Þjóðviljinn - 17.06.1987, Page 9
Árbæjarsafn
Margar
nýjungar
í sumar
Fjórar nýjar sýningar í gangi og
Reykjavíkurmynd Lofts Guðmundssonarfrá
1944 sýnd um helgar
Ragnheiður Þórarinsdóttir borgarminjavörður: Safnið er alltaf að stækka og starfsemin að aukast og er vonandi góð heimild um sögu borgarinnar.
Samkvæmisfatnaður frá stríðsárunum og grammófónninn góði.
Nú í sumar sem undanfarið er
Árbæjarsafn opið öllum þeim
sem skoða vilja og kynnast þeim
minjum og munum sem þar eru til
sýnis. Á safninu er að finna hús
og minjar sem varða byggingar-
sögu og uppbyggingu Reykjavík-
urborgar auk þess sem ýmislegt
er þar að finna um mannlíf og
bæjarbrag frá fyrri árum.
Árbæjarsafn stækkar stöðugt,
húsum fjölgar og gripum í eigu
safnsins og á hverju vori þegar
safnið opnar er þar eitthvað nýtt
að sjá og skoða.
í ár er engin undantekning frá
þessu og af því tilefni gerði Þjóð-
viljinn sér ferð í Árbæjarsafn til
að kynnast þeim nýjungum sem
safnið býður upp á í vor. Ragn-
heiður Þórarinsdóttir borgarm-
injavörður gekk með okkur um
safnið og sýndi okkur fjórar nýjar
sýningar sem opnuðu í vor.
Hún byrjar á að fara með okk-
ur í Prófessorsbústaðinn frá
Kleppi sem er stórt og reisulegt
hús efst í safninu og var opnað í
fyrravor eftir miklar viðgerðir en
húsið var flutt í Árbæjarsafn árið
1978. Þegar húsið var opnað voru
settar þar upp sýningar á tveim
aðalhæðum þess á neðstu
hæðinni eru stofur frá ýmsum
tímum og í einni stofunni er fatn-
aður frá stríðsárunum, glæsikjól-
ar og reiðföt ásamt grammófón
með feiknarlegum lúðri og eru
engar ýkjur að segja að hann taki
yfir hálft herbergið. Á efri hæð-
inni er sýning á ýmsum munum,
útsaumi og postulíni svo og barn-
aleikföngum frá ýmsum tímum.
Kennir þar margra grasa og eru
dúkkurnar, bílarnir og dúkku-
vagnarnir heldur öðruvísi en
börnin okkar í dag eiga að venj-
ast. En Ragnheiður segir hrifn-
ingu barnanna yfir þessum Ieik-
föngum síst minni en yfir ný-
tískudóti sem útbúið er ýms-
uni tæknigræjum.
Líkön og fornleifar
Á efstu hæð Prófessorshússins,
eða réttara sagt í risinu er svo ný
sýning á fjórum líkönum af
Reykjavíkurborg. Fyrsta líkanið
er af Reykjavík árið 1786, - þá
standa nokkur hús við Aðalstrætið
og þar um kring, annars bara tún
og móar. Ragnheiður leggur lóf-
ann á mitt líkanið og segir:
„Austurvöllurinn er svona um það
bil hérna, en þetta svæði allt hlýtur
á þessum tíma að hafa orðið ein
forarvilpa þegar lækurinn stíflað-
ist, sem gerðist víst nokkuð oft.
Svo eru hér tvö líkön sem gerð
voru í fyrra, annað er af allri
Reykjavík árið 1887, en hitt bara
Grjótaþorpið frá sama tíma.
Fjórða líkanið á sýningunni er af
Kvosinni frá árunum milli 1930 og
1944 en á líkaninu sjást bæði Hótel
Borg og Hótel ísland. Þetta líkan
fylgir ekki alveg ströngustu kröf-
um um hlutföll og gerð en þetta er
skemmtilegt líkan og gefur mynd
af þessum hluta borgarinnar á
þessum tíma.“
Ragnheiður sýnir okkur síðan
aðra sýningu í safninu sem nýlega
var sett upp f húsinu Þingholtss-
træti 9. Er þetta sýning á myndum
og munum frá fornleifauppgreft-
rum í Reykjavík. Þarna er fjallað
um uppgröftinn í Aðalstræti sem
fram fór á árunum 1971-74 undir
stjórn Else Nordahl, uppgröftinn í
Suðurgötu 7 árið 1983 undir stjórn
Kristínar Huldar Sigurðardóttur
og einnig eru þarna sýni frá upp-
greftrinum í Viðey sem nú stendur
yfir undir stjórn Mjallar Snæsdótt-
ur.
„Þetta er nú mjög lítil sýning,“
segir Ragnheiður, „enda húsnæð-
ið fyrir hana ekki stórt. Þetta er
svona rétt til að drepa á að þetta
hafi verið gert og hér er til dæmis
einungis lítill hluti af mununum
sem fundust í Aðalstrætinu. Stær-
sti hluti þeirra er enn erlendis, en
allir gripirnir voru sendir út til
hreinsunar og forvörsiu og eru
ekki komnir til baka.“
Við rengjum ekki Ragnheiði
um stærð salarkynna í Þingholtss-
træti 7, það er með minnstu hús-
um. En sýningin er ákaflega
skemmtileg engu að síður þó ekki
sé hún stór. Þarna eru brot úr
skartgripum og áhöldum frá ní-
undu öld og síðar, ljósmyndir af
vinnu við uppgröft og bæjarstæð-
um sem fundist hafa, skýrt og
skemmtilega upp sett.
Slökkvibílarnir
„Stærsta sýningin sem við opn-
uðum nú í vor er sýning á gömlum
slökkvibflum hérna í Eimreiðar-
skemmunni,“ segir Ragnheiður
um leið og hún opnar og kveikir
ljós í skemmunni. Og það kveður
við nýjan tón í skemmunni þar
sem áður var bara eimreiðin og
götuvaltarinn Briet. Nú er
skemman full af gömlum slökkvi-
bflum og tækjum viðkomandi
slökkvistarfi og brunavörnum.
„Vesalings eimreiðin er eigin-
lega borin ofurliði hérna núna,“
segir Ragnheiður, „en þessir
slökkvibflar eru skemmtilegir.
Þessi hérna,“ og hún bendir á
þann bflinn sem stendur í miðju
húsinu, „hann er módel 1932 og
var lengi aðalbfll slökkviliðsins og
hefur verið í öllum helstu stór-
brunum í borginni En það sem
mér finnst merkilegast í sambandi
við hann er það að hann hefur ver-
ið varabfll allt fram til þessa árs og
þess vegna höfum við ekki fengið
hann fyrr. Hann fór síðast í útkall
1983, þá rúmlega fimmtugur, en
hefur síðan verið til taks þegar nýi
körfubfllinn hefur verið í viðgerð.
Við hengdum hérna upp ljósmynd
af nýja körfubflnum til saman-
burðar að gamni okkar, þetta er
svo merkilegt. Ég hugsa að gamli
bfllinn sé orðinn þyngdar sinnar
virði í gulli.“
Uppi á bílnum stendur slökkvi-
liðsmaður í fullum skrúða tilbúinn
í slaginn, númerið er meira að
segja enn á bflnum, svo nýr er
hann sem safngripur að ekki er
enn búið að taka hann út af skrá.
Tveir aðrir fornlegir slökkvibfl-
ar eru í skemmunni, annar í eigu
Þjóðminjasafnsins. Ragnheiður
segir okkur að setja verði alla bí-
lana í gang einu sinni til tvisvar á
ári til að halda mótorunum í lagi,
en þeir eru allir í toppstandi, upp-
gerðir og fínir.
í skemmunni er líka slökkvi-
dæla stór og mikil, sem Reykjavík
keypti eftir Hótel íslandsbrunann.
„Ágúst Flygenring átti dæluna og
vildi selja borginni hana, en borg-
in vildi ekki kaupa vegna þess að
hún þótti of afkastamikil, það var
ekki talin þörf á svo stórri dælu.
En um það leyti sem Hótel ísland
brann var hún í geymslu í slökkvi-
stöðinni í Tjarnargötu og þá var
brotist þar inn og dælan tekin
traustataki og notuð við slökkvi-
starfið. Eftir það keypti borgin
hana.“
Þarna í skemmunni eru ýmsir
smærri hiutir sem tengjast slökkvi-
starfi í borginni í gegnum tíðina,
hjálmar af ýmsum gerðum, lúður
sem notaður var til að kalla út
slökkvilið, gaskútur sem sprungið
hefur í bruna, rifinn upp úr og
níður úr eins og hismi. Ragn-
heiður segir allt hér vera tækni-
minjar úr eigu borgarinnar nema
einn slökkvibfllinn. „Það er komið
nokkuð af tækj um hingað, þetta er
orðinn svolítill vísir að tækjasafni,
enda erum við hér í safninu farin
að kalla skemmuna „Vélasalinn“
svona í daglegu tali.“
Allan hringinn í skemmunni
hanga ljósmyndir og Ragnheiður
segir sýninguna vera setta upp í
fjórum þáttum. Fyrsti þátturinn
nefnist „Inn úr kuldanum" og eru
það myndir af eimreiðinni og
götuvaltaranum Bríeti frá því að
þær standa ryðgaðar og niðurnídd-
ar úti. á túni og þar til þær eru
komnar glampandi og fínar inn á
safnið.
Annar þátturinn nefnist
„Gatnagerð" og eru þar ljósmynd-
ir frá þeim tíma þegar farið var að
taka gatnagerð í Reykjavík föstum
tökum fyrir alvöru, eða upp úr
1912. Okkur leikur forvitni á að
vita nánar af hverju götuvaltarinn
heitir Bríet og Ragnheiður segir
okkur að Knútur Siemsen sem á
þeim tíma var í svokallaðri vega-
nefnd hafi barist fyrir að auka
tækni í gatnagerð og viljað kaupa
götuvaltara. En hann hlaut bara
stuðning eins nefndarmanna, og
það var Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
Þegar valtarinn var svo keyptur þá
gekk hann meðal almennings
undir þessu nafni, og var jafnvel
Knútsdóttir bætt við. Þegar svo
var keyptur annar minni í viðbót
þá var sá kallaður Laufey í höfuðið
á dóttur Bríetar Bjarnhéðinsdótt-
Ur.
Þriðji þátturinn heitir „Járn-
braut á íslandi" og eru þarna
myndir og greinargerðir, ásamt
kortum og áætlunum sem gerðar
voru um járnbraut á suðurlands-
undirlendinu. Átti að leggja
járnbraut til Selfoss, og um
Þrengslin og víðar. „Þetta voru
mikil plön,“ segir Ragnheiður.
„Það var komin nákvæm kostnað-
aráætlun um járnbrautina, en hún
var aldrei ætluð fyrir farþegaflutn-
inga heldur einungis fyrir þungafl-
utninga. En þetta tók allt svo
langan tíma, og bflarnir komu í
millitíðinni. Þar með var úti um
járnbrautina."
Síðasti þátturinn á þessari
ljósmyndasýningu í skemmunni er
svo „Hafnargerð" og eru þar
myndir frá byggingu hafnargarða
og þar skipar eimreiðin að sjálf-
sögðu stóran sess.
Smiðjan
„Fjórða sýningin sem við höfum
opnað í vor er svo smiðjan við Ár-
bæinn. Þessi smiðja hefur verið
iokuð fram til þessa og að hluta til
notuð til að geyma muni sem ekki
hafa verið til sýnis, en nú er búið
að gera smiðjuna þannig úr garði
að við getum opnað hana til sýnis.
Þarna er sem sagt smiðja í gömlum
stfl, verkfæri og aðstaða eins og
gerðist fyrr á tímum. Það má
reyndar segja að þetta sé lítil sýn-
ing, en hún er mikilvæg að því leyti
að hún fyllir upp í myndina af Ar-
bænurn."
Suðurgata 7
Þegar við komum til baka upp
að Líkn, sem er hús það sem skrif-
stofur Árbæjarsafns eru í, er kom-
inn fjöldi barna inn á flötina og
farin að hlaupa í skarðið í sólinni.
Þar til hliðar stendur hús
innpakkað í bárujárn og Ragn-
heiður upplýsir að þetta sé Suður-
gata 7, sem flutt var í Árbæjarsafn
fyrir nokkru. Enn er ekkert farið
að gera við húsið en það er komið
nokkurn veginn á sinn stað í safn-
inu. „Það þýðir ekkert að taka
utan af því fyrr en allsherjarvið-
gerð hefst,“ segir Ragnheiður,
„þótt auðvitað sé frekar leiðinlegt
að hafa það standandi svona hér
rétt við innganginn. En það verður
fallegt þegar það verður búið að
gera það upp. Það á að standa hér í
þyrpingunni, vegna þess að við
erum að reyna að fá fram hér í
safninu andstæðurnar dreifbýli/
þéttbýli. Árbærinn og kirkjan
standa sér með túnum í kring yfir í
brekkunni, en húsin sem flutt eru
hingað koma í þyrpingu hér uppf-
rá.
Suðurgata 7 er reyndar ekki ný-
jasta húsið sem við höfum fengið
hér uppeftir, heldur er það braggi
sem var fluttur hingað ofan af
Hólmsheiði og var notaður til
bátaviðgerða. Svo dreymir okkur
um að koma upp íbúðabragga, og
eigum reyndar grind og innan úr
einum slíkum. En það er spurning
hvenær hægt verður að koma hon-
um upp.“
Við látum sólina skína á okkur
innan um gömul húsin og grasið
virðist grænna hér en niðri í borg-
inni. Ragnheiður sýnir okkur ný
Barnagull frá fyrri tíð. Það hefur líklega ekki verið amalegt að eiga dúkkuvagn
eins og þennan fremst á myndinni.
R 30007, módel 1932 og hefur verið í notkun allt fram á þennan dag. Þessi
slökkvibíll fór síðast í útkall 1983 og hefur verið varaslökkvibíll síðan þar til hann
fékk hvíldina nú fyrir skömmu. Bak við hann standa eimreiðin og annar forn
slökkvibíll en í Árbæjarsafni er nú sýning á gömlum slökkvibílum og öðru sem
viðkemur brunavörnum.
Þingholtsstræti 9. Þar er nú sýning á munum og myndum frá fornleifauppgreftr-
um í Reykjavík.
Nýr tími og gamall tími. Æskan kemur i Árbæjarsafn til að leika sér á flötinni í
sólskininu. Til vinstri er Suðurgata 7, ennþá pökkuð inn í bárujárn.
tré sem búið er að planta innan
safnmarkanna, bletti sem verið er
að tyrfa og segist leggja mikið upp
úr því að allt umhverfið í safninu
sé snyrtilegt og hreint. „Okkur
skortir að vísu fjármagn til að gera
allt hér sem þyrfti að gera, bæði í
umhverfinu og eins hvað varðar
húsin sjálf, en meðan umhverfið
er eins snyrtilegt og mögulegt er
þá er vel.“
Vin innan
borgarinnar
Sem hún fylgir okkur að
innganginum til að kveðja bendir
hún okkur á innréttinguna í
innganginum, en það er nýbúið að
ganga frá henni og oðra hana.
Þetta merkilega orð þýðir að mála
viðaráferð á húsgögn og
innréttingar og var mikið gert áður
fyrr. Skáparnir í innganginum
virðast oðraðir af mikilli list.
„Eitt er í viðbót sem mætti
nefna af nýjungum hér í safninu í
sumar,“ bætir hún við áður en við
kveðjum, „og það er að um helgar
munum við sýna hér Reykjavíkur-
mynd Lofts Guðmundssonar frá
1944. Eintakið sem við höfum er
kannske ekki í hæsta gæðaflokki
miðað við það sem nú tíðkast, en
þessi mynd er mjög sérstök, þarna
eru skemmtileg sýnishorn af
bæjarlífinu og atvinnulífi í borg-
inni. Einnig stefnum við að því í
framtíðinni að sýna hér myndbönd
sem tengjast Reykjavíkurborg og
ýmsum þáttum þjóðlífsins.“ -ing
8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 17. júní 1987
Miðvikudagur 17. júní 1987 ÞJÓÐVIUiNN - SÍÐA 9