Þjóðviljinn - 01.07.1987, Page 11
ERLENDAR FRETTIR
Haiti
Verkföll
AUsherjarverkfall lamaði allt
athafnalíf á Haiti í gær, annan
daginn í röð. Einnig kom víða til
átaka lögreglusveita og mótmæl-
enda í borgum en í fyrradag var
einn andófsmanna skotinn tU
bana.
Það voru ýms stjórnarand-
stöðusamtök, með Alþýðusam-
band Haiti í broddi fylkingar,
sem áttu frumkvæði að aðgerð-
unum. Markmið þeirra var upp-
haflega að fá níu verkalýðsleið-
toga leysta úr haldi og knýja
stjórnvöld til að breyta tilskipun
um kosningar.
Samkvæmt henni á að draga
mjög úr áhrifum kjörnefnda í
bæjum og hreppum og er það tal-
ið Þjóðstjórnarráðinu mjög til
hagsbóta en það hefur haldið um
valdataumana í landinu frá því
einræðisherrann fyrrverandi,
Jean-Claude Duvalier, flúði land
í ársbyrjun í fyrra.
Verkalýðsleiðtogarnir voru
leystir úr haldi í fyrrakvöld en
áfram héldu mótmælin og snerust
nú fyrst og fremst um Þjóð-
stjórnarráðið. í höfuðborginni
gengu mótmælendur fylktu liði
um götur og kröfðust afsagnar
þess innan 60 klukkustunda frests
því að öðrum kosti myndu þeir...
„brenna, brenna, brenna.“
Útvarpsstöð kaþólsku kirkj-
unnar, Soleil, útvarpaði í gær
orðsendingu frá Willy Romelus
biskupi í hverri hann hallast á
sveif með andófsmönnum,
gagnrýnir Henri Namphy forseta
og krefst afsagnar Þjóðstjórnar-
ráðsins. _ks.
Nýja Sjáland
Kosninga-
karpið
hafið
Leiðtogar stóru flokkanna
tveggja á Nýja Sjálandi,
Verkamannaflokksins og Þjóð-
arflokksins, blésu í gær í herlúðra
og hófu formlega baráttuna um
hylli atkvæða en þann fímmtánda
ágúst næstkomandi munu lands-
menn ganga að kjörborðinu og
kjósa sér þingmenn.
Ekki þykir mönnum bera jafn
mikið á milli í stefnu flokkanna
og ástríðuþrungnar þrumuræður
leiðtoganna eiga að gefa til
kynna. Ríkisstjórn formanns
Verkamannaflokksins, David
Lange, þykir standa vel að vígi í
efnahagsmálum og hefur ekki
sætt miklu ámæli vegna utanríkis-
stefnunnar en sem kunnugt er var
Nýja Sjáland lýst kjarnorku-
vopnalaust svæði fyrir skemmstu
þrátt fyrir andstöðu ráðamanna í
Bandaríkjunum og Ástralíu.
' Formaður Þjóðarflokksins,
Jim Bolger, hefur átt í mestu
brösum með að sýna og sanna að
stefna flokks síns sé eitthvað ann-
að en upptugga úr málefnaskrá
ríkisstjórnarinnar. Á dögunum
varð hann æfur af bræði þegar
saklaus blaðamaður vakti máls á
þessu við hann og sagði:
„Fólk fer að halda það fyrst
blaðamenn tönnlast á því sýknt
og heilagt. Ég skil ekki af hverju
þið látið svona.“
En landsmenn virðast hafa gin-
ið við þessari „flugu blaða-
manna" því samkvæmt skoðana-
könnunum nýtur Verkamanna-
flokkurinn fylgis langflestra og
hefur hvorki meira né minna en
26 af hundraði umfram Þjóðar-
flokkinn.
Þing Nýsjálendinga er skipað
95 fulltrúum sem sitja í einni mál-
stofu. Nú hefur Verkamanna-
flokkurinn umráð yfir 55 sætum,
Þjóðarflokkurinn 38 en Lýðræð-
isflokkurinn aðeins 2. -4tS.
Evrópubandalagið
Bretar einangraðir
Thatcher neitaði að fallast á fjárhagsáœtlun bandamannanna 11. Frakkar
og Vesturþjóðverjarsemjasín á milli um landbúnaðarmál
Tveggja daga fundi leiðtoga
Evrópubandalagsríkjanna 12
lauk í gærkveldi án þess að sam-
komulag tækist um leið til að
rétta af auman fjárhag banda-
lagsins.
Það var járnfrúin Margrét
Thatcher sem kom í veg fyrir
samþykkt áætlunar sem allir aðrir
töldu sig geta fallist á og höfðu
sagt bráðnauðsynlega, eigi
bandalagið ekki að fara á hausinn
síðla í ár. Hún sagði að ekki kæmi
til nokkurra mála að Bretar ykju
framlög sín til Evrópubandalags-
ins á næstu árum nema útgjalda-
áætlanir þess yrðu teknar til
gagngerrar endurskoðunar.
Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, staðfesti í gærkveldi
að Bretar hefðu komið í veg fyrir
samþykkt útgjaldaauka sem
hefði átt að renna til fátækari að-
ildarþjóða og bæta stöðu land-
búnaðar í bandalagsríkjunum.
Hann sagðist hinsvegar fagna
samkomulagi Vesturþjóðverja
og Frakka um verðlagningu land-
búnaðarafurða og kvað báðar
þjóðir geta vel við unað.
Samkomulag þetta bendir til
þess að Frakkar og Vesturþjóð-
verjar séu að hefja að nýju nána
samvinnu ríkja sinna í efna-
hagsmálum sem mjög var áber-
andi á fyrstu árum Evrópubanda-
lagsins en þjóðirnar tvær eru í
hópi sex stofnríkja þess.
Ósveigjanleg afstaða Thatc-
hers hefur valdið mikilli reiði full-
trúa annarra aðildarríkja Evr-
ópubandalagsins og kvað for-
maður framkvæmdastjórnar
þess, Frakkinn Jacques Delors,
hafa hótað að segja af sér. En
uppistand Thatchers hefur í
sjálfu sér ekki komið svo ýkja
mjög á óvart. Löngum hefur ver-
ið dregið í efa að Bretar starfi af
heilindum í bandalaginu og væru
áfram um einingu Evrópuríkja.
Tortryggnin hefur hinsvegar
aldrei verið meiri en frá því járnf-
rúin varð forsætisráðherra og hóf
markvisst að auka sérstöðu Breta
innan bandalagsins og auka ein-
angrun þeirra. -ks.
Margrét Thatcher kom í veg fyrir
aukin útgjöld Evrópubandalags-
ins við lítinn fögnuð banda-
manna.
Suður-Kórea
Fellst Chun á tilslakanir?
ídag kemur í Ijós hvortforseti Suður-Kóreufellst á umbótahugmyndir Rohs skjólstœðings síns
r
Idag er að vænta yfírlýsingar
Chun Doo Hwan, forseta
Suður-Kóreu, þess efnis að hann
fallist á tilmæli flokks síns um víð-
tækar breytingar í lýðræðisátt.
Meðal nýmælanna er að forseti
landsins verður kjörinn i beinum
kosningum.
Þar með virðist stjórnmála-
kreppan í landinu að mestu úr
sögunni. Til marks um það er að
120.000 lögreglumenn landsins
eru nú ekki lengur í viðbragð-
sstöðu, en það hafa þeir verið
upp á hvern dag síðustu þrjár vik-
urnar.
Meðal annarra nýmæla sem
menn vænta í ræðu forsetans er
sakaruppgjöf fyrir Kim Jae-Jung,
helsta leiðtoga stjórnarandstöð-
unnar, að flestir pólitískir fangar
verði leystir úr landi og að rit-
skoðun verði létt af dagblöðum.
Það var Roh Tea-Woo, for-
maður stjórnarflokksins, Lýð-
ræðislega réttlætisflokksins, sem
kynnti umbótatillögurnar í gær,
Evrópubandalagið
Tyrkir vilja
verameð
Ozal forsætisráðherra: Sameiginlegir hagsmunir
Tyrkja og Grikkja innan bandalagsins verða til
að draga úr árekstrum
Forsætisráðherra Tyrklands,
Turgut Ozal, segir í viðtali við
þýska blaðið Die Welt í dag að
deilumál Tyrkja og Grikkja yrðu
til muna viðráðanlegri ef hinum
fyrrnefndu yrði veitt aðild að
Evrópubandalaginu.
Ozal segist sjá ýmislegt líkt
með ástandinu heima fyrir og
gangi mála í Evrópu í stríðslok, er
fyrrum fjandmenn Frakkar og
Þjóðverjar treystu samskipti sín á
grunni efnahagstengsla.
Tyrkir sóttu formlega um aðild
að Evrópubandalaginu í apríl síð-
astliðnum við dauflegar undir-
tektir aðildarríkjanna, en meðal
þeirra er Grikkland. Drógu
menn í efa að Tyrkir væru tilbúnir
að gerast fullgildir meðlimir.
„Ef Tyrkland fær ekki aðild að
Evrópubandalaginu verður erfitt
að finna lausn á deilum lands-
manna við Grikki,“ segir Ozal í
viðtalinu. „Ef þjóðirnar eiga hins
vegar báðar aðild að bandalaginu
er ekki vafi á því að sameiginlegir
hagsmunir verða til að draga úr
árekstrum," segir hann.
Báðar eru þjóðirnar meðlimir
Atlantshafsbandalagsins, og hafa
samskiptin verið stirð svo árum
skiptir vegna deilna um yfirráð
yfir hafsvæðum á Eyjahafi, svo
og vegna ágreinings um lofthelgi.
Engu mátti muna að stríð hlytist
af í marsmánuði. Hernaðaríhlut-
un Tyrkja á Kýpur árið 1974 hef-
ur og gert sitt til að ala á sundur-
lyndinu.
Flestir eru Tyrkir múhameðs-
trúar, en Ozal vísar því á bug að
fyrir vikið eigi landsmenn ekki
samleið með Vestur-Evrópu og
eigi ekkert erindi í Evrópubanda-
lagið. „Tyrkland er eitthvert ver-
aldlegasta ríkið í Evrópu," segir
hann. HS
og komu þær allmjög á óvart,
bæði leiðtogum stjórnarandstöð-
unnar sem og þeim sem eru valds-
ins megin.
Búist er við uppstokkun á
stjórninni seinna í vikunni til að
gefa Roh frjálsari hendur varð-
andi endurskipulagningu flokks-
ins, en Roh hefur verið útnefndur
forsetaframbjóðandi stjónar-
flokksins. Búist er við að af þeim
verði síðar á árinu.
Eins og komið hefur frarn í
fréttum vakti tilkynning Rohs í
gær mikinn fögnuð meðal lands-
manna. Þá hefur henni verið vel
tekið víða um heim, ekki síst í
Bandaríkjunum. HS
Fóstrur - fóstrur
eöa starfsfólk meö reynslu á uppeldissviði óskast
á leikskólann Árborg, Árbæjarhverfi frá og meö 4.
ágúst. Upplýsingar veitir forstööumaöur, Emilía
B. Möller í síma 84150.
Óskum að ráða
Fóstrur
til starfa frá og meö 4. ágúst og 1. september.
Upplýsingar gefur forstöðumaöur í síma 31105.
Blaóburóur er
BESTA TRIMMIÐ
og borgar sig
Vantar
blaðbera
til sumar-
afleysinga
víðs vegar
um bæinn
Hafðu samband við okkur
Siðumúla 6
0 68 13 33
Aðalheimild: REUTER
Miðvikudagur 1. júlí 1987 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 11