Þjóðviljinn - 17.06.1987, Page 10
UTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkur f.h. Hitaveitu
Reykjavíkur aö Nesjavöllum óskar eftir tilboðum
í: „Safnæðar-Jarðvinnaog undirstöður". Verkið
fellst í jöfnun leiðslustæðiss, gerð vegslóða,
greftri og fyllingu fyrir undirstöðum og festum,
steypu á festum og uppsetningu undirstaða.
Þá skal leggja hluta vatnsveitu, borveitu og
merkjastrengi.
Heildarlengd safnæða er um 2,3 km.
Bjóðendur skulu bjóða í allt verkið, og eru fráviks-
tilboð óheimil nema einnig fylgi tilboð í fullu sam-
ræmi við útboðsgögn.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn
30. júní kl. 14.00
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800
Auglýsing um lögtök
fasteigna- og brunabóta-
gjalda í Reykjavík
Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunn-
ar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði,
uppkveðnum 12. þ.m. verða lögtök látin fara fram
til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og
brunabótaiðgjöldum 1987.
Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum,
ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, hefjast að 8
dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar,
verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík, 12. júní
1987
Óskað er eftirtilboðum í sterila handþvottabursta
til notkunar á skurðstofum ríkisspítalanna.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgart-
úni 7, Reykjavík.
Tilboð verða opnuð föstudaginn 24. júlí n.k. kl.
11:00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Borgartúni 7, sími 26844
DJOÐVILJINN PÍ5S1 I nniiiii
68 18 66
Blaðburóur er
og borgar sigí
Vantar
blaðbera
til sumar-
afleysinga
víðs vegar
um bæinn
Síðumúla 6
0 68 13 33
ERLENDAR FRÉTTIR
Rabuka, forsprakki valdaránsmanna á Fijieyjum: Sendisveinn afturhaldsins.
Fijieyjar
Valdaræningjar
í mótbyr
Breska samveldiðþvœr hendur sínar. Utanríkisstefna stjórnar Verka-
mannaflokksins helsta átylla valdaránsins
Mánuður er nú liðinn frá
valdaráni hersins á Fijieyjum, og
hafa hinir nýju valdhafar mætt
andspyrnu af ýmsum toga. Til
allsherjarverkfalls hefur komið,
og víðtækar mótmælaaðgerðir
urðu til þess að herforingja-
stjórnin sá sér þann grænstan að
sleppa Timoci Bavadra, fyrrum
forsætisráðherra, úr haldi. Þá
aukast líkurnar á því að Indverj-
ar beiti sér gegn hinum nýju herr-
um í eyríkinu, og munar um
minna.
Bavadra hélt fljótlega til
London eftir að honum var sleppt
úr haldi, en Fijieyjar eru í Breska
samveldinu og er Englands-
drottning formlega þjóðhöfðingi
landsins. Reyndi Bavadra að ná
eyrum drottningar og fleiri ráða-
manna í höfuðborginni, en gekk
bónleiður til búðar og var vísað á
undirtyllur. Þykir þetta mál hið
vandræðalegasta fyrir Samveld-
ið, og reiða menn sig þar helst á
að Ganilau landsstjóri klóri sig
fram úr því.
Ekki er þó gulltryggt að valds-
mönnum á Vesturlöndum sé eins
leitt og þeir vera láta þegar valda-
ránið er annars vegar, og í eftir-
farandi samantekt verður hugað
nánar að því hvað herforingja-
stjórnin stendur fyrir.
Þjóðernis-
leiðtogastreita?
Foringi valdaránsmanna, Ra-
buka, hefur lýst því yfir að ríkis-
stjórn Bavadra hafi í einu og öllu
gengið erinda Fijibúa af ind-
verskum uppruna. „Ég vildi að-
eins tryggja hagsmuni
innfæddra,“ hefur hann sagt.
íbúar landsins eru um 715.000
talsins, og af þeim eru um 47% af
melanesísku bergi brotnir. Held-
ur fleiri, eða um 49%, eru af ind-
verskum uppruna, en hávaðinn
af þeim eru afkomendur ind-
verskra verkamanna sem breska
Bavadra, fyrrum forsætisráðherra:
Breska samveldið vill ekkert af hon-
um vita.
nýlendustjórnin flutti til eyjanna
á síðustu öld.
Sú fullyrðing að ríkisstjórn Ba-
vadra hafi endurspeglað
hagsmuni fólks af indverskum
uppruna og að valdaránið hafi
verið framkvæmt í þágu
innfæddra hefur endurómað í
flestum fjölmiðlum heimsins.
Petta dylur þó hinar dýpri ástæð-
ur valdaránsins, og þar vegur
þyngst að afturhaldsöflin á eyjun-
um hafa ekki sætt sig við niður-
stöður kosninganna sem haldnar
voru mánuði fýrr.
12. aprfl fóru þingkosningarn-
ar fram. Bandalag það þar sem
Verkamannaflokkur Bavadra
var ráðandi afl bar sigur úr být-
um, en Sambandsflokkur Kamis-
ese Mara beið ósigur, en Mara
hafði þá veitt öllum ríkisstjórnum
forystu frá því að Fiji varð sjálf-
stætt ríki árið 1970. Verkamann-
aflokkurinn hlaut 28 þingmenn
kjörna en Sambandsflokkurinn
24.
Þessar kosningar voru hinar
fyrstu í stuttri sjálfstæðissögu
landsins þar sem skipting at-
kvæða var ekki eingöngu í sam-
ræmi við uppruna kjósenda.
Nokkur hluti innfæddra kaus
Verkamannaflokkinn, en hann
boðaði meðal annars í kosninga-
stefnuskrá sinni aukna áherslu á
heilbrigðismál, félagsmál og
menntun, utanríkisstefnu sem
vildi gera kjarnorkuvopn útlæg,
og lagði áherslu á að allir íbúar
Fijieyja skyldu njóta sömu rétt-
inda án tillits til uppruna.
Kjarnorkuvopna-
lausar Fijieyjar
Ósigur Sambandsflokksins
hefur valdið Vesturveldunum
áhyggjum. Fijieyjar eru mjög
miðsvæðis á samgönguleiðum á
Kyrrahafi, og er efnahagsþróun-
in þar lengra á veg komin en í
öðrum sjálfstæðum eyríkjum í
nágrenninu. Vestrænir kapítalist-
ar hafa fjárfest grimmt á Fiji-
eyjum.
Sérstaklega hefur sú yfirlýsing
stjórnar Verkamannaflokksins
vakið ugg á „betri“ bæjum að hún
hyggist Ioka höfum landsins fyrir
skipum þeim sem hafa kjarna-
vopn í farteskinu, svo og kjarn-
orkuknúnum skipum. Sú skoðun
á sér einnig hljómgrunn í Verka-
mannaflokknum að Fijieyjar
gangi til liðs við hlutlaus ríki, og
fylgi þar fordæmi granna sinna í
Vanuatu.
Fáeinum dögum eftir valda-
ránið lýsti Rabuka því yfir að
utanríkisstefna Verkamanna-
flokksstjórnarinnar hafi vegið
þyngst á metunum þegar herinn
ákvað að láta sverfa til stáls. Ra-
buka hefur sagt að stjórn Bava-
dra væri að slíta hin góðu tengsl
landsmanna við Bandaríkja-
stjórn. Aðdróttanir um Rússa-
þjónkun fylgdu svo að vonum í
kjölfarið. Kunnuglegur eftirrétt-
ur það.
HS
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 17. júní 1987
Aðalheimild: REUTER