Þjóðviljinn - 05.07.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.07.1987, Blaðsíða 11
I ! keypt okkur meira svart í second hand búðum, en þá lentum við í götuóeirðum sem höfðu brotist út vegna komu Reagans til Ber- línar. Það var erfitt að þekkja hverfið fyrir sama stað vegna þess að óeirðalögreglan gekk ber- serksgang. Það var eitthvað kitl- andi úrkynjað við Kreutsberg. Múrinn Það var einmitt þar sem við komumst fyrst í návígi við múr- inn, þetta stærsta gallerí V- Berlínar. Hann lá þar meðfram síki og á bakkanum sem tilheyrir V-Berlín er ágætt útivistarsvæði, en yfir á hinn bakkann, þar sem múrinn er 4-5 metra frá vatninu, liggja tvær gamlar brýr. Þar sátu sniffarar með lím í poka, þar af einn þrælspastískur svo maður var ekki viss hvort hann væri að veifa eins og hjónin sem sátu úti á svölum skáhallt fyrir ofan þá hin- um megin við múrinn og veifuðu yfir í „frelsið“. Á múrinn er máluð hvít lína (það sést illa á myndunum). Sá sem það gerði var austur-þýskur flóttamaður sem ætlaði að mála múrinn allan hringinn og mót- mæla þannig staðsetningu hans. Hann var langt kominn þegar hlið opnaðist á múrnum og út stukku austur-þýskir verðir og kipptu honum inn fyrir. Hann var kærður fyrir skemmdarverk á austur-þýskri ríkiseign. En fárán- legast birtist múrinn neðanjarð- ar, þegar við vorum á leið til Austur-Berlínar og keyrðum framhjá auðum neðanjarðar- stöðvum sem lentu undir múrn- um. Það var múrað í opin og síð an hefur þar ekkert verið hreyft þvf stöðvarnar tilheyra engum. Tíminn hefur staðið í stað síð- ustu þrjátíu árin eða svo og mað- ur hafði helst á tilfinningunni að maður myndi heyra óm af sam- tölum við að opna gluggann. Og annað sláandi fyrirbæri birtist þegar komið var til Austur- Berlínar. Endalausar raðir af gömlu fólki sem var að koma úr vestrinu. Ellilífeyrisþegar eru þeir einu sem njóta ferðafrelsis. Og svo má ekki skilja við múr- inn án þess að nefna einn já- kvæðan hlut. Austur-Þjóðverjar eru mjög vel að sér í allri landa- fræði og sögu. Þeir ferðast í hug- anum. Samt var ekki laust við að maður hálf skammaðist sín fyrir að njóta þess ferðafrelsis sem maður hefur og telur sjálfsagt, til - þess að skoða þá og þeirra heim , part úr degi. ÓS-MM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.