Þjóðviljinn - 05.07.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.07.1987, Blaðsíða 7
Hvalveiðar isindaveiðar emfusk Birgith Sloth líffræðingur og fulltrúi Danmerkur á þingi Alþjóða hvalveiðiráðs- ins: Það eru ekki bara Bandaríkin sem lagst hafa gegn vísindaveiðum íslend- inga, í þeim efnum haf a þeir bæði vísindin og öll ríki Evrópu á móti sér auk f jölda annarra ríkja. segir Birgith Sloth, líffrœðingur og fulltrúi ísendinefnd Danmerkur á Þingi Alþjóða hvalveiðiráðsins Íslenskirvísindamenn hafa ekkiennunniðúrþeim gögnum sem liggjafyrirfrá þeim tíma þegar hvalveiðar voru leyfðar og þær upplýs- ingar sem vísindaveiðarnar eiga að leiða í Ijós eru ekki til þess fallnar að auka við þekk- ingu okkar á hvalastofnunum. Þetta sagði Birgith Sloth líf- fræðingur og fulltrúi danska um- hverfismálaráðuneytisins í sendi- nefnd Dana á þingi Alþjóða hval- veiðiráðsins í samtali við Þjóð- viljann í vikunni. Birgith hefur mikla reynslu og þekkingu á hvalamálinu þar sem hún er líffræðingur að mennt, hefur unnið að málefnalegum undirbúningi Dana fyrir þing hvalveiðiráðsins síðastliðin 10 ár og er sérfræðingur danska um- hverfismálaráðuneytisins í al- þjóðasamningum um umhver- fismál. Okkur lék forvitni á að vita um afstöðu hennar til máls- ins, þar sem Danir gæta einnig hagsmuna Grænlendinga og Fær- eyinga, sem stundað hafa hval- veiðar frá fornu fari. - Danmörk hefur frá upphafi tekið þátt í starfsemi Alþjóða hvalveiðiráðsins, sagði Birgith, og við höfum alltaf greitt atkvæði með hvalveiðiþjóðunum þar til fyrir þrem árum síðan. Þá var tekin ákvörðun um það innan ráðsins að banna hvalveiðar í hagnaðarskyni í 5 ár. Þann tíma átti að nota til þess að vinna úr fyrirliggjandi gögnum og upplýs- ingum um ástand hvalastofnanna í höfunum og afla nýrra upplýs- inga til þess að hægt væri að átta sig á stærð stofnanna með meiri vissu en menn höfðu haft til þessa. Ástæðan fyrir því að við studdum þessa ákvörðun var sú að margt benti til þess að ásóknin í hvalastofnana hafi verið allt of hörð og við töldum að á meðan óvissa ríkti, þá ætti náttúran að njóta góðs af því en ekki hval- veiðistöðvarnar. Hvaða upplýsingar höfum við og hvaða upplýsinga á eftir að afla? - Nú liggur fyrir í heiminum, meðal annars hér á íslandi, gífur- legt magn gagna frá þeim tíma sem hvalveiðar voru leyfðar. Úr þessum gögnum hefur hins vegar ekki verið nægilega vel unnið, og það 5 ára bann sem sett var í hitt- eðfyrra átti meðal annars að nýta til þess að vinna úr þeim. Það má segja að fyrir liggi talsvert góð þekking á líffræði hvalanna, en það sem okkur skortir tilfinnan- lega þekkingu á snertir meira hreyfingar hvalanna í höfunum og um leið nákvæmari upplýsing- ar um stofnstærðina. Hvalveiðar eru ekki til þess fallnar að veita slíkar upplýsingar, heldur þarf meira af merkingu og athugunum á fjölda og hreyfingu hvalanna í heimshöfunum. Þær athuganir eru nú að hefjast hér í N- Atlantshafi með þátttöku Grænl- endinga, íslendinga og fleiri þjóða. Þá verður einnig hafist handa við að merkja hvali frá Grænlandi í sumar og slíkar merkingar hafa einnig verið hafn- ar á Kyrrahafi. Hvaða þýðingu hefur rann- sóknaáætlun íslendinga í þessu sambandi, og hvert er álit þitt á henni? - Okkur finnst hún vera gagnrýnisverð fyrir margra hluta sakir. Þótt íslendingar hafi greitt atkvæði gegn hvalveiðibanninu á þingi Alþjóða hvalveiðiráðsins 1985, þá felur aðild þeirra að ráð- inu engu að síður í sér að þeir eru siðferðilega skuldbundnir til að fylgja samþykktum þess. íslensk yfirvöld settu sig hins vegar í sam- band við dönsk stjórnvöld þegar á árinu 1985 og tjáðu okkur að þau vildu nýta sér undanþágu samþykktarinnar til veiða í vís- indaskyni. Við fengum rann- sóknaáætlunina í hendur fyrir næsta fund hvalveiðiráðsins, en lögðumst þegar gegn henni. Ástæðan var annars vegar sú að héðan hafa verið stundaðar hval- veiðar um áratuga skeið en ís- lendingar hafa ekki enn unnið úr þeim gögnum sem þessar veiðar hafa skilað. Það ætti að gera fyrst að okkar mati. Síðan kom einnig í ljós, þegar bornar voru saman þær veiðar, sem stundaðar höfðu verið fram að þessu og þær vís- indaveiðar sem áformaðar voru, að áformað var að veiða sömu tegundir og á sömu slóðum og gert hafði verið áður. Það átti sem sagt að veiða þar sem veiðin var mest, og þær upplýsingar sem þessar veiðar áttu að leiða í ljós voru fyrst og fremst líffræðilegs eðlis, það er að segja upplýsingar sem þegar liggja fyrir og réttlæta því ekki frekari veiði á hvölum. Hver urðu afdrif málsins innan Alþjóða hvalveiðiráðsins? - Á fundi ráðsins í fyrra komu Bandaríkin, Ástralía og flest Evr- ópuríki með tillögu sem fól í sér takmörkun á rétti til vísinda- veiða. Þessari tillögu var fyrst og fremst beint gegn íslendingum og S-Kóreumönnum sem höfðu haldið áfram veiðum undir yfir- skini vísinda, en tillagan beindist einnig gegn Japönum, sem höfðu lýst yfir svipuðum áformum. Niðurstaða fundarins í fyrra var sú að þeim tilmælum var beint til aðildarríkjanna að þau hæfu ekki veiðar í vísindaskyni nema sýnt væri fram á að með þeim ætti að sækja upplýsingar, sem ekki væri hægt að afla með öðrum hætti, um leið og viðkomandi þjóðum var gert að sýna fram á að* veiðamar myndu ekki skaða hvaiveiðistofnana í hafinu. Þrátt fyrir þessa samþykkt ráðsins frá því í fyrra hafa íslendingar og S- Kóreumenn haldið áfram hval- veiðum sínum, og það var ástæð- an fyrir því að Bandaríkin komu fram með tillögu á þinginu nú sem miðaði að því að takmarka enn frekar heimildir til veiða í vís- indaskyni. í þeim tillögum er vís- indanefnd hvalveiðiráðsins gert að yfirfara gögn og áætlanir um rannsóknir, og ef að þau standast ekki vísindalegar kröfur nefndar- innar ber henni að fara fram á það við viðkomandi ríkisstjórn að veiðiheimild verði dregin til baka. Tillaga þessi var samþykkt með 19 atkvæðum gegn 6. Hefur vísindanefnd ráðsins lagt mat á rannsóknaáœtlun íslend- inga? - Já, vísindanefndin hefur þeg- ar lagt mat á þá áætlun sem er í gangi hér og niðurstaða hennar er sú að áætlunin feli í sér öflun líff- ræðilegra gagna sem ekki muni gefa af sér nýjar eða áður óþek- ktar upplýsingar um hvalina. Á grundvelli samþykktarinnar um vald vísindanefndarinnar og á grundvelli álits hennar var síðan lögð fram ný tillaga á þingi ráðs- ins í Bournemouth, sem beindist sérstaklega gegn íslensku rann- sóknaáætluninni, en í henni er ríkisstjórnin hvött til þess að afturkalla leyfið til vísindaveiða. f ályktuninni er ríkisstjórnin jafn- framt hvött til að leggja fram nýja og raunhæfari rannsóknaráætlun, þar sem sýnt sé með vísindalegum rökum fram á nauðsyn veiðanna. Þessi viðbót við tillöguna var þó meira form- satriði, því það er mín skoðun og margra annarra líffræðinga að ef hvalveiðar eigi að veita einhverj- ar nýjar og marktækar vísinda- legar upplýsingar, þá þurfi að hefja þær í svo stórum stíl og svo víða að það myndi endanlega gera út af við stofnana sem þegar eru í viðurkenndri hættu. Nú gœtir danska ríkisstjórnin hagsmuna Grœnlendinga í þessu máli, hverjir eru þeir og hvernig eru þeir tryggðir? - Þetta mál horfir öðruvísi við Grænlendingum en íslendingum að okkar mati. Þar gildir það sem við köllum réttur frumbyggja. Engu að síður hefur verið gripið til friðunaraðgerða í Grænlandi. Þar hefur hnúfubakurinn algjör- lega verið friðaður og veiði á stærri hvölum, sem var mjög lítil fyrir, hefur verið minnkuð um helming. Þá hefur leyfileg veiði á hrefnu verið minnkuð úr 235 nið- ur í 110 dýr. Við erum engir ofs- tækismenn og teljum að sumir hvalastofnar, eins og t.d. hrefna, geti þolað nokkra veiði. Það er talið að grænlensk-íslenski hrefnustofninn sé á bilinu 10- 20.000 dýr, og sé það rétt þá á hann að þola nokkra veiði. En við viljum benda á að veiðarnar hér eru á kostnað Grænlendinga, sem eru þeim mjög háðir, þar sem þeir eru ekki kjötframl- eiðendur. Og við teljum að þeir eigi að sitja fyrir um hugsanlega veiði sem eru henni háðir. Mér skilst hins vegar að það ríki eng- inn kjötskortur hér á íslandi og þessar veiðar veita ekki það mörgum íslendingum atvinnu að þær hafi sambærilega þýðingu hér og á Grænlandi. Þú vilt þá meina að hvalveiðar okkar séu að einhverju leyti á kostnað Grœnlendinga? - Já. Hvað áforma íslendingar að veiða marga hvali samkvœmt rannsóknaáætluninni? - í rannsóknaáætlun sinni áformar íslenska ríkisstjórnin að veiða 800 hvali á 4 árum eða 80 langreyðar, 40 sandreyðar og 80 hrefnur á ári. Upphaflega ætluðu þeir einnig að veiða búrhval og steypireyði, sem eru alfriðaðar tegundir, en við það var að von- um hætt. Þessi áform hafa þegar vakið og eiga enn frekar eftir að vekja mikla gagnrýni á alþjóða- vettvangi. Það virðist vera út- breidd skoðun hér á landi að Bandaríkir. standi ein gegn hval- veiðum íslendinga, en það er ekki rétt. íslendingar hafa bæði öll ríki í Evrópu og sjálf vísindin á móti sér í þessu máli. Það sést meðal annars á því að ísland er eina landið í Evrópu, sem ekki hefur gerst aðili að Washington- sáttmálanum svokallaða frá 1975 um sölu á afurðum dýra sem eru í útrýmingarhættu. Mér er ekki kunnugt um önnur ríki á vestur- hveli jarðar en ísland og Mexíkó sem hafa neitað að undirskrifa þennan sáttmála. En samkvæmt honum er sala á hvalalýsi og hval- kjöti á milli landa ekki leyfileg, og því stríðir það m.a. gegn dönskum lögum að hvalaafurðir séu fluttar til landsins. Afstaða íslendinga í þessu máli er nokkuð hliðstæð við það að einhver vísindamaður kæmi til danskra yfirvalda og segðist ætla að skjóta 800 hvítabirni í vísinda- skyni. Það er til heilmikið af ís- björnum á Grænlandi, en slík áform væru engu að síður svo fjarstæð að fyrr þyrfti byltingu í Danaveldi en að þau yrðu leyfð. -ólg Sunnudagur 5. júlí 1987. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.