Þjóðviljinn - 05.07.1987, Blaðsíða 10
Það var bjart af degi þegar stal-
ínskar frystikisturnar í úthverfum
Austur-Berlín liðu framhjá lest-
arglugganum eins og vindþurrk-
aðar brauðtertur og gerðu Siglu-
fjörðinn, Lönguvitleysuna og ail-
ar hinar blokkirnar í Breiðholt-
inu að elskulegum smáhýsum.
Við höfðum þegar verið tíu tíma
á leiðinni frá Köben og því fannst
austur-þýskum við hæfi að láta
okkur bíða í tvo tíma í viðbót.
Svo þegar lestin silaðist loks út af
aðaljárnbrautarstöðinni í
Austur-Berlín, eftir nákvæma
leit að hugsanlegum laumufar-
þegum, og fór milli tveggja varð-
turna yfir í vestrið sem er þó í
Austur-Þýskalandi miðju, fann
maður fyrst fyrir þeim
ógnvekjandi fáránleika sem múr-
inn og allt tilstandið í kringum
hann er.
Fljótt á litið fannst manni samt
eini munurinn sá að í austrinu
nkti Trabant ofar hverri kröfu,
en í vestrinu BMW og Mercedes
Benz.
V-Berlín
Berlín er ekki borg heldur
borgir og jafnvel margar borgir. í
Vestur-Berlín getur þú alltént
verið hvernig sem þér sýnist, lím-
ari, lúnari, streitari, milli eða
eitthvað annað. Allt er til. Þú
þarft bara að velja þér rétt hverfi
og vera kúl á því. Jú, svo er eitt
enn, það eru bara Tyrkir sem eiga
börn, hinir fá sér hunda.
Berlín er 750 ára, en engu að
síður ný að stærstum hluta, bæði
austan og vestan múrs. Þýska
þjóðin ætlaði að byrja uppá nýtt
eftir seinna stríð og Berlín var í
rúst. Það er engin eiginleg mið-
borg í Vestur-Berlín, sú gamla
lenti öll austan megin, aðeins
miðborgarlíkið Kudamm, nefnt
eftir aðalverslunargötunni. En
fyrir vikið hafa einstakir borgar-
hlutar Vestur-Berlínar öðlast
sjálfstætt líf, ef svo má segja.
Háklúltúrinn er í Kúdamm, en
kúltið í Kreutsberg, Tyrkjahverf-
inu í Vestur-Berlín sem var og er
raunar enn hálfgert slömm. Berl-
ín ku vera næststærsta Tyrkja-
borg í heimi. í Kreutsberg hafa
„pönkararnir" líka búið um sig,
en það er mestan part fyrir ungt
fólk sem hefur flúið velmegunina
í Sambandslýðveldinu og klæðist
svörtum fötum. Og barirnir mað-
ur, barirnir! Þeir voru kúl, svo
kúl að við flúðum snemma heim
fyrra kvöldið sem við sóttum þá, í
algjörum sveitamóral og fórum
ekki aftur fyrr en við höfðum