Þjóðviljinn - 22.07.1987, Page 4
LEIÐARI
K-hátíð á Reyðarfirði
Fyrir nokkrum vikum var settur punktur aftan-
við langa skáldsögu um kísilmálmverksmiðju
við Reyðarfjörð. Þetta var gert með stuttri til-
kynningu þarsem sagt var að nú væri búið að
finna út með reikningum að verksmiðjan stæð-
ist ekki. Að vísu kann að vera, sagði í tilkynning-
unni, að blessuð máttarvöldin verði í betra skapi
um næstu áramót, og á þá aftur að rýna í hjörtu
og nýru kísilmálmiðnaðarins og leita viðfelldnari
niðurstöðu.
í DV-grein í gær rekur Helgi Seljan sögu
þessarar verksmiðjuhugmyndar síðustu árin.
Hann segist sjálfur aldrei hafa hrifist af stóriðju
sem úrræði í íslenskum atvinnumálum, en hins-
vegar hafi verið freistandi fyrir Reyðfirðinga og
Austfirðinga alla að fá í fjórðunginn öflugt at-
vinnufyrirtæki. Enda hafi öllu skipt í þessu efni
hversu á væri haldið.
í fyrstunni kom kísilmálið til kasta Hjörleifs
Guttormssonar í sæti iðnaðarráðherra. Þá var
mótuð um þetta fyrirtæki sú stefna, að það yrði
íslensk eign, þótt ekki yrði með öllu lokað fyrir
erlent fjármagn. íslendingar hefðu forsjá fyrir-
tækisins og öll ráð. í öðru lagi var valið fyrirtæki
af þeirri stærð sem hentaði byggðarlögunum
best, færði nýtt líf í atvinnu án þess að valda
félagslegu og menningarlegu jarðraski. í þriðja
lagi var allt gert til að tryggja að mengunarvarnir
yrðu sem fullkomnastar.
Helgi segir frá því að eftir þennan vandaða
undirbúning hafi kosningabaráttan eystra verið
háð á þeim forsendum að ekkert stæði í vegi
verksmiðjunnar nema sá vondi skýrslugerðar-
stjóri Hjörleifur Guttormsson iðanðarráðherra.
Yrði honum ýtt til hliðar og réttum mönnum
komið að kæmi verksmiðjan einsog hendi væri
veifað.
Eftir kosningarnar 1983 varð Sverrir Her-
mannsson iðnaðarráðherra og eftir hans daga
hafa þrír samflokksmenn hans setið í því sæti.
Sverrir og eftirmenn hans hafa haft uppi aðra
stefnu um eignaraðildina, og í þeirra tíð hefur
undirbúningur að kísilmálmverksmiðju við
Reyðarfjörð falist í gríðarlegri leit að erlendu
fjármagni, og sú leit hefur reynst árangurslaus
með öllu þrátt fyrir mikinn tilkostnað.
Kostnaður við störf og ferðalög stóriðjunefnd-
ar á síðasta kjörtímabili var 54 milljónir króna
óframreiknaðar, fyrir leit að erlendum sam-
starfsmönnum í Reyðarfjarðarkísil, Eyjafjarðar-
álver og Straumsvíkurstækkun.
Árangurinn er enginn.
Sárastar og afdrifaríkastar fyrir Austfirðinga
eru svo auðvitað þær blekkingar sem Sverrir
Hermannsson og eftirmenn hans hafa haldið
uppi. „Alltaf öðru hvoru komu tilkynningar"
segir Helgi, „ýmist frá stóriðjunefnd eða ráð-
herrum, um að nú væri allt að smella í liðinn, allt
gengi að óskum og það var alveg öruggt að ef
vantrú og efi fóru að láta á sér kræla þá birtust
glæstari yfirlýsingar þar sem bjartsýnin og viss-
an blöstu við sjónum.
Og þetta verklag, sem Sverrir Hermannsson
kom á, hafði þau áhrif að atvinnuþróun á
Austurlandi varð sáralítil meðan beðið var eftir
kísilhjálpræðinu sem Sverrir sagði að biði hinu-
megin hornsins.
Einsog Helgi Seljan bendir á í grein sinni er
það skylda sömu stjórnvalda og blekktu
Austfirðinga með kísilfyrirheitum að standa að
markvissu átaki til eflingar atvinnulífi á
Austfjörðum.
Sverrir Hermannsson hefur verið iðinn við að
halda svokallaðar M-hátíðir um landsbyggðina
og ekkert nema gott um um þær veislur að
segja.
Sverrir og samflokksmenn hans eiga hins-
vegar eftir að gleðja Austfirðinga með K-hátíð á
Reyðarfirði. Þar kynni dagskráin að vísu að
verða með nokkuð öðru sniði en á hinum menn-
ingarlegu skrautsýningum. -m
KUPPTOG SKORHD
Sverrir Hermannsson hispurs-
laus að vanda áÍF
Kratísk
valddreifing
Alþýðuflokkurinn er flokkur
valddreifingar, einsog forysta
krata þreytist ekki á að tönnlast á
við hvert tækifæri. Það er hins
vegar engu líkara en forystumenn
Alþýðuflokksins hafi misskilið
þetta mjög alvarlega.
Þeir virðast nefnilega skilja
valdreifinguna þannig, að því
valdi sem fellur flokknum í skaut
eigi einungis að dreifa millum
þeirra sjálfra en engra annarra.
Þetta kom best í ljós þegar for-
ystan átti að skipa mönnum í þrjá
ráðherrastóla. Valdakjarni
flokksins situr í Reykjavík, og
þess vegna voru allir ráðherrarnir
þaðan. Forystan í Reykjavík ein-
faldlega skipti ráðherrastólunum
á milli sín. Lengra náði nú vald-
dreifingin ekki hjá hinni lýðræð-
issinnuðu forystu Alþýðuflokks-
ins.
Val Jóhönnu
Vitaskuld varð þetta til þess að
þingmenn krata utan Reykjavík-
ur urðu ævafúlir. Ekki bara af því
þeir misstu af ráðherradómi, sem
sumir þeirra höfðu þó vænst og
jafnvel búið sig lengi undir. Hitt
sveið þeim ekki síður, að með
þessu var forysta Alþýðuflokks-
ins að gefa landsbyggðinni langt
nef.
Þeir vita sem er, að það mun
ekki ganga vel að telja kjósend-
um á landsbyggðinni trú um það í
næstu kosningum, að Alþýðu-
flokkurinn beri hag þeirra fyrir
brjósti. Á hverjum einasta kosn-
ingafundi utan Reykjavíkur mun
sömu spurningunni beint til
þeirra: Hvers vegna einokaði
Reykjavíkurforystan ráðherra-
stólana?
Jóhanna Sigurðardóttir stráði
svo salti í sárin þegar hún valdi
sér aðstoðarmann. Sá sem
hreppti hnossið, Lára V. Júlíus-
dóttir, skipaði fjórða sæti lista
Alþýðuflokksins í Reykjavík við
kosningarnar.
Fjórir
Reykvíkingar
Þannig eru allir fjórir efstu
menn krata úr Reykjavík orðnir
annaðhvort ráðherrar eða að-
stoðarráðherrar. Landsbyggðin
er hins vegar valdalaus.
Lára V. Júlíusdóttir er mæt
kona og til allra starfa hæf, en í
augum landsbyggðarinnar er val-
ið á henni enn eitt dæmið um
virðingarleysi valdakjarnans í
Reykjavík fyrir landsbyggðinni.
Jónarnir tveir, Hannibalsbur
og Sigurðsson, eiga báðir eftir að
velja sér aðstoðarmann. Ef að
líkum lætur getur valið tæpast
verið erfitt.
Miðað við það sem á undan er
gengið hljóta fáir aðrir að koma
til greina en þeir félagar Jón
Bragi Bjarnason og Björgvin
Guðmundsson.
En annar var í fimmta sæti
Reykjavíkurlistans og hinn í því
sjötta.
Vargabælið
Sverrir Hermannsson er strig-
akjaftur af gamla skólanum og
óhræddur við að viðurkenna það.
í viðtali við helgarblað Tímans
segir hann um sjálfan sig: „Ég er
skapmikill maður og kann ekki
að dylja hug minn. Því er ekki að
neita að oft hef ég verið forsfull-
ur, frekur og yfirgangssamur og
kanski ódæll með ósköpum“.
Hann er heldur ekkert að skafa
utan af því í Tímanum, og heldur
því fram, að það hafi verið mistök
hjá Sjálfstæðisflokknum að setja
jafn óreyndan mann og Þorstein
Pálsson í fjármálaráðuneytið á
sínum tíma: „Hann (þ.e. Þor-
steinn) kemur inn í þetta varga-
bæli sem þingflokkur er mjög
skyndilega og síðan formaður
flokksins og allt gerist þetta á
mjög skömmum tíma. Ég er nú á
því, að það hafi verið mistök að
setja hann í fjármálin á sínum
tíma.“
Endaleysan
Sverrir er heldur ekkert að
draga af þeim mistökum sem
hann telur flokksforystuna hafa
gert.
Hann greinir frá því að rétt
tímasetning ákvarðana og fram-
kvæmd þeirra séu „90 til 100
prósent af kúnstinni". Versti
fingurbrjóturinn er að velja rang-
an tíma, segir hinn fyrrverandi
ráðherra, og segir: „Það verður
að viðurkennast að þar hafa verið
gerð mistök á mistök ofan.“
Kanski honum hafi hér orðið
hugsað til brottrekstrar fræðlsu-
stjórans rétt fyrir kosningar, sem
kostaði hann ráðherradóm, -
hver veit.
Um stjórnarsáttmálann, sem
Sverrir á sjálfur formlega aðild
að, er dómurinn ekki heldur létt-
vægur. Stjórnarmyndunin var,
segir Sverrir, „með þrautum
miklum og við erum ekki með
hýrri há yfir að þarna skuli vera
hrúgað saman einhverjum krata-
óskalista og þeir hælist um að þeir
eigi af þessari endaleysu sem
stjórnarsáttmálinn er kallaður
einhver 100 prósent."
í þessum orðum Sverris er ráð-
ist harkalega að Þorsteini
Pálssyni, formanni Sjálfstæðis-
flokksins, með tvennum hætti.
í fyrsta lagi er honum borið á
brýn að hafa látið krata bera sig
ofurliði við samningu stjórnar-
sáttmálans. I öðru lagi er þessi
afurð, sem Þorsteinn Pálsson
lagði fyrir þingflokk sinn, kölluð
„endileysa".
Það er engin ástæða til að van-
treysa dómgreind Sverris Her-
mannssonar í þessum efnum.
Telji hann formann sinn hafa átt
slæma leiki við gerð „endi-
leysunnar", þá munum við á
Þjóðviljanum ekki sjá okkur
knúna til að mótmæla því af
mikilli hörku.
Jarðarfarar-
þrekið
í viðtalinu upplýsir Sverrir um
afar merkan hlut úr fortíð sinni.
Hann ræðir þar um æsku sína, og
hvað hann vildi þá verða, þegar
hann yrði stór:
„Eftir stúdentspróf flæktist ég
suður til Reykjavíkur í háskóla-
nám sem ég hafði engan áhuga
á,“ segir Sverrir Hermannsson og
hefur miðað við framhaldið lík-
lega sett í þessum parti viðtalsins
upp guðrækilega svipinn: „Ég
velti fyrst fyrir mér að fara í guð-
fræði, en hvort sem fólk trúir því
eða ekki, þá komst ég að þeirri
niðurstöðu að ég hefði aldrei haft
þrek í að jarða menn.“
Það var og. Hvað skyldu þeir
Sigurjón Valdemarsson, fyrrum
framkvæmdastjóri Lánasjóðsins,
og Sturla Kristjánsson, fyrrum
fræðslustjóri, segja um þetta?
-ÖS
þlOÐVILIINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fréttaatjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir,
Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson
(íþróttir), Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, ÓlafurGíslason,
Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil-
borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlfstofustjórl: Jóhannes Haröarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýslngar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bflstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir.
6tbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgrelðsla, rltstjórn:
Síðumula 6, Reykjavík, síml 681333.
Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setnlng: Prentsmlðja Þjóðviljanshf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð f lausasölu: 55 kr.
Helgarblöð:60kr.
Áekriftarverð á mánuðl: 550 kr.
4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 22. júlí 1987