Þjóðviljinn - 22.07.1987, Side 2

Þjóðviljinn - 22.07.1987, Side 2
"SPURNINGIN— Fylgistu með skákfréttum? Gunnar Jónsson, bílstjóri: Já, ég hef fylgst með þeim undan- farna daga. Það er ekki hægt að kom- ast hjá því. Ég hef trú á því að Héðinn Steingrímsson vinni mótið sem hann tekur þátt í þessa dagana, en hann er einn okkar efnilegasti skákmaður. Brynjólfur Björnsson, sölu- maður: Já, ég hef fylgst með glæsilegri frammistöðu Hóðins Steingríms- sonar að undanförnu og hann lofar góðu. Þá unnu okkar menn á mótinu í Þórshöfn alla sína leiki á svart um daginn og það fannst mér lofsvert. Flosi Ólafsson, múrari: Frekar lítið. En fylgist vel með öllum fréttum af bridds. Þó veit ég að við eigum fleiri stórmeistara en margar nágrannaþjóðir okkar og mér sýnist að við séum á góðri leið með að vinna enn einn heimsmeistaratitilinn þessa dagana. Hafdís Hallsdóttir, afgreiðslu- stúlka: Já, það geri ég og þá aðallega með fréttum blaðanna um árangur okkar manna á skákmótum hér heima sem erlendis. Mér sýnist á öllu að staða okkar í skákinni sé mjög góð, sem sést best á því hvað við eigum marga stórmeistara og stórefnilega unga skákmenn. Kristrún Helgadóttir, verslunar- maður: Já, svona nokkuð. Þó sérstaklega með árangri Hannesar Hlífar, Þrastar Þórhalls, og Héðins Steingríms- sonar. En þessir þrír hafa gert það gott að undanförnu. FRETTIR Veiðar Leggurinn Tilraunir með leggtrollpoka lofa góðu. Smáfiskur á greiðari leið út úr honum en venjulegum trollpoka Aðalmunurinn á leggtrollpoka og venjulegum trollpoka er sá að hver möskvi í leggtrollpoka er með 90 gráðu horn, en í venju- legum poka er hver möskvi í laginu eins og tígull. Ennfremur benda þær tilraunir sem gerðar hafa verið með leggtrollpokann til jiess að smáfiskur eigi greiðari leið út úr honum en úr venju- legum trollpoka, segir Guðni Þor- steinsson fiskifræðingur. Að sögn Guðna hafa verið gerðar rannsóknir með leggtroll- poka um borð í tveimur togurum hér við land. Fyrst með Bjarti NK fyrr í sumar og reyndist hann þá vel þegar afli var blandaður. Þá var hann prófaður fyrir skömmu um borð í Arnari HU og sagði Guðni að þar hefði komið fram að leggurinn hefði reynst best upp á afla sem næmi tveimur tonnum á togtíma. Þegar afli fer upp fyrir þau mörk fer að draga saman með leggnum og öðrum trollpokum, hvað varðar þann smáfisk sem sleppur úr trollinu. Guðni sagði að kanadískir tog- arar hefðu í vetur notað leggtroll- poka og reynsla þeirra verið sú að stærri fiskur fengist í hann en í venjulegan poka, en aflinn að sjálfsögðu minni þar sem fleiri fiskar sleppa úr honum. Legg- pokarnir hafa því verið í notkun þegar afli er mikill, en þegar að- eins er um reyting að ræða er not- aður venjulegur poki. „Það virðist því allt benda til þess að leggtrollpokinn eigi vel við á þeim svæðum hér við land þar sem skyndilokunum hefur mikið verið beitt, en þær miðast við 55 cm fisk og smærri og í með- alfiskeríi, sleppur helmingi meiri smáfiskur úr leggpokanum en úr hefðbundnum pokum. Hann virðist því koma að góðu gagni við verndun smáfisks," sagði Guðni Þorsteinsson að lokum. grh Stœrðfrœði Frábærar móttökur á Kúbu M óttökur Kúbana voru meira en frábærar, sagði Jón Magnússon fararstjóri sem ásamt fjórum keppendum er nýkominn heim frá 28. Ólympíuleikunum í stærðfræði í Hvana á Kúbu. Besti íslenski keppandinn varð í 121. sæti, um miðbik. Þetta er í þriðja sinn sem íslendingar senda lið til keppni, og sagði Jón að frammi- staða sveitarinnar hefði verið betri nú en í hin skiptin. í liðinu voru fjórir menntaskólanemar, Davíð Aðal- steinsson Menntaskóla Kópa- vogs, Geir Agnarsson Menntaskólanum í Reykjavík, Guðbjörn Freyr Jónsson Menntaskólanum á Akureyri, og Sverrir Örn Þorvaldsson Menntaskólanum í Reykjavík. Fulltrúi íslands í dómnefnd var Reynir Axelsson dósent. I keppninni voru 237 einstak- lingar frá 42 þjóðum. Sjálf keppnin fólst í að leysa sex dæmi. Henni var skipt á tvo daga, og höfðu keppendur fjórar og hálfa klukkustund hvorn dag til að leysa þrjú dæmi. Sjö stig voru gefin fyrir fullkomna lausn á hverju dæmi. Veitt voru 120 verðíaun; þar af voru 22 gullverð- laun, 42 silfurverðlaun og 56 bronsverðlaun. Efstur fslendinga var Sverrir Öm Þorvaldsson, hann var í 121. sæti og vantaði eitt stig til að komast á verðlaunapall. Davíð Aðalsteinsson var í 151. sæti, Geir Agnarsson í 159. sæti og Guðbjörn Freyr Jónsson í 181. sæti. Þótt keppnin teljist ekki opin- berlega vera keppni milli ríkja eru þó óformlega lögð saman stig hvers liðs. Kemur þá í ljós að Rúmenía var í 1. sæti, Vestur- Þýskaland í 2. sæti, Sovétríkin í 3. sæti, Austur-Þýskaland í 4. sæti og Bandaríki Norður-Ameríku í 5. sæti. ísland var í 32. sæti. Það var í hópi sex landa sem höfðu að meðaltali milli 11 og 12 stig á keppanda og röðuðu sér í sæti 28 til 33; þau voru íran, Noregur, Finnland, Kólumbía, ísland og Mongólía. Svíþjóð stóð sig best Norðurlanda og var í 17. sæti með rúm 23 stig að meðaltali á kepp- anda. Mesta athygli vakti frábær frammistaða ellefu ára pilts, Ter- ence Tao frá Ástralíu, sem tók þátt í keppninni í annað sinn og hlaut 40 stig af 42 mögulegum. Á myndinni sést vel munurinn á venjulegum poka og leggpoka í drætti. Efri pokinn er venjulegur poki og ef myndin prentast vel sést greinilega hvað möskvarnir dragast saman í drættinum en í leggpokanum haldast þeir og smáfiskurinn á greiða leið út úr honum. Grashagabörnin kunnu vel að meta grillveisluna i götunni. Seifoss: Morgunblaðið/Sigurður Jónuo Grillað í Grashaganum og lífgað upp á tilveruna ÍHÚAR við Grashaga á Sel- | I |f | fossi brugðu á leik síðdegis á • ' ^ laugardag, skreyttu hluta göt- unnar og grilluðu gómsæta rétti. Það mætti hver með sitt grill og garðhúsgögn og var öllu raðað upp á götunni. Síðan grillaði hver fyrir sig og voru það jafnt karlar sem konur sem sáu um að vel hitnaði í kolunum. Bömin kunnu að meta þessa nýbreytni og biðu spennt eftir afurðunum af grill- inu. Nýiokið er að veita viðurkenn- ingar fyrir góða umgengni um lóðir og hús á Selfossi. I sam- bandi við uppákomu Grashaga- fólksins stakk einn (búanna upp & Kirí oð Koð uoari oÞÞi vitlmiof Kjöt steikt á Selfossi Morgunblaðið fœr gúrku dagsinsfyrir elsku- lega frétt af matarœði á Selfossi Gúrka dagsins fellur að jæssu sinni í skaut ritstjörn Morgun- blaðsins fyrir aðalfrétt sína á þriðju síðu í gær: „Grillað í Gras- haganum og lífgað upp á tilver- una“. Þar segir frá því að á laugardag- inn fóru nokkrir Selfyssingar útá götu í góðviðrinu og grilluðu sér pulsur og kótilettur, „og voru það jafnt karlar sem konur sem sáu um að vel hitnaði í kolunum" einsog Sig. Jónss. fréttaritari segir í Morgunblaðinu. Gúrka dagsins bíður næstu grillveislu í Aðalstrætinu. Skúmur GURKA fc 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 22. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.