Þjóðviljinn - 16.08.1987, Blaðsíða 10
Ljóðapakki á kjarapalli
Fáeinar vangaveltur vegna útkomu bókarinnar Nýmœli - Ijóð ungskálda 1982-1986
Ljóðavinir hafa verið heldur
borubrattirsíðustu misserin
og fullyrt að skjólstæðingur
þeirra nyti vaxandi hylli meðal
þjóðarinnar. Og samtímis
hafa komið fram mörg ung
skáld sem athygli vekja og nú
er svo komið að yngsta kyn-
slóð skálda þykir einhver sú
efnilegasta um langan aldur.
Um þessar mundir er að koma
út hjá Iðunni sýnisbókin Nýmæli
- Ijóð ungskálda 1982-1986, sem
er einskonar framhald Nýgræð-
inga í Ijóðagerð 1970-81 sem út
kom árið 1983. Eysteinn Þor-
valdsson valdi ljóðin í báðar bæk-
urnar auk þess að annast útgáf-
una og rita inngang að þeim.
Nýgræðingar Eysteins vöktu
heilmikla athygli á sínum tíma og
mun bókin vera notuð til kennslu
í mörgum skólum, enda hafði
ekki áður verið gerð tilraun til
þess að búa til heildarmynd af
ljóðlist yngstu kynslóðarinnar. Á
hinn bóginn urðu Nýgræðingarn-
ir afar umdeildir, svo sem við er
að búast; einkum var það náttúr-
lega val Eysteins á skáldum í bók-
ina sem menn fettu fingur útí og
þótt sumum að helst til margir
blekskussar fengju þar inni. í
bókinni voru ljóð eftir 36 skáld,
sem telst þokkaleg uppskera frá
einum áratug; og er þá ósagt látið
um gæðin.
Er Einar Már
ungskáld?
Það hlýtur að vera til marks um
grósku í ljóðagerð að útgáfufyrir-
tækið sér ástæðu til að gefa út
framhald Nýgræðinganna sem
spannar einungis fimm ár. Og í
inngangi sínum að Nýmælum
fullyrðir Eysteinn að það sé
„vænlegur gróandi í Ijóðagerð-
inni og margir laukar í garði.
Ljóðaunnendur ættu að geta
horft með eftirvæntingu til fram-
tíðarinnar því ljóð er að loknu
þessu eins og skáldið sagði.“ (bls.
15).
Til þess að komast í bók
Eysteins þurfa skáldin að vera
fædd 1952 og síðar og þannig eiga
skáld á aldrinum 19 til 35 ára ljóð
eftir sig í bókinni. En það sem er
þó athyglisverðast dæmi um
gróskuna er að í nýju bókinni eru
Ijóð eftir 48 skáld síðustu fimm
ára - á meðan nýgræðingarnir
voru 36 frá tólf árum. Skálda-
framleiðslan hefur því tvöfaldast,
sem þættu góð afköst í
plastpokaverksmiðju. Að vísu
eru sjö manns sem eiga ljóð í báð-
um bókunum og flestir komnir á
efri ár sem ungskáld. Þetta eru
þau Álfheiður Lárusdóttir, Einar
Már Guðmundsson, Elísabet
Jökulsdóttir, Pjetur Hafstein
Lárusson, Sjón, Sonja B. Jóns-
dóttir og Sveinbjörn I. Baldvins-
son.
Það kemur þeim sem þetta rit-
ar nokkuð ankannalega fyrir
sjónir að sjá menn eins og Pjetur
Hafstein og Einar Má í hópi ung-
skálda: Pjetur er nú hálffertugur
og hefur gefið út tíu ljóðabækur-
þá fyrstu 1972! Og Einar Már hef-
ur enga Ijóðabók gefið út á því
tímabili sem Nýmæli spanna, þótt
eitthvað hafi birst í tímaritum.
Honum var réttilega gert hátt
undir höfði í Nýgræðingunum, en
ég fæ ekki séð hvaða tilgangi það
þjónar að láta eitt Ijóð eftir hann í
nýju bókina. Eins mætti nefna
Sonju B. Jónsdóttur, jafnaldra
Pjeturs, ég get ekki séð að þetta
eina ljóð hennar í Nýmælum segi
Iesendum nokkuð um það sem
hefur verið að gerast síðustu
fimm árin. Sá eini úr þessum hópi
sem að mínu viti á réttilega heima
í báðum bókunum er Sjón, enda
er hann langyngstur og hefur gef-
ið út fjölda bóka síðustu árin og
haft margvísleg áhrif.
Vinsœldalistinri:
Gyrðir á toppnum
Það segir sína sögu um álit
Eysteins á einstökum skáldum,
hversu mörg ljóð þau eiga í bók-
inni, þótt vitanlega sé það ekki
einhlítt. Gyrðir Eiíasson er efstur
á lista'með átta ljóð - þar af eina
bók í heilu lagi, ljóðabálkinn
Blindfugl/Svartflug; ísak Harð-
arson á sjö ljóð; Sjón og Bragi
Ólafsson sex; Atli Ingólfsson,
Berglind Gunnarsdóttir, Kristján
Kristjánsson, Sigfús Bjartmars-
son og Vigdís Grímsdóttir fjögur
hvert. Fimm skáld eiga þrjú ljóð í
bókinni; 17 eru með tvö og
jafnmörg með eitt. Þannig eiga
70% skáldanna eitt til tvö ljóð í
bókinni og má þá ljóst vera hve
illa hún er til þess fallin að gefa
nokkra mynd af hverju skáldi
fyrir sig.
En það var heldur ekki tilgang-
urinn eða hvað?: „Tilgangurinn
með þessu safni er að auðvelda
fólki að kynnast ljóðum yngstu
skáldanna í viðráðanlegri sýnis-
bók“. (bls. 8). Einmitt vegna
þessa hefði Eysteinn mátt gera
mun strangari kröfur, enda er
mikill hluti ljóðanna harla létt-
vægur og þeim sem þau ortu eng-
inn greiði gerður með að prenta
þau í ódauðlegri skólabók.
Að sama skapi sniðgengur
Eysteinn nokkur skáld mjög ein-
dregið: Best dæmi þess er súrre-
alistahópurinn sem stóð að Me-
dúsu heitinni. Á vegum Medúsu
komu fjölmargar ljóðabækur út á
þessum tíma og víst er um að
súrrealismi hefur ekki átt sér jafn
marga viðhlæjendur um langt
skeið. En Eysteinn afgreiðir Me-
dúsu einkar snyrtilega: „Sum
þessara ungu skálda hafa brugðið
fyrir sig aðferðum súrrealismans
og má gleggst sjá það í Ijóðum
Sjóns og einnig hjá fleirum í
skáldahópnuin sem kennir sig við
Medúsu“. (bls. 11).
Það er ekki hægt að ráða af
þessum orðum að súrrealisar hafi
verið atkvæðamiklir síðustu árin.
Og þannig er Sjón sá eini úr þess-
um hópi sem hlýtur náð fyrir
augum Eysteins; þeir Þór Eldon
og Jóhamar eiga að vísu tvö ljóð
hvor í bókinni en aðrir úr Medúsu
alls ekkert. Þór Eldon hefur á
þessum tíma gefið út fjórar
bækur og er óumdeilanlega í hópi
okkar bestu ungskálda. Jóhamar
hefur ekki látið svo lítið að prenta
ljóðin sín í bók, en hefur á hinn
bóginn lesið ásamt öðrum á ljóð-
asnældu og því hefði Eysteinn
auðveldlega getað kornið hönd-
um yfir þau.
En þó að súrrealismi hafi ekki
verið fyrirferðarmikill að mati
Eysteins þá er önnur stefna sem
fær ívið meiri umfjöllun, sumsé
konkrctismi. „Svokallaðs kon-
kretisma hafði tæpast gætt í ís-
lenskri ljóðagerð þegar sum þess-
ara ungu skálda, einkum Gyrðir
Elíasson, ísak Harðarson og
Sigurlaugur Elíasson tóku að
beita þeirri aðferð. í konkret
ljóðum er ekki látið nægja að tjá
inntakið með orðum, heldur er
það jafnframt sýnt með grafísk-
um hætti..." (bls. 11). Tilfellið er
að konkretismi hefur hreint ekki
verið svo mjög áberandi og þótt
skáldin sem Eysteinn tiltekur hafi
beitt honum í tilraunaskyni hefur
hann hvorki verið ráðandi hjá
þeim né nokkrum öðrum.
Þessi tvö dæmi eru tilfærð hér
vegna þess að allur þorri þeirra
sem mun lesa bók Eysteins hefur
enga heildarsýn yfir ljóðagerð
þessa tímabils og hefur því allar
sínar heimildir frá honum einum.
Og í þessu tilviki er ég þeirrar
skoðunar að Eysteinn hefði mátt
hugsa sig tvisvar um áður en hann
kvað upp úr um hvaða stefnur og
aðferðir hafa verið áberandi.
Byltingin fyrir bí
f inngangi sínum gerir
Eysteinn tilraun til að búa til
heildarmynd af þessari kynslóð
og skilgreina hvaða straumar
hrífa hana með sér. Hann kemst
að þeirri niðurstöðu að ljóðagerð
hafi tekið miklum stakkaskiptum
frá síðasta áratug þegar „nýraun-
sæi“ einkenndi mörg skáld. Þjóð-
félagsádeilan hefur þannig
minnkað; baráttuljóðin eru dott-
in upp fyrir, en ung skáld nú um
stundir „...sýna okkur einstakl-
inginn í þröngu umhverfi og
beina athyglinni inn á við,
skyggnast um í hugarfylgsnum og
miðla okkur sérstæðri reynslu
þaðan“. (bls. 10).
Það er blessunarlega hárrétt að
„nýraunsæið“ á sér engan fulltrúa
í hópi okkar bestu ungskálda.
Enda er síðasti áratugur fátækur
af nýmælum í ijóðagerð eða
nokkru því sem líklegt er að
standist tímans tönn.
Þannig sýnir Eysteinn fram á
tengsl á milli ungskáldanna nú og
gömlu atómskáldanna, módern-
istanna, enda víða augljóst að
sótt er í smiðju til þeirra.
Skáldkonur -
deyjandi stétt?
Eins og áður er getið eiga 48
höfundar ljóð í Nýmælum. Þar af
eru 35 karlar en einungis 13 kon-
ur. Til samanburðar má geta þess
að í Nýgræðingunum voru ljóð
eftir 22 karla en 14 konur. Sam-
kvæmt þessu fækkar skáldkonum
óðfluga miðað við karlskáld.
Þessa athyglisverðu þróun af-
greiðir Eysteinn svona: „Þetta á
sér sjálfsagt félagslegar orsakir
og^ verður ekki fjölyrt um þær
hér“. Þessi afgreiðsla er vitanlega
í skötulíki, - hversvegna eru or-
sakirnar „sjálfsagt félagslegar"?
Og hversvegna ekki að reyna að
ómaka sig við að finna þessar or-
sakir? Það er ekki síður athyglis-
vert að af þessum 14 skáldkonum
hafa aðeins þrjár þeirra gefið út
ljóðabækur á því tímabili sem
Nýmæli spanna. Á sama tíma og
ljóðabókaútgáfa hefur aukist um
allan helming - þannig að allt að
fimmtíu bókum er puðrað út á
ári.
Það vill til að í þessum litla hópi
skáldkvenna eru fáeinar mjög
góðar og því engin ástæða til að
örvænta um kvenmannslaust
ljóðaland.
Ljóð í
tilboðspakka
Ljóðavinir borubrattir, var
fullyrt í upphafi. Og er ástæða til
þess? Vissulega, enda engum
blöðum um það að fletta að ung
skáld nú eru að gera betri ljóð og
heiðarlegri tilraunir með ljóðið,
en um langt skeið. Það er þess
vegna miður að eina ráðið til að
selja ljóð sé í kennslubókum.
Ljóðabækur koma út í litlum
upplögum og gildir þá einu hvaða
skáld á í hlut. Útgáfufyrirtæki
ómaka sig ógjarnan við ljóðaút-
gáfu og þessvegna er það oftast
hlutskipti skáldsins að gerast
eigin forleggjari. Með hliðsjón af
þessu er athyglisvert hversu ljóð-
asamkomur með upplestri skáld-
anna voru fjölsóttar, einkum á
síðasta ári, en þær sóttu iðulega í
kringum 200 manns. Og kannski
var það af sömu ástæðu og þeirri
að Nýmæli verða metsölubók
með tímanum: Semsé þeirri að
fólk nennir ekki að kynna sér
ljóðlist ungra skálda, nema í sér-
stökum tilboðspökkum - 48 skáld
á einni kippu eru óneitanlega góð
býti, móts við það að elta uppi
allar þær bækur sem út koma.
Mér er á hinn bóginn til efs að
bækur eins og Nýmæli séu skáld-
unum til góðs - nema í þeim hlut-
fallslega fáu tilfellum sem lestur
hennar gæti leitt fólk að bókum
skáldanna sjálfra.
-hj-
nJ
Landbúnaðarsýning
íReiðhölIinni,
Víðidal,
14.-23. ágúst 1987
BÚ ’87 stærsta
landbúnaðarsýningin til
þessa á erindi til allra.
Stórkostleg sýning, sem er
allt í senn:
Yfirlit, kynning,
sölumarkaður og
skemmtun.
Þar er tamdi platínu-
refurinn Kalli og Stakkur
og Spori - feiknatuddar,
frá Hvanneyri, úrvalskýr
af Suðurlandi, ásamt hvers
konar búfé af gamla og
nýjaskólanum.
Fjárhundarnir Roy, Lars
og Ríngó sýna listir sínar.
Mjaltir í nútíma
mjaltafjósi (hefurðu séð
slíkt?) alla daga kl. 18^0.
Fjöldamörg fyrirtæki
ÍQTina nýjungar í þjónustu
við landbúnaðinn.
Góð kaup á vörum á
tækifærisverði.
Vörukynningar.
Spumingakeppni.
Lukkupottur.
Tískusýningar, þar á
meðal stór pelsasýning.
Héraðsvökur
landshlutanna.
Grillveislur bændanna.
Matreiðslukynningar.
Matreiðslukynningar.
Nýjasta tæknin ásamt
yfirliti yfir þróunina.
DAGSKRÁ
Laugardagur 15. ágúst
Fjárhundasýning. Kl. 14:30
og 17:30
Reiðsýning. Kl. 15:00
Héraðsvaka Kl. 16:00
A.-Húnvetninga. og 20:30
Matreiðslumeistarar. Kl. 16:40
Sunnudagur16. ágúst
Reiðsýning. Kl. 15:00
Matreiðslumeistarar. Kl. 15:30
Héraðsvaka Kl. 16:00
Skagfirðinga. og 20:30
Grillveisla Kl. 18:00
aldarinnar. -20:00
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. ágúst 1987