Þjóðviljinn - 29.07.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.07.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓOVIUINN Miðvikudagur 29. júlí 1987 163. tölublað 52. örgangur & V \JE3DN jHf * AÐFARS4ELLI SKÓLACÖNCU # SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Vextir á spariskírteinum Almenn hækkun haf in Vextir af spariskírteinum ríkissjóðs hœkka í 7,2-8,5%. Almenn vaxtahœkk- un undanfarið rakin til yfirlýsinga stjórnarinnar. Pétur Blöndal: Vextir á verðbréfamarkaði munu líklega hækka Ný spariskírteini ríkissjóðs verða nú boðin til sölu með hærri vöxtum en áður, og búast ýmsir við aukinni almennri vaxtahækkun í kjölfarið, auk þess sem þegar framkomna hækkun er talið mega rekja til yfírlýsinga stjórnarinnar um hærri vexti á skírteinunum. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra tilkynnti í gær að ríkissjóður byði til sölu nýja flokka verðtryggðra spariskírt- eina og beri þau vexti á bilinu 7,2%-8,5%á ári eftir iengd láns- tíma. Vonir eru bundnar við það að vaxtahækkunin geri ríkissjóði kleift að selja bréf fyrir 1,3 milj- arða það sem eftir er ársins, en fram í júnímánuð nam salan ein- ungis 200 miljónum. Fallið var frá því að selja spariskírteini með afföllum eins og áður hafði verið ákveðið. Um er að ræða tveggja ára bréf með 8,5% ársvöxtum, fjögurra ára bréf með 8% vöxtum og 6-10 ára bréf með 7,2% vöxtum. Óvíst er enn hversu háir vextirnir verða á þeim bréfum sem lífeyrissjóð- irnir munu kaupa af ríkissjóði, en um þá vexti verður reynt að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina og sagði fjármálaráðherra að þeir samningar myndu hefjast fljót- lega að frumkvæði hans. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði Jón Baldvin að vextir á fjármagnsmarkaði hefðu hækkað tímabundið vegna efnahagsþen- slu og væri ríkissjóður einungis að laga sig að þeim vaxtakjörum sem nú væru á markaðnum. Af- leiðingar vaxtahækkunarinnar á almennum markaði væru því litl- ar sem engar. Það er hins vegar ljóst að sú vaxtahækkun sem orð- ið hefur hjá bönkum og spari- sjóðum í þessum mánuði kom í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnar- innar um fyrstu efnahagsaðgerðir þar sem kveðið var m.a. á um vaxtahækkun á ríkisskulda- bréfum og má því rekja vaxta- hækkun þeirra að miklu leyti til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði háttsettur bankamað- ur í samtali við Þjóðviljann í gær. Pétur Blöndal framkvæmda- stjóri Kaupþings sagði að augljóst væri að áætlun ríkis- stjórnarinnar þess efnis að ná inn 1,3 miljörðum króna af peninga- markaðnum hlyti að hafa áhrif og þá til vaxtahækkunar. Pétur sagði að á verðbréfamarkaðnum hefðu vextir, sem nú eru um 14%, smám samán verið að lækka en ljóst væri að aukin samkeppni frá ríkinu gæti snúið þróuninni við. „Það er fráleitt ef menn ætla sér að ná í 1,3 miljarða án þess að það skilji eftir sig spor á markaðn- um,“ sagði Pétur. Enn er óljóst að hve mikil áhrif vaxtahækkunin hefur á vexti af húsnæðislánum -K.Ól. Vesturbæjarlaugin? Jú, þú gengur fyrst út Austurstrætið.. ferðasumri. (Mynd: E.ÓI.) Hjálpfúsar löggur hafa í nógu að snúast nú á miðju Skák Jóhann vann létt Beljavskí efstur í Szirak, Jóhann, Nunn og Salof nœstir Auðveldur sigur, sagði i Elvar Guðmundsson aðstoðarmað- ur Jóhanns Hjartarsonar um skák hins síðarnefnda í 10. um- ferð millisvæðamótsins í Szirak í Ungverjalandi. Jóhann tefldi gegn Marin frá Rúmeníu, sem beitti sjaldgæfu Poulsen-afbrigði af Sikileyjar- vörn, lék af sér í 10. leik og var með tapað eftir 11. leik Jóhanns. Skákin varð alls 35 leikir. Önnur úrslit: Salof vann Christiansen, Beljavskí vann Mi- los, Nunn vann Todorscevic, Benjamin vann Allan, Velimiro- Leiðsögumenn Engin leiðsögn án leyfis Félagsmálaráðuneytið: Erlendir leiðsögumenn á mála hjá erlendum ferðaskrif- stofum þurfa ekki atvinnuleyfi. Félag leiðsögumanna ósammála Okkur finnst það fjandi hart að erlendir leiðsögumenn geti komið hingað til lands með hópa af ferðamönnum og leiðbeint þeim um land allt án þess að þeir þurfi atvinnuleyfi til starfans,“ segir Kristín Njarðvík, gjaldkeri Félags leiðsögumanna. Að sögn Kristínar hefur félagið borið þetta mál upp við félags- málaráðuneytið og fengið þau svör að á meðan viðkomandi leiðsögumenn séu á kaupi hjá er- lendum ferðaskrifstofum þurfi þeir ekki sérstakt atvinnuleyfi fyrir starfsemi sína hér á landi. Þessu vilja leiðsögumenn ekki una og hafa farið fram á viðræður við Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra í vikunni. „Ágreiningur okkar við félags- málaráðuneytið er fyrst og fremst um túlkun laga, sem kveða á um hvort viðkomandi þurfi atvinnu- leyfi eður ei. Okkur finnst lögin vera nægilega skýr í þessu og styðja okkar málstað en ráðu- neytismönnum finnst annað. Ur þessum ágreiningi verður vænt- anlega skorið með fél- agsmálaráðherra á næstu dögum,“ sagði Kristín Njarðvík að lokum. grh vic vann Flear, Bouaziz og And- erson gerðu jafntefli, sömuleiðis de la Villa og Adorjan, en skák Portisch og Ljubojevic fór í bið og hefur Portisch betri stöðu. Efstu menn: 1. Beljavskí 6l/i og eina frestunarskák, 2.-4. Jó- hann, Nunn, Salof 6 vinninga, 5.- 6. Portisch, Ljubojevic 5'/2 og bið, 7. Milos 5l/i, 8. Andersson 4V2 og frestunarskák, 9.-10. Christiansen, Benjamin 4Vi. í dag eru aðeins á dagskrá tvær biðskákir og frestunarskák Belj- avskís og Anderssons, en á morg- un verður tefld 11. umferðin af 17 og teflir Jóhann þá við Englend- inginn Flear. í 12. teflir hann við Todorscevic, Júgóslava sem býr í París og teflir fyrir Monaco, þar á eftir við landa hans Ljubojevic. Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson unnu báðir skákir sínar í 9. umferð á heimsmeistaramóti skákmanna undir 20 ára á Filippseyjum. Þröstur vann Ariel frá Argent- ínu, Hannes Hlífar Finnann Kokkila. Þröstur hefur 5Vi vinn- ing í 9.-12. sæti, Hannes Hlífar 3>/2. Efstur er Indverjinn Anna Ant með lx/i. -m Lífeyrissjóðirnir Stefnum að hámaiks vöxtem Pétur Blöndal: Geri mér vonir um að vaxtataka lífeyrissjóðanna verði ekki lœgri en 7,5-8% Lífeyrissjóðirnir eiga í samning- um sínum við ríkissjóð að stefna að því að fá eins háa vexti og þeir mögulega geta með hagsmuni lífeyrisþega í huga. Ég sjálfur geri mér vonir um að fá eitthvað á bilinu 7,5-8% vexti, sagði Pétur Blöndal formaður Landssambands lífeyrissjóða, en fjármálaráðherra mun leita eftir samningaviðræðum við lífeyris- sjóðina fljótiega í kjölfar vaxta- hækkunar á spariskírteinum rík- issjóðs. Pétur sagði að áður en gengið yrði til samninga við ríkissjóð vildu Iífeyrissjóðirnir líklega sjá hvernig salan á spariskírteinum ríkissjóðs sem gefin eru út til 10 ára á 7,2% vöxum gæfist, en á verðbréfaþinginu seldust spari- skírteini á um 8% og oft á hærra verði. Fjármálaráðuneytið hefur áætlað að vaxtahækkun á spari- skírteinum geti leitt til hækkunar á vöxtum af húsnæðislánum sem nemur um 1%, eða úr 3,5% í 4,5%. —K.Ól. Þjóðviljinn 275þúsund fyrír Guð- mund G. Frétt um tengsl Guðmundar G. Þórarinssonar við skattamál Þýsk-íslenska dœmd dauð og ómerk. Þjóðviljinn dœmdur til hárra bótagreiðslna Sakadómur Reykjavíkur mun hafa dæmt í máii Guðmundar G. Þórarinssonar, nú alþingis- manns, gegn Þjóðviljanum vegna fréttar í blaðinu um skattamál fyrirtækisins Þýsk-íslenska í jan- úar 1986. Dómurinn hefur enn ekki ver- ið birtur ritstjórum Þjóðviljans en þeir virðast hafa verið dæmdir til að greiða samtals 275 þúsund krónur í miskabætur, málskostn- að og birtingarkostnað. Að auki er blaðið dæmt til að birta dóms- orð á forsíðu. Þetta mun vera þyngsti dómur í máli af þessu tæi í alllangan tíma. Þarsem dómurinn hefur ekki enn verið birtur hefur ekki verið tekin afstaða til áfrýjunar. -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.