 og kl. 13.30 verður safnast saman í Hellisgerði þaðan sem gengið verður í skrúðgöngu um bæinn að Thorsplani þar sem hátíðarhöld- in fara fram og margt verður til skemmtunar. FH og Haukar keppa í hand- bolta á skólamölinni kl. 17.00 og unglingatónleikar verða á Thorsplani frá kl. 18. Þar hefst síðan kvöldskemmtun kl. 19.45. BORGARNES Skrúðgangan verður frá Dval- arheimili aldraðra að kirkju kl. 13.00 en eftir messu hefst hátíðin í Skallagrímsgarði. ÓLAFSVÍK Skrúðganga frá Hábrekku með hestamenn í broddi fylkingar að Sjómannagarði þar sem hátíðar- dagskrá fer fram. Þá verður farið á íþróttavöllinn þar sem ýmislegt verður til skemmtunar fram eftir degi en dansleikur verður fyrir utan kaupfélagið um kvöldið. ÓLAFSFJÖRÐUR Skrúðganga frá Tjarnaborg að gagnfræðaskólanum kl. 13.45 þar sem hátíðardagskráin fer fram. íþróttir og margvísleg skemmtun og um kvöldið unglingadiskótek í Tjarnaborg. SAUÐÁRKRÓKUR Hátíðin hefst með skrúðgöngu frá Starfsvellinum að íþróttavell- inum kl. 13.30. Þar verður hátíð- ardagskrá, en kl. 19 byrjar barna- ballið og unglingaball kl. 21, til miðnættis. ÞÓRSHÖFN Á Þórshöfn byrjar þjóðhátíð- ardagurinn með skemmtisiglingu á smábátum um morguninn, en skrúðgangan verður frá félags- heimilinu að vegamótum Brekknaheiði til móts við friðar- hlaupið. Kaffisala í grunnskólanum og hestaferðir fyrir yngstu kynslóð- ina og íþróttakappleikir. Fræðsluskrifstofa Norðurlands- umdæmis eystra, Akureyri auglýsir: Sérkennari óskast til starfa á ráögjafar- og sál- fræðideild næsta skólaár. Hann verður þátttakandi í sérfræðiteymi (sál- fræðingar/sérkennarar) Fræðsluskrifstofunnar með greiningu námserfiðleika, ráðgjöf og gerð kennsluáætlana sem helsta verksvið. Starfið krefst nokkurra ferðalaga um umdæmið. Við leitum að sérkennara með reynslu, samstarfs- vilja og sveigjanleika gagnvart fjölbreyttum að- stæðum. Umsóknir þurfa að hfa borist 26.06. n.k. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður sál- fræðideildar, Már V. Magnússon, í síma 96- 24655. Aðaífundur Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans verður hald- inn fimmtudaginn 18. júní nk. að Hverfisqötu 105 kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin Maðurinn minn Sigfús Jóhannsson Sléttahrauni 15, Hafnarfirði lést 15. þ.m. á St. Jósefsspítala Hafnarfirði. Bára Guðbrandsdóttir Lögtök Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir júlí-des. 1986, og jan., febr. og mars 1987, svo og söluskattshækkunum, álögðum 1. okt. 1986 til 12. júní 1987; vörugjaldi af innlendri framleiðslu fyrir júlí-des. 1986 og jan., feb. og mars 1987; mælagjaldi 11. júní 1987; skemmtanaskatti fyrir júlí-des. 1986 og jan., feb., mars og apríl 1987; launaskatti, gjaldföllnum 1985; skipulagsgjaldi af nýbyggingum, gjald- föllnu 1986 svo og aðflutningsgjöldum, gjaldfölln- um 1986. Reykjavík 12. júní 1987 Borgarfógetaembættið í Reykjavík Tillögur í samkeppni um ráðhús í Reykjavík eru sýndar í anddyri Borgarleikhúss dag hvern frá kl. 14.00-22.00 Sýningunni lýkur sunnudaginn 21. júní. Borgarstjórinn í Reykjavík Öllum er a vinna með öðrum lega á þeim verkefnu? hverjum og einum ofviða. Án samvinnu og samstöðu' manna allra hefði íslensku þjóc seint tekist að brjóta á bak aftul áþján erlends valds og öðlast sjálf- stæði 17. júní 1944. Samvinnufélögin eru frjáls og óháð félagasamtök meira en 45.000 einstaklinga. Samvinnuhreyfingin vill vera öflugur þátttakandi í fram- fararsókn íslensku þjóðarinnar. Hún vill vinna með öðrum þjóðhollum öflum við að byggja upp traust efn- ahagslíf og taka á þann hátt virkan þátt í ævarandi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.