Þjóðviljinn - 22.07.1987, Qupperneq 11
ÖRFRÉTTIR
Þorri
hvítu Suðurafríkumannanna sem
fyrir skemmstu áttu viðræður við
fulltrúa úr stjórn Afríska þjóðarr-
áðsins í Senegal kom heim í gær.
Um 150 æpandi og skrækjandi
nýfasistar biðu þeirra á flugvellin-
um í Jóhannearborg og hugðust
veita þeim varmar viðtökur. En
lögreglan hafði mikinn viðbúnað
og kom ferðalöngunum undan
um bakdyr flugstöðvarbygging-
arinnar.
948
lögregluþjónar í Sovétlýðveldinu
Kazakhstan hafa verið reknir úr
störfum á þessu ári fyrir ýms glöp
í starfi að sögn dagblaðs í fylkinu.
Þar af eru 358 yfirmenn. Þeim er
flestum borið það á brýn að
handtaka fólk og ganga I skrokk á
því fyrir litlar eða engar sakir en
láta hjá líða að sinna útköllum.
Þjónusta dýralækna
í Bandaríkjunum þykir um skör
fram dýr. Því hafa tugir þúsund
katta og hundaeigenda tekið það
ráð að kaupa sjúkratryggingu hjá
því eina fyrirtæki sem býður slíka
þjónustu þarlendis. Enn sem
komið er tryggir firmað aðeins
þessar tvær tegundir gæludýra
enda ætti veltan að verða umtal-
sverð ef allir eigendur slíkra dýra
vestra æskja þjónustu þess. Tal-
ið er að yfir 100 miljónir katta og
hunda séu heimilislausir í Banda-
ríkjunum.
Slökkviliðsforingi
nokkur í Sovétríkjunum sem
hlaðinn var heiðursmerkjum eftir
glæsta frammistöðu í baráttunni
við Tjernóbýlelda segist
dauðskammast sín fyrir yfirmenn
kommúnistaflokksins í bænum.
Þeir hafi misnotað aðstöðu sína
gróflega þegar þeir létu ætt-
menni sín ganga fyrir um brottf-
lutning af hættusvæðinu. „Ég
komst að þessu á sjúkrahúsi og
fylltist ógeði yfir því að vera í
sama kommúnistaflokki og þess-
irmenn," sagði LeonidTelyatnik-
of ofursti.
Indverskur tannlæknir
er ótvíræður heimsmeistari í vél-
ritun. Hann vann á dögunum
öðru sinni mjög harða keppni um
titilinn án þess þó að hafa nokkru
sinni haft vélritun að atvinnu. Ra-
jinder Singh sló fingrum 466
sinnum á ritvélina á mínútu án
þess að missa marks í tíu mín-
útna nákvæmnisprófi. Og ekki
nóg með það. Honum vargert að
hamra á vélinni í hálftíma og voru
slögin þá 493 á mínútu. í 99,97
prósent tilvika hitti hann naglann
á höfuðið.
Norðmenn
eru nú ekki jafn eindregið mót-
hverfir aðiid að Evrópubanda-
laginu og þeir voru hér á árum
áður ef marka má nýlega skoð-
anakönnun sem birt var í dag-
blaðinu Aftenposten í gær. Þótt
aðeins 28 af hundraði séu
hlynntir þátttöku en 39 á móti þá
eru hvorki meira né minna en 33
prósent á báðum áttum. Sem
kunnugt er lá við borgarastyrjöld í
Noregi árið 1972 þegar lands-
menn greiddu atkvæði um hvort
ganga skyldi í félagsskapinn.
135,000
írsk ungmenni munu hafa hleypt
heimdraganum og flutt til Banda-
ríkjanna á síðustu sjö árum en
láðst að gera gestgjöfunum við-
vart og eru því utan við lög og rétt
vestra. Þessar fréttir bera fulltrú-
ar kaþólsku kirkjunnar í írska lýð-
veldinu á borð og bæta við að
mörg þúsund til viðbótar hafi flutt
til meginlands Vestur-Evrópu.
Tilgangurinn var sá sami í öilum
tilvikanna, að reyna að verða sér
úti um vinnu.
ERLENDAR FRETTIR
Persaflói
íranir hundsa Öryggisráðið
Tvö kúwaitísk olíu-
flutningaskip hafa
dregið bandaríska
fánann að húni og
bíða þess að sigla
inná Persaflóa. íran-
ar segja það enga
tryggingu fyrir ör-
yggi.Frakkar hyggjast
veita fleyjum sínum
herskipavernd
Stjórnvöld í Teheran lýstu því
yfir í gær að þau hvgðust hafa
að engu fyrirmæli Oryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna um tafar-
lausa stöðvun vopnaviðskipta
írana og íraka og bættu við að
það yki ekki öryggi kúwaitískra
olíuflutningaskipa þótt þau skört-
uðu þjóðfána Bandaríkjanna.
Yfirlýsingarnar voru lesnar
upp í útvarpi um svipað leyti og
tvö olíuskip frá Kúwait drógu
bandaríska þjóðtáknið að húni
þar sem þau lóna á Ómanflóa
austan Hormuzsunds og bíða
þess að tveir bandarískir her-
nökkvar sláist í för með þeim
inná Persaflóa.
„Við erum enn sem fyrr reiðu-
búnir að sýna Reaganstjórninni í
tvo heimana og færa henni heim
sanninn um það að byltingarþjóð
er ekki lamb að leika sér við og
árás á hana mun koma árásar-
seggjunum í koll.
Meðan írakar halda upptekn-
um hætti og ráðast á mannvirki
okkar og skip er enginn fáni
trygging fyrir neinu á Persaflóa."
f utanríkisráðuneyti íran var
því ennfremur lýst yfír í gær að sú
ögrun sem fólgin væri í nærveru
bandarískra herskipa á Persaflóa
gerði ályktun Orygeisráðsins
marklausa með öllu. Alyktunin
væri auk þess óréttlát og drægi
taum íraka.
Háttsettur embættismaður
Sameinuðu þjóðanna kveðst
hinsvegar vera vongóður um að
báðar þjóðir hlíti fyrirmælum Ör-
yggisráðsins og sagðist ekki
skipta um skoðun fyrr en formleg
neitun bærist frá annarri hvorri
eða hvorri tveggja stjórnanna.
En það eru fleiri en Kúwaitbú-
Starfsfólk sendiráðs Persa í
París og sendinefndar Frakka
í Teheran sér ekki fram á það að
komast heim f bráð þar sem
íverustaðir beggja eru umkringd-
ir óárennilegum lögregluþjónum.
Sem kunnugt er slitu Frakkar
stjórnmálasambandi við írana á
föstudaginn var vegna gruns um
tengsl túlks í sendiráði þeirra í
París við hryðjuverkamenn sem
fóru hamförum þar í borg í fyrra.
Samdægurs svöruðu franar í
sömu mynt.
Frönsk lögregluyfirvöld hafa
ítrekað farið þess á leit við Wahid
Gordji að hann mæti til yfir-
heyrslna en hann hefur þverskall-
ast við og situr enn í húsi því sem
fram á föstudag var sendiráð
þjóðar hans í höfuðborg Frakk-
lands.
Alkunna er að 13 manns biðu
bana og um 200 slösuðust í
sprengiherferð í París í septemb-
ermánuði síðastliðnum. I fyrstu
grunaði lögregluna Sýrlendinga
um græsku en í mars hafði hún
hendur í hári átta hryðjuverka-
manna sem hún taldi bera ábyrgð
á ódæðinu. Nafn foringja þeirra,
Muhammed nokkurs Mouhajers,
fannst á spjaldskrám yfírvalda og
er hann þar titlaður „útsendari
írönsku leyniþjónustunnar".
Franska leyniþjónustan hóf að
hlera síma íranska sendiráðsins
Á efri myndinni sjáum við það sem allir óttast á Persflóa, íranskan fallbyssubát.
Á þeirri neðri hampa bandarískir og kúwaitískir embættismenn fánanum sem
tryggja á öryggi olíuskipa þeirra síðarnefndu.
Frakkland/íran
Sendiráðin
enn í heriorí
íranar og Frakkar hafa enn ekki náð
samkomulagi um heimflutning sendi -
ráðsfólks þarsem túlkurinn Gordji neitar
að láta frönsku lögregluna yfirheyra sig
ar sem hafa ástæðu til að óttast
árásir íranskra fallbyssubáta og
orrustuþota. Frakkar eru í hinni
mestu ónáð hjá Teheranstjórn-
inni einsog allir vita og telja þeir
hana munu láta það bitna á
frönskum farkostum sem sigla
um Persaflóa. Þeir hafa því
ákveðið að veita að minnsta kosti
tveim olíuskipa sinna herskipa-
vernd og vara önnur við að siela
inná flóann.
og skjótt bárust böndin að Gor-
dji. Þegar þar við bættist að rekja
mátti BMW bifreið, sem hryðju-
verkamennirnir höfðu flúið á
eftir sprenginguna í Tati stór-
versluninni, til Gordjis þá fannst
yfirvöldum mál til komið að hafa
tal af kauða.
En það var hægara sagt en gert.
Einhver hafði varað hann við og
hann lokaði sig inní íranska
sendiráðinu og þar er hann enn.
írönsk stjómvöld halda því
fram að ásakanir Frakka á hend-
ur Gordji séu út í hött og að fram-
ferði þeirra brjóti freklega í bága
við Vínarsamþykktina um frið-
helgi erlendra sendiráðsmanna
og diplómata.
Ennfremur hafa þau borið
konsúl Frakka í Teheran, Paul
Torrri, þungum sökum og hafa
stefnt honum fyrir fslamskan
dómstól. Honum er borið það á
brýn að hafa lagt stund á njósnir
og svartamarkaðsbrask.
Embættismenn í París segja að
ekki séu neinar áætlanir í gangi
um að ráðast inní byggingu lran-
anna og draga Gordji nauðugan
út. Þolinmæði franskra stjórn-
valda sé ekki á þrotum og hún
vonist til að íranar sjái að sér og
framselji hinn grunaða. Hitt
kann að orka tvímælis hve þolin-
mæði Frakkanna í herkví írana í
Teheran er mikil.
DJOÐVIIJINN H Tififmu
68 13 33
68 18 66
68 63 00
Blaóburöur er
BESTA TRIMMIÐ
og borgar sigL
Vantar
blaðbera
til sumar-
afleysinga
víðs vegar
um bæinn
Hafðu samband við okkur
Sidumula 6
0 68 13 33
Mi&vlkudagur 22. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
©
Blikkiðjan1
Iðnbúð 3, Garðabæ.
Önnumst hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
46711