Þjóðviljinn - 16.08.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.08.1987, Blaðsíða 15
 i|| ii!!|iii ' $gm Jón Samúelsson: Þegar ég byrjaði fyrir 40 árum þurftum við sjálfir að afhenda hverjum manni farmiða. ræmi við aukna þörf. Þeim fækk- ar svo aftur að kvöldinu. Borgin stækkar og fólki fjölgar og þá verður að setja fleiri bíla á leiðirnar. Sumir vagnstjóranna eru þá bara á morgun- og dagvakt en aka ekki á kvöldin. En það sleppur aldrei heill dagur úr hjá okkur því það er unnið alla helgi- daga. - Hvernig er búið að vagnstjór- unum og á ég þá ekki við launa- kjör? Aðbúnaður og launakjör - Þaö má nú kannski segja að aðbúnaðurinn hafi bæði batnað og versnað. Á Hlemmi höfum við aðstöðu í gamla Gasstöðvarhús- inu. Niðri á Lækjartorgi höfum við haft smákompu og aðra uppi á Háaleiti. Okkur er lagt til kaffi, svona til hressingar þegar tóm gefst til - og kaffikönnur - en kaffið lögum við náttúrlega sjálf- ir. Kannski höfum við einhverja sérstöðu hvað þetta snertir uppi á Háaleitisbrautinni því þar laga blessaðar blómarósirnar í bið- skýlinu fyrir okkur kaffið. En svona þegar á allt er litið þá verð- ur nú ekki annað sagt en aðbún- aðurinn hafi batnað. - Hvað viltu segja um launa- kjörin? -Á tímabili vorum við á sama taxta og slökkviliðs- og lögreglu- menn og máttu launakjörin þá heita sæmileg. Þegar svo lög- reglumenn urðu ríkisstarfsmenn þá hækkuðu þeir í launum, en slökkviliðsmenn og strætisvagn- stjórar sátu eftir hlið við hlið. Við síðustu samninga hækkuðum við svo um tvo launaflokka. Þó eru launin ekki betri en það að nú er illmögulegt að fá menn í afleys- ingar þótt venjulega hafi þar ver- ið biðlistar. Það segir sína sögu. Auðvitað eigum við þá kost á aukavöktum en það er nú varla mönnum bjóðandi að aka 12 tíma á sólarhring. Vagnarnir sjálfir hafa tekið stórfelldum breytingum til bóta frá því ég byrjaði fyrst að aka. Þeir eru orðnir mun stærri og fullkomnari á allan hátt. Nægir þar að nefna vökvastýrið eitt. Gömlu vagnarnir þótt rninni væru voru ansi erfiðir í beygjum fullir af fólki. Og svo hefur gatn- akerfið náttúrlega stórbatnað. Þegar ég byrjaði fyrir 40 árum þurftum við að afhenda hverjum farþega farmiða. Og oft urðum við að skipta peningum fyrir far- þegana. Eg er hræddur um að það þætti tafsamt nú. Ég hef oft furðað mig á að fólk skuli ekki nota kortin meira. Það er tví- mælalaust fjárhagslegur hagur að því að nota stærri kortin fyrir utan hagræðið, bæði fyrir vagn- stjóra og farþega. Umferðartafir - Hefur það ekki stundum komið fyrir á þessum árum að þú hafir lent í erfiðleikum vegna ó- fœrðar á götunum? - Það kemur náttúrlega fyrir að vögnunum seinkar vegna ófærðar en það hefur varla skeð að ferðir falli alveg niður nema þá stuttan tíma meðan verið er að hreinsa eða salta götur. Þó man ég eftir því að einn morgun komumst við ekkiútáNesfyrrenuppúrkl. 10. Þá rauk hann upp með morgnin- um á meðan verið var að sækja okkur. Sá sem það átti að annast komst ekki alla leið svo við löbb- uðum tveir niður á Kirkjusand. Sumir vagnarnir voru þá komnir af stað en urðu að snúa við. Það eru mörg ár síðan þetta gerðist og slík atvik heyra til undantekn- inga. Nú er verið á vakt allan sól- arhringinn og á að vera búið að gera göturnar færar þegar við byrjum að aka á morgnana. Þær tafir sem nú verða á umferðinni ef út af ber með færi, verða fyrst og fremst vegna illa búinna fólks- bíla. Hef ég oft undrast hvað sumt fólk er hugsunarlaust í þess- um efnum því auk þess að komast sjálft ekki leiðar sinnar tefur það einnig fyrir eða stöðvar fjölda marga aðra sem annars kæmust áfram. Sé svo sem ekkert eftir því - Nú hefur þú alla tíð, eða í 40 ár, ekið þessa sömu leið, er það kannski yfirleitt svo að vagnstjór- arnir haldi sig við sömu leiðina? - Það held ég nú ekki. Ég held að flestir hafi breytt um leiðir. - Hefurþér aldrei komið það til hugar? - Jú, ekki get ég neitað því. Það var þegar Hagi-Kleppur losnaði, eins og sú leið var köliuð í þá daga. Eg hafði augastað á henni en fékk hana hins vegar ekki. Þá ákvað ég að halda mig bara áfram við mína leið og sé svo sem ekkert eftir því. - Pú kannast sjálfsagt orðið við ýmis andlit sem hafa fengið að fljóta með þér á undanförnum áratugum? - Já, ojá, maður kannast nú orðið við marga svona í sjón því þetta er margt sama fólkið sem fer með okkur ár eftir ár. En öllu meiri verða nú kynnin ekki. Vagnstjórarnir hafa nú öðru að sinna en sitja á tali við farþegana. Annars kynntist ég farþegunum öllu meira á meðan ég ók bara út á Nesið. Trúlega vallð annað starf - Jœja, Jón, nú ert þú að hœtta þessum akstri eftir 40 ára vertíð. Er langt síðan þú tókst þessa ákvörðun? - Það eru nú ein tvö eða þrjú ár síðan ég tók hana, já. Það er þó ekki af því að ég væri neyddur til þess af neinum ástæðum. Ég gat þess vegna ekið áfram enn um sinn. En mérfinnst vel við eiga að miða við þessi tímamörk. - Ef þú stæðir nú í sömu spor- um ogfyrir 40 árum, myndirðu þá velja þetta starf? - Ekki býst ég nú við því. Ekki þó vegna þess að mér hafi fallið starfið illa, þá væri ég auðvitað löngu hættur. En atvinnumögu- leikarnir eru bara miklu meiri og fjölbreyttari nú en fyrir 40 árum, ég tala nú ekki um hvað þeir eru miklu rýmri fyrir þá sem hafa öðl- ast einhverja menntun. Nei, ég á frekar von á því að ég veldi eitthvert annað starf. Hitt er svo annað mál hvort maður hefði ver- ið nokkuð ánægðari með það þegar upp er staðið. -mhg Sunnudagur 16. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 MÁKL05? bLETOM!? fol jst hdr? GAVEGI 28 S: 112 75 (217 84)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.