Þjóðviljinn - 16.08.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.08.1987, Blaðsíða 9
Móloferii gegn smit- berum kynsjúkdóma Þaö hefur færst mjög í vöxt í Bandaríkjunum á undanförn- um misserum að þeir sem hafa smitast af herpes, væg- um en ólæknandi kynsjúk- dómi, hafastefntfyrrverandi eiginmanni eða ástmanni - oftasteru það konursem kæra. Fyrir að þeir hafi vitað af sjúkdómnum en ekki sagt rekkjunaut sínum frá honum. Herpes er mjög útbreiddur orðinn og er talið að um tuttugu miljónir Bandaríkjamanna megi þola einhver óþægindi hans vegna. Talið er að dómur sem ekki alls fyrir löngu féll í New York muni hafa veruleg áhrif sem fordæmi í slíkum málum. Kona á sextugs- aldri stefndi fyrrverandi eigin- manni sínum fyrir að ganga með herpes og láta hana ekki vita - með fyrirsjáanlegum afleiðing- um. Þau hjón voru gift í þrjátíu ár < áður en þau skildu árið 1984 og nú krefst eiginkonan skaðabóta upp á 2,5 miljónir dollara. En eins og fyrri daginn fara slík málaferli fyrst af stað í þeim höp- um samfélagsins þar sem um háar fjárhæðir getur verið að tefla - eiginmaðurinn var reyndar eigandi stöndugs fyrirtækis. Níutíu miljónir, hundrað miljónir Annað mál sem blöð hafa gert sér mikinn mat úr varðar ákæru ungrar konu og sellóleikara, Lindu Feldman, á hendur sex- tugum söngvara, Tony Bennett. Linda Feldman heimtar níutíu miljónir dollara í skaðabætur fyrir að söngvarinn smitaði hana meðan á stóð átta mánaða sam- bandi þeirra árið 1985. Hún segir að eftir að hún varð vör við krankleika þennan hafi Tony Bennett sagt sem svo: „Ég hefi gengið með þetta árum saman. Maður venst þessu. Þetta er bar- asta aðferð guðs við að láta kyn- lífið hvfla sig." Tony Bennett hef- ur hinsvegar lagt fram læknisvott- orð um að hann sé ekki haldinn herpes og hefur nú gagnstefnt Lindu Feldman um 100 miljón dollara skaðabætur fyrir æru- meiðingar. f sumum tilvikum hefur trygg- ingafélag sökudólgsins orðið að taka að sér greiðslu skaðabóta. Tryggingafélögin eru ekkert hrifin af því að lenda í beðmálum þessum og eru að koma sér út úr þeim með breytingum á trygging- asamningum. Og eyðni líka Herpesmálaferlin geta og dregið dilk á eftir sér að því er varðar þá er smitast af eyðni. Þar gerast málaferli þó öllu flóknari vegna þess, að mjög langur tími (að meðaltali fjögur ár) líða frá því að menn taka veiruna skelfi- legu og þar til sjúkdómurinn gerir varf við sig í alvöru. Meðan herp- es grassérar á tveim vikum eða jafnvel skemmri tíma. Eitt slíkt mál er orðið talsverð- ur blaðamatur. Marc nokkur Christian hefur stefnt dánarbúi fyrrum elskhuga síns, leikarans Rocks Hudsons, um ellefu milj- ónir dollara fyrir að leikarinn sál- ugi hafi ekki sagt honum frá því að hann gengi með eyðni. Hann hefur sjálfur ekki fengið einkenni eyðni, ekki enn að minnsta kosti, en hann kveðst þurfa að bæta sér það upp að hann lifi í stöðugum ótta við sjúkdóminn. áb tók saman. ísafjarðar- kaupstaður Laus er til umsóknar staða félagsmálastjóra hjá ísafjarðarkaupstað. Æskileg menntun félags- fræði, félagsráðgjöf eða sambærileg menntun. Nánari upplýsingar veitir undirritaður og bæjar- stjórinn á ísafirði á bæjarskrifstofunum, Austur- vegi 2, Isafirði eða í síma 94-3722. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst nk. Félagsmálastjórinn á ísafirði Rekstrarstjóri Staða forstöðumanns stjórnunarsviðs (rekstrar- stjóra) við embætti ríkisskattstjóra er hér með auglýst laus til umsóknar. Meðal verkefna eru fjármál, starfsmannamál og almenn skipulags- mál. Háskólamenntun er áskilin og æskilegt er að umsækjandi hafi nokkra reynslu í stjórnunar- störfum. Umsóknir, þar sem fram koma upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, sendist ríkisskatt- stjóra, Skúlagötu 57, 150 Reykjavík. Ríkisskattstjóri Staðgreiðsludeild ríkisskattstjóra óskar eftir að ráða starfsmenn í eftir- greindar stöður: 1. Stöðu fulltrúa við fræðslu- og upplýsinga- störf. 2. Stöðu lögfræðings. 3. Stöðu kerfisfræðings/tölvunarfræðings. Um er að ræða áhugaverð störf sem gera veru- legar kröfur til skipulegra vinnubragða við fram- kvæmd staðgreiðslu opinberra gjalda. Frekari upplýsingar veitir Skúli Eggert Þórðar- son, forstöðumaður staðgreiðsludeildar, í síma 623300. Umsóknir, þar sem fram koma upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, sendist stað- greiðsludeild ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, Reykjavík. Ríkisskattstjóri Maður sem enginn viil hafa Guömundur G. Þórarins- son, sá sami og einusinni vann hjá Þýsk-íslenska, er af- skaplega ánægður þessa dagana. Sakadómur Reykja- víkur komst nefnilega að því fyrir nokkru að æra Guð- mundar er um það bil 100 þúsund króna virðL sem var mun hærri upphæo en Guð- mundur hafði haldið áður. Þetta jákvæða mat borgar- dóms hefur orðið til þess að þingmanninum hleypur kapp í kinn og er nú farinn í heilagt stríð gegn íslenskum blaða- mönnum. í DV um daginn sagðist hann mundu beita sér gegn blaðamönnum á þingi, enda hafi hann heyrt þá sögu „að í stétt blaðamanna hefðu þyrpst menn sem hvergi fengju vinnu annars staðar, ekkert gætu og enginn vildi hafa. Blaðamenn vildu þeir vera vegna þess að til þess þyrfti enga menntun og þar bæru þeir enga ábyrgð á því sem þeir gerðu en gætu vegið úr launsátri að ýmsum mönnum í þjóðfélaginu." Helgarpósturinn spurði Guð- mund G. útí þetta í viðtali, hvort þetta væri ekki atvinnu- rógur eða níð, en Guðmundur svaraði með því að hann sé bara að segja að hann hafi heyrt þessa sögu. Skrítið. Sú saga hefur ein- mitt heyrst alveg nýlega að í hóp þingmanna hafi þyrpst menn sem hvergi fá vinnu annarstaðar, nema þá hjá vafasömum innflutningsfyrir- tækjum, menn sem ekkert geta og enginn vill hafa. Þing- menn vilji þeir vera vegna þess að til þess þarf enga menntun og þar beri menn enga ábyrgð á því sem þeir gera en geta vegið leynt og Ijóst að ýmsum mönnum í samfélaginu. Þessi saga er örugglega röng. Hún á að minnsta kosti ekki við um kjör- dæmin utan Reykjavíkur og hún á ekki við um þingmenn úr öðrum flokkum en Framsókn.B ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Sunnudagur 16. n.k. verður farin 3ja vikna ferð til Grikklands. Norðurhlutinn, sem verður skoðaður að þessu sinni, er frábrugðinn suðurlandinu að mörgu leyti og býður upp á annarskonar tækifæri til að kynnast Grikklandi. Undir traustri fararstjórn Kristjáns Arnasonar háskólakennara kynnumst við og skoðum m.a. Ferdaskritstotan faiandi Vesturgötu 5. Reykjavík ® 62 24 20

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.