Þjóðviljinn - 16.08.1987, Blaðsíða 14
Jón Samúelsson strœtisvagnabflstjóri lœtur af
störfum eftir samfelldan akstur í 40 ór
Sá sem ferðast hefur með
leið 3 kvölds og morgna í sjö
ár mætti vera meira en lítill rati
ef hann þekkti ekki orðið
vargnstjórana í sjón. En held-
ur ekki meira því það er bann-
að að tala við þá umfram ýtr-
ustu nauðsyn þegar þeir sitja
undir stýri og blaðamenn eru,
einsog allirvita, löghlýðið
fólk.
Þegar svo var greint frá því hér
í blaðinu fyrir nokkrum dögum
að einn af vagnstjórunum á leið 3
væri að láta af störfum eftir 40 ára
samfelldan akstur - og jafnframt
birt af honum mynd þar sem hann
stóð við „færleikinn” - þá kann-
aðist ég óðar við manninn. Hann
reyndist vera einn þeirra vagn-
stjóra sem hafði séð til þess að ég
kæmist með greiðu móti í vinnu
og úr. Líklega er það næsta fátítt
að menn endist svo lengi í eril-
sömu starfi.
Þessi þrautseigi maður heitir
Jón og er Samúelsson. Og þegar
Jón leit hér inn á blaðið skömmu
eftir að hann var farinn að „eiga
með sig sjálfur” greip blaðamað-
ur tækifærið og lagði fyrir hann
nokkrar spurningar sem var
greiðlega svarað.
Fœddur í Hanshúsi
Jón Samúelsson varfyrstaðþví
spurður hvort hann vœri borinn
og barnfœddur Reykvíkingur.
Ó-já, svaraði Jón, - ég er fædd-
ur frostaveturinn 1918, raunar í
apríl, í Hanshúsi sem svo var
nefnt, hérna á Skólavörðuholt-
inu. Og hér hef ég alið allan minn
aldur. Hanshús var kennt við
Hans heitinn póst. Faðir minn
var það sem kallað var keyrari en
það voru menn sem stunduðu
akstur á hestvögnum. Slíkir
menn voru eins konar „forfeður”
vörubflstjóranna. Pabbi stundaði
mikið akstur fyrir þá Hans póst
og Gest í Reykjahlíð. Svo ók
hann ís af tjörninni og í íshúsin.
En ég naut föður míns ekki
lengi við. Hann dó úr blóðeitrun
þegar ég var fjögurra ára. Fékk
einhverja skeinu á hálsinn og í
hana komst eitrun. Þá var pensill-
inið ekki komið til sögunnar.
Hann var þá enn á góðum aldri,
35 ára. Já, þannig var nú það.
Þetta var nú
gangurinn
- Og hvað tók þá við? Nú voru
tryggingarnar ekki komnar til
þess að létta undir með þeim sem
urðu fyrir svona áföllum.
- Heimilið sundraðist. Við vor-
um þrír bræðurnir. Mamma basl-
aði áfram með mig. Einar fór
suður í Voga og Sveinn í Hafnar-
fjörð. Þetta voru eiginlega hrepp-
aflutningar. Einar var fæddur á
Stóru-Vatnsleysu og var því flutt-
ur á sína sveit.
Ég byrjaði auðvitað strax og ég
gat að reyna að létta undir með
móður minni. Fór að bera út og
selja blöð og var jafnframt sendi-
sveinn. Þetta var nú gangurinn á
þeim árum hjá krökkum sem
voru líkt settir og ég. Auðvitað
gaf þetta ekki mikið af sér en var
þó betra en ekki og kom sér vel.
Maður hafði varla tíma til að
stunda nokkurt nám. Það var
bara skyldunámið, frá 10-14 ára
aldri minnir mig.
Þegar svo að því kom að maður
taldi sig upp úr því vaxinn að selja
blöð þá var bara tekin sú vinna
sem til féll og þar var nú ekki
alltaf að miklu að hverfa, á árun-
um fyrir stríðið. Eitt árið byggð-
um við bræðurnir hús vestur á
Nesi. Um skeið var ég til sjós, á
snurvoð. Dálítið fékkst ég við að
beita línu. Sömuleiðis að fletja
fisk og salta. Maður hefur nú svo
sem prófað sitt af hverju.
Á gamla Ford
- Hvenœr tókstu svo bílbróf?
- Það tók ég árið 1941. En þá
voru ekki til nein skírteini og ég
fékk það ekki fyrr en 2. febrúar
1942.
- Kom það sér ekki illa?
- O-nei, ég gekk bara með
mína pappíra í vasanum og þeir
urðu ekki vefengdir þótt skírtein-
ið vantaði. Þetta var nú ekki orð-
ið eins strangt og nú, færri bílar,
minni umferð og allt auðveldara.
Svo keypti ég mér Ford-
vörubfl árgerð 1931 og byrjaði að
aka honum. Síðan kom herinn og
ég ók fyrir hann því þá var næg
atvinna fyrir vörubflstjóra. Þetta
var nú svona alls konar snatt bæði
hér í bænum og nágrenninu.
Stundum var ég sendur með alls
konar dót suður í Keflavík, á
Pattersonsflugvöllinn sem svo
var nefndur. Og svo voru það
snúningar með verkstjórana sitt á
hvað. Vörubflarnir þá voru nú
engir stólpagripir, þetta eitt og
hálft tonn.
Síðar eignaðist ég svo annan
vörubfl sem átti að bera tvö og
hálft tonn. Á slíka bíla var stund-
um hrúgað einum fjórum tonnum
en þá hafði grindin í þeim verið
styrkt. Meðal þess sem ég fékkst
við var að flytja rauðamöl ofan úr
Rauðhólum og niður á flugvöll.
Þá fór hlassþunginn alveg eftir
veðrinu. Það var ákveðið magn
sett á bílinn og þegar mölin blotn-
aði í rigningu þá var hlassið
auðvitað miklu þyngra.
Þegar svo herinn fór kom ansi
mikil lægð í vinnuna hjá vörubíl-
stjórum. Mátti heita að hún dytti
alveg niður yfir veturinn. Ég seldi
því vörubílinn og í framhaldi af
því tók ég svo meira bílprófið
svokallaða 1944. Það veitti mér
réttindi til að aka leigubflum, rút-
ubflum og svo til að kenna á bfl.
En ég hafði engan áhuga á að
stunda leigubílaakstur þótt mér
stæði það til boða. Leið svo og
beið að ég gekk bara með
meiraprófsskírteinið í vasanum.
Vertíð sem stóð í
40 dr
- Hvencer byrjaðirðu svo hjá
Strœtisvögnunum?
- Ja, það var nú fyrir réttum 40
árum eins og þið sögðuð hjá
Þjóðviljanum. Ég byrjaði þar
árið 1947. Til að byrja með var ég
á næturvakt sem m.a. var fólgin í
því að þvo bflana, setja á þá olíu
og búa þá þannig undir akstur
næsta dag. Þannig byrjuðu allir
bílstjórarnir. Og þannig gekk
þetta í rúman mánuð áður en ég
settist alfarið undir stýri, en hafði
þó raunar gripið í aksturinn ef
einhver vagnstjórinn var forfall-
aður.
- Hvar höfðuð þið aðstöðu
fyrir vagnana þegar þeir voru ekki
í akstri?
- Hún var á Kirkjusandinum
svo sem hún er enn og hefur alla
tíð verið síðan borgin tók við
rekstri strætisvagnanna, en það
var að mig minnir 1944.
- Síðan borgin tók við rekstrin-
um segirðu, hverjir höfðu hann
með höndum áður?
- Það var hlutafélag sem
nefndist Strætisvagnar Reykja-
víkur hf. Það mun hafa varið
stofnað af Ólafi Þorgrímssyni,
Agli Vilhjálmssyni o.fl. Það var
með vagnana á Snorrabraut 22,
að mig minnir. Húsnæðið var svo
„flott” að hægt var að aka bflun-
um upp á loft. Þá voru vagnarnir
geymdir inni á nóttunni en þeir
voru nú líka ansi mikið færri og
minni þá en nú. Það þyrfti ærið
mikið húsrými til þess að geta
hýst alla vagnana núna þegar þeir
eru þá líka orðnir 12,5 m á lengd
eins og sá sem ég var með nú
síðast.
- Og úr því að við erum að tala
um vagnana, hafa ekki orðið
miklar breytingar á þeim síðan þú
byrjaðir aðrar en stækkunin?
- Jú, mikil ósköp. Til að byrja
með voru í notkun einar 10 teg-
undir af vögnum. Það var fengið
svo mikið af þeim frá hernum
þegar hann fór. Það voru sífelld
vandræði með að fá varahluti í
allar þessar tegundir. Og ekki
bætti það úr að á síðari hluta
fimmta áratugarins var eiginlega
allt skammtað. Það kom t.d. fyrir
að hér í bænum fékkst ekki
sement. Ég sótti t.d. einu sinni
bflfarm af því vestur á Grundarf-
jörð. Fékk það gegn því að flytja
þangað vörur. Þannig gekk þetta
til þar til farið var að leita tilboða í
vagnana.
Leiðir lengjast
- Hvað voru leiðirnar margar
þegar þú byrjaðir að aka?
- Mig minnir að þær hafi verið
sjö. Þá voru þrír bflstjórar á
hverjum bfl og 6 tíma vaktir. Á
sumum leiðum var farið mismun-
andi langt í hverri ferð. Enda-
stöðvar voru þá tvær og farið
kannski á hálftíma fresti á hvora
þeirra. Þá óku allir bflarnir frá og
að Lækjartorgi en þegar þeim svo
fjölgaði voru sumir úti við Kalk-
ofnsveg. Þaðan fóru hraðferðirn-
ar þegar þær voru teknar upp,
t.d. Kleppur, Bústaðavegur,
Austurbær-Vesturbær. Lengstu
Ieiðirnar þegar ég byrjaði voru
inn að Kleppi og Rafstöð. Þannig
hélst þetta þar til leiðunum var
breytt 1970. Eftir því sem bærinn
hefur þanist út hefur þurft að
bæta við ferðum nú síðast t.d. í
Grafarvoginn.
Dugar og dugar
ekki
- Er það ekki rétt að þú hafir
alltaf ekið sömu leiðina frá upp-
hafi?
- Jú, en þess ber raunar að geta
að ég byrja á því að aka frá Lækj-
artorgi og út á Seltjarnarnes^ Sú
„rúta” nefndist þá leið 2. Árið
1970 breyttist þetta þannig að far-
ið var að aka frá Háaleiti og út á
Seltjarnarnes og var það þá nefnd
leið 3. Við breytinguna varð
þetta lengsta leiðin, 20 km. Gert
var ráð fyrir að hver vagn færi
eina ferð á klst. Það gekk auðvit-
að ekki og þá var tíminn lengdur í
1 klst. og fimmtán mínútur. Það
ýmist dugar og dugar ekki því
fyrir kemur, þegar umferðin er
mest, að vagninn er 20-30 mínút-
ur frá Hlemmi niður á Lækjar-
torg. Það gjörbreyttist þegar far-
ið var að aka Skúlagötuna. Síðan
stenst tímaáætlunin. Meðan ekið
var bara frá Lækjartorgi og út á
Seltjarnarnes var aðeins einn
vagn á þeirri leið en þegar farið
var að aka upp á Háaleiti urðu
þeir fimm.
- Hvað með vinnutilhögun
ykkar vagnstjóra, hefur hún tekið
miklum breytingum?
- Hún hefur nú í megindráttum
verið með svipuðum hætti lengst
af, síðan borgin tók við rekstrin-
um. Það voru þá strax þrír vagnar
á hverri leið en síðan hefur þeim
fjölgað sem í gangi eru frá kl. 7 að
morgni til kl. 7 að kvöldi í sam-
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. ágúst 1987