Þjóðviljinn - 27.06.1987, Blaðsíða 7
Betur en vel...
íslenskTónverkamiðstöð
hóf í fyrra að gefa útflokk
hljómplatna með íslenskri
nútímatónlist. Áætlað var að
gefa út tólf plötur á þrem árum
og komu þegar út fjórar fyrir
jólin 1985. Síðan áttu aðrar
Tvo arsrit
Árbók
Út er komin hjá Ferðafélagi ís-
lands Árbók félagsins 1987 og
fjallar að þessu sinni um Norð-
Austurland, hálendi og eyði-
byggðir. Höfundur bókarinnar er
Hjörleifur Guttormsson líffræð-
ingur og alþingismaður. Er þessi
bók eins konar framhald af Ár-
bók F.í. 1974 sem Hjörleifur
skrifaði einnig og fjallaði um
Austfjarðafjöll.
í þessari Árbók fjallar Hjör-
leifur um hálendið milli Lagar-
fljóts og Jökulsár í Fljótsdal ann-
ars vegar og Jökulsár á fjöllum
hins vegar og er megin efni bók-
arinnar lýsingar svæða í máli og
myndum. Er þetta í fyrsta sinn
sem þessu svæði eru gerð skil í
Árbókum Ferðafélagsins.
í bókinni er fjöldi litmynda og
hefur höfundurinn tekið þær
flestar, - einnig eru margar skýr-
ingarmyndir, kort, örnefnakort,
staðanafnaskrá og heimildaskrá.
Sagnir
Út er komið ársritið Sagnir
1987, sem er tímarit um söguleg
efni og er gefið út af sagnfræði-
nemum í Háskóla íslands. í ritinu
eru tólf greinar um ýmis efni sem
varða sautjándu og átjándu öld-
ina og eru skrifaðar af sagnfræði-
nemum á B.A. stigi. Eru þetta
námsþáttaritgerðir sem unnar
eru upp og gerðar almenningi að-
gengilegar til lestrar.
Ýmis forvitnileg efni eru í rit-
inu, svo sem grein eftir Þorlák A.
Johnsen um forboðna höndlun
íslendinga við ýmsa aðra en þá
sem þeir máttu versla við, grein
um breiðfirskar sjókonur eftir
Oddnýju Yngvadóttur, greinar
um hjáleigubúskap og bólusótt,
grein eftir Jón Ólaf ísberg um ær-
uhnekk þann sem Magnús Step-
hensen etatsráð beið við komu
Jörundar hundadagakonungs
hingað til lands.
fjórar að koma á markað fyrir
síðustu jól, en af einhverjum
ástæðum dróst það fram á út-
mánuði. Þær hafa nú verið
kynntar nokkuð í blöðum og
útvarpi, þóttsú kynning mætti
að skaðlausu vera öflugri og
áhrifameiri, sérstaklega
vegna þess að þær eru allar
miklargersemar, hverásinn
hátt.
Sú fyrsta þeirra, sem hefur út-
gáfunúmerið ITM 5-05, er helguð
hljómsveitarverkum fjögurra
tónskálda: Karólínu Eiríksdótt-
ur, Jónasar Tómassonar, Atla
Heimis Sveinssonar og Þorkels
Sigurbjörnssonar. Að sjálfsögðu
er það Sinfóníuhljómsveit ís-
lands sem leikur, en stjórnandi er
Paul Zukofsky, þessi ameríski
kraftaverkamður, sem hefur
unnið íslensku tónlistarlífi ótrú-
legt gagn á ýmsum vígstöðvum
þrátt fyrir harða mótspyrnu
ógæfuliðs afturhaldsmanna.
Sinfóníetta Karólínu Eiríks-
dóttur (samin 1985) og Orgia
(1973) eftir Jónas Tómasson fara
ákaflega vel saman á fyrri hlið
plötunnar. Sinfóníettan er áka-
flega vafningalaus og beinskeytt
tónverk, sem ekki ætti að valda
neinum vandræðum. Hún er hér
leikin með hófstilltum tilþrifum
og hefur Zukofsky tekist að gæða
hana verulegum sjarma sem kall-
ar á endurfundi. Sama má segja
um flutning Orgiu sem er allt
öðru vísi í laginu, eins konar
dulmögnuð húmoreska eða
helgiganga á rúlluskautum. Og
verk Atla og Þorkels á hlið II,
þ.e. Hreinn: Súm:74 og Mistur
njóta vissulega meistaratakta
stjórnandans. Hreinn: Súm:74 er
að vísu dálítið tilgerðarlegt í
uppblæstri á „næstum ekki
neinu” og við því fær auðvitað
enginn gert. Það er samið fyrir
sveigjanlegan hljóðfæraflokk, 2
píanó, 1-10 fiðlur, rafgítar og
Tónlist
Sniglast með meindýr
Sniglabandiðgefur útfjögurra laga plötu sem
bernafnið Afram veginn-með meindýrí
maganum
Ný plata með Sniglabandinu,
hljómsveitinni sem Bifhjóla-
samtök lýðveldisins státa sig af,
er komin út og ber hún nafnið
Áfram veginn - með meindýr í
maganum. Inniheldur hún fjögur
eldfjörug og eggjandi lög við
texta á kjarngóðu íslensku máli
segir í fréttatilkynningu.
Þarna er að finna sönginn um
þjóðardrykkinn, Gunnakaffi, en
hin lögin þrjú heita Margt býr í
þokunni, Magnað maður magn-
að og Járnið er kalt. Meðlimir
Sniglabandsins eru: Stefán Hilm-
arsson söngur, Bjarni Bragi
Kjartansson bassi, Einar Rúnars-
son orgel, Björgvin Ploder
trommur, Skúli Gautason gítar
og Baldvin Ringsted gítar. Auk
þeirra leikur Sigurður Kristins-
son á gítar á plötunni.
Meðlimir Sniglabandsins tilbúnir að leggja af stað Áfram veginn - og allir með
meindýr í maganum, eða hvað?!
í fréttatilkynningu segir enn
fremur: „Tónlist Sniglabandsins
er af margvíslegum toga en anda-
gift sína sækja félagarnir til trölls-
legrar náttúru og hins kvenlega
síbreytilega veðurfars sem Is-
lendingar þekkja svo vel.“
Plötunni verður fylgt úr hlaði
með myndbandi ungum og öldn-
um til skemmtunar. -ing
verða: Frábær leikur og stjórn,
falleg tónverk, fyrsta flokks upp-
tökur undir stjórn Jóönnu Nic-
krenz með aðstoð Bjarna R.
Bjarnasonar og Þorsteins Þor-
steinssonar. Skurður og pressun
er sæmileg, enda framkvæmt af
Teldec í Hamborg. Umslag er
ljómandi verk Erlings Páls Ingv-
arssonar, en þar má sjá á daufri
mynd lestarkort af suðurbakkan-
um í London, þar sem eru meðal
annars Royal Festival Hall og
þjóðleikhus Breta. Þetta er innan
í mannshöfði sem vel gæti átt við
Ármann eða Inga R. Og ein-
hvern tíma verður íslenskt tón-
leikahús á landabréfi, þótt það
verði lfklega með öðrum hætti en
menn hafa hugsað sér.
LÞ
sonar, þó það sé ekki stærst í
sniðum. Það er klassísk tónmynd
af landslagsstemmningu, meist-
aralega útfærð með hófsömum
litaskala, einföld en hnitmiðuð í
formi. Perfect ... fullkomin. Og
Zukofsky fer með þetta eins og
maður gæti óskað sér Debussy:
nákvæmt en fullt munúðar.
Það sem gleður mann þó
auðvitað mest á þessari hljóm-
plötu er heildarhljómurinn:
Hann er ótrúlega sannfærandi og
sterkur. Satt að segja sýnir hún
alveg nýja hlið á S.I. sem er vilji
til að gera betur en vel. Sem er
kannski ekki mögulegt. En slíkur
vilji verður að vera fyrir hendi ef
músíkin á að lifa og dafna.
Það leggst allt á eitt við að gera
þessa hljómplötu eftirsóknar-
láta þennan „frjálsa flokk” vinna
saman hverju sinni. Það lukkast
hér.
Mistur er eitt albesta hljóm-
sveitarverk Þorkels Sigurbjörns-
frjálst val blásara og slaghljóð-
færa. Það veltur því mikið á
hvernig stjórnandanum tekst að
LEIFUR
ÞÓRARIN3SON
-ing
Laugardagur 27. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 7