Þjóðviljinn - 16.08.1987, Blaðsíða 16
POPPSÍÐAN
Dead Kennedys hafa löngum verið umdeildir og nú vilja sumir senda þá í svartholiö. Þeir láta ekki deigan síga: Gáfu út
safnplötu með þessari táknrænu mynd á: Maður keflaður með gaddavír!
Dead Kennedys bannaðir
Plaköt geta komið mönnum í steininn!
Eins og ég hef áður rakið hér á
þessari síðu er mikil tilhneiging
meðal ákveðinna hópa í Banda-
nkjunum til þess að hindra tón-
listarmenn í að koma list sinni á
framfæri. Nýjasta fórnarlambið
er hljómsveitin Dead Kennedys
en hún ásamt fleirum á yfir höfði
sér dóm til fangelsisvistar allt að
einu ári og háar fjársektir vegna
plakats sem fylgdi með plötu
þeirra „Frankenchrist“ og þykir
hafa siðspillandi áhrif á fólk -
undir 16 ára aldri!
Jello Biafra fyrrum söngvari
sveitarinnar hefur haldið því
fram að hér sé um prófmál að
ræða og ráðist hafi verið að Dead
Kennedys vegna þess að þeir
dreifi efni sínu gegnum óháðan
útgefanda og hafi því ekki yfir
þeim fjármunum að ráða sem
stórfyrirtækin hafa. „Ástæðan
fyrir því að þeir réðust gegn okk-
ur en ekki Ozzy Osbourne er sú
að CBS hefur næga peninga en
við ekki,“ sagði hann í nýlegu
blaðaviðtali. Hann sagði enn-
fremur: „Það er of mikið af of-
beldi og klámi í rokkinu, en það
er líka of mikið af því í Rambo-
myndunum og eiginlega öllu sem
sýnt er í sjónvarpinu, t.d. fréttum
og auglýsingum. Hvort veldur
fleiri sjálfsmorðum barna og ung-
linga í Bandaríkjunum: Ozzy Os-
boume eða auglýsingar frá hern-
um? Ég er líka Bandaríkjamaður
og ég læt enga pólitíkusa segja
mér hvað það er sem ég má hlusta
á og hvað ekki.“ það er líka afar
einkennilegt að P.M.R.C. hefur
ekkert sagt um Country og West-
ern tónlist, í ljósi þess að frú
Tipper Gore er kona Albert
Gore, sem er öldungadeildar-
þingmaður fyrir Nashville Tenn-
esee og hefur jafnframt boðið sig
fram sem forsetaefni Demókrata
í næstu kosningum (Tipper Gore
er ein helsta baráttukona
P.M.R.C.). Því er hér við að
bæta að Dead Kennedys hafa sent
frá sér plötu með öllum smá-
skífum sínum og fleira efni til
stuðnings baráttu sinni og nefnist
hún „Give Me Convenience or
Give Me Death". Það er óhætt að
mæla með þessari skífu við alla
gamla og nýja D.K. aðdáendur,
og fyrir þá sem vilja hafa rokkið
sitt hrátt og óritskoðað er óhætt
að segja að sjaldan hafi gefist jafn
gott tækifæri til að styðja góðan
málstað.
Dead Kennedys eru þó ekki
þeir einu sem orðið hafa fyrir
barðinu á P.M.R.C., því banda-
ríska þungarokksveitin
W.A.S.P. hefur höfðað mál á
hendur P.M.R.C. fyrir að hafa
notað texta sveitarinnar án leyfis
og mynd sem var utan á smáskíf-
unni ,Animal - F.ck like A
Beast". Segjast þeir ætla að gefa
Tipper Gore tvo kosti, annað
hvort að biðjast opinberlega af-
sökunar í sjónvarpi eða greiða
50.000 dollara til einhverrar
söfnunar - er renni örugglega
ekki í kosningasjóð manns henn-
ar! Þeir segja það afar einkenni-
legt að á sama tíma og P.M.R.C.
fari hamförum sé Albert Gore að
bjóða sig fram og segja að það sé
skömm fyrir bandarískt lýðræði
hve frelsi listamannsins til að
koma hugmyndum sínum á fram-
færi sé í mikilli hættu.
Geyser
og fleira
íslenskt
Nú fyrir nokkrum vikum kom
út í Bandaríkjunum safnplatan
Geyser og er á henni að finna efni
eftir marga af okkar þekktari
listamönnum og þó einkum þá
sem tengdir hafa verið Gramm
útgáfunni. Óhætt er að mæla með
þessari plötu sérstaklega vegna
þess að margt af því efni sem á
henni er fæst ekki með öðrum
hætti. Einnig eru á plötunni 2 ný
lög sem gefa henni enn meira
gildi.
Bubbi Morthens hefur líka ný-
lega sent frá sér nýtt lag með MX
21 og nefnist það „Skapar fegurð-
in hamingjuna?" Varla þarf að
hafa um það fleiri orð enda gæði
Bubba löngu viðurkennd.
Loks hefur Strax nú gefið út
sína seinni smáskífu erlendis og
eru á henni lögin „Keep It Up“
sem landsmenn ættu að þekkja
betur undir nafninu „Segðu mér
satt“ og „Black and White“.
Jennifer Warnes
- Famous Blue
Raincoat
Það er óhætt að mæla hjartan-
lega með þessari plötu fyrir þá
sem ánægju hafa af tónlist þar
sem yfirbragðið er rólegt, og ljúf-
ir tónar eru í fyrirrúmi. Það er
heldur ekki verra að öll lögin eru
prýdd textum Leonard Cohen og
hann á líka stóran þátt í lagasmíð-
unum. Fyrir þá sem ekki vita hver
Leonard Cohen er, er rétt að geta
þess að hann er ljóðskáld sem
gefið hefur út nokkur ljóða sinna
á plötu og nýtur þó nokkurrar
hylli meðal þeirra sem eru um og
yfir þrítugt (þó ekki fullyrt að
hann eigi sér ekki yngri aðdáend-
ur!). Þetta er í heild vel saman-
settur gripur og það er ekkert
sem bendir til annars en að þessi
plata ætti að nýtast þeim vel sem
frekar vilja rólegheit en rokk í
harðari kantinum.
Rogers Waters - Radio Kaos.
Roger Waters
- Radio Kaos
Þessi fyrrum liðsmaður Pink
Floyd er hér á ferðinni með sína
aðra breiðskífu (sú fyrri var Pros
And Cons of Hitch-hiking) og
eins og við er að búast er fag-
mennskan í fyrirrúmi. Hér er um
að ræða plötu þar sem gengið er
útfrá ákveðnu þema, sem eins og
í fyrri verkum Waters er
heimsstyrjöldin, friðurinn og ör-
lög hins smáa eru í brennidepli.
Þetta er að mínu áliti betri plata
en sú fyrri þó að ekki sé um stór-
breytingar að ræða. Fyrir þá sem
unna góðu rokki og vönduðu er
þetta því góð plata til eignar og
fyrir alla Pink Floyd aðdáendur
ætti hún að vera ómissandi.
Platan er tileinkuð öllum þeim
sem lent hafa röngu megin við
frjálshyggjuna...
Marillion
- Clutching
At Straws
Breska sveitin Marillion hefur
hægt og hægt verið að ná vinsæld-
um hér heima sem og erlendis.
Það er heldur ekki nema von að
hægt hafi gengið, því tónlist
þeirra er ekki beint það sem kalla
mætti byltingargjörn. Hún er lík
því sem Genesis var að gera fyrir
1980, og söngvari Marillion, Fish
er líka á köflum alveg ótrúlega
líkur Phil Collins. Að þessum
orðum sögðum er líklega nokkuð
ljóst til hverra þessi plata ætti
einkum að höfða og ættu þeir að
geta vel við unað. Séu menn hins
vegar ekki hrifnir af því sem Gen-
esis og fleiri álíka hafa verið að
leika er betra að forðast Maril-
lion.
Status Quo
á íslandi!
Francis Rossi - gamla brýnið í sveiflu! Hann verður á heimavelli FH-inga þann
19. ágúst n.k. með Status Quo. Og þá er bara að vona að Status Quo gangi
betur að spila rokk en FH-ingum gengur að spila fótbolta...!
Fyrstu tónleikarnir í heimsreisu
Miðvikudaginn 19. ágúst mun
breska hljómsveitin Status Quo
halda tónleika hér á landi, þá
fyrstu sem þeir halda í heimsreisu
sinni. Af þessum sökum ætla ég
mér að rekja að hluta feril
sveitarinnar, en hún hefur verið
starfandi í rúm tuttugu ár.
Status Quo hóf feril sinn árið
1962 og spilaði í upphafi aðeins
lög eftir aðra. Þeir fóru þó fljót-
lega að semja sitt eigið efni en
með litlum árangri og það var
ekki fyrr en árið 1970 sem hljóm-
sveitinni tókst loks að finna þann
stfl sem reynst hefur þeim vel alla
tíð síðan. Þessi stfltegund sem
nefnd hefur verið „boogie" bygg-
ist á einföldum gripum og er ein-
hverskonar blanda af R&B.
Það var þó ekki fyrr en árið
1973 að sveitin sló í gegn í Bret-
landi og þá fór platan „Piledri-
ver“ í fyrsta sæti breska vinsæld-
alistans. Gagnrýnendur voru þó
ekki hrifnir af þessu fyrirbæri,
sem var til að mynda kallað
„hugsunalaust og vanskapað" og
„Canned Heat fyrir þann sem
hugsar ekki“. Þrátt fyrir þetta var
almenningur yfir sig hrifinn og
hljómsveitin hélt áfram að senda
frá sér plötur og smáskífur sem
einfaldlega seldust og seldust.
Þegar Status Quo héldu upp á
tvítugs afmælið 1982 höfðu þeir
gefið út 23 smáskífur sem náðu
langt á listum í Bretlandi og 11
breiðskífur sem einnig höfðu
komist hátt á listunum. Álit
gagnrýnenda hafði einnig smátt
og smátt breyst til batnaðar og
þeir höfðu verið teknir í sátt sem
ein af þeim hljómsveitum sem
halda alltaf áfram að gera það
sama aftur og aftur og aftur.
Hljómsveitin lagði reyndar
niður störf fyrir nokkrum árum,
en í fyrra hóf hún aftur störf. Það
var eftir nokkurt streð þar sem
Alan Lancaster (einn af stofnend-
um sveitarinnar) taldi sig eiga
nafnið, en því voru fyrrum fé-
lagar hans ekki sammála og nú í
næstu viku gefst okkur íslending-
um loks kostur að sjá og heyra í
þessari sveit.
Eins og glöggir lesendur hafa
líklega tekið eftir eru nú liðin 25
ár frá stofnun Status Quo og verð-
ur það að teljast góður árangur í
heimi poppsins, þar sem flestir
lifa fyrir daginn í dag.
SIGMUNDUR
HALLDÓRSSON
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. ágúst 1987