Þjóðviljinn - 29.07.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 29. júlí 1987 163. tölublað 52. órgangur
Davíð Oddsson
Ríkið mjólkar Landsvirkjun
Davíð Oddsson, borgarstjóri: Ætli ríkið að nota Landsvirkjun sem mjólkurkú, hlýtur borgin að gera það sama.
Blönduvirkjun getur ekki beðið. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra: Lántökugjaldið leiðir til hœrra
rafmagnsverðs. Pörffyrir Blönduvirkjun. Friðrik Sophusson: Lántökugjöldin alfarið mál fjármálaráðherra
Borgin er í jafnri ábyrgð og
ríkið á lánum og skuldum
Landsvirkjunar og ef ríkið ætlar
að fara að nota Landsvirkjun sem
mjólkurkú, með því að taka
áhættugjald af skuldum og lánum
Landsvirkjunar, þá gefur auga-
leið að Reykjavíkurborg hlýtur
að gera slíkt hið sama, sagði Dav-
íð Oddsson borgarstjóri en
Reykjavíkurborg er í jafnri
ábyrgð og ríkið fyrir lántökum og
skuldum Landsvirkjunar.
-Það er alveg ljóst að það er
ekki hægt að fresta Blönduvirkj-
un frekar en orðið er. Við erum
komnir að þeim tímamótum að í
samningum um vélbúnað til
virkjunarinnar eru ákvæði um
skaðabótagreiðslur vegna samn-
ingsrofa, sem yrðu það dýr, að
frestun framkvæmda kemur ekki
til greina, sagði Davíð Oddsson
vegna ummæla Jóns Baldvins
Hannibalssonar að hugsanlegt
væri að fresta framkvæmdum við
Blönduvirkjun.
- Það er hverjum manni ljóst
að þetta gjald kemur til með að
hafa áhrif til hækkunar á raf-
magnsverði. Til þessa hefur verið
stefna stjómvalda að halda skatt-
lagningu á raforkuöflun í landinu
í lágmarki, samanber að virkjun-
arframkvæmdir eru undanþegnar
aðflutningsgjöldum, sagði Birgir
ísleifur Gunnarsson, mennta-
Laugavegur
Ókeypis
strætó
Miðbœjarhringur
reyndur til áramóta
Um leið og Laugavegurinn er
tilbúinn á ný um miðjan ágúst
verður komið af stað nýrri
strætóleið niður Laugaveginn frá
Hlemmi og í hring um miðbæinn.
Stjórn SVR samþykkti þetta
samhljóða á fundi í gær og það
með að farið verði ókeypis.
Strætóinn gengur þessa leið í til-
raunaskyni til áramóta, leggi
borgarráð blessun sína yfir sam-
þykkt strætóstjórnarinnar. Farið
verður frá Hlemmi niður Lauga-
veg, eftir Lækjargötu, Vonar-
stræti, Suðurgötu, Aðalstræti,
Hafnarstræti, upp Hverfisgötu á
Hlemm.
Á fundinum var frestað að af-
greiða tillögu fulltrúa strætó-
stjóra um að Laugavegurinn yrði
framvegis aðeins opinn strætis-
vögnum, leigubílum og bílum
fatlaðra, og á að athuga það í
stærra samhengi síðar.
-m
r—
málaráðherra og fulltrúi Reykja-
víkur í stjórn Landsvirkjunar.
- Ég er sammála því að það á
ekki að flýta sér að virkja umfram
þörfina. Hinsvegar hefur innlend
raforkunotkun aukist það mikið
að það er full þörf á Blönduvirkj-
un áður en langt um líður. Það er
búið að gera samninga um aðföng
og verkþætti. Ég tel ekki vera
efni til að fresta Blönduvirkjun
umfram það sem þegar hefur ver-
ið gert. Ef við ætlum ekki að setja
okkar eign orkuöflun í hættu, þá
verðum við að halda strikinu eins
og ákveðið hefur verið, sagði
Birgir ísleifur Gunnarsson.
Stjórn Landsvirkjunar hefur
farið fram á viðræður við
stjórnvöld um lántökugjöldin.
- Forstjóri Landsvirkjunar
ræddi við mig fyrir helgi og við
fjármálaráðherra í dag. Við Jón
Baldvin höfum ekki ræðst við, en
ég býst við að það verði á næstu
dögum. Ákvörðun um þetta mál
er alfarið í höndum fjármála-
ráðuneytisins, sagði Friðrik Sop-
husson iðnaðarráðherra.
f kjölfar boðaðrar hækkunar
Landsvirkjunar á rafmagni, afréð
borgarráð á fundi í gær að hækka
gjaldskrá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur um 8.1%.
-rk
Glaftningurinn f póst. Þær stöllur Sigríður Lára Hermannsdóttir, til vinstri, og Guðný Ólafsdóttir hjá Skattstofu
Reykjavíkur voru að leggja síðustu hönd á glaðning skattgreiðenda sem er væntanlegur á næstu dögum inn um
bréfalúgurnar. Vonandi verður engum meint af sendingunni en hitt er víst að móttakendur verða misglaðir á svipinn
þegar innihaldið blasir við. Mynd: E.ÓI.
Hvalveiðar
Mál gegn
Bandaríkja-
stjórn
Greenpeace: ímál gegn
Bandaríkjastjórn efhún
notar ekki
efnahagsþvinganir
Umhverfísverndarsamtök f
Bandaríkjunum hafa ákveðið að
lögsækja stjórn Bandarfkjanna
fyrir að framfylgja ekki banda-
rískum lögum ef hún lætur
áframhaldandi hvalveiðar íslend-
ingá afskiptalausar eftir að Al-
þjóða hvalveiðiráðið hefur álykt-
að gegn þeim.
Þetta kemur fram í viðtali sem
Þjóðviljinn birtir í dag við Birgit
Seffmark, fulltrúa Greenpeace-
samtakanna í Svíþjóð.
í viðtalinu kemur einnig fram
að Greenpeace-menn hafa nú
miklar áhyggjur vegna geisla-
virkrar mengunar í N-Atlantshafi
frá endurvinnslustöðvum Breta á
kjarnorkuúrgangi í Sellafield og
Dounreay á Skotlandi. -ólg.
Sjá bls. 8-9
Flugstöðin í Eyjum
Frekja
og níska
Starfsmenn í vandrœðum
með erlendaferðamenn
Það kemur stundum fyrir þeg-
ar flugið verður ófært að er-
lendu ferðamennirnir sem eru
komnir inn í flugstöðina hér í
Vestmannaeyjum vilja alls ekki
yfirgefa hana og vilja helst gista í
henni, sagði starfsmaður á
Vestmannaeyjaflugvelli við Þjóð-
viljann.
Fyrr í vikunni gerðist það að
blandaður hópur Þjóðverja og
Bandaríkjamanna varð veður-
tepptur í Eyjum. Urðu vandræði
við að koma þeim út úr stöðinni
því þeir vildu dvelja í henni og
gista til morguns þangað til flug-
fært yrði frá Vestmannaeyjum.
Fyrr um daginn höfðu tveir
Bandaríkjamenn fengið leyfi til
að elda sér súpu í kaffistofu
starfsmanna.
„Þetta er frekjugangur og ekk-
ert annað. Þeir tíma ekki að
borga fyrir gistingu inni í bæ og
reyna eftir fremsta megni að
komast af með sem minnst fjárút-
lát. En stundum ganga þeir ein-
um of langt í frekjugangnum,"
sagði fyrrnefndur starfsmaður,
sem vildi ekki láta nafns síns get-
ið. grh