Þjóðviljinn - 29.07.1987, Side 10

Þjóðviljinn - 29.07.1987, Side 10
Vinstriskæruliðar við æfingar. Átök þeirra og stjórnarhersins teljast ekki lengur til tíðinda. Kólombía Blóð, blóð, blóð... í föðurlandi Gabriel García Márquez er enginn óhultur um lífsitt. Þar eruframin 11 þúsund morð á ári hverju í Kólombíu er mannslífíð vegið og léttvægt fundið. Þar hefur ara- grúi manna það helst fyrir stafni að murka lífið úr náunganum og kennir margra grasa í þeim efn- um. Dauðasveitir hers og örygg- islögreglu leggja vinstrimenn í einelti, „réttlætishópar“ myrða homma og vændiskonur, skæru- liðar vega hermenn stjórnarinnar og leigumorðingjar moldríkra kókaínbaróna sýna öllum banatil- ræði sem ógna veldi þeirra og má þá einu gilda hvort í hlut eiga ráð- herrar, hæstaréttardómarar eða blaðamenn. Þar í landi búa ríkustu glæpa- menn heims, kókaínbarónarnir svonefndu, sem eru það loðnir um lófana að þeir gátu gert ríkis- stjórninni svohljóðandi tilboð árið 1984: Ef þið hættið að amast við okkur þá skulum við greiða erlendar skuldir nkisins. Kól- ombíska ríkið skuldar erlendum lánardrottnum 13 miljarða bandankjadala! Sexfaldir Kanar í Kólombíu eru 11 þúsund menn myrtir eða vegnir í átökum á ári hverju sem er sex sinnum meira en í Bandaríkjunum en þar í landi kalla menn ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Til hliðsjónar má geta þess að þegnar Banda- ríkjanna eru um 240 miljónir tals- ins en íbúar Kólombíu á að giska 30 miljónir. Gerrœði, gerrœði Og ofbeldið færist í vöxt. „Lög- leysur og geðþótta „réttlæti“ hafa leyst réttarkerfið af hólmi og landið virðist vera að sökkva oní blóðfen," sagði fyrrum utanríkis- ráðherra landsins, Alfredo Vasq- uez, á mannréttindaráðstefnu í höfuðborginni Bogota fyrir skemmstu og tóku margir í sama streng. Borgarastríð er barnaleikur... Enginn kippir sér lengur upp við það þótt fréttir berist af mannfalli í átökum vinstriskæru- liða og stjórnarhers. Þann 16. júní sátu uppreisnarmenn fyrir hersveit og felldu 27 dáta á einu bretti en það þótti vart sæta tíð- indum. f þrjátíu ár hafa slíkar skærur verið daglegt brauð og menn minnast enn tímabils sam- felldra borgarastyrjalda, „La vi- olencia“, sem lauk ekki fyrr en á sjötta áratugnum og kostaði að minnsta kosti 200 þúsund mannslíf. Kólombíski rithöfund- urinn og nóbelsverðlaunahafinn Gabriel García Márquez veitir mönnum innsýn í þetta ofbeldis- þrungna tímabil í meistaraverki sínu „Hundrað ára einsemd." ...samanborið við morðœðið En Kólombíumenn hafa áhyggjur af öðru en hinum hefð- bundnu vopnaviðskiptum skæru- liða og hers. Óbreyttir þegnar eru æ oftar myrtir af einkaböðlum ýmiss konar hafi þeir „röng“ við- horf, horn í síðu glæpamanna eða fara einfaldlega í taugar einhvers sem á byssu. Vinstrimenn: myrtir Meira en 400 félagar eða stuðningsmenn hinnar vinstri- sinnuðu Þjóðareiningar (UP) hafa verið myrtir frá því samtökin voru stofnuð fyrir tveim árum og blandast fáum hugur um að dauðasveitir hers og öryggis- sveita hafi staðið þar að verki. UP hreppti 23 sæti á þjóðþingi landsins í kosningunum árið 1985 og á fulltrúa í yfir 300 sveita- og bæjastjórnum. Frambjóðandi UP í forsetakjörinu í fyrra, Jaime Pardo Leal, kveður hægri öfga- menn staðráðnari en nokkru sinni fyrr í því að ganga milli bols og höfuðs á hverjum einasta fé- laga samtakanna og segir 25 hafa verið myrta það sem af er júlí- mánuði. deildar lögreglunnar, öryggis- fulltrúi ríkisflugfélagsins Avianca og tveir kunnir blaðamenn sem beitt höfðu sér fyrir hertri baráttu gegn eiturlyfjaframleiðslu. I janúar sýndu þessir glæpa- kóngar hvers þeir eru megnugir. Leigumorðingi skaut fyrrum dómsmálaráðherra Kólombíu, Enrique Parejo, í Búdapest og slasaði hann alvarlega. Parejo hafði getið sér orð fyrir baráttu sína gegn eiturlyfjaframleiðend- um og margsinnis fengið lífláts- hótanir. Hann lét af embætti þeg- ar hann var skipaður sendiherra í Ungverjalandi þar sem hann var talinn öruggur um líf sitt! „Þeir hafa sýnt og sannað að enginn mannlegur máttur getur verndað borgarana fyrir útsend- urum þeirra. Ríkisstjórnin er vanmegna, allir eru vanmegna,“ segir dómari einn, Lancheros að nafni. Hann fullyrðir að sérhver lög- maður eða dómari sem segi kóka- ínbarónunum stríð á hendur undirriti með því sinn eigin dauðadóm. Lancheros kveður 70 dómara og lögfræðinga hafa ver- ið myrta af þessum sökum á um- liðnum fjórum árum. Sömdu ríkisstjórn og kókaínframleiðendur? Hið eina sem eiturlyfjafram- leiðendunum stóð einhver stugg- ur af var fyrrnefndur milliríkja- samningur Kólombíu og Banda- ríkjanna frá árinu 1979 um fram- sal stórtækra glæpamanna. Sem áður getur buðust þeir til að greiða allar erlendar skuldir Kól- ombíu gegn því að stjórnvöld riftu samningnum. Þetta var árið 1984 og þá sat önnur ríkisstjórn að völdum en nú. Þann tólfta júní síðastliðinn gerist síðan það að sá úrskurður er kveðinn upp að formgalli sé á samningnum auk þess sem hann brjóti í bága við stjórnarskrá landsins. Þá voru liðin átta ár frá gildistöku hans! Fyrir vikið sluppu 70 glæpamenn með skrekkinn en svo einkennilega vildi til að fáeinum vikum síðar fór ríkisstjórn Kólombíu þess á leit við helstu lánardrottna sína að þeir hæfu viðræður við hana um skuldamálin! -ks. Carlos Lehder fyrrum kókaínbarón. Þeir hefna sín grimmilega og enginn er óhultur. „Morðingjarnir eru úr röðum hers og lögreglu og fyrir vikið er aldrei neinn handtekinn eða ákærður fyrir þessa glæpi,“ segir Leal. Fyrir nokkru kom út skýrsla á vegum kaþólsku kirkjunnar í Kólombíu. Þar segir: „Nú er svo komið að hver og einn telur sig umkominn þess að taka lög og rétt í sínar hendur. Sveitir vopn- aðra glæpamanna og morðingja sem tengjast hernum vaða uppi undir því yfirskyni að þeir séu að „hreinsa til í þjóðfélaginu“ án þess að þurfa nokkru sinni að standa ábyrgð gerða sinna fram- mi fyrir dómstólum." Hommar og vœndiskonur: myrt Einhver hópur sálsjúkra manna sem nefna sig „Réttlætis- hópinn" hefur tekið sér fyrir hendur að „hreinsa þjóðfélagið“ og myrða þeir unnvörpum alla homma, vændiskonur, betlara og flækinga sem þeir komast í færi við. Að sögn mannréttindasam- taka í Kólombíu urðu hvorki fleiri né færri en 1,500 íbúar borg- arinnar Cali þessum vitfirringum að bráð í fyrra. Engar tölur eru til um hryðjuverk þessa hóps um land allt á síðasta ári en menn geta getið sér til um það því íbúar Cali eru aðeins um fimm og hálft prósent kólombísku þjóðarinnar. Virgilio Barco forseti. Samdi hann við kókaínframleiðendur? Dómarar og lögmenn: myrtir Kókaínbarónarnir hafa urmul leigumorðingja á sínum snærum og vfla ekkert fyrir sér ef þeim finnst sér ógnað. Þegar Virgilio Barco var kjörinn forseti hét hann því að skera upp herör gegn þessum stórauðuga óþjóðalýð. í fyrstu lét hann ekki standa við orðin tóm en nú virðist hann vera að heykjast á baráttunni við óvin sem hefur sýnt og sannað að eng- inn getur verið óhultur, hversu háttsettur sem hann er í Kólomb- íu. Þann 4. febrúar síðastliðinn réðust sveitir úr eiturlyfjadeild lögreglunnar til inngöngu í höf- uðstöðvar Carlosar nokkurs Leh- ders á stórbýli nærri bænum Me- dellin. Lehder þessi var einn um- svifamesti kókaínbarón Kólomb- íu. Hann varsnimmhendis fluttur flugleiðis til Flórída í Bandaríkj- unum og framseldur þarlendum yfirvöldum samkvæmt milliríkj- asamningi frá árinu 1979. Flýtirinn á sér mjög eðlilegar skýringar, yfirvöld óttuðust að einkaher „barónsins" og mútu- þegar innan lögreglunnar myndu frelsa hann ef nokkur dráttur yrði á framsalinu. Á síðasta ári hefur mikill fjöldi manna fallið fyrir hendi böðla kókaínrisanna. Þar á meðal eru hæstaréttardómari, sakadómari, fyrrum yfirmaður eiturlyfja- 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.