Þjóðviljinn - 17.06.1987, Page 15
ÍÞRÓTT1R
Knattspyrna
„Ellismellir og
Útlendingar“
Leika kúnstir sínar á
Laugardalsvellinum í ágóðaleikfyrir
Vernd
Evrópukeppni
Óvænt hjá
Noregi
Norðmenn komu mjög á óvart er
þeir sigruðu Evrópumeistarana
Frakkland, 2-0, í 3. riðii Evrópu-
keppninnar í gær.
Frakkar áttu heldur meira í
leiknum en á 71. náði Per Edmund
Mordt forystunni fyrir Norðmenn,
eftir mistök Joel Bats markvarðar
Frakka. Níu mínútum síðar bætti Jö-
ern Anderson öðru marki við.
Með þessu tapi má segja að vonir
Frakka um sæti í lokakeppninni séu
úti. Þetta eru einnig slæmar fréttir
fyrir íslendinga, því með þessum sigri
komst Noregur í 4. sæti, en ísland
situr á botninum.
Sovétmenn eru efstir í riðlinum
með 9 stig, Austur-Pjóðverjar með 6
stig, Frakkar 4, Norðmenn 3 stig og
íslendingar 2 stig. Öll liðin hafa leikið
5 leiki, nema Norðmenn sem hafa að-
eins leikið fjóra leiki. -ibe
3. deild
Fylkir
á toppnum
Fylkismenn hafa nú þriggja
stiga forskot í A-riðii 3. deildar
eftir sigur gegn ÍK í gær, 3-1.
Pað var samt ÍK sem náði for-
ystunni með marki frá Herði Sig-
urðarsyni, en þrjú mörk Fylkis-
manna í síðari hálfleik gerðu
útum leikinn. Baldur Bjarnason,
Orri Hlöðversson og Ólafur
Magnússon skoruðu mörk Fylk-
is.
Pá var einn leikur í B-riðli.
Reynir og Austri gerðu jafntefli,
1-1. Þorvaldur Hilmisson skoraði
mark Reynis, en Sverrir Heimis-
son jafnaði fyrir Magna. -ibe
Svíþjóð
Hysen
hættivið
Glenn Hysen, leikmaður IFK
Gautaborg, hefur ákveðið að
taka ekki tilboði Manchester Un-
ited.
Manchester United bauð hálfa
miljón sterlingspunda í Svíann
unga, en hann hafði ekki áhuga.
Nú bendir flest til þess að hann
fari til ítalska liðsins Fiorentina.
Þar er landi hans og vinur, Sven
Göran Erikson við stjórnvölinn.
-ibe/reuter
í dag fer fram sannkallaður
„Stjörnuleikur“ á Laugardals-
velli. Þá keppa gömlu kempurnar
gegn atvinnumönnum og útlend-
ingum og hefst leikurinnn kl. 17.
Allur ágóði af leiknum rennur til
Verndar.
Líklega hefur íslendingum
ekki gefst kostur á að sjá jafn
marga landsliðs fyrirliða og í
þessum leik. Þeir eru 8 talsins og
meðalaldurinn vel yfir 30 ár.
Það er „Heimavarnarlið-ið“
sem tekur á móti „Útlendinga-
hersveitinni“. Heimarvarnaliðið
er skipað reyndum íslenskum
leikmönnum sem margir hverjir
eru hættir keppni. Útlendinga-
hersveitin uppistendur af
atvinnumönnum og útlending-
um.
Lið Heimavarnarliðsins er
þannig skipað.
Sigurður Dagsson í markinu,
Ólafur Sigurvinsson, Grímur
Sæmundssen, Marteinn Geirs-
son, Jóhannes Eðvaldsson, Karl
Þórðarson, Magnús Bergs, Ás-
geir Elíasson, Rúnar Júlíusson,
Ingi Björn Albertsson og Tómas
Pálsson. Varamenn eru Jón
Gunnlaugsson, Matthías Hall-
grímsson, Ólafur Júlíusson og Jó-
hann Einar Jakobsson. Liðstjóri
er Guðni Kjartansson. Þessir
kappar hafa leikið samtals 332
landsleiki fyrir ísland
Það er heldur ekki neinir
Aðalsteinn Örnólfsson hefur
verið ráðinn þjálfari A-landsliðs
og U-16 ára landsliðs kvenna í
knattspyrnu.
Aðalsteinn hefur þjálfað hjá
Breiðabliki, Stjörnunni, ÍK og
Þrótti og mun nú þjálfa bæði
landsliðin. Hann tekur við af Sig-
urbergi Sigsteinssyni.
aukvisar í Útlendingaher-
sveitinni. Þorsteinn Bjarnason,
Arnór Guðjohnsen, Sigurður
Jónsson, Guðmundur Torfason,
Janus Guðlaugsson, Albert Guð-
mundsson, Robert Walters, sem
er líklega þekktastur fyrir að hafa
haldið bolta á lofti í 13 klukku-
stundir, Peter Farrel, Ian Flem-
ing, Ian Ross, Gordon Lee,
Bobby Harrison, sem lék eina tíð
með West ham, Vladimar Vod-
stok Spartak Moskvu, Tom
Kleist frá Grænlandi og Heimir
Karlsson. Liðstjóri er Tony Step-
hens sölustjóri á Wembley.
Bundið fyrir augu
í upphafi leiks mun Ungfrú ís-
land, Anna Margrét Jónsdóttir,
svífa til jarðar með boltann og
hún og Gígja Birgisdóttir reyna
að verja vítaspyrnur frá Arnóri
Guðjohnsen, Pétri Péturssyni og
Albert Guðmundssyni. Það verð-
ur líklega einhverjum vand-
kvæðum bundið fyrir kappana að
skora því þeir verða með bundið
fyrir augu.
í Ieikslok verður svo dregin út
ferð frá Samvinnuferðum-
Landsýn og Jónu Gróu Sigurðar-
dóttur, formanni Verndar af-
hentur ágóðinn af leiknum.
Umsjón með leiknum hefur
Halldór Einarsson, en allir þeir
sem koma fram gefa sitt framleg.
-Ibe
Næsta verkefni A-landsliðsins
eru leikir gegn Þjóðverjum í sept-
ember.
U-16 ára landsliðið tekur þátt í
Norðurlandamóti í Noregi á
næsta ári og hefst undirbúningur
nú fljótlega og verður æft af
kappi í vetur.
-Ibe
Kvennalandslið
Aðalsteinn tekur við
Frjálsar íþróttir
Mjög góður árangur
Besta hlaup frá upphafi í10.000 m. Drengjametí tugþraut
Már Iiermannsson tryggði sér
íslandsmeistaratitil í 10.000
metra hlaupi á fyrri hluta
meistaramóts íslands í frjálsum
íþróttum. í þessum sama hlaupi
setti Frímann Hreinsson nýtt ung-
lingamet.
Þetta hlaup var líklega besta
hlaup íslendinga í 10.000 metr-
um. Fyrstu sex keppendurnir
hlupu á mjög góðum tíma, en þó
átti Már nokkuð eftir í íslands-
met Sigfúsar Jónssonsar. Frí-
mann Hreinsson setti unglinga-
met á mjög góðum tíma, 31.48.
Úrslit í 10.000 metra hlaupi:
1. Már Hermannsson, UMFK....31.32.6
2. Frímann Hreinsson, FH....31.48.4
3. Jón Diðriksson, (R.......31.53.0
4. Jóhann Ingibergsson, FH..32.02.5
5. Daníel Smári Guðmundsson, USAH
32.37.6
6. Sighvatur Dýri Guðmundsson, ÍR
33.10.0
Jón Arnar Magnússon sigraði í
tugþraut á nýju drengjameti.
Hann fékk 6232 stig.
Úrslit I tugþraut:
1. Jón Arnar Magnússon, HSK..6232
2. Auðunn Guðjónsson, HSK....6175
3. Agnar Steinarsson, ÍR.....5996
Birgitta Guðjónsdóttir, HSK
sigraði í sjöþraut kvenna með
4739 stig. Bryndís Hólm, ÍR
hafnaði í 2. sæti, hún hlaut 4512
stig og í 3. sæti Ingibjörg ívars-
dóttir HSK með 4205.
Sveit FH sigraði í 4x800 metra
boðhlaupi á 8.12.2. ÍR-ingar
höfnuðu í 2. sæti á 8. 20.0 og HSK
í 3. sæti á 8.47.5.
Steinunn Jóhannsdóttir var
eini keppandinn í 5000 metra
hlaupi kvenna. Hún hljóp á
18.42.4 mínútum.
Einnig var keppt í nokkrum
aukagreinum. Jóhann Jóhanns-
son sigraði í 100 metra hlaupi á
10.9 sekúndum, Guðni Sigur-
jónsson varð annar á 11.0 og Þor-
valdur Jónsson hafnaði í 3. sæti á
11.1. sekúndu.
Hildur Björnsdóttir Ármanni
sigraði í 400 metra hlaupi í 58.5,
Berglind Erlendsdóttir Breiða-
bliki hafnaði í 2. sæti á 59.5 og
Valdís Hallgrímdssóttir UMSB í
3. sæti á 1.00.7.
Gunar Guðmundsson sigraði í
400 metra hlaupi karla á 51. 9
sekúndum, Guðni Guðmunds-
son hafnaði í 2. sæti á 53. 6 og Cor
De Jange í 3. sæti á 55.5 sekúnd-
um.
Loks var það 1500 metra hlaup
karla. Það sigraði Steinn Jó-
hannsson, FH á 3.59.4 mínútum.
í 2. sæti hafnaði Hannes
Hrafnkelsson, Breiðabliki á
4.01.3 og í 3. sæti Bessi Jóhanns-
son ÍR á 4.09.1 mínútum.
-Ibe
Miðvikudagur 17. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Atll Einarsson skorar hér fjórða mark Víkinga þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir
Hreggviðar Agústssonar markvarðar Einherja (Mynd: Ari).
2.deild
Stórsigur Víkinga
Víkingur-Einherji 4-1 ★.
Þetta var ekki sannfærandi sigur
sem Víkingar unnu, en þannig er
þetta í fótboltanum það lið sem skorar
mörkin sigrar og Víkingar hafa nú
endurheimt toppsætið í 2. deild.
Fyrstu mínútur leiksins voru þær
daufustu sem sést hafa í 2. deild til
þessa. Leikurinn fór að mestu fram á
miðju vallarins og engin færi sáust.
t'að var loks á 20. mínútu að Vík-
ingar tóku af skarið og skoruðu mark.
Hörður Theodórsson gaf þá góða
sendingu inn á miðju til Atla Einars-
sonar sem stakk vörn Einherja af og
skoraði af öryggi.
Níu mínútum síðar jafna Einherja-
menn eftir hræðileg mistök í vörn
Víkings. Það var Kristján Davíðsson
sem skoraði auðveldlega.
Víkingar fengu svo víti á 38. mín-
útu eftir að Arni Ólafsson hafði
brugðið Herði Theodórssyni inni í
vítateig. Trausti Ómarsson skoraði
með föstu skoti úr vítinu.
Einherjamenn sóttu mjög í sig
veðrið í síðari hálfleik og oft skall
hurð nærri hælum við Víkingsmarkið.
Þvert gegn gangi leiksins bætti Atli
Einarsson við þriðja markinu fyrir
Víking á 70. mínútu eftir góða fyrir-
gjöf frá Trausta Ómarssyni.
Einherjamenn voru ekkert á þeim
buxunumm að gefast upp og á 80.
mínútu komst Baldur Kjartansson
einn innfyrir vörn Víkinga, en Jón
Otti Jónsson bjargaði með góðu út-
hlaupi.
Víkingar innsigluðu síðan sigur
sinn með því því að bæta við fjórða
markinu. Trausti Ómarsson skallaði
þá boltann laglega í markið eftir fyrir-
gjöf frá Einari Einarssyni.
Tveim mínútum fyrir leikslok fékk
Guðmundur Helgason gott færi til að
minnka muninn í tvö mörk en hann
skaut framhjá fyrir galopnu marki.
Atli Einarsson var bestur í liði Vík-
inga þeir áttu þó ágæta spretti Trausti
Ómarsson og Hörður Theodórsson.
Kristján Davíðsson bar af í liði Ein-
herja, átti stórleik, en það dugði ekki
til.
Maður leiksins: Kristján Davíðs-
son Elnherja.
-Ó.St
Punktarúr
4. umferð
Valur hefur fengið samtals 700
stig í 1. deildarkeppninni frá upp-
hafi eftir sigurinn á FH. Valur er
fyrsta félagið til að ná þeirri stiga-
tölu.
Jón Áskelsson lék sinn 150.
leik í 1. deild fyrir ÍA, gegn Þór á
Akureyri.
Nói Björnsson, fyrirliði Þórs,
lék sinn 100. leik í 1. deild, gegn
ÍA, og er fyrsti leikmaður félags-
ins til að ná þeim áfanga.
Júlíus Tryggvason lék um leið
sinn 50. leik fyrir Þór í 1. deild.
Árni Þór Árnason, Þór, lék þá
sinn fyrsta 1. deildarleik.
Guðjón Guðmundsson
skoraði sitt fyrsta 1. deildarmark
fyrir FH í 9 ár þegar hann kom
liðinu yfir gegn Val. Hann leikur
nú á ný með FH eftir 7 ára fjar-
veru.
Ingi Björn Albertsson lék sinn
fyrsta 1. deildarleik með Val í 4
ár, kom inná gegn FH, sem hann
hefur leikið með og þjálfað sl. 3
ár.
Guðmundur Baldursson lék
sinn fyrsta 1. deildarleik með
Val, og jafnframt sinn fyrsta 1.
deildarleik í 3 ár.
Valur hefur nú sigrað FH í sjö
1. deildarleikjum í röð. FH vann
síðast 2-1 árið 1980 en síðan hafa
Valsmenn gert 19 mörk gegn 5 í
sjö sigurleikjum.
Guðmundur Sighvatsson,
ÍBK, skoraði sitt fyrsta 1.
deildarmark, gegn KR.
Víðismenn hafa nú ekki náð að
sigra í 9 leikjum í röð í 1. deild,
eða frá því þeir unnu Breiðablik
5-0 þann 8. ágúst í fyrra.
KA hefur ekki fengið á sig
mark í útileik í deildakeppninni
frá 7. ágúst í fyrra, og unnið fjóra
sigra í jafnmörgum leikjum. Þar
af þrisvar 0-1, og Tryggvi Gunn-
arsson hefur skorað sigurmarkið í
öll skiptin!
Laugardalsvöllurinn ætlar ekki
að nýtast Fram vel sem heima-
völlur. Frá 20. júlí í fyrra hafa
Framarar aðeins unnið einn sigur
þar í 7 leikjum, að meðtöldum
úrslitaleiknum í bikarkeppninni í
fyrrahaust! Átta leikir í Laugar-
dalnum ef tapið gegn Þór á Val-
bjarnarvelli í 1. umferðinni er tal-
ið með. -VS