Þjóðviljinn - 16.08.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.08.1987, Blaðsíða 5
Óseðjandi ettirsókn í heiðursmerki og titla ... brölti og kynþáttastefnu Hitlers og aðhylltust fremur einræði sem byggðist á hefðbundnum grund- velli, íhaldssamri þjóðernisstefnu og kapítalisma. og stundaði út- þenslustefnu eins og hefðbundin iðnaðarstórveldi. Göring stóð nálægt þessum mönnum: Hann hafði aldrei staðið sterkum fótum í nasistaflokknum sjálfum og leit jafnvel svo á að hans væri ekki lengur þörf eftir valdatökuna 1933: Vildi hann skipuleggja hið nýja Þýskaland fremur sem ein- veldi í prússneskum anda en sem flokksræði. Honum var í nöp við kenningasmiði flokksins og hon- um var ekki um að allt Þýskaland yrði gert „nasískt”. Þegar Göring kom sér fyrir í valdastólum í Prússlandi varð hann miðpunktur í valdatæki sem var að nokkru leyti sjálfstætt og myndaði e.k. „þriðju súlu” í „Carinhair’: Göring lifði eins og endurreisnarfursti. Göring hafði sínar skoðanir en var dauðhræddur við Hitler. Þriðja ríkinu', eins og Hitler sá vel og lét viðgangast. Göring var álitinn líklegur eftirmaður Hitl- ers og álitu margir það góðan val- kost. „Sókn í suðaustur” í þessari stöðu fór Göring að reyna að vinna hugmyndum sín- um brautargengi, en þær voru talsvert öðru vísi en hugmyndir Hitlers. Leit hann svo á að Þjóð- verjar ættu fyrst og fremst að stefna að landvinningum í Suðaustur-Evrópu eða óbeinum yfirráðum yfir þeim löndum: Þar gæti þýsk stóriðja fundið bæði hráefni og markaði og auk þess gætu þessi lönd verið bakhjarl fyrir enn meiri yfirráð yfir Evr- ópu. Göring var hins vegar lítið hrifinn af draumórum Hitlers um að vinna Þjóðverjum „lífsrými” í austri með útrýmingarstyrjöld gegn íbúum Austur-Evrópu. í fyrstu urðu engir árekstrar að ráði milli Hitlers og Görings, þar sem foringinn vildi hvort sem er halda öllum möguleikum opnum. Göring taldi t.d. nauðsynlegt fyrir landvinninga í suðaustri að vera í vinfengi við Englendinga og á þá hugmynd féllst Hitler. Fyrsti stóri áreksturinn varð vegna innlimunar Austurríkis: Göring vildi sameina það land Þýskalandi, því að á þann hátt væri þýska ríkið þegar komið í nágrenni við Balkanlöndin sem næsta markmiðið væri svo að ná völdum yfir. Hitler var hins vegar tregur til að innlima Austurríki í Þýskaland, því hann vildi forðast að styggja ftali sem voru mjög andvígir innlimun. Svo fór að í þessu máli varð það stefna Gör- ings sem varð ofan á. En það var líka í síðasta skipti sem „ríkismarskálkurinn” hafði úrslitaáhrif á gang mála. Hitler komst fljótt á þá skoðun að Eng- lendingar myndu aldrei ganga í bandalag við Þriðja ríkið og mót- aði þá hugmyndir sínar í samræmi við það: Taldi hann nú að réttast væri að ráðast fyrst gegn Vestur- löndum, áður en hann sneri sér að því að vinna „lífsrými” í austri. Þegar Göring hélt fast við þá hug- mynd sína að reyna að komast að samkomulagi við Englendinga, kólnaði vinfengi hans og Hitlers og fór foringinn þá að minnka áhrifavald „ríkismarskálksins”. Þegar Göring sóttist t.d. eftir því að verða hæstráðandi í þýska hernum aftók Hitler það með öllu og Göring var eklci hafður með í ráðum í Súdetakreppunni 1938: Hitler hvatti hann í staðinn til að fara í frí til San Remo og koma ekki of fljótt aftur... Þegar styrjöldin hófst höfðu bein pólit- ísk áhrif Görings rénað til muna og var hann ekki í hópi þeirra sem sáu um stjórn stríðsrekstursins ásamt Hitler. Þegar á allt þetta er iitið virðist Göring vera áhugaverðari per- sóna en smásögur af einstökum atriðum gefa til kynna, hversu merkileg sem þau annars eru. e.m.j. (eftir „Spiegel”) Sunnudagur 16. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.