Þjóðviljinn - 01.07.1987, Page 4
LEIÐARI
Orökstuddar „vísindaveiðar“
Umræöan um hvalveiðar (slendinga er tilfinn-
ingum hlaöin, og af þeim sökum er á stundum
erfitt að átta sig á kjarna málsins.
Oft eru uppi höfð þau rök hvalfriðenda, að
sökum greindar séu hvalir friðhelg dýr.
Af siðferðilegum ástæðum er ekki hægt að fall-
ast á þá rökrás sem í þessum málflutningi felst.
Það er undir engum kringumstæðum hægt að
fallast á að greind eða greindarskortur eigi að
ákvarða líf. Það gildir jafnt um hvali og aðra hluta
sköpunarverksins - manninn þar með talinn.
Kiarni hvalveiðideilunnar - einsog hann blasir
við íslendingum - er einfaldur. Hann er þessi:
íslendingar eru aðilar að samþykkt Alþjóða-
hvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í ábata-
skyni. Um það er ekki deilt. Eigi að síður hafa
hérlend stjórnvöld skotið sér undan þessu veiði-
banni með því að heimila umtalsverðar veiðar „í
vísindaskyni". Hin opinbera skýring á veiði-
heimildunum er sú, að án „vísindaveiðanna" geti
(slendingar ekki uppfyllt þær rannsóknarkvaðir
sem Alþjóðahvalveiðiráðið sjálft setti íslending-
um.
Sjálf deilan snýst svo um, hvort staðhæfing ís-
lenskra stjórnvalda um að „vísindaveiðarnar" séu
nauðsynleg forsenda rannsóknanna sé rétt eða
röng.
Það skal því ítrekað að deilan snýst hvorki um
það, hvort stofnarnir hér við land séu nægilega
styrkir til að þola „vísindaveiðarnar", né um hvort
verjandi sé að drepa hvali sökum meintrar
greindar þeirra.
Sir Peter Scott er einna þekktastur herskara
erlendra vísindamanna sem vísar rökum íslenskra
stjórnvalda á bug.
Sama gildir um innlenda vísindamenn. Hvar eru
þeir óháðu sérfræðingar sem fallast á staðhæf-
ingar íslenskra stjórnvalda? Þjóðviljinn býðst til að
Ijá þeim rúm fyrir skoðanir sínar og rökstuðning.
Virtur íslenskur vísindamaður, prófessor Agnar
Ingólfsson, höndlar kjarna þessa máls í viðtali við
Þjóðviljann í gær. Agnar segir: „Það hafa ekki
verið færð vísindaleg rök fyrir því að nauðsyn sé á
að veiða þetta marga hvali til rannsókna á hvala-
stofnunum." Náttúruverndarráð hefur form-lega
tekið sömu afstöðu og prófessor Agnar. Það telur
að „vísindaveiðarnar" séu órökstuddar.
Hvor segir satt?
Brigslyrði, gagnkvæmar ásakanir um óheilindi,
yfirlýsingar um vond vinnubrögð og lélega verk-
stjórn voru aðalsmerki viðræðuslita þeirra Jóns
Baldvins, Steingríms og Þorsteins.
í hartnær fjórar vikur tókst þessum heiðurs-
mönnum að draga íslensku þjóðina á asnaeyrun-
um. Og við trúðum þeim.
Hvað eftir annað lýstu þeir yfir að búið væri að
ná samkomulagi um mikilvæg atriði. En í öll skiptin
reyndist það rangt.
Hvað eftir annað lýstu þeir yfir að stjórnin væri í
burðarliðnum. í öll skiptin var það rangt.
Þjóðin hefur einfaldlega verið höfð að fífli, og
ábyrgðin á því hlýtur óneitanlega að liggja að
verulegu leyti hjá Jóni Baldvin Hannibalssyni,
verkstjóra viðræðnanna.
Þjóðviljinn ætlar ekki að taka afstöðu í þeirri
hatrömmu deilu sem nú geisar á síðum fjölmiðl-
anna millum þeirra Jóns Baldvins og Steingríms
Hermannssonar. En hitt er Ijóst, að verkstjóri við-
ræðnanna þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Hann er borinn þungum sökum af forsætisráð-
herra á forsíðu Þjóðviljans í gær, og trúverðugleiki
hans sem stjórnmálamanns sekkur niðrá tírætt
dýpi gefi hann ekki fullnægjandi skýringar.
Jón Baldvin tjáði þjóðinni að stjórnarmyndun
hefði strandað á nýrri kröfu framsóknarmanna um
fjóra ráðherrastóla í stað þriggja. Þeir hefðu áður
samþykkt þrjá. Steingrímur segir þetta helber ó-
sannindi.
Jón Baldvin tjáði þjóðinni að búið væri að ná
saman um málefnasáttmála nýrrar stjórnar. Einn-
ig betta segir Steingrímur helber’ósannindi.
I viðbót má minna á að verkstjóri viðræðnanna
kvað að minnsta kosti tvisvar upp úr með að búið
væri að ná samkomuiagi um fyrstu aðgerðir í efna-
hagsmálum, þegar ekkert slíkt samkomulag lá
fyrir.
Enginn gerir því skóna að Jón Baldvin Hanni-
balsson fari vísvitandi með ósannindi. Hitt vekur
furðu, að æ ofan í æ virðist hann eiga erfitt með
tjáskipti við fólk sem ekki er beinlínis löggiltir krat-
ar. Slíkur hæfileikaskortur gerir ekki góðan verk-
stjóra.
Deilur þeirra Jóns Baldvins og Steingríms um
hvor segir satt og hvor fer með ósannindi eru þeim
báðum til minnkunar og þjóðinni til armæðu. Við
höfum heldur ekkert að gera með stjórnmála-
menn sem þvælast hver fyrir annars fótum án
nokkurs árangurs.
Á meðan hrannast óveðursskýin upp í formi
vaxandi verðbólgu og óhóflegrar þenslu. Hvar er
ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna?
-ÖS
KLIPPT OG SKORIÐ
Verslunartími
Stjórnarmyndun, Natófundur,
hvalamál, Alþýðubandalagsend-
urhæfing og fleiri stórtíðindi nú
snemmsumars hafa meðal annars
skyggt á merkilegt deiluefni sem
upp er komið í borgarstjórn
Reykjavíkur, um opnunartíma
verslana í höfuðborginni.
Nokkrir sjálfstæðismenn hafa
flutt tillögu þar um nokk-
urnveginn algert afnám allra
reglna um opnunartímann, og er
nú beðið seinni umræðu. í
Heimdalli er litið á þessar reglur
sem tákn um hin voðalegu opin-
beru afskipti af einstaklingsfrels-
inu, nánast sem alvarlegt brot á
mannréttindum, -en víðar á hinu
pólitíska sviði hafa menn viljað
hreyfa við þessu. Þannig flutti
Sigurjón Pétursson fyrir nokkru
um það tillögu að endurskoða
þessar reglur með rýmkun í huga,
-tillaga sem dagaði uppi á skeri
íhaldsmeirihlutans einsog flest
önnur mál lýðræðisaflanna í
borgarstjórninni.
Pvert á flokka-
skiptinguna
Deilan um opnunartíma versl-
ana í höfuðborginni gengur
nokkurnveginn þvert á pólitíska
flokkaskiptingu. Fréttir berast
um það innanúr borgarstjórn að
ýmsir stjórnarandstæðingar þar
séu ekki með öllu fráhverfir því
að taka undir tillögu Árna Sigfús-
sonar og félaga, en forseti borg-
arstjórnar, sjálfstæðismaðurinn
Magnús L. Sveinsson, hélt hins-
vegar við fyrstu umræðu um þessi
mál þrumuræðu gegn samflokks-
mönnum sínum.
Og í Þjóðviljanum í gær tekur
Birna Þórðardóttir, VR-maður
og einn virkustu félaga í Sam-
tökum kvenna á vinnumarkaði,
undir með Magnúsi L., aldrei
þessu vant.
Hagsmunir
stórmarkaða
Birna gagnrýnir Þjóðviljann
fyrst fyrir að nota í fréttafrásögn
af málinu orðið „frelsi“, og skal
hér tekið undir þá gagnrýni. Að
viðhafa þetta orð um öll þau til-
vik þarsem reglur eru rýmkaðar,
markaðnum gefinn ákvörðunar-
réttur eða einkaréttur afnuminn
er ótæk útvötnun á frelsishugtak-
inu, —og með því orði eru menn
að auki - stundum óvart, stund-
um meðvitað- að taka fyrirfram-
afstöðu. Fyrir utan þá nykruðu
hugsun sem felst í orðaleppunum
frjálsar kartöflur, frjálst útvarp,
frjáls opnunartími.
Birna segir að með rýmkuðum
reglum um þessi efni sé verið að
„lengja vinnutíma verslunarfólks
og festa lág laun og vinnuþræl-
dóm í sessi hjá sífellt fleirum", og
hún segir að kröfumenn um
lengri opnunartíma séu fyrst og
fremst eigendur stórmarkaða í
borginni. Tillaga sjálfstæðis-
mannanna komi fram nú vegna
væntanlegrar Kringlu-verslunar
Hagkaups.
Birna segir að lengri opnunar-
tíma muni fylgja hærra vöruverð
til engra hagsbóta fyrir neytend-
ur, og aukið vinnuálag á verslun-
arfólk, meiri vinnuþrælkun,
meðal annars vegna þess að
Verslunarmannafélagið sé veikt
félag. Birna segir líka að svona
rýmkun sé ótæk meðan dagvist-
unarmál eru öll í klúðri í borg-
inni; í raun sé tillagan „hatrömm
atlaga að börnum í Reykjavík".
Launafólk
- neytendur
Allt eru þetta tækar rök-
semdir, einsog Birnu var von og
vísa. En málið hefur fleiri hliðar,
og snertir á ýmsan hátt grundvall-
arspurningar í verkalýðsbaráttu
og pólitík vinstrimanna.
f fyrsta lagi sýnast hagsmunir
verslunarfólks stangast hér á við
þá hagsmuni neytenda að geta
keypt sér mjólkurpott eftir að
þeir koma heim úr vinnu, að geta
á borgarsvæðinu gengiö að öðru
en sjoppufæði um helgar, hafi
fyrirhyggjan ekki verið næg á erf-
iðum föstudegi. Jafnvel á hærra
verði, -er fáránlegt að ætla að
upp kæmu með rýmri reglum
tvennskonar verslunarhættir?
Búðir opnar á venjulegum tíma
með venjulegt vöruverð, og aðr-
ar búðir opnar frammeftir og um
helgar með hærra vöruverð á
þeim tímum, einhverskonar
álag?
í annan stað hlýtur sú spurning
að vakna hvort ýmsu verslunar-
fólki sé ekki í hag að geta unnið
sveigjanlegan vinnutíma, auðvit-
að fyllilega samningsbundinn og
með bótum fyrir óþægindi. VR
kann að vera veikt félag, en mað-
ur hefði haldið að það væri eðli
málsins samkvæmt veikast á litl-
um vinnustöðum og fámennum,
til dæmis hjá kaupmanninum á
horninu, þarsem vinna ömmur og
frændur og stelpan úr næsta húsi,
og sterkast á fjölmennum vinnu-
stöðum, til dæmis stórmörkuðun-
um, sem fyrst og fremst mundu
notfæra sér lengri opnunartíma.
Verkalýðsfélög
og samfélags-
breytingar
í þriðja lagi er rétt að velta fyrir
sér viðhorfum samtaka launa-
fólks gagnvart tæknilegri fram-
þróun og öðrum samfélagsnýj-
ungum. Verkalýðsfélög hafa iðu-
lega farið halloka og einangrast í
hæpinni vörn gegn slíkum
breytingum. Nýjasta dæmið er
haldlaus barátta breskra prentara
gegn tækninýjungum í blaðaút-
gáfu, barátta sem nú er töpuð, og
átti sinn þátt í að alltof margir
kjósendur lögðu Margréti járnfrú
lið í krossferð hennar gegn verka-
lýðshreyfingu og Verkamanna-
flokki. Þetta dæmi er í mikilli
andstöðu við viðhorf íslenskra
prentara sem hafa tekið tækni-
nýjungum opnum örmum, haft af
þeim viðbrögðum sínum hags-
bætur, og tekið virkan þátt í að
móta hinar nýju aðstæður.
Og enn má spyrja af hverju
borgarstjórn Reykjavíkur eigi
með sérstökum hætti að grípa
inní samningamál einnar starfs-
stéttar í borginni og ekki annarra.
Málið varðar sumsé með nokkr-
um hætti verkaskiptinguna milli
faglegra alþýðusamtaka og
verkalýðssinna í fulltrúastarfi í
sveitarstjórnum og á alþingi. Sá
grunur læðist raunar að að með
því að standa á opnunarreglum
hafi Sjálfstæðisflokkurinn í borg-
arstjórn vcrið að launa forystu-
mönnum VR stuðninginn, og
viðhalda um leið íhaldsforystu í
því félagi. VR-forystan hefur sem
kunnugt er ekki verið sú allra
beittasta í stéttabaráttunni, og
borgarstjórnarmeirihlutinn tekur
með nokkrum hætti af henni ó-
makið með eigin reglum.
Treystir VR sér ekki til að
semja sjálft við verslunareigend-
ur um vinnutíma félaga sinna?
Og á borgarstjórnin kannski að
koma öðrum starfsstéttum til að-
stoðar? Ákveða vinnutíma fisk-
verkunarfólks í borginni?
Leigubílstjóra? Blaðamanna?
Þannig vekur tillagan um opn-
unartíma verslana ýmsa spurn,
og hvetur til þess að verkalýðs-
sinnar ræði grundvallarmál, -
hversu mjög sem menn andæfa
vinnuþrælkun hjá verslunar-
mönnum.
-m
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Ritatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fróttaatjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaftamenn:GarðarGuðjónsson,GuðmundurRúnarHeiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir,
Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson
(íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason,
RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson.Vil-
borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
LJóamyndarar: Einarólason, SigurðurMarHalldórsson.
Útlltatelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofuatjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson.
Auglýslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Unnur Ágústdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Kristins-
dóttir.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóftlr: Soffía Björgúlfsdóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Utbrelftslu-og afgreiftslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sfmi 681333.
Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiftja ÞJóft viljans hf.
Prentun: Blaftaprent hf.
Verft í lausasölu: 55 kr.
Helgarblöft:60kr.
Áskriftarverft á mánufti: 550 kr.
4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Ml&vikudagur 1. júlí 1987