Þjóðviljinn - 01.07.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 01.07.1987, Side 7
Um helgina hefjast þrettándu Sumartónleikarnir í Skálholtskirkju. Sumartónleikar Skálholtstónar Árlegu Sumartónleikarnir í Skálholti haldnir í þrettánda sinn. Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld hátíðarinnar Næstkomandi laugardag hefjast hinir árlegu Sumartónleikar í Skálholti. Er þetta í þrettánda sinn sem tónleikar þessir eru haldnirog munu þeir núna standa yfir fjórar helgar í júlí og ágúst. Nýmæli á þessum tón- leikum er sérstök barokkhljóm- sveit Sumartónleikanna. Vísir að barokkhljómsveitinni spilaði í Skálholti fyrir ári en hef- ur nú fært út kvíarnar. Hljóm- sveitin spilar svo til eingöngu á hljóðfæri sem tíðkuðust á átj- ándu öld og lögð er rækt við spila- máta þess tíma. Jafnhliða flutningi barokktón- listar hefur ávallt verið lögð rækt við íslenska samtímatónlist á Sumartónleikunum. Eitt íslenskt tónskáld er kynnt sérstaklega á tónleikunum og í ár er það Hjálmar H. Ragnarsson, en helg- ina 11. til 12. júlí verður m.a. frumflutt eftir hann tónverk fyrir söngkór. Margir flytjendur koma er- lendis frá til að spila á Sumartón- Ieikunum og má þar nefna Manu- elu Wiesler flautuleikara og Ein- ar Grétar Sveinbjörnsson fiðlu- leikara en þau eru búsett í Sví- þjóð. Þaðan kemur einnig Ann Wallström en hún hefur sérhæft sig í leik á barokkfiðlu. Sama er að segja um ameríska fiðluleika- rann Michael Shelton. Frá Þýska- landi kemur Hedwig Bilgram orgel- og semballeikari, en hún er prófessor við Tónlistarháskólann í Munchen og kennir þar bæði sembal- og orgelleik. Árið 1959 vann hún fyrstu verðlaun í orgel- leik í tónlistarkeppni þýsku út- varpsstöðvanna og hefur síðan komið fram víða um heim og m.a. unnið mikið með hinum þekkta barokktúlkanda Karli ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Richter. Meðal íslendinga sem koma fram á hátíðinni eru Mar- grét Bóasdóttir sópransöngkona, Jón Michael Clarke tenór, Lilja Hjaltadóttir fiðluleikari, Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari og Helga Ingólfsdóttir sembal- leikari. Auk þess að leika á tón- leikunum heldur Ann Wallström námskeið í Skálholti í túlkun bar- okktónlistar á fiðlu. Eitt sérkenni tónlistarhátíðar- innar í Skálholti er að þátttak- endurnir dvelja saman á staðnum við æfingar í viku á undan hverj- um tónleikum og leggja þannig rækt við samleik og samvinnu við tónskáld þegar því er að skipta. Tónlist ómar því í Skálholti meira og minna allan þann mánuð sem hátíðin stendur yfir. Dagana 4. og 5. júlí leika Hed- wig Bilgram og Helga Ingólfs- dóttir verk fyrir orgel og sembal. 11. og 12. júlí flytja kórinn Hljómeyki og Björn Steinar Sól- Hedwig Bilgram sembal- og orgel- leikari leikur verk eftir Bach, D. Buxte- hude, J.G. Walther og G. Böhm á fyrstu tónleikunum á Skálholtshátíð- inni. bergsson íslenska og erlenda kór- og orgeltónlist og einnig verður flutt efnisskrá tileinkuð verkum Hjálmars H. Ragnarssonar og verður m.a. frumflutt eftir hann nýtt tónverk. 18. og 19. júlí flytja Manuela Wiesler og Einar Sveinbjörnsson verk fyrir fiðlu og flautu. Tónleikar Manuelu Wiesler í Skálholti verða helgina 18. og 19. júlí. 1., 2. og 3. ágúst verða flutt kantötur og hljómsveitarverk. Einsöngvarar verða Margrét Bó- asdóttir og Michael Clarke. Einnig spilar Barokksveit Sumar- tónleikanna undir stjórn Helgu Ingólfsdóttur. Konsertmeistari Ann Wallström. Tvennir tónleikar með mis- Verk Hjálmars H. Ragnarssonar tón- skálds verða sérstaklega kynnt á há- tíðinni og m.a. frumflutt eftir hann nýtt verk fyrir kór. munandi efnisskrá verða á laugardögum kl. 15 og 17, en á sunnudögum verða endurteknir tónleikarfrá laugardegi. Áætlun- arferðir eru á tónleikana frá Um- ferðarmiðstöðinni f Reykjavík tónleikadagana og lagt af stað kl. 13. -ing Bókmenntir Bjúgfættir og kiðfættir Á málþingi því sem haldið verður á laugardag um verk og stöðu Halldórs Laxness í íslensk- um bókmenntum verða haldnir margir forvitnilegir fyrirlestrar. Árni Sigurjónsson flytur erindi sem hann nefnir Fjörvit, flugsýn og loftsýn, Matthías Viðar Sæmundsson talar um Vefarann mikla og Dagný Kristjánsdóttir talar um ástina og óhugnaðinn í Gerplu. En sá fyrirlesturinn sem einna mesta forvitni vekur þegar heiti þeirra eru skoðuð er þó fyrirlest- ur Bergljótar Kristjánsdóttur sem líka talar um Gerplu, en er- indi hennar heitir: Um beinfætta menn, bjúgfætta, kiðfætta, kríng- ilfætta og tindilfætta. Bergljót er nýbúin að skrifa doktorsritgerð um Gerplu við há- skóla í Greifswald í Austur- Þýskalandi og mun verja hana í nóvember í haust. Aðspurð hvað erindi hennar með þessu sér- kennilega nafni á málþinginu væri um sagði Bergljót: „Ég tala um leggjalag manna og aðra ná- tengda hluti eins og ástina og pól- itíkina. Ég skoða leggjalag og limaburð manna til að öðlast betri skilning á verkinu. Ég hef skoðað dálítið tengsl Gerplu við erlendar bókmenntir og fundið sitt af hverju sem skýrir frásagnartækni sögunnar.“ -ing Bergljót Kristjánsdóttir flytur einn af mörgum forvitnilegum fyrirlestrum á málþingi um nóbelskáldið á laugar- dag.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.