Þjóðviljinn - 05.07.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.07.1987, Blaðsíða 8
Sagtfráíslensk- um hraunhell- umogspjallað við Björn Hró- arssonjarð- frœðing Töfraveröld í iðrun „ Þessir hellar eru alveg sér- stakur heimur- heimur sem hefur ekki tekið neinum breytingum í þúsundir ára. Yfirborð jarðar breytist og veðrast; en í hellunum erallt nákvæmlega eins og þegar hraunið storknaði í árdaga. Það er ólýsanleg tilfinning að verða fyrsturtil að skoða áður óþekktan helli; svo sþennandi að fyrr en varir er maður farinn að hlauþa inn í myrkrið, kann- ski mörghundruð metra, til að kynnast þessari töfraveröld. Og allt í einu kemur maður að heilum skógi af droþsteinum, sem enginn hefuráður augum litið.“ Svo mælir Björn Hróarsson, jarðfræðingur, sem stundar nú rannsóknir á íslenskum hraun- hellum. Og rannsóknir hans minna um margt á verkefni land- könnuða í Afríku: Því hellarnir eru ónumið land rétt eins og myr- kviðir Afríku. Verkefni Björns er þríþætt: Að safna öllum tiltækum heimildum um hraunhella; að vinna ýtarlega skrá yfir þessa hella; og síðast en ekki síst að rannsaka þá, myndun þeirra, aldur og form. Nú eru liðlega eitthundrað hellar komnir á skrá Björns. Og til þess þurfa þeir að vera a.m.k. 100 metra langir. Marga af þess- um hellum hefur Björn fundið sjálfur og hann staðhæfir að eftir áratug verði allt að þúsund hellar komnir á skrána. 250 einbýlishús Við eldgos myndast hraunelfur og ef þær renna lengi í sömu stefnu verða fyrst til hrauntraðir og síðan hellar. Hraunið getur þannig runnið langar leiðir í göngum, undir storkinni hellu. Þegar rennslið stöðvast heldur hraunið áfram niður göngin, þangað til þau tæmast og holrúm myndast. Ef þakið er nægilega sterkt hefur þar með myndast hraunhellir; oft mörghundruð metra langúr. Surtshellir í Hallmundarhrauni er stærsti hellir sem fundist hefur hérlendis, 1970 metrar. Víðgelm- ir í sama hrauni er hinsvegar ta- linn rúmmálsmestur allra hraunhella á jörðinni: Heilda- rlengdin er 1585 metrar, meðal- hæðin 9,15 og meðalbreidd 10,2. Þetta samsvarar hvorki meira né minna en 250 einbýlishúsum! Og það er tafsamt að rannsaka hella, rétt eins og það myndi vefj- ast fyrir mönnum að skoða 250 einbýlishús til hlítar. Hraun þek- ur síðan ein ellefu prósent af yfir- borði íslands, þannig að verkefn- in ættu að vera óþrjótandi fyrir „undirheimalandkönnuði". - En hvernig bera menn sig að því að finna hraunhella? „Fyrst reyni ég að útvega loft- myndir af hrauninu," segir Björn. „Síðan kannaég myndirn- ar og reyni að sjá hvernig hraunið hefur runnið og í hvaða rásir það hefur farið. Að því loknu er ekk- ert annað að gera en fara með hóp manna og kemba svæðið: Skríða ofaní hverja einustu gjótu og glufu. Það bregst eiginlega aldrei að við finnum eitthvað“. Af skemmdarvörgum - Og hvernig er umhorfs neð- anjarðar? „Hellarnir eru einstakir að því leyti að þar er alls engin veðrun, t.a.m. er afar sjaldgæft að það frjósi í þeim og andvari er þar vitanlega lítill sem enginn. Þarna er algerlega óspillt náttúra. Við fundum til dæmis beinagrind af sauðkind í tiltölulega litlum helli á Þingvallasvæðinu. Hún hefur verið svo ólánsöm að álpast inn og ekki komist út aftur. Grindin er alveg heil, hvert einasta smá- bein á sínum stað, en allt annað horfið. Það er ómögulegt að segja til um hvenær kindin var uppi, en síðan hefur enginn kom- ið í hellinn, þangað til hann fannst ekki alls fyrir löngu“. - Finnast þá aldrei mannvistar- leifar í þessum hellum? „Nei, ekki í þessum stóru og djúpu hellum. Helstu menjarnar um veru fólks í þeim eru frá síð- ustu áratugum. Ferðamenn hafa víða eyðilagt fallega hella, látið greipar sópa og brotið niður dropsteinana. Þeir eru nú stofu- stáss hjá skemmdarvörgunum. Fólk er ótrúlega hirðulaust í um- gengni sinni, fjölförnustu hell- arnir eru eins og sorphaugar. Þessvegna erum við alveg hættir að segja frá nýjum hellum sem við finnum - við tökum einfald- lega ekki áhættuna. Einn hellir hefur m.a.s. verið múraður aftur 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 5. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.