Þjóðviljinn - 16.08.1987, Blaðsíða 2
FLOSI
\iiku
skammtur
◦f súpukúr
Nú er hún komin meö mig í „súpukúr".
Ég er svosem ekkert að segja aö henni gangi
annað en gott eitt til, nei nei. En þó er þaö nú
einhvernveginn svo að manni finnst aö þaö ætti
að vera einhverjum takmörkunum háð hvaö á
mann er lagt.
Auðvitað hefur það lengi legið í loftinu að ég
væri ekki lengur hár og grannur og vissulega er
það mín stærsta sorg í lífinu að vera ekki ein-
hvernveginn svona einsog Clint Eastwood í
laginu. En þegar ég verð framúr hófi hnugginn
yfir því að vera ekki langur og mjór, heldur stutt-
ur og feitur, þá slævi ég oft mesta sársaukann
með því að hugsa sem svo:
- Eg er þó ekki sköllóttur, eða að norðan.
Það dró semsagt til tíðinda milli rekkjuvoð-
anna heima hjá mér í fyrragærmorgun, þegar
konan mín hnippti óþyrmilega í mig fyrir allar
aldir og skipaði mér að hlusta á morgunútvarp-
ið.
Þar var verið að segja frá því að hrotur væru
ekki hrotur, heldur sjúkdómur, sjúkdómur sem
stafaði af því að menn hefðu ekki „kjörholda-
far“.
- Hrotur, sagði sérfræðingurinn í útvarpinu,
geta valdið kransæðasjúkdómum, krampa og
köfnun. Sá sem hrýtur hvílist ekki og verður
þess vegna taugaveiklaður og af taugaveiklun-
inni geta hlotist alvarlegir magakvillar sem síðar
leiða til krabba í maga og meltingarfærum og
síðast til dauða.
Og svo hélt útvarpssérfræðingurinn áfram:
- Við hrotum er þjóðráð að fara í megrun, eða
sofa með sérhannaðan tréþríhyrning á bakinu.
Slíkur þríhyrningur er semsagt girtur á bakið á
hrjótandanum áður en hann fer að sofa, með
þeim afleiðingum að honum er fyrirmunað að
sofa á bakinu og lífi hans er borgið.
Nú fékk ég ótímabæran hjartslátt og hugsaði
sem svo:
- Allt frekar en megrun. Svo sagði ég:
Getum við ekki fengið lánaðan klifberann
sem hangir uppi á vegg hjá henni Halldóru
frænku þinni?
Halldóra frænka konunnar minnar er - ef ein-
hver skyldi ekki vita það- afar þjóðleg og safnar
antikmunum íslenskum.
En einhvern veginn virtist mér konan fráhverf
hugmyndinni og ætti þó ekki að vera nein frá-
gangssök að sofa hjá manni með klifbera á
bakinu ef um lífið er að tefla.
Og nú kom það sem ég hafði raunar undir
niðri óttast:
- Ég ætla ekki að láta þig komast upp með að
seigdrepa þig á einhverju fitusvalli. Þú léttir þig
um tíu kíló, hættir að hrjóta, verður einsog
manneskja í laginu og bjargar lífi þínu.
Nú, ég get svosem ósköp vel skilið að konum
sé annt um fyrirvinnuna á meðan hún lafir
hérnamegin og getur talist vinnufær, svo ég
sagði blíðlega:
Þat var ok.
í gær hófst svo súpukúrinn.
Súpan sem er uppistaðan í súpukúrnum er
mestanpart vatn sem undir engum kringum-
stæðum má setja salt útí á meðan verið er að
sjóða. Útí þetta ósalta vatn eru svo settir að-
skiljanlegirkálhausar, púrrur, rætur, rófur, næp-
ur og annað skepnufóður, jafnvel arfi, er mér
nær að halda, og eru nöfnin á þessu grænmeti
jafn mörg og tegundirnar eru margar.
Þetta er svo semsagt soðið og svo er það
væntanlega étið, án þess að saltkorn hafi komið
í soðninguna.
Ekki er það gott maður.
Og auðvitað er það mergurinn málsins. Að
hafa bara á boðstólum, fyrir þann sem þarf að
hora, eitthvað sem hann kemur ekki niður, þó
hann sé að verða hungurmorða.
Það var semsagt við hádegisverðarborðið í
gær, að ég sat með svona súpu fyrir framan mig
og tók svo til orða:
- Manstu, kona góð, hvernig var hérumbil
komið fyrir Twiggy, þegar hún tók uppá því að
fara í megrun. Hún var hérumbil dauð. Og þegar
konan mín svaraði þessu ekki, heldur leit á mig
einsog væri ég einhver afglapi, bætti ég við:
- GrímurThomsen hafði alltaf helmingi þykk-
ara smérlag á brauðinu sínu heldur en þykktin á
brauðinu var. Enda var hann gott skáld.
Þá svaraði hún, og mér fannst það allt annað
en elskulegt:
Þú heldur kannski að það sé ráðið að hest-
húsa heilt smjörstykki á dag til að geta klambrað
saman ferskeytlu.
Ég hirti ekki um að svara þessu, en greip DV
og fór að lesa grein undir yfirskriftinni:
STÓLPÍPUFARALDURINN
í þessari grein segir Katrín nokkur lík-
amsræktarþjálfari og fegurðardrottning - ef
marka má myndina af henni - frá því hvað un-
aðslegt það sé að taka stólpípu og fasta með
því. Og af því að ég er nú alltaf svo dæmalaust
fyndinn og skemmtilegur heimahjá mér, sagði
ég sem svo við konuna mína:
- Nú þá getur sextíuogáttakynslóðin kannski
farið að leggja frá sér hasspípuna og skipt um
tegund.
En hún svaraði engu og hélt áfram að borða
súpuna með velþóknun.
Svo ég hélt áfram að lesa Dagblaðið Vísi þar
sem fegurðardrottning (slands segir að sér hafi
aldrei liðið betur en þegar hún var að hreinsa sig
út með aðstoð stólpípunnar, en dásemdunum
lýsir líkamsræktarþjálfarinn þannig, orðrétt:
- Þetta hreinsunarstarf segir til sín með
eftirtöldum dæmigerðum einkennum við
föstu: andfýlu, dökku þvagi, stöðugum og
miklum niðurgangi úr ristlinum með hjálp
stólpípu, útbrotum, miklum svita og slím-
uppgangi.
Og ég hugsaði sem svo:
Það getur þá komið að því að fegurðardrottn-
ingar hætti að vera girnilegar.
Að minnsta kosti vildi ég ekki vakna hjá feg-
urðardrottningu í svona megrun.
En þetta sagði ég ekki upphátt þarna við mat-
borðið heimahjá mér.
„Gott og vel... Reynið að
slappa af og svo reynum
við þetta
einu sinni í viöbót''