Þjóðviljinn - 17.06.1987, Blaðsíða 11
"■ ÖRFRÉTTIR
Kóngurinn
í Afganistan
tekur ekki í mál að deila valdi með
þeim arma svarki Najib, leiðtoga
Kabúlstjórnarinnar, að sögn
blaðafulltrúa hans hátignar í gær.
Najib hafði látið að því liggja að
fýsilegt væri að fá kóngsa til sam-
vinnu en hann segist ekki Ijá máls
á henni meðan erlendur her er
staðsettur í landinu.
200 félagar
stéttarsamtaka voru myrtir á síð-
asta ári og um 4,500 lokaðir bak
við lás og slá. Þetta kom fram á
þingi Alþjóðasambands frjálsra
verkalýðsfélaga í Genf í gær.
Þorri hinna myrtu voru brasilískir
landbúnaðarverkamenn eða 190
talsins. Það voru morðingjar á
vegum stórjarðeigenda sem
vógu þá. Stjórnvöld í Suður-
Afríku voru stórtækust við hand-
tökur en þau létu fangelsa um
3,400 félaga í stéttarsamtökum
blökkumanna. Fjöldi ríkisstjórna
hefur óhreint mjöl í pokahorninu
hvað þetta snertir. I Evrópu eru
austanmenn grimmir við alla sem
Ijá máls á stofnun frjálsra verka-
lýðsfélaga. Vestan tjalds eiga slík
félög erfiðast uppdráttar í Bret-
landi.
Fred Flinstone
björninn Jógi og Stikkilsberja-
Snati ásamt hinum ýmsu
teiknimyndahetjum öðrum geta
átt það á hættu að missa málið.
Stéttarfélag leikara þeirra sem Ijá
þeim raddir sínar hefur boðað til
vinnustöðvunar. Raddirnar krefj-
ast þess að laun þeirra verði
hækkuð en þær fá nú um 361 dal
á dag.
Kvikmyndaleikarinn
Martin Sheen var í hópi tvöhundr-
uð kjarnorkuandstæðinga sem
handteknir voru á mótmælafundi
steinsnar frá tilraunasvæði
Bandaríkjahers í Nevadaeyði-
mörkinni. Andófsmenn voru sak-
aðir um að hafa farið inná bann-
svæði.
ERLENDAR FRÉTTIR
Bandaríkin
Undarlegt tilboð
Aðfengnu samþykki bandamanna íNA TOfyrir núll lausn gefur
Bandaríkjaforseti undirmönnum sínum í Genf skipun um að semja.
Stingur uppá að risaveldin eyði einnig skammdrœgum kjarnflaugum utan
Evrópu. Sovétmenn eiga margarslíkar en Bandaríkjamenn enga
Bandarísku samningamennirn-
ir í Genf komu í gær nýjum
afvopnunarhugmyndum stjórnar
sinnar á framfæri við sovéska kol-
lega sína. Þær ganga út á að í stað
þess að láta staðar numið við
eyðingu allra skammdrægra
kjarnflauga stórveldanna í Evr-
ópu gengju leiðtogar þeirra skrefí
lengra og eyddu hverri einustu
skammflaug sem þau eiga í fórum
sfnum.
Reagan forseti hóf máls á þess-
um nýmælum í sjónvarpsávarpi í
fyrrakvöld og sagðist leggja
mikla áherslu á að þeim yrði um-
svifalaust komið á framfæri í
Genf.
Tilboðið er undarlegt og þær
spurningar hljóta að vakna hvort
tilgangurinn sé fyrst og fremst sá
að telja bandarískum almenningi
trú um að fleiri geti átt frum-
kvæðið í afvopnunarviðræðum
en Sovétmenn.
Mergurinn málsins er nefni-
lega sá að Sovétmenn eiga alls um
130 skammflaugar, hver og ein
með einn eða fleiri kjarnodd, en
þriðjungur þeirra er í Asíuhluta
ríkisins. Bandaríkjamenn segjast
á hinn bóginn ekki eiga eina slíka
flaug!
Bandarísku samningamenn-
irnir í Genf hafa ennfremur að____________________________________________________________________________
undanförnu lagt aukna áherslu á Skammdræg sovésk kjarnflaug á bryndreka. Reagan vill að þeim verði öllum komið fyrir kattarnef.
Suður-Afríka
Viðbjóðslegar
pyndingar á bömum
Hugkvœmni apartheidböðlanna lítil takmörk sett þegar fólskuverkin
Nýlegar frásagnir um ofbeldi og
pyndingar suður-afrískrar
lögreglu á hendur börnum hefur
vakið mikla athygli og óhug.
Samkvæmt skýrslu sem var gefin
út í Washington í gær uxu ofsókn-
irnar hröðum skrefum meðan
nýaflétt neyðarlög voru í landinu
og hafa svört börn allt niður í 12
ára aldur orðið fórnarlömb
grimmdarverkanna.
„Pyndingar, morð og fangels-
anir í trássa við dóma og lög halda
áfram eins og ekkert hafi í
skorist,” segir í skýrslunni en það
er bandaríski anginn af félags-
skapnum „Til varnar börnum”
sem gefur hana út. Félagsskapur
þessi hefur höfuðstöðvar í Genf.
Börn sem sætt hafa fangelsun-
um skýra svo frá að þau hafi verið
barin með byssuskeftum,
blautum nælonpokum hafi verið
steypt yfir höfuð þeirra svo þeim
lá við köfnun og að þau hafi verið
handjárnuð og síðan snúið í
hringi. Hinir orðhögu meðal
böðlanna hafa kallað síð-
astnefndu pyndingaraðferðina
„þyrluna”.
Neyðarlögin voru felld úr gildi
í Suður-Afríku á laugardaginn
var og var 800 blökkumönnum
sleppt úr haldi í tilefni þess. Höf-
undar skýrslunnar telja engu að
síður að meira en tíu þúsund
börnum hafi verið haldið frá því í
eru annars vegar
júní í fyrra og að þeim fari fjölg-
andi.
Skýrslan ber heitið „Börn sem
búa við aðskilnaðarstefnu,” og
þykir skilmerkilegasta og
greinarbesta plagg sem gefið hef-
ur verið út að undanförnu um
þessi mál, en niðurstaða annarra
greinargerða er öll á sömu lund:
Fangelsanir barna undir átján ára
aldri eru daglegt brauð í Suður-
Afríku.
Blaðafulltrúi Suður-Afríska
sendiráðsins í Washington, Chris
Streeter, klóraði í aðskilnaðar-
bakkann þegar skýrslan var
kynnt og sagði: „Þetta er það al-
mesta kjaftæði sem ég hef heyrt á
æfi minni.”
„Ef höfundar skýrslunnar trúa
því að tíu þúsund börn sitji bak
við lás og slá og lögreglan hafi
skotið meira en þúsund til bana,
þá hafa þau fengið rangar upplýs-
ingar,” bætti hann við.
Micael Jupp, einn höfund-
anna, hitti móður eins hinna
fangelsuðu barna að máli í fyrra
er hann dvaldi þar við eftir-
grennslanir sínar og hrekur frá-
sögn hennar allar staðhæfingar
stjórnvalda um vammleysi lög-
reglunnar.
Tólf ára gamall sonur hennar
var handtekinn. „Hún lýsti því
þegar lögreglan kom að ná í hann
og þegar hún hafði að endingu
upp á honum í sjúkrahúsi. Hún
sagðist varla hafa þekkt hann þá,
vegna þess að augun voru sokkin.
Þá var hún þess fullviss að lög-
reglan hefði lúbarið hann,” sagði
Jupp.
„Hún var ekki reið,” sagði
hann, „uppgjöfin var algjör. Það
er allt sem bendir til þess að
pyndingum í einu formi eða öðru
sé beitt gegn börnum.”
Ef marka má skýrslu samtak-
anna „Til varnar börnum,” gerist
rafmagnslost nú æ vinsælla meðal
barnapyndingameistaranna:
„Lögreglubílar eru núorðið þann
veg útbúnir að hægt er að kvelja
fórnardýrin í þeim og það áður en
þau eru færð á lögreglustöð.”
Skýrslan endar á þeirri nótu að
börn sæti pyndingum einfaldlega
vegna þess að þau eru börn:
„Börn eru handtekin og stungið í
fangelsi fyrir þær „sakir” einar að
vera meðlimir einhverra ung-
mennasamtaka í skólunum; fyrir
að vera í áletruðum bolum sem
eru stjórnvöldum ekki þóknan-
legir og jafnvel fyrir að vera úti á
kvöldin.”
Skýrsiugerðarmenn leggja það
til í sínum lokaorðum að komið
verði á stofn lögfræðilegri mið-
stöð til að sjá fangelsuðum börn-
um fyrir aðstoð og til að þjálfa
lögfræðinga í lögum sem lúta að
unglingum. HS
að risaveldin eyði öllum meðal-
drægum kjarnflaugum sínum en
ekki eingöngu þeim sem staðsett-
ar eru í Evrópu.
Samkvæmt þeim drögum sem
samninganefndirnar vinna út frá
skal hvorum aðila um sig heimilt
að halda eftir 100 meðalflaugum
ef samkomulag næst en þær skuli
geymdar á svæði hvaðan ekki
stendur ógn af þeim í Evrópu.
-ks.
Bretland
Verður miðju-
bandalagið flokkur?
David Steel, formaður Frjáls-
lynda flokksins og annar af
tveim leiðtogum miðjubandalags
eigin flokks og jafnaðarmanna, er
hlynntur því að bandalaginu
verði hægt og hljótt breytt í
stjórnmálaflokk.
Hann sagði í gær að bandalagið
stæði nú á tímamótum en sem
kunnugt er vegnaði því mjög illa í
þingkjörinu í síðustu viku, aðeins
22 frambjóðendur þess náðu
kjöri.
Steele sagði að valkostirnir
væru þrír. 1 fyrsta lagi að gera
bandalagið að stjórnmálaflokki
og leggia niður hinn aldna Frjáls-
lynda flokk og nýgræðinginn,
Jafnaðarmannaflokkinn. í öðru
lagi að hafa bandalagið óbreytt
en að það lúti forystu eins manns í
stað tveggja áður. í þriðja lagi að
leysa bandalagið upp og láta
flokkana tvo róa eina á báti.-ks.
Indland
Gandhi þreytir próf
Héraðsþingskosningar farafram í Haryanafylki í
dag. Mikið í húfifyrirforsœtisráðherrann að
Kongressflokkurinn missi ekkifylgi
Rajiv Gandhi varð formaður
Kongressflokksins eftir að
Indira móðir hans féll fyrir morð-
ingjahendi árið 1984. Sama ár
vann flokkurinn yfírburðasigur í
þingkosningum og blandast fáum
hugur um að þá hafí Gandhi notið
samúðar vegna fráfalls móður
sinnar.
Síðan hefur hallað undan fæti.
Flokkurinn hefur misst meiri-
hluta sinn Keralafylki á Suður-
Indlandi, deilir völdum í Jammu
og Kashmir þar sem hann ríkti
áður einn og honum hefur mis-
tekist að hnekkja veldi kommún-
ista í Vestur-Bengal.
í dag ganga íbúar Haryanafylk-
is að kjörborðinu og fái
Kongressflokkurinn slæman skell
þar þá er fátt sem kemur í veg
fyrir að Gandhi verði útnefndur
„hrakfallabálkur” indverskra
stjórnmála. -ks.
Aðalheimild: REUTER
Miðvikudagur 17. júni 1987 ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 11