Þjóðviljinn - 29.07.1987, Page 15
ÍÞRÓTHR
Knattspyrna
íkvöld
Þrír leikir eru í 1. deildinni í
knattspyrnu í kvöld.
Valur og KA leika á Valsvelli,
í>ór og ÍBK á Akureyri og í A og
Völsungur á Akranesi. Þessir
leikir hefjast kl. 20, nema leikur
ÍA og Völsungs sem hefst kl. 19.
Þá eru fjórir leikir í 2. deild.
ÍBÍ og Einherji leika á Vopna-
firði, KS og Þróttur á Siglufírði,
Breiðablik og ÍBV á Kópavogs-
velli og Leiftur og Selfoss á Ólafs-
fírði. Þessir leikir hefjast kl. 20.
V-Þýskaland
Góð byrjun
hjá Bayem
Bayern Miinchen varð fyrsta
liðið til að sigra í nýrri keppni í
Vestur-Þýskalandi. Þetta er
nokkurskonar meistaraleikur,
þ.e. meistarar í Bundesligunni
gegn Bikarmeisturunum. Bayern
sigraði Hamburg, 2-1.
Það var samt Miroslav Okon-
ski sem náði forystunni fyrir
Hamburg, en nýliði í liði Bayern,
Jurgen Wegmann skoraði tvíveg-
is og tryggði Bayern sigur. Bay-
ern keypti Wegmann nú fyrir
skömmu frá Schalke og hann stóð
við sitt í fyrsta leiknum.
1. deild kvenna
Enn sigrar ÍA
Skagastúlkurnar eru nú aðeins
einu stigi á eftir Val í 1. deild
kvenna. Þær sigruðu KR í gær,
2-1 á Akranesi.
Leikurinn var þokkalegur og
fyrsta markið kom á 15. mínútu.
Halldóra Gylfadóttir náði foryst-
unni fyrir íA, með skalla af stuttu
færi.
Skagastúlkurnar bættu svo
öðru marki við snemma í síðari
háfleik. Ragnheiður Jónsdóttir
fékk góða sendingu eftir auka-
spyrnu og skoraði af öryggi, 2-0.
KR-stúlkunrar létu þetta ekkert
á sig fá og um miðjan síðari hálf-
leik minnkaði Sigrún Sævarsdótt-
ir muninn með góðu marki. KR-
ingar sóttu svo heldur meira það
sem eftir var, en Skagastúlkurnar
börðust vel og héldu fengnum
hlut.
Staöan í 1. deild kvenna:
Valur...........10 8 2
lA..............10 8 1
Stjarnan.........9 5 1
KR..............10 4 2
KA..............10 2 3
IBK..............9 2 2
Þór.............9 2 0
UBK.............9 1 1
-MHM
Aldursflokkamótið í sundi
Bolvikingar sigmðu
Þriðji sigurinn áfjórum árum. Góður árangur
á mótinu
Staðan
í 2. deild karla
IR 12 6 2 4 23-17 20
Leiftur 10 7 1 2 15-7 19
Vikingur 12 6 1 5 19-18 19
Selfoss 11 5 3 3 22-20 18
Einherji 11 5 3 3 13-15 18
Þróttur 11 5 1 5 23-21 16
UBK 11 5 1 5 12-12 16
KS 11 4 2 5 19-21 14
(BV 10 3 4 3 15-17 13
ÍBÍ 11 1 0 10 13-26 3
Bolungarvík vann sinn þriðja
sigur á fjórum árum í aldurs-
flokkamótinu í sundi sem haldið
var í Vestmannaeyjum um helg-
ina.
Bolungarvík fékk 312 stig,
Ægir hafnaði í 2. sæti með 256
stig og í þriðja sæti kom Njarðvík
með 150.5 stig. Því næst komu
HSK, Vestri, UMSB, ÍA, Óðinn,
USVH og loks Ármann.
Keppendur voru um 400 og
keppt var í öllum flokkum undir
17 ára aldri. Góður árangur
mótsins sýnir að hinn mikli upp-
gangur sem verið hefur í sundinu
að undanförnu er engin bóla og á
eftir að halda áfram.
Nokkur íslandsmet litu dagsins
ljós. Elvar Dníelsson, USVH,
setti tvö met í flokki yngri en 10
ára, í 50 metra skriðsundi og 50
metra flugsundi. Steinar Guð-
mundsson setti íslandsmet í 50
metra bringusundi í sama flokki.
Hannes Már Sigurðsson setti ís-
landsmet í 50 metra flugsundi 17
ára og yngri. Björg Jónsdóttur
UMFN setti met í 100 metra
skriðsundi stúlkna 13-14 ára.
Einnig voru sett nokkur met í
boðsundi og árangurinn í heild
mjög góður.
- Ibe
Björn Bjartmarz I dauðafæri og Þorsteinn Magnússon markvörður þegar lag-
stur. En honum tókst ekki að skora frekar en öðrum Víkingum. MyndiE.ÓI.
2.deild
IR í efsta sæli
Fjórða tap Víkings í röð
IR-Víkingur 1-0 (1-0) *
Það var ekki að sjá að tvö af topp-
liðum 2. deildar ættust við í leik 1R
og Víkings. Bæði liðin Iéku vægast
sagt mjög illa og leikurinn líklegast
sá lélegasti sem liðin hafa sýnt.
Það má segja að ekkert hafí gerst
fyrsta hálftímann. Leikurinn fór að
mestu fram á miðjunni og háar
sendingar liðanna inní vítateig gáfu
I Þær virðast ekki vera með á nótunum þessar stelpur, a.m.k. er boltinn ekki á
| sömu leið og þær. Mynd:E.ÓI.
Gull & Silfur mótið
Breiðablik sigraði
Þa6 var ekki svo auðvelt að stöðva Blikastúlkurnar þegar þær voru komnar á
skrið og hér er ein þeirra í vítateig Týs, umkringd varnarmönnum. Mynd:E.Ói.
ekki mikið af sér.
ÍR-ingar náðu forystunni á 42.
mínútu. Heimir Karlsson skoraði
af stuttu færi eftir að vörn Víkinga
hafði verið heldur illa á verði.
Síðari háfleikurinn var heldur
fjörugri, en þó ekki mikið spunnið í
leik liðanna. Trausti Ómarsson átti
góðan skalla sem Þorsteinn varði
vel og Atli Einarsson skaut framhjá
í upplögðu færi. Bragi Björnsson
fékk reyndar ágætis færi til að bæta
við öðru marki ÍR. Hann komst
einn í gegn og lyfti boltanum yfir
úthlaupandi markvörðinn, en rétt
framhjá stönginni.
Síðustu mínúturnar sóttu Víking-
ar nokkuð stíft og fengu þokkaleg
færi, sem þeim tókst þó ekki að
nýta. Trausti skallaði yfir í góðu
færi og Atli átti gott skot frá mark-
teig, en í varnarmann og í hliðar-
netið.
Það er fátt gott um þennan leik
að segja. Bæði lið léku meira af
kappi en forsjá og lítið bar á góðum
samleik eða sendingum. ÍR-ingar,
sem komu upp úr 3. deild, eru nú
komnir á topp deildarinnar, en
Víkingar sem byrjuðu mjög vel,
töpuðu nú sínum fjórða leik í röð.
Maður leiksins: Þorsteinn
Magnússon, ÍR. -lbe
Markahæstir:
HeimirKarlsson, |R..............11'
TraustiÓmarsson, Víking...........9
Hatþór Kolbeinsson, KS............7
Jón Gunnar Bergs, Selfossi........6
Sigfús Kárason, Þrótti............5
SigurðurHallvarðsson, Þrótti......5
Kristján Davíðsson, Einherja......5
BergurÁgústsson, ÍBV..............5
Það var mikil spenna í leik
Brciðabliks og ÍBK í úrslitum A-
liða á Gull & Silfur mótinu í 3.
flokki kvenna í knattspyrnu. Eftir
venjulegan leiktíma var staðan 0-
0 og einnig eftir framlengingu.
Það var því kastað upp um sigur-
inn og Breiðabliksstúlkurnar
höfðu heppnina með sér.
Breiðablik og ÍBK höfðu yfir-
burði í leikjum sínum í riðlakepp-
ninni. Þau mættust svo í
skemmtilegum úrslitaleik, en
mörkin vantaði.
Valur og KR mættust í úslita-
leik um 3. sætið og eftir framleng-
ingu var staðan 1-1. Það var því
enn kastað upp og Valsstúlkurn-
ar völdu réttu hliðina.
ÍA sigraði Tý, 4-0 í úrslitaleik
um 5. sætið, Afturelding sigraði
Fylki í úrslitaleik um 7. sætið, 1-0
og Stjarnan sigraði Þór í leik um
10. sætið, 1-0.
Keppni í flokki B-liða var einn-
ig spennandi. KR hafði þó sigur
með 8 stig. Þór varð í 2. sæti,
einnig með 8 stig, en slakara
markahlutfall. ÍBK hafnaði í 3.
sæti með 7 stig, því næst kom ÍA,
svo Breiðablik og loks FH.
Unnur María Sveinsdóttir,
Breiðbliki var kosin besti leik-
maður mótsins og Magnea Guð-
laugsdóttir var markadrottning
með 12 mörk.
Það var Gull & Silfur sem sá
um mótið og gaf öll verðlaun.
Mótið heppnaðist mjög vel og
ánægjulegt að sjá hve mikið
skipuleggjendur lögðu í mótið,
en keppendur voru um 160. Að
mótinu lokjnu fengu allir viður-
kenningu og var boðið uppá
hamborgara og skemmtiatriði í
íþróttahúsinu í Digranesi. - lbe
Miðvikudagur 29. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Punktor úr 11. umferð
Ilaraldur Hinriksson, ÍA,
skoraði sitt fyrsta 1. deildarmark
þegar aðeins 6 mínútur voru liðn-
ar af fyrsta 1. deildarleik hans,
gegn Fram.
Þormóður Egilsson, KR, lék
sinn fyrsta 1. deildarleik á mánu-
dagskvöldið, gegn FH.
Sigurður Már Harðarson, KA,
skoraði sín fyrstu 1. deildarmörk
gegn Víði, en hann lék þá jafn-
framt sinn fyrsta heila leik í 1.
deild.
Erlingur Kristjánsson, KA,
skoraði sitt fyrsta 1. deildarmark
í leiknum við Víði.
KA vann þar sinn 100. leik í
deildakeppninni frá því félagið
lék þar fyrst árið 1975.
KA vann þarna jafnframt sinn
stærsta sigur í 1. deild frá upp-
hafí, 6-0. Áður hafði KA unnið
FH með mestum mun, 5-1 árið
1981.
Víðismönnum hefur aldrei tek-
ist að skora mark hjá KA í deilda-
leik en eftir fjóra leiki félaganna í
1. og 2. deild er markatalan 8-0,
KA í hag.
Úrslitin 4-4 höfðu ekki sést í 1.
deild í sjö ár uns leik Fram og ÍA
lauk þannig á sunnudagskvöldið.
Síðast voru það ÍBV og FH sem
gerðu 4-4 jafntefli í 1. deild, árið
1980.
Valur hefur nú sigrað níu sinn-
um í síðustu tíu 1. deildarleikjum
sínum í Keflavík. Sigurganga
Vals þar er óslitin frá 1977, ef
tapleikur 1982 er undanskilinn.
Þór hefur enn aldrei tapað
deildaleik á Húsavík eftir fimm
heimsóknir þangað í 1. og 2.
deild.
FH vann sinn fyrsta sigur á KR
í 1. deild frá árinu 1980.
Kristján Jónsson skoraði sitt
fyrsta 1. deildarmark fyrir Fram í
leiknum við ÍA.
Þorsteinn Halldórsson, KR, og
Siguróli Kristjánsson, Þór, fengu
hvor sitt fjórða gula spjald í um-
ferðinni. Þorsteinn fékk reyndar
rautt spjald til viðbótar. Einar
Arason, Þór, og Ian Fleming,
FH, fengu hvor sitt fimmta gula
spjald í sumar. - VS