Þjóðviljinn - 01.07.1987, Qupperneq 3
FRETTIR■ - ■
Hamarshúsið
Olafi settir úrslltakostir
Ólafur Björnssonfór í lax ístað þess að mœta hjá byggingafulltrúa. Gunnar Sigurðsson: Vil að Ólafur
setji upp tímaplan og Ijúki lagfæringumfyrir seinnifund byggingarnefndar íjúlí. Búist við að Ólafur
verði dœmdur í dagsektir, jafnvel að hann missi meistararéttindi
Finnar
Ljónsorða
til Njarðar
Njörður P. Njarðvík rithöfund-
ur hefur verið saemdur riddara-
krossi 1. flokks hinnar fínnsku
Ljónsorðu fyrir margra ára störf
hans að menningarsamskiptum
Finnlands og íslands. Njörður
hefur þýtt fjöldann allan af fínns-
kum og fínnlandssænskum
bókum og kynnt íslendingum.
Það var Anders Huldén, am-
bassador Finnlands, sem aflienti
Nirði heiðursmerkið og þakkaði
honum um leið margháttuð störf
hans í þágu finnsk-íslenskra
menningarsamskipta.
-Sáf
Haugakjötið
Ríkið
sparar
milljónir
170 tonn afkjötbirgðum
ársins 1985 á haugana.
Bestu bitarnir hirtir.
Útflutningur kostar sitt
og hefur kostnaðarauka í
för með sér fyrir ríkissjóð
Ríkisvaldið sparar miljónir
með því að um 170 tonn af
kindakjöti eru keyrð á haugana.
Afráðið var að hafa þcnnan hátt-
inn á, þegar ljóst var að nýting
kjötsins, með einum eða öðrum
hætti, hefði leitt til nokkurs
kostnaðarauka fyrir ríkissjóð.
Samkvæmt upplýsingum Upp-
lýsingaþjónustu landbúnaðarins
var afráðið að henda um 170
tonnum af kindakjötsbirgðum frá
haustinu 1985, eftir að séð varð
að langtum meiri kostnaður væri
því samfara að reyna að selja
kjötið til útflutnings eða að koma
því til manneldis innanlands.
Reiknað er með að ríkið spari sér
hátt í fimmtíu milljónir króna
með þessu móti.
Haugakjötið samanstendur af
hrútsskrokkum, kjöti í öðrum
flokki og gæðaminni hlutum
lambaskrokka úr fyrsta flokki,
s.s. bringu, hálsi og skönkum.
-RK
Olafur Björnsson húsasmíða-
mcistari mætti ekki á fund
byggingafulltrúa Reykjavíkur í
gær, til að gera hreint fyrir sínum
dyrum varðandi endurbyggingu
Igær fór fram lokamót íþrótta-
námskeiðs á vegum íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkur í
Laugardal. Námskeiðið heitir
Iþróttir í dag og er markmiðið
með því að kynna sem flestar
íþróttagrcinar fyrir börnum á
Hamarshússins, sem byggingafé-
lagið Os sá um. Byggingafulltrúi
hafði skrifað Ólafí bréf og boðað
hann á sinn fund í gær en í þess
stað skrapp Ólafur út á land í lax-
aldrinum 7-12 ára.
Að sögn Erlings Jóhannes-
sonar hjá Iþrótta- og tómstundar-
áði er reynt að fá kunnáttumenn
til að sýna sem flestar íþrótta-
greinar og leyfa svo krökkunum
að reyna sig. „Námskeiðin eins
veiði.
Gunnar Sigurðsson bygginga-
fulltrúi, sagði við Þjóðviíjann að
Ólafur hefði beðið um að fá að
mæta á mánudag í staðinn en að á
og þau höfðu verið í tuttugu ár
voru búin að missa sinn sjarma og
nauðsynlegt að breyta til. Það er
engin alvarleg keppni í þessu en
krökkunum finnst gaman að
koma saman á lokamóti," sagði
Erlingur. -gsv
þeim fundi hefði ekkert nýtt
komið fram. Ólafur hefði ekki af-
hent skriflega greinargerð um
hvernig málin stæðu í dag einsog
farið var fram á í bréfinu til hans.
Alvarlegasta brot Ólafs er að
hafa útbúið fleiri íbúðir í Ham-
arshúsinu en byggingarnefnd
hafði leyft. Gunnar sagði að þetta
mál væri litið mjög alvarlegum
augum og bjóst hann við að á
fundi byggingarnefndar næst-
komandi fimmtudag yrðu sam-
þykktar dagsektir á Ólaf. Dags-
eíctir eru yfirleitt á bilinu 1000 til
2000 krónur. í>á er jafnvel búist
við að Ólafur verði sviptur
meistararéttindum í Reykjavík.
Gunnar viðurkenndi að það
hefði verið vanræksla af sinni
hálfu að fyigjast ekki nægjanlega
vel með framvindu mála í Ham-
arshúsinu og stöðva framkvæmd-
ir fyrr.
„Byggingarnefnd lítur þetta
mjög alvarlegum augum og ég
býst fastlega við að niðurstaða
hennar verði sú að byggingaraðil-
anum verði gert að fækka íbúð-
unum í þann fjölda sem bygg-
ingaleyfið veitti.“
Gunnar sagðist hafa gert Ólafi
ljóst að hann vildi fá frá honum
tímaplan þar sem kæmi fram hve-
nær hann lyki lagfæringum og að
hann myndi leggja það fyrir bygg-
ingarnefnd. Sagðist hann teija
eðlilegt að tímaplanið miðaðist
við að lagfæringum væri iokið
fyrir þarnæsta fund byggingar-
nefndar.
-Sáf
Þau kunna orðið ýmislegt fyrir sér krakkarnir eftir íþróttanámskeiðin. Hérna spreytir ein sig í langstökki.
Laugardalur
Krakkar á lokamóti
300 krakkar kepptu ífimm íþróttagreinum. Krakkarnirhafa kynnst
flestum greinum íþrótta á mánaðarnámskeiði
Jón Baldvin
Gífuryrai frá Steingrími
Jón Baldvin svarar ofðum Steingríms um ósannindi. Segir hafa slitnað á kröfu Steingríms um stólinn
aðfrágenginni verkaskiptingu og mestöllum málefnasáttmálanum
Gífuryrði um ósannindi og
óheiðarleika, segir Jón Bald-
vin Hannibalsson um yfírlýsingar
Steingríms Hermannsonar um
gang mála þegar uppúr slitnaði í
þinghúsinu á sunnudagskvöld.
Jón Baldvin sagðist svo frá í
samtali við Þjóðviljann í gær að
hann hefði á formannafundi um
tíuleytið á sunnudagskvöld lagt
fram miðlunartillögu, sem hvor-
ugur hinna hefði verið ánægður
með. Jón hafi beðið þá að bera
tillöguna upp í þingflokkum sín-
um, en Steingrímur sagt að gera
þyrfti tvennskonar breytingar,
annarsvegar að Framsókn fengi
sjávarútveg í stað iðnaðar frá
Sjálfstæðisflokki, hinsvegar að
ráðherratala Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks yrði söm.
Jón segist hafa lagt til að ráð-
herratalan yrði geymd að sinni,
og minnt á að formennirnir hefðu
allir ótal sinnum sagt að fjölgun
ráðherra væri neyðarúrræði. Síð-
an hafi Þorsteinn borið upp til-
lögu Jóns í sínum þingflokki og
fengið hana samþykkta, og um
leið kynnt breytingartillögur
Steingríms án þess að bera þær
upp. „Steingrímur bar hinsvegar
aldrei upp mína tillögu," sagði
Jón Baldvin, „tillagan sem hann
fékk samþykkta var með hans
eigin breytingum um sjávarútveg
og fjóra ráðherra. Af viðtölum
við framsóknarþingmenn heyri
ég að þeir hafa skilið formann
sinn á þann veg að tillaga Stein-
gríms væri mín miðlunartillaga."
Jón segist að þessu loknu, þeg-
ar tíminn var að renna út, hafa
skorað á Þorstein að fá samþyk-
kta hjá sér víxlun ráðuneyta gegn
því að Steingrímur félli frá kröf-
um um fjóra ráðherra. Jón segist
jafnframt hafa boðist til að fá sína
menn til að falla frá óskum um
forseta sameinaðs alþingis til að
liðka fyrir, og hefði hann þá farið
til sjálfstæðismanna.
Þorsteinn hafi fengið þetta
samþykkt, með skilyrði um að
Framsókn félli frá kröfum um
fjóra ráðherra, en Steingrímur
komið aftur og í stað kröfunnar
um fjóra ráðherra sett fram gagn-
kröfu um að sjálfstæðisráðherr-
um fækkaði í þrjá.
„Á þessu slitnaði," sagði Jón
Baldvin, „þótt ég legði fast að
þeim að láta ekki um sig spyrjast
að stjórnarmyndunarviðræður
þarsem náðst hafði samkomulag
um verkaskiptingu slitnuðu á ein-
um ráðherrastól í vanskilum.“
Jón segist hafa talað við forseta,
flutt hinum formönnunum boð
frá honum og lagt til að þingmenn
yrðu lokaðir inni þartil málin
yrðu útkljáð, en allt hafi komið
fyrir ekki.
Jón segist aldrei hafa sagt að
málefnasamningur væri fyllilega
tilbúinn, en því verki hefði verið
lokið að fjórum fimmtu, og að-
eins verið eftir að ganga frá
köflum um fiskveiðistefnu, land-
búnaðarmál og húsnæðismál.
„Loks vil ég taka fram,“ sagði
Jón Baldvin, „að þingmenn Al-
þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks
brugðust við ævareiðir þegar það
spurðist að formaður Framsókn-
arflokksins hefði afhent forystu-
mönnum hinna flokkanna þrig-
gja bæði almenna stefnuyfirlýs-
ingu og greinargerð fyrir bráða-
birgðalögum um fyrstu aðgerðir í
efnahagsmálum, plögg sem
hvortveggja voru kyrfilega merkt
sem trúnaðarmál. Þetta verður
að skoðast sem alvarlegt trúnað-
arbrot.“
-m
Fyrsta
vísindalega
úttektin é
vændiskonum
á íslandi.
Einstæð grein
og viðtöl.
ORÐ
í rím tölud
Miðvikudagur 1. júli 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
ASKRIFTARSIMI 62 18 80