Þjóðviljinn - 05.07.1987, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 05.07.1987, Blaðsíða 18
KROSSGÁTA NR. 575 Setjið réttastafi íreitina hérfyrirneðan. Þeirmynda þábæjar- nafn. Sendu þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúla 6a, Reykjavík, merkt: „Krossgátanr. 575“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinnings- hafa. Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort se.n lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d: getur a aldrei komið í stað á qða öfugt. Birna Jóhannesdóttir hlaut verðlaun fyrir krossgátu númer 572. Lykil- orðið var Snæbjörg. Hún fær senda bókina Ólíkar persónur eftir Þórberg Þórðarson. AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞ/EÖ 7 22 6 1H 15 Z(q n y Verðlaunin fyrir krossgátuna að þessu sinni er Mislitt mannlíf eftir Guðmund L. Friöfinnsson. Örn og örlygur gáfu út. SKÝRT OG SKORINORT: BRIDGE Slök útkoma í góðu móti Norðurlandamóti yngri spilara, sem haldið var í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði í síðustu viku, lauk með sigri Norðmanna. Liðið var skipað þekktum landsliðsspilurum og bar höfuð og herðar yfir andstæðinga sína. Frammistaða okkar manna hefur víst ekki farið framhjá íslensku bridgeáhugafólki. Liðin tvö verm- du botnsætin. Um yngra liðið er það að segja, að framtíðin er þeirra og mót sem þetta gefur þeim aukinn skilning á gildi undirstöðuatriða íþróttarinnar. Um eldra liðið giltu önnur lögmál. Ákveðnarvonirvoru bundnar við það lið en í megin- atriðum má segja að flest þau atriði hafi brugðist. Um ástæður skal ekki fjölyrt hér og nú, en það má ljóst vera, bæði fyrir þá sem skipuðu þetta lið og hina sem bera hitann og þungann af undirbúningi móta sem NM og EM í þessum keppnisflokki, að það er ekki sjálfsagður hlutur að vera með, einungis til að vera með. Spilarar verða að gera kröfur til sjálfs síns, fyrr geta þeir ekki gert kröfur til annarra. Það má ekki skiljast svo við þetta mót, að ekki sé getið frammistöðu þeirra sem stóðu í eldlínunni fyrir norðan, í mótsstjórninni og undir- búningi. Þeirra Agnars, Sigmundar Cecils, Gunnars, Péturs, Guð- mundar og Stefáns og Tryggva, auk eflaust margra annarra (ekki má gleyma Sofffu). Fyrir utan Norðmanna-sigur, voru þau hinir eiginlegu sigurvegarar, sökum góðs undirbúnings og vinnuframlags. Hafi hópurinn þökk fyrir. Þar kom að því að óvænt úrslit sæju dagsins ljós í Bikarkeppni Bridgesambandsins. Sveit Al- mennra trygginga í Reykjavík sig- raði sveit Pólaris í 1. umferð og mætir næst sveit Halldórs Tryggva- sonar Sauðárkróki. Sveit Sigurðar B. Þorsteinssonar Reykjavík sig- raði naumlega sveit Heimis Hjart- arsonar Keflavík í 1. umferð og mætir sveit Atlantik í 2. umferð. Þarmeð lauklcikjumí 1. umferð. 2. umferð skal spilast fyrir helgina 19. júlí. Dregið verður í 3. umferð í næstu viku. Látlaus aðsókn er í Sumarbridge 1987, sem spilaður er á hverjum þriðjudegi og fimmtudegi að Sig- túni 9. Síðasta þriðjudag mættu um 120 manns til spilamennsku, sem þýðir að meðalþátttaka á viku er vel yfir 200 manns. Þessi góða aðsókn (þrátt fyrir eindæma veðurblíðu, sem ætla má að dragi eitthvað úr aðsókn) sýnir okkur að bridgespila- mennskan er stöðugt í sókn og sí- fellt bætast við ný andlit. Er ekki nema gott eitt um það að segja. Raunar er það umhugsunarefni hvort ekki sé grundvöllur fyrir frjálsri spilamennsku (óháð öllum skipulögðum félagsskap) yfir vetrartímann einnig. Sama form og á spilakvöldum Sumarbridge. Slíka spilamennsku má nefna „Vetrar- bridge“. Philip Morris Evrópubikar- keppni sveita 1987 verður haldin í haust, með svipuðu formi og á síð- asta ári. Þátttökuþjóðum verðúr skipt í 5 „grúppur" og komast sigur- vegarar úr hverjum hópi í úrslit. Úr- slitin verða síðan spiluð í Kaup- mannahöfn í endaðan mars 1988. Ef að líkum lætur mun Bridgesam- bandsstjórn ákveða að verða með, og væntanlega mun þá sveit bikar- meistara BSI 1987 verða fulltrúi ís- lands í ár. Danir unnu þessa keppni á síð- asta keppnistímabili og kom sá sigur mörgum á óvart. Næsta bókapöntun BSÍ til USA verður gerð í haust. Ef einhverjir ÓLAFUR LÁRUSSON hafa óskir um sérstakar bækur sem þeir vilja komast yfir í leiðinni, geta þeir hinir sömu haft samband við skrifstofur BSÍ. Bækurnar sem þannig fást verða seldar á kostnað- arverði. - Slakt gengi yngri liðanna okk- ar á NM í Eyjafirði í síðustu viku, vekur þær spurningar hvort ekki sé tímabært að leggja meira upp úr unglingastarfinu en gert hefur ver- ið. Eitt spor í þá átt gæti verið þátt- taka pkkar í árlegum unglingabúð- um, sem Evrópusambandið í sam-, vinnu við Hollenska hugaríþrótta- sambandið gengst fyrir. Ef við lítum á þátttakendur í þessum búðum síð- ustu árin, kemur í ljós að flestir af yngri spilurum nútímans sem skara fram úr, hafa einmitt verið þátttak- endur í þessu starfi. Hinir sem aldrei hafa verið með í þessu, írar og aðrir, hjakka í sama farinu og eru ánægðir með meðalárangur. Hvernig væri að taka á þessum mál- um og hefja markvisst uppbygging- arstarf? Og viðbót við Bikarkeppni BSÍ. Sveit Sigurðar B. Þorsteinssonar sigraði sveit Atlantik næsta auðveldlega í 2. umferð og er þar- með komin í 3. umferð. Friðum hvali og framsóknarmenn! I HalldórÁsgrímsson erþjóðhetja. Hann lætur nefnilega enga út- lenska skrattakolla vaða yfir sig. Hann gefur skít í einhverja skeg- gjaða lubba sem þykjast ætla að bjarga heiminum. HalldórÁs- grímsson veit að það er hvalur í sjónum. Og hann ætlar að veiða hval- inn. II UndirritaðurSnati hefuraldrei haft neina sérstaka samúð með sálarlífi hvala; ekki frekar en sauðkindum eða alíhænsnum, enda er það fyrirtaks matur. Og það er svosem ekkert tiltökumál þótt dýrategund sé étin upþ til agna. Það er nóg af sauðkind- inni. Svo mikið að það verður að keyra með fjallalömbin á hauganaístórumstíl. En HalldórÁsgrímsson er þjóðhetja af því hann hef ur orðið sér athlægis í útlöndum. Og það er ekki nógu gott mál. III Umhverfisverndarsinnar hafa því miður stundum á réttu að standa. Það viðurkennist að þeir höfðu rangt fyrir sér þegar þeir fullyrtu aðframsóknarmenn væru í al- varlegri útrýmingarhættu fyrir síðustu kosningar. Það kom á daginn við stofntalningu að það var nóg til af framsóknar- mönnum. Þvímiður. En svonaerlífið. IV HalldórÁsgrímsson heldursjálf- sagt að það sé eins með hvalina og framsóknarmennina. Þeirskili sér alltaf. Og þessvegna allt í lagi útrýma þeim nokkrum sinn- um. Þessvegna lætur hann útlend- ingana hafa það óþvegið þegar þeir ætla að hafa vit fyrir honum. Halldóri sárnaði við Ameríkana þegar þeir ætluðu að beita ís- lendinga hörðu. Og þetta kallar maðurvinisína, sagði Dóri sárog fullyrti að langt um liði áður en um heiltgreri. HalldórÁsgrímsson er semsagt langt kominn með að eyðileggja hið vinsamlega sam- starf Bandaríkjanna og íslands. Allirsanniríslendingarhljóta að mótmæla. Það er Ijótt að móð- ga vini sína. Og verða þjóðhetja fyrír bragðið! V í útlenskum blöðum eru menn hvattirtil að hætta að kaupa ís- lenskt. Þjóðinni er stillt upp sem blóöþyrstum, ósiðmenntuðum eskimóu m. Það er að vísu hið besta mál og alveg hárrétt að auki. En undirritaðan Snata tæki sárt ef kindakjötsmarkaðir okkar í Svíþjóð lokuðust; ef Kanar hættu að borða hringormana okkar og við yrðum að keyra allt heila klabbiðáhaugana. Ekki lifum við á Halldóri Ás- grímssyni til eilífðar þótt hann sé þétturávelli. Halldór Ásgrímsson er mis- skilinn stjórnmálamaður. Vegna þess að hann glottir eins og Oli Jó, er að austan eins og Villi á Brekku og í Framsóknarflokkn- um eins og Denni - þá halda allir að hann sé geníal pólitíkus. Það erekki rétt. HalldórÁs- grímsson er stórlega ofmetinn af því hann hlær að útlendingum. VI HalldórÁsgrímsson hefurstefnt samstarfi lýðræöisþjóðanna í miklahættu. Þaraðauki ætlar hann að útrýma hvölum, sém síð- an þarf að keyra á haugana af því enginn þorirað kaupa. Hann hefur beðið þjóðina að éta meiri hval. Hvalkjöt í hvert mál. Þjóðin verði að sameinast gegn útlendingum og sýna þeim að við gefumst ekki upp. Étum frekar sjálf allt gumsiö en að láta okkursegjast. Halldór Ásgrímson er semsagt þjóðhetja. Og hvernig væri þá að flytja hanntilútlanda? Með því væru tveimur dýrateg- undum gefin grið: Hvölum og framsóknarmönnum. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.