Þjóðviljinn - 27.06.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.06.1987, Blaðsíða 6
m IAUSAR STÖÐUR HJÁ W REYKJAVÍKURBORG Ritari óskast strax á skrifstofu borgarverkfræöings. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri, Skúlatúni 2, í síma 18000. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. !H LAUSAR STÖÐUR HJÁ \V REYKJAVÍKURBORG Skólaskrifstofa Reykjavíkur Skólasafnamiðstöð óskar eftir að ráða skóla- safnafulltrúa í fullt starf frá og með 17. ágúst. Bókasafnsmenntun áskilin. Einnig óskast aðstoðarmaður á sama stað í fullt starf. Vélritunarkunnátta áskilin. Upplýsingar veitir skólasafnafulltrúi í síma 28544. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. m LAUSAR STÖÐUR HJÁ \V REYKJAVÍKURBORG Dagvist barna Forstöðumenn óskast á dagh./leiksk. Fálkaborg, Fálkabakka 9, dagh. Valhöll, Suðurgötu 39, leiksk. Árborg, Hlaðbæ 17 og leiksk. Leikfell, Æsufelli 4. Fóstrumenntun áskilin. Fóstrur óskast á dagh. Laufásborg, Laufásvegi 53-54, Múlaborg v/Ármúla, dagh./leiksk. Hraunborg Hraunbergi 10, Valhöll, Suðurgötu 39, Skóladagh. Skála v/Kaplaskjólsveg og Völvukot Völvufelli 7. Upplýsingar veita forstöðumenn viðkomandi heimila, framkvæmdastjóri og umsjónarfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd garðyrkjudeildar Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í gerð leiksvæðis gæsluvallar við Frostaskjól 24. Verkið felst í frágangi á lóð gæsluvallarins. Út- boðsgögn eru afhent að skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Rvk. gegn 5 þús. kr. skilatryggingu. Til- boðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. júlí kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Sjúkrahúsið á Húsavík sf. Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Sjúkraliði óskast strax til afleysinga á skurðstofu. Lausarstöðurfrá 1. september: Skurðstofuhjúkr- unarfræðingar, hjúkrunarfræðingar á sjúkra- deildir. Umsóknarfrestur til 15. júlí. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Auglýsið í Þjóðviljanum ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Vestfirðir sumarferð Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum að þessu sinni, er að Hest- eyri í Jökulfjörðum, helgina 4.-5. júlí. Siglt verður meö Fagranesinu frá Isafirði klukkan 10 á laugardagsmorgun og komið til baka klukkan 20 á sunnudagskvöld. Þátttakendur hafi með sér viðlegubúnað. Nánari upplýs- ingar í síma 94-7604. Kjördæmisráð Kosningahappdrætti ABR Vinningsnúmerið Dregið hefur verið í kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Vinningurinn, sem er bifreið, kom á miða nr. 3271. Vinningshafi er beðinn að hafa samband við skrifstofu Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105 - sími 17500. Alþýðubandalagið í Reykjavík Gróðursetning í Heiðmörk 5. og 6. deild ABR (Breiðholts- og Árbæjarhverfi) gangast fyrir gróðursetn- ingarferð í Heiðmörk laugardaginn 27. júní. Þátttakendur safnist saman við Elliðavatnsbæinn klukkan 13.30. 5. deild (Gísli, 77354), 6. deild (Hafþór, 672365). Deildarstjórnirnar Völvuborg - fóstrur Óskum eftir að ráða fóstrur eða fólk með aðra uppeldismenntun frá 1. ágúst. Einnig ófaglært starfsfólk. Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 73040. DJOÐVIIJINN RRSl Iíminii 68 18 66 Blaðburdur er Hafðu samband við okkur Vantar blaðbera til sumar- afleysinga víðs vegar um bæinn Síðumúla 6 0 68 13 33 STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. iUMFERÐAR ’RÁÐ INNSÝN 'Framhald af bls. 5 leikur er mjög skemmtilegur og snýst um að láta ekki plata sig til að segja ákveðin orð eins og já eða nei eða svart eða hvítt. Þessi leikur er náttúrlega skemmtileg upplyfting fyrir hina áhyggjufullu stjórnmálaleiðtoga og kannski ágæt æfing fyrir þá til að þjálfa og skerpa hugann, en sem sjónvarpsefni verður þessi leikur leiðigjarn á skemmri tíma en þremur vikur. Ennþá hanga þessar stjórn- armyndunarviðræður á bláþræði, því að ekki hefur ennþá tekist að útkljá það sem hyggilegast hefði verið fyrir verkstjórann að ná samkomulagi um strax fyrsta daginn: Hver á að verða forsætis- ráðherra? Þorsteinn Pálsson hefur nú til- kynnt að hann geri ekki lengur tilkall til þeirrar tignar, því að til þess hefur hann stuðning í hinum stuðningsyfirlýsingaglaða þing- flokki sínum. Sjálfstæðismenn leggja nú allt upp úr að fá í sinn hlut fleiri ráðuneyti en hinir flokkarnir og virðast ekki leggja mikla áherslu á að Þorsteinn verði fyrirliði ríkisstjórnarinnar, enda þekkja þeir manna best for- ingjahæfileika formanns síns. Þessu er Þorsteinn búinn að kyngja, því hann á ekki annars úrkosta. Hann verður umfram allt að fá að taka þátt í ríkisstjórn, því ef þessar viðræður springa í loft upp, verður án efa farið að huga að myndun ríkisstjórnar án þátttöku Sjálfstæðisflokks. Steingrímur hefur það tromp uppi í erminni að Framsóknar- flokkurínn er jafnvígur á stjórn- arsamstarf til hægri og vinstri. Og margt bendir til þess nú að ekki sé loku fyrir það skotið að hægt sé að mynda fjögurra flokka stjórn. Annaðhvort Framsókn, A-flokk- arnir og Kvennalisti, eða þá Framsókn, A-flokkarnir og Borgaraflokkur. Og ennfremur styrkir það stöðu Steingríms að við hann eru engar væntingar bundnar, það er ekki hann sem er verkstjóri og þarf að skila árangri. List hins ómögulega En það er ástæðulaust að fara lengra út í þessa stjórnarmyndun- arsálma að þessu sinni. A einni viku hefur það eitt gerst að Þor- steinn Pálsson hefur dregið sig í hlé úr kapphlaupinu um forsætis- ráðuneytið og samkomulag hefur orðið um að gera ekki tilraun til að „hrista upp í kerfinu og gefa nýrri ríkisstjórn ferskari og meira aðlaðandi svip.” Sem stendur virðast heldur meiri líkur á því en ekki að það takist að klambra saman þríhjól- inu. Leiðarahöfundur Alþýðu- blaðsins er þó orðinn mjög var- kár í skrifum sínum, nema þegar hann lofsyngur formann sinn: „Frá því að Jón Baldvin Hanni- balsson fékk umboð forseta ís- lands til stjórnarmyndunar hefur verið gengið til verks af miklum krafti. Málefnavinna hefur verið óvenjumikil og jafnvel svo að samstarfsflokkarnir hafa kveink- að sér. Alþýðuflokksmenn hafa gengið til þessara viðræðna undir kjörorðinu að vela skuli vanda það sem lengi skuli standa”.(!) Sami leiðarahöfundur er þó farinn að viðra aðra möguleika: „Minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks er ekki fráleitur möguleiki, né heldur minnihlutastjórn Alþýðuflokks og Framsóknar. Allt er þetta mögulegt og menn skyldu hafa það hugfast að stjórnmál eru list hins ómögulega”. (!) Hingað til hafa stjórnmál að vísu stundum verið kölluð „list hins mögulega”, en í þessu tilviki er vel hægt að taka undir með Alþýðublaðinu og nefna stjórn- armyndunarviðræður Jóns Bald- vins „list hins ómögulega”. - Þráinn 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.