Þjóðviljinn - 27.06.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.06.1987, Blaðsíða 10
ERLENDAR FRÉTTIR Sovétríkin Staða Gorbatsjofs styrkist Einn helsti bandamaður aðalritarans íhópi þriggja nýrra fullgildra félaga í stjórnmálaráði kommúnistaflokksins Miðstjórn sovéska kommúnist- aflokksins hækkaði í gær Al- exander Yakovlef í tign og út- nefndi hann fullgildan félaga í stjórnmálaráði flokksins en fram að þessu hefur hann ekki mátt greiða atkvæði í þessari valda- mestu stofnun Sovétríkjanna. Yakovlef er 63 ára gamall og einn af nánustu ráðgjöfum Gor- batsjofs. Hann hefur yfirumsjón með áróðurs- og menningarmál- um en hann hefur ekki síður vit á utanríkismálum, einkum því er snertir Vesturlönd, því hann var um tíu ára skeið sendiherra þjóð- ar sinnar í Kanada. Hann eltir foringja sinn á röndum þegar hann ferðast vestur og var í föru- neyti hans hér í Reykjavík í haust. Tveir aðrir herramenn urðu sama heiðurs aðnjótandi í gær. Það eru þeir félagar Nikolai Slyunkof, sem hefur efnahagsmál á sinni könnu, og Viktor Nikonof landbúnaðarséffi. -ks. UMSÓKNIR UM NÁMSLÁN SKÓLAÁRIÐ1987-1988 Hverjir eiga rétt á námslánum? Nám á háskólastigi Lánað ertil náms á háskólastigi og náms sem gerirsambærilegar kröfurtil undirbúningsmenntunar og háskólanám. Háskóli íslands Kennaraháskóli íslands Tækniskóli íslands: tæknifræði- og heilbrigðisdeild Bændaskólinn á Hvanneyri: búvísindadeild Tónlistarskólinn í Reykjavík: kennara- og tónsmíðadeild. Nám í sérskólum Lánað er til náms í sérskólum á íslandi sem skilgreint er af menntamálaráðherra í reglugerð. Nám í fjölbrautaskólum eða öðrum skólum sem útskrifa stúdenta er að jafnaði ekki lánshæft. Fiskvinnsluskólinn 2. og 3. ár Fósturskóli íslands Iðnskólar: framhaldsdeildir íþróttakennaraskóli íslands Myndlista- og handíðaskólinn Leiklistarskóli íslands Stýrimannaskólar Tónlistarskólar: kennaradeildir Tónlistarskólans í Reykjavík og sambœrilegt nám. Auk þess geta tónlistarnemar á 7. og 8. námsstigi skv. námsskrám menntamálaráðuneytisins fengið lán. Tœkniskóli íslands: raungreinadeild og iðnbrautir Vélskólar Þroskaþjálfaskóli íslands. Annað sérnám Heimilt er að veita lán til sérnáms, enda hafi námsmaður náð 20 ára aldri á því almanaksári sem lán er veitt. Nám telst að jafnaði ekki sérnám þegar það er liður í stúdentsprófi. Dæmi um skóla þar sem stundað hefur verið lánshæft nám skv. þessari reglu: Bændaskólar: bændadeildir Fiskvinnsluskólinn 1. ár Garðyrkjuskóli ríkisins Hótel- og veitingaskóli íslands Iðnskólar: allt nema almennt nám og fornám Ljósmæðraskóli Islands Lyfjatækniskóla íslands Meistaraskóli iðnaðarins Sjúkraliðaskólinn Tækniskóli íslands: tvær fyrstu annir frumgreinadeildar Nám erlendis Lánað er til háskólanáms erlendis, en þó gilda sérstakar reglur um lán fyrir skólagjöldum til nemenda í fyrrihlutanámi. Heimilt er að veita lán til sérnáms erlendis verði hliðstætt nám ekki stundað á íslandi, enda sé um nægilega veigamikið nám að ræða að því er varðar eðli þess og uppbyggingu, námslengd og starfsréttindi. UMSÓKNARFRESTIR Námsmenn eru sérlega hvattir til að sækja um námsaðstoð að minnsta kosti tveimur mánuðum áður en nám hefst. Hver umsókn gildir fyrir eitt nám ár eða það sem eftir er af námsárinu þegar umsókn er lögð fram. Eigi er veitt aðstoð til framfærslu á tíma sem liðinn er þegar útfylltri umsókn er skilað. Námsmenn sem hefja lánshæft nám í haust eiga rétt á láni að loknu fyrsta misseri, enda hafi þeir lagt inn umsóknina áður en nám hefst að hausti og skilað 75% af fullum námsafköstum á fyrsta misseri. Eftir 1. mars 1988 verður ekki tekið við umsóknum um almenn námslán vegna yfirstandandi námsárs. I IU lánasjóður íslenskra námsmanna |M LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK SI'MI: (354-1) 25011 • ÍSLAND moscoui nsuif No. 24 (3272). Sund»y. June 14. 1M7 ft weekly newspaper oí Ihe Umon of Soviel Sooclies lor Fnendship and Cutlural Relations with Foreign Counlnes and Novosti Press Agency Firsl published Octobet 5 iM A talk with Charles Wick, Di- rector of the USIA, during his vlslt to Moscow. Page 5 DUEL II OUTI About a mutuol guarantee practlce among those who stand in the way of a quest for new approaches to the problem of finding resources to boost labour oroductivitv. Glasnost Moskvublaðið rifið út Innlendir fréttamenn orðnir helstu kerfiskallaskelfar í Sovétríkjunum Moskvublaðið er aðalfrétta- blaðið í höfuðborg Sovét- ríkjanna um þessar mundir. Áður fyrr var þetta leiðindaáróð- urssnepill, en núorðið er blaðið helsti hoðberi glasnoststefnu Gor- basjoffs aðalritara. Upplagið er 250.000 eintök og er það jafnan rifið út á fáeinum klukkutímum. Ekki eru þó allir jafnhrifnir. Fyrr í mánuðinum safnaðist hóp- ur manna, sem finnst lítið til stefnu Gorbasjoffs koma, að rit- stjórnarskrifstofunum við Púsk- ínstræti og krafðist þess að rit- stjórinn yrði rekinn. Grunaði fólkið hann um að vera frímúrara og hélt því fram að of margir gyð- ingar ynnu á blaðinu. Mörgum er ekki um það að Moskvublaðið birti allskonar fréttir. Þeir sem taka blaðinu með varúð halda því fram að allt talið um glasnost hafi aðeins ver- ið agn til að fá blöðin til að styðja stefnumál Gorbasjoffs. En frétt- irnar í Moskvublaðinu ráðast gegn þeim stefnumálum þegar því er að skipta. Ritstjórinn, Yegor Yakovlev, hefur birt ritdeilur um endurreisn Stalíns, bréf frá frægum persón- um sem flúið hafa land, og draga bréfritararnir umbótaáætlun Gorbasjoffs sundur og saman í háði. Einnig hefur blaðið birt ó- ritskoðaðar greinar eftir útlend- inga, meðal annarra Zbigniew Brezinski sem alþekktur er úr amerískum stjórnmálum. í grein Brezinskis er veist harkalega að Sovétríkjunum. Ennfremur hafa tveir ungir bandarískir dálkahöf- undar verið ráðnir að blaðinu og skrifa þeir vikulegan pistil. Moskvublaðið er án alls sam- jafnaðar umdeildasta blað lands- ins. Til þess er oftar vitnað en Pravda og Izvestia, og erlendir diplómatar í Moskvu liggja yfii því. Ráðgert er að tvöfalda upp- lagið til að mæta eftirspurn. Er auk rússnesku útgáfunnar ei blaðið prentað á ensku, frönsku þýsku, spænsku og arabísku. Yakovlev hefur verið ritstjóri tæpt ár og segist hann styðjast vic þrjár grundvallarreglur við blað stjórnina. í fyrsta lagi er leyfilegi að fjalla um hvað sem er, segii hann. Að sönnu nær ritskoðun ti blaðsins eins og annarra blaða en sá sem gaumgæfir Moskvu- blaðið svipast einungis um eftii skrifum um ríkis- og hernaðar leyndarmál. í öðru lagi er blaðinu ætlað ac brúa bilið milli Sovétríkjanna oj annarra landa. „Pess vegna leggj um við áherslu á að gefa pólitísk um andstæðingum gott pláss Eins og til dæmis Brezinski,1 segir Yakovlev. I þriðja lagi leitast blaðið við ac draga upp raunsanna mynd af líf fólks í Sovétríkjunum. „Við vilj um hvorki standa í felu- né fegr unarleikjum, heldur birta gagn rýnar greinar. Vegna þess að allri gagnrýni felst jákvæður þátt ur,“ segir hann. Yakovlev segir að það sé mark mið sitt að brjóta niður hina skrif ræðislegu uppbyggingu. Það e: spurning hvað honum verðu: mikið ágengt, en það er ac minnsta kosti ljóst að Moskvu blaðið og fleiri svipuð eru eitur beinum margra skriffinna. Áðu fyrr vildu sovéskir embætismeni allt til vinna að sleppa við að hitt; erlenda fréttamenn að máli, ei innlendir starfsbræður þeirra eri nú á góðri leið með að verð; versti fjandi kerfiskarlanna. (Byggt á greir Louise Branson í Moskvu. Hí 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. Júni 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.